Morgunblaðið - 16.10.2021, Side 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 2021
Fallega frænka
mín með ítalska út-
litið, lífskúnsterinn,
með brosið bjarta
og augun djúpu. Ég man auðvit-
að ekki eftir mér öðruvísi en með
þig í mínu lífi, ein af móðursystr-
unum mínum sem alltaf hafa ver-
ið, Kiddý, Erla og Sigga, yngri
systur mömmu, svo nánar, svo
dásamlegar. Ég var auðvitað í
hlutverki systurdóttur en með
árunum hefur bilið á milli okkar
styst í árum og sambandið
styrkst. Þú varst engri lík, svo
traust og trygg, elskaðir fjöl-
skylduna meira en allt, svo ynd-
islega umhyggju- og afskipta-
söm, hreinskiptin, klár og
heimsdama fram í fingurgóma.
Það var hægt að lesa árstíðirnar
eftir því hvað þú varst að stússa
hverju sinni. Á vorin voru settar
niður kartöflur og sitthvað fleira,
síðsumars berjamó, sultað og
saftað, síðan kom slátrið og
haustið, smákökur, konfekt og
jólin og janúar skall á með
heilsufæði og hreyfingu sem
aldrei fyrr. Það vafðist aldrei
neitt fyrir þér einhvern veginn,
hlutirnir voru gerðir og græjað-
ir. Þú varst svo langt á undan í
svo mörgu, heilbrigðum lífsstíl
og hreyfingu, skíðin, gönguferðir
og golfið, allt gert með glans. Ég
hef verið svo hamingjusöm að til-
heyra þessum „ítalska“ hluta
móðurfjölskyldunnar, hentar
mér svo dásamlega vel, þar sem
allir tala hátt og í einu, mikið
hlegið, allt smart og lekkert, góð-
ur matur, dreitill í glasi og kær-
leikurinn alltumlykjandi. Það er
erfitt til þess að hugsa að þú
verðir ekki í broddi fylkingar í
næsta boði, drottning okkar,
hlæjandi þínum dillandi hlátri,
glæsilegt og geislandi og flottust.
Þú mátt treysta því að við mun-
um lyfta glösum í þínum anda,
knúsast og hafa gaman. Elsku
besta Kiddý mín, takk fyrir ást-
ina, umhyggjuna og gleðina sem
þú gafst okkur svo óendalega
óeigingjarnt og mikið. Far þú í
Kristín
Þorsteinsdóttir
✝
Kristín Þor-
steinsdóttir
fæddist 18. júlí
1943. Hún lést 7.
október 2021.
Útför Kristínar
fór fram 15. októ-
ber 2021.
friði, guð þig geymi.
Þín frænka Ella
Sigga.
Elín Sigríður
Óladóttir
Allt á sinn tíma og
þótt löngun okkar
standi til að toga
endann lengra ráð-
um við þar litlu um.
Þrátt fyrir að að-
dragandi hafi verið nokkur að
andláti Kiddýjar kallaði loka-
fregnin fram djúpan harm, en
einnig sterka minningu af okkar
fyrstu kynnum fyrir 43 árum.
Á sólarströnd sátum við tveir
félagar saman uppi í íbúð, – eig-
inkonurnar höfðu eitthvað brugð-
ið sér af bæ. Verið var að und-
irbúa kvöldið sem átti að vera
sameiginlegt með öllum hópnum
og ég að baksa við að strauja af
mér skyrtu fyrir kvöldið. Knúið
var dyra og inn kemur ókunn, lág-
vaxin, dökkhærð og bráðfalleg
kona á besta aldri. Erindi hennar
hafði verið að forvitnast um hvað
til stæði hjá ferðafélögunum varð-
andi kvöldið, en varla var kveðj-
um lokið þegar yfir dundu spurn-
ingar um hvers vegna ég straujaði
skyrtuna svona en ekki hinsegin
og í framhaldinu fylgdu leiðbein-
ingar um hvernig betra væri að
haga slíku verki.
Svona var Kiddý, spurul, hrein
og bein og kom alltaf til dyranna
eins og hún var klædd. Á lengri
flugleiðum náði hún iðulega að
kynnast öllu samferðafólkinu áð-
ur en lent var. Hún var opin og
yndisleg manneskja sem alltaf
glæddi umhverfi sitt lífi og gleði.
Og þótt fyrrnefnd sólarlandaferð
okkar til Lignano á Ítalíu árið
1978 hafi sennilega verið ein sú lé-
legasta sem farin hefur verið,
hvað aðbúnað og þjónustu snerti,
skildi hún eftir samfélag sjö
hjóna, – félagsskap sem verulega
hefur mótað lífshlaup okkar allra
og barna okkar. Það er áreiðan-
lega ekki algengt að hópur fólks
sem kynnist um miðja lífsgöng-
una verði svo náinn að eins og um
sjálfa fjölskylduna sé að ræða, en
þannig varð þetta hjá okkur. Þar
átti Kiddý sinn stóra þátt með
sínu kærleiksríka hjarta og
sterka vilja til samfunda. Það er
víst að frumkvæðis hennar og
dugnaðar verður sárt saknað.
Kiddý var víðsýn og áhugasvið
hennar lágu víða. Hvergi var gefið
eftir, hvort sem það var kartöflu-
ræktunin, leikfimihópurinn, kven-
félagið, víðfeðmur vinahópurinn
eða golfið. Hún var aldrei hálf í
neinu. Hin síðari ár átti golfið
stóran þátt í lífi hennar og Þórðar.
Þau spiluðu mikið, bæði hér
heima og í golfferðum erlendis.
Þótt það sé ekki mitt að bera
kveðju Golfklúbbsins Odds veit ég
að þaðan fylgja henni hlýjar og
góðar kveðjur frá félögum í
klúbbnum, en þar var hún mjög
virkur félagi.
Fram undan er erfiður tími hjá
fjölskyldu hennar og við Þóra
sendum Þórði, börnum og barna-
börnum ástríkar kveðjur og
minnum á að sorg og söknuður
tengist aðeins því góða sem lífið
hefur fært okkur. Minning Krist-
ínar Þorsteinsdóttur mun ávallt
fylgja okkur sem urðum þess að-
njótandi að fá að kynnast mann-
kostum hennar og hreinlyndi.
Ingjaldur Ásvaldsson.
Við kveðjum þig með sára sorg í hjarta
söknuðurinn laugar tári kinn.
Dregur ský á dagsins ásýnd bjarta
dökkur skuggi fyllir huga minn.
Í miðjum leik var komið til þín kallið
klippt á strenginn þinn.
Eitt af vorsins fögrum blómum fallið.
(HA)
Með sorg í hjarta kveðjum við í
dag elskulega vinkonu, Kristínu
Þorsteinsdóttur. Það er bjart yfir
öllum minningum mínum um
Kiddý. Við hittumst fyrst í Meló,
þá sjö ára gamlar. Þar var Kiddý
mætt glöð og kát til leiks, áber-
andi falleg, svo dökk á brún og
brá.
Fyrir fjórum vikum fórum við
saumaklúbbssystur saman í
Borgarleikhúsið og nutum sýn-
ingarinnar og samverunnar.
Kiddý mætti með sinn dillandi
smitandi hlátur og glæsileg að
vanda. Hún var mikið veik og því
var styrkur hennar aðdáunar-
verður. Hún var staðráðin í að
taka þátt og lifa lífinu til síðustu
stundar. Hvað ég er þakklát fyrir
að hafa átt þessa dýrmætu stund
með henni fyrir fjórum vikum.
Árin hafa spunnið ósýnilega
þræði samheldni og vináttu hjá
okkur í saumaklúbbnum. Við
höfum tekið þátt í sorg jafnt sem
gleði hver annarrar. Í fimm ára-
tugi hittist saumaklúbburinn
reglulega og þá var mikið talað,
mikið borðað en lítið saumað.
Skipst var á mataruppskriftum,
m.a. rætt um börnin okkar, barn-
eignir, andvökunætur, tanntök-
ur, eyrnabólgur og bleyjuþvott.
Árin liðu og umræðuefnið
breyttist í frásagnir af barna-
börnunum. Samstilltur hópurinn
fór einnig í ógleymanlegar sum-
arbústaða- og utanlandsferðir.
Við hátíðleg tækifæri voru vísur
kveðnar, ræður haldnar, mikið
skálað, mikið hlegið og sungið við
undirleik Systu. Saumaklúbbsv-
inkonurnar mjög ánægðar með
sig! Söngbók saumaklúbbsins í
heiðri höfð. Við nutum augna-
bliksins og lifðum okkur inn í
söngtextana, „Fram í heiðanna
ró“, „Hin gömlu kynni gleymast
ei/ enn glóir vín á skál“ og „Hvað
er svo glatt sem góðra vina fund-
ur“.
Okkar lífsglaða, fallega og frá-
bæra Kiddý var vinsæl og vin-
mörg. Heilsteyptur og tryggur
vinur er fallinn frá. Hennar verð-
ur sárt saknað.
Kæri Buggi og ástvinir allir,
samúðarkveðjur frá sauma-
klúbbnum,
Guðrún Sverrisdóttir.
Hinn 7. október sl. lést á Land-
spítalanum Kristín Þorsteinsdótt-
ir, Kiddý eins og hún var alltaf
kölluð. Hún kvaddi eftir stutta en
stranga baráttu við illkynja
krabbamein. Þar misstum við
einn af okkar bestu vinum. Kiddý
var alveg einstök kona, alltaf
brosandi, glöð og ljúf og vildi allt
fyrir alla gera. Það var henni eðl-
islægt að halda sem best utan um
okkur vini sína ásamt sínum
elskulega eiginmanni Þórði Jóns-
syni. Eða þá dugnaðurinn í henni
alla tíð, til dæmis matarboðin
hennar og Þórðar, alltaf stór-
glæsileg og endalaust verið með
boð fyrir einhverja vini sína og
þeir voru margir, og það einnig
eftir að hún var orðin veik. Svo
skal því haldið til haga að Kiddý
var stórglæsileg kona, virtist
miklu yngri en aldurinn sagði til
um. Alltaf líka vel til höfð og flott.
Við kynntumst þessum yndislegu
hjónum 1978 er við fórum í frí til
Lignano á Ítalíu. Úr þeim hópi
vorum við sjö hjón, að okkur
Hönnu meðtöldum, og 13 börn
sem við í hópnum áttum. Náðum
við svo vel saman þarna á Ítalíu að
enn haldast vinaböndin 43 árum
síðar. Höfum við hist a.m.k. 3-4
sinnum á ári. Nefndumst við
„Ítalíupakkið“. Héldum við alltaf
skötuveislur og þorrablót og fór-
um í eina sumarferð á ári, oftast
innanlands en einnig til útlanda.
Kiddý var alla tíð áhugasömust og
duglegust að halda hópnum sam-
an. Þá heimsóttu þau Kiddý og
Þórður okkur Hönnu í Skaga-
fjörðinn þar sem við áttum sum-
arbústað. Þar var farið í berjamó
(mikið áhugamál Kiddýjar), í
heita pottinn og grillað og keyrt
um allar sveitir og notið samvista.
Ógleymanlegt og allar stundir
með þeim ánægjustundir. Munum
við sakna Kiddýjar svo lengi sem
við lifum. Að lokum set ég með
þessum fáu minningarorðum ljóð
sem mér fannst passa vel á þess-
um sorgartímum:
Þau ljós sem skærast lýsa,
þau ljós sem skína glaðast
þau bera mesta birtu
en brenna líka hraðast
og fyrr en okkur uggir
fer um þau harður bylur
er dauðans dómur fellur
og dóm þann enginn skilur.
En skinið loga skæra
sem skamma stund oss gladdi
það kveikti ást og yndi
með öllum sem það kvaddi.
Þótt burt úr heimi hörðum
nú hverfi ljósið bjarta
þá situr eftir ylur
í okkar mædda hjarta.
(Friðrik Guðni Þórleifsson)
Við vottum svo Þórði vini okk-
ar, börnum, tengdabörnum og
barnabörnum innilega samúð.
Ingólfur Dan Gísla-
son, Jóhanna Jóns-
dóttir og fjölskylda.
Nokkur kveðjuorð.
Fréttin um andlát Kristínar
Þorsteinsdóttur, Kiddýjar, kom
að nokkru aftan að okkur, við er-
um hópur vaskra meyja sem
stunda líkamsrækt grimmt í
Hress. Reyndar vissum við að
hún glímdi við illræmt krabba-
mein en að það tæki það svona
stuttan tíma að ráða niðurlögum
hennar kom okkur á óvart. Það
sló líka ryki í augu okkar að hún
tók sjúkdómnum með svo mikilli,
að því að virtist, ró og yfirvegun
að við hinar tókum þessu líka
frekar létt og kusum að trúa á
kraftaverkin og biðum eftir að
allt kæmist í lag því hún bar með
sér svo mikinn lífsþrótt. Það fór
ekki fram hjá neinum þegar
Kiddý var mætt á staðinn, alltaf
hress og brosandi eða hlæjandi,
það sópaði að henni. Ýmist
spurði hún frétta eða sagði frétt-
ir, aldrei nein lognmolla eða
þegjandaháttur þar sem hún var.
Hún kunni líka að lifa lífinu, ef
hún var ekki að æfa í Hress var
hún í golfi ýmist hérlendis eða
erlendis, eða að njóta annarra
lystisemda sem lífið hefur upp á
að bjóða með sínum góða lífs-
förunaut. Þessi lífskunnátta var
smitandi og nutum við hinar góðs
af að hafa hana á meðal okkar og
munum við lengi sakna hennar.
Með þessum orðum sendir æf-
ingahópurinn í Hress innilegar
samúðarkveðjur til fjölskyldu og
vina Kiddýjar.
Guðný Jónsdóttir.
Minningarvefur á mbl.is
Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að
andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-,
útfarar- og þakkartilkynningar sem eru að-
gengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur
lesið minningargreinar á vefnum.
" 3,0'*2 ,5 (1 .''( *!!4&)#'/(5 *2
þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber
(1 +-'%*2 $/ (15(5 /(/'4,/(5 *!!4&)#'/(5
ætlaðar aðstandendum við fráfall ástvina.
www.mbl.is/andlát
Minningar
og andlát
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
GUÐNI SVAN SIGURÐSSON,
Klapparstíg 13, Hauganesi,
lést mánudaginn 11. október á sjúkrahúsinu
á Akureyri. Útförin fer fram frá
Stærra-Árskógskirkju föstudaginn 22. október klukkan 14.
Regína Halldórsdóttir
S. Kolbrún Guðnadóttir
Jónína K. Guðnadóttir Jón Hermannsson
Hrefna B. Guðnadóttir
Guðrún Unnur Guðnadóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær systir okkar, mágkona og frænka,
ÞÓRA GUÐNADÓTTIR,
áður til heimilis í Sólheimum 25,
lést á hjúkrunarheimilinu Grund
þriðjudaginn 5. október.
Bálför hennar fer fram frá Fossvogskirkju
þriðjudaginn 19. október klukkan 15. Streymt verður frá
athöfninni á slóðinni https://youtu.be/HVsIvfnekNY
Þeim sem vilja minnast Þóru er bent á minningarsjóð
Samtakanna '78, sjá https://samtokin78.is/styrkja/
Gerður Guðnadóttir
Bjarni Guðnason
Jónína M. Guðnadóttir Sveinn Snæland
og frændsystkin
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
RAGNHEIÐUR ELÍN JÓNSDÓTTIR,
Hjúkrunarheimilinu Sóltúni 2,
lést laugardaginn 2. október. Útförin hefur
farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Eva Bryndís, Þórunn Elísabet, Eyrún Jóna,
Aðalheiður, Anna, Erla, Brynjar Ragnar,
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginkona mín, mamma, amma
og langamma,
UNNUR RAGNARSDÓTTIR,
Einivöllum 7,
lést á heimili sínu miðvikudaginn
6. október. Útför mun fara fram í kyrrþey
að ósk hinnar látnu.
Ragnar Jóhannesson
og nánustu aðstandendur
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ELÍN JÓHANNA ÁGÚSTSDÓTTIR,
Ellý frá Aðalbóli,
Vestmannaeyjum,
andaðist á Hrafnistu miðvikudaginn
13. október. Jarðarförin verður auglýst síðar.
Bjarni Sighvatsson Auróra Friðriksdóttir
Viktor Sighvatsson Jóna Margrét Jónsdóttir
Ásgeir Sighvatsson Hilda Torres
Elín Sighvatsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Okkar ástkæra
ÞÓRDÍS BERGSDÓTTIR
frá Ketilsstöðum,
Öldugötu 11, Seyðisfirði,
fv. heilbrigðisfulltrúi
og framkvæmdastjóri Ullarvinnslu
Frú Láru,
lést 8. október.
Útförin fer fram frá Seyðisfjarðarkirkju föstudaginn 22. október
klukkan 14. Kransar afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast
hennar er bent á Hollvinasamtök Sjúkrahúss Seyðisfjarðar.
Bergur Tómasson Ásdís Benediktsdóttir
Sigurður Tómasson
Hildur Tómasdóttir Valdimar Jörgensen
Þórdís Tómasdóttir
Emil Tómasson María Michaelsdóttir
Tómas Tómasson
barnabörn, barnabarnabörn, barnabarnabarnabörn,
makar og aðrir aðstandendur