Morgunblaðið - 16.10.2021, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 16.10.2021, Blaðsíða 37
✝ Hörður Run- ólfsson fæddist í Bræðratungu í Vestmannaeyjum hinn 4. október 1935. Hann lést á heimili sínu, Hraun- búðum í Vest- mannaeyjum, 3. október 2021. For- eldrar hans voru hjónin Unnur Þor- steinsdóttir, f. 19.10. 1904, d. 16.3. 1947, og Runólfur Runólfsson, f. 12.12. 1899, d. 4.6. 1983. Systkini Harð- ar eru Jón (1924-2019), Sigrún (1930), Þorsteinn (1932), Ragnar (1933), Ástþór (1936-2020) og Runólfur (1938). Hörður kvæntist 12.12. 1955 Kristínu Elísu Baldvinsdóttur, f. 19.8. 1936, d. 19.7. 2003, en hún var dóttir hjónanna Þórunnar Elíasdóttur og Baldvins Skær- ingssonar. Börn Harðar og Kristínar El- ísu eru: 1) Baldvin Þór, f. 28.3. f. 19.8. 1965, sambýliskona Mar- zena Jankowska. Börn hans og fyrrverandi eiginkonu, Sig- urlínu Guðjónsdóttur, eru a) Guðjón Smári, b) Aron Kristinn, c) Bjartey Ósk. Dóttir Sigurlínu og fósturdóttir Smára er Sigríð- ur Margrét Sævarsdóttir, eig- inmaður Óðinn Benónýsson, þeirra börn eru Jóhanna Vigdís og Aron Benóný. Vinkona Harðar síðustu 14 ár- in er Margrét Rögnvaldsdóttir frá Akureyri. Hörður var lærður vélvirki og vann við það fag nær allan sinn starfsaldur. Lengst af vann hann hjá Fiskiðjunni hf., en síðustu ár- in hjá Nethamri ehf. Hann hafði góða bassarödd og söng með Kirkjukór Landakirkju í mörg ár. Þá söng hann einnig með Samkór Vestmannaeyja. Hörður var mikill knattspyrnuunnandi, stuðning hans áttu ætíð ÍBV, Derby County og landsliðið. Hörður gekk ungur Oddfellow- stúkuna Herjólf og var virkur þar nær alveg til dauðadags. Útför Harðar fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag, 16. október 2021, kl. 14. 1954, eiginkona Magdalene Ly- berth. Börn hans með fyrrverandi eiginkonu, Höllu Jónsdóttur, eru a) Kristín, f. 1973, eig- inmaður Rókur Tummasarson, börn þeirra eru Halla, Páll og Ast- rid. b) Jón Þór, f. 1977, sambýliskona Jacoba Torgunn Winther, börn þeirra eru Ása og Karolina Halla. c) Linda Sif, f. 1987, sam- býlismaður Heri Rein, synir þeirra eru Óðin Tór, Jónas Tór og Kristin Tór. 2) Sólrún Unnur, f. 1.10. 1961. börn hennar eru Hörður, f. 1980, sambýliskona Guðný Björk Atladóttir, börn þeirra eru Daði og Lára. b) Hrefna Dís, f. 1986, sambýlis- maður Ásgeir Orri Einarsson, sonur þeirra er Gabríel Þór. c) Birkir, f. 1992, sonur hans er Sverrir Hrafn. 3) Smári Kristinn, Fallinn er frá mágur okkar, Hörður Runólfsson. Hann kom ungur inn í líf fjölskyldunnar og við áttum samleið með honum í meira en hálfa öld því Hörður kvæntist elstu systur okkar, Stínu. Unga parið hóf fljótlega sambúð, fyrst í Steinholti í gamla miðbænum á Heimaey, æskuheimili og fæðing- arstað flestra okkar systkina, síðar í Laufási austur á eyju hjá móð- urforeldrum Harðar. Fyrr en varði var Hörður búinn að finna framtíð- arstað fyrir fjölskyldu sína ofarlega í bænum og reisti þar hús við Bröttugötu 14. Ungu hjónin fluttu inn í hluta hússins fyrst í stað og áttu sitt blómaskeið þar allt fram á nýja öld, þegar húsfreyjan, systir okkar, féll frá. Þrjú börn höfðu þá átt æsku sína og manndómsár á Bröttugötunni undir verndarvæng foreldra sinna. Nokkru eftir andlát Stínu flutti Hörður í nýlega íbúð í miðbæ kaupstaðarins en seinustu árin naut hann umönnunar á öldr- unarheimili bæjarins eftir heila- blóðfall. Hörður mágur féll vel inn í fjöl- skylduna í Steinholti og síðar á Ill- ugagötu 7. Hann var einstaklega rólyndur og jafnlyndur og skapaði þannig ágætt mótvægi við fremur málglaðan systkinahóp, þar sem stundum var barátta um orðið. Sjaldan sáum við hann skipta skapi, hann var orðvar og lét sér jafnan líka ríka tjáningarþörf syst- ur okkar sem oft lét gamminn geisa og botnaði ósjaldan setningar eig- inmannsins til þess að flýta fyrir samræðum og gera þær efnismeiri. Þannig bættu þau hvort annað upp og stóðu saman í orðræðunni en einnig í gjörðum, því þau voru sam- hent og fylgdust að í lífsins glímu. Móðir okkar hafði miklar mætur á þessum tengdasyni sínum, sem var lengi einn í þeirri stöðu, þar sem systurnar voru einungis tvær en bræðurnir sjö. Hún mat eflaust trausta skapgerð hans og getu til þess að halda sjó í ölduróti lífsins. Dálæti hennar á Herði var slíkt, að hún lét skíra yngsta son sinn sama nafni, þótt tengdasonurinn segði jafnan þá sögu, að nafnið væri óskilgetið afkvæmi „af götunni“, sem enginn vissi almennileg deili á. Prestur hafi verið algerlega mót- fallinn fyrirhuguðu nafni, þegar ausa átti drenginn vígðu vatni, fað- irinn því opnað gluggann, kallað til vegfaranda sem átti leið hjá, hvað sá héti, og fékk svarið: „Hörður“. Við systkinin eigum hlýjar minningar um þennan mág okkar, sem nú er genginn á vit forfeðr- anna. Honum fylgdi jafnan notaleg nærvera og mikið jafnaðargeð á hverju sem gekk. Við þökkum hon- um samfylgdina og minnumst margra ánægjulegra stunda með honum. Samúð okkar er með Bald- vini Þór, Sólrúnu Unni, Smára Kristni, börnum þeirra og barna- börnum. Fyrir hönd systkinanna frá Steinholti og Illugagötu, Birgir Þór Baldvinsson. Í dag kveðjum við félaga okkar úr Veiðifélagi Elliðaeyjar, Hörð Runólfsson. Í tæp 40 ár höfum við Hörður verið samferða við eggjatöku og lundaveiðar í Elliðaey. Hörður var alltaf yfirvegaður og fór um bjargið að varfærni og bar virðingu fyrir náttúrunni, sem var góður skóli fyrir mig sem var að stíga mín fyrstu spor í fjalla og veiði- mennsku. Í eggjaferðum er það mér minn- isstætt hvernig hann fór um fýla- byggðina, rólega en af yfirvegun, alltaf með stuðningsband og tíndi eggin af fagmennsku, þótt einn og einn fýll hafi verið færður úr stað. Alltaf kom Hörður úr bjargi „spikk og span“ eins og sagt er og ekki ein fýlsspýja á kappanum. Ekki var hægt að segja það sama um okkur hina, sem komu oftast úr bjarginu útspýjaðir af eðlilegri vörn fýlsins. Sama er að segja um lundaveið- ina, háfnum var sveiflað áreynslu- laust við að fanga lundann. Það var ekki stíll Harðar að vera með ein- hvern asa þótt mikið lægi við, ár- angurinn var jafn góður ef ekki betri með hógværð og þeim hóf- stillta stíl sem hann hafði ávallt sýnt í starfi og leik. Hörður var vélvirki að mennt og lundafar hans kom sér vel við úr- lausn ýmissa vandamála sem koma upp við rekstur og viðhald vélbún- aðar. Þolinmæði og úrræði skiluðu mörgum vandamálum heilu í höfn af Herði, en hann starfaði mestall- an sinn starfaldur við sjávarútveg í Eyjum, og var Eyjamaður í húð og hár. Í lok veiðidags í veiðimannahús- inu í Elliðaey, eru haldnar kvöld- vökur að hætti Elliðaeyinga. Til að mynda eru oft haldnar ræður, göm- ul hefð, þar sem oftast er farið fögr- um orðum um eyjuna okkar ást- kæru, veiðifélaganna, og ýmsar sögur sagðar frá liðinni tíð. Þótt Hörður hafi ekki verið margmáll dagsdaglega, þá hélt hann inni- haldsríkar ræður á kvöldvökum, og þegar Hörður talaði þá var hlustað. Þegar lagið var tekið, var Hörður á heimavelli. Hann kunni flest lög, var stórgóður tenór enda nutu kór- ar Vestamannaeyja söngraddar hans um árabil. Sumarið 2013 voru við Hörður saman í júlí mánuði út í Elliðaey, og þegar við vorum að fara heim, segir Hörður að hann ætli að taka lunda- háfinn með sér heim, en hann hafði verið árum saman í eynni. Ég spurði hvers vegna? Þá sagði Hörður: „Ætli ég eigi nokkurn tím- ann eftir að lyfta honum aftur?“ Ég var hálfhissa á svarinu. Spurning hvort einhver fyrirboði hafi verið þar á ferð, því nokkrum mánuðum síðar veiktist Hörður alvarlega og var fastur í hjólastól eftir það. Ég er þakklátur fyrir allar samveru- stundirnar með Herði í Elliðaey öll þessi ár. Mögulega er Hörður kominn í Elliðaey, þarna hinum megin, og hittir þar fyrir fleiri félaga sem eru komnir á sama stað, og haldnar verða alvörukvöldvökur að hætti þeirra Oddsstaðabræðra og hellt verði upp að „Rósinni“. Ég votta aðstandendum mína dýpstu samúð. Kveðja frá Veiðifélagi Elliðaeyj- ar, Ívar Atlason. Hörður Runólfsson MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 2021 Allur arður af þjónustunni rennur til reksturs kirkjugarðanna Tökum á móti ástvinum í hlýlegu og fallegu umhverfi Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is Öll aðstaða í samræmi við tilefnið. Hlýlegt og fallegt húsnæði og nýir glæsilegir bílar. Sjá nánari upplýsingar á utfor.is Útfararþjónusta Við veitum alla þjónustu tengda andláti ástvina – Þjónusta um allt land og erlendis – Þjónusta í heimahúsi og á stofnunum í yfir 70 ár Guðný Hildur Kristinsdóttir Framkvæmdastjóri Ellert Ingason Sálmaskrár, útfararþjónusta Emilía Jónsdóttir Félagsráðgjöf, útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson Útfararþjónusta Lára Árnadóttir Útfararþjónusta Sigurður Bjarni Jónsson Útfararþjónusta Magnús Sævar Magnússon Útfararþjónusta Jón G. Bjarnason Útfararþjónusta Helga Guðmundsdóttir Útfararþjónusta Elskuleg systir okkar og mágkona, MAGNEY STEINGRÍMSDÓTTIR, lést á Hrafnistu Sléttuvegi fimmtudaginn 7. október. Útförin fer fram frá Lindakirkju mánudaginn 18. október klukkan 13. Streymt verður frá athöfninni á vef Lindakirkju. María Steingrímsdóttir Bragi Steingrímsson Elín Magnúsdóttir Magnús Steingrímsson Lilja Pálsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.