Morgunblaðið - 16.10.2021, Síða 38
38 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 2021
„Kärt barn har
många namn“ er
sænskur málshátt-
ur sem átti vel við
um Grétar Ottó Róbertsson. Af
fjölskyldu og íslenskum vinum
kallaður Tumi, en utan land-
steinanna var hann Otto Ro-
bertsson. Tumi var goðsögn í
lifanda lífi og skilur eftir sig
ógrynni dýrmætra minninga og
sögur af eigin og annarra uppá-
tækjum. Innan læknisfræðinn-
ar valdi hann sem sérgrein
bæklunarskurðlækningar, sem
á alþjóðavísu nefnist ortopedia.
Greinin þróaðist mikið upp úr
miðri síðustu öld og tilkoma
gerviliða í mjaðmir og hné var
bylting sem hefur bætt lífsgæði
milljóna manna um allan heim.
Af mikilli framsýni var 1974
byrjað að skrá skipulega allar
gerviliðaaðgerðir á hnjám sem
gerðar voru í Svíþjóð og upp-
lýsingunum var safnað í Lundi.
Þangað kom Tumi 1990 sem
nýorðinn sérfræðingur og eins
og flestir aðrir læknar við
deildina hóf hann rannsóknir.
Prófessor Lars Lidgren fékk
Grétar Ottó
Róbertsson
✝
Grétar Ottó
Róbertsson
fæddist 22. janúar
1953. Hann lést 2.
október 2021.
Útför Grétars
fór fram 15. októ-
ber 2021.
honum verkefni við
hnégerviliðaskrána
og þar komu hæfi-
leikar hans að góð-
um notum. Hann
var snillingur í
tölvuvinnslu og
meðferð gagna.
Ljóngáfaður og ná-
kvæmur og lét
ekkert frá sér fara
nema það stæðist
hæstu vísindalegar
kröfur. Starfinu sinnti Tumi
frekar sem köllun en vinnu og
framlag hans til þróunar og
notkunar gagnagrunna í or-
topediu er ómetanlegt.
Árið 2000 kom ég til Lundar
og það var komið að mér að
velja rannsóknarverkefni. Sýk-
ingar í gerviliðum var efnið
sem vakti mestan áhuga minn
en ég hikaði aðeins við. Rann-
sóknirnar kröfðust samvinnu
við Tuma og ég var satt að
segja feimin og óörugg um
hvernig hann væri í samvinnu.
Þær áhyggjur reyndust gjör-
samlega tilhæfulausar og ég
mætti aldrei öðru en vinsemd,
hjálpsemi og uppbyggilegri
gagnrýni og ég veit að sömu
sögu hafa ótalmargir aðrir að
segja. Að sitja á skrifstofunni
hans Tuma og móta áhugaverð-
ar spurningar og fylgjast svo
með honum draga úr skránni
þau gögn sem þurfti til að finna
svörin var hreint ótrúlega
skemmtilegt. Ein sérlega góð
minning er frá Berlín þar sem
við vorum bæði gestir á ráð-
stefnu þýskra bæklunarskurð-
lækna. Tumi bjó á hóteli ná-
lægt æskuslóðum föður síns og
mælti sér mót við mig og fjöl-
skylduna á gömlu kaffihúsi þar
sem andrúmsloftið færði hug-
ann áratugi aftur í tímann og
Tumi var á einhvern sjálfsagð-
an hátt á heimavelli.
Síðustu dagana hef ég átt
mörg samtöl við fyrrum sam-
starfsfólk í Lundi og fráfall
Ottós lætur engan ósnortinn.
Tímabundið gegni ég stöðu yf-
irlæknis á bæklunarskurðlækn-
ingadeildinni við Háskóla-
sjúkrahúsið á Skáni og það
kemur því í minn hlut að fyrir
hönd okkar að færa fjölskyldu
Ottó innilegustu samúðarkveðj-
ur. Tuma minnist ég með enda-
lausu þakklæti og óska Ellu og
fjölskyldunni styrks á sorgar-
tímum.
Anna Stefánsdóttir.
Hinsta kveðja frá Íslenska
bæklunarlæknafélaginu
Grétar Ottó Róbertsson
bæklunarlæknir, félagi okkar
og vinur lést laugardaginn 2.
október.
Grétar var fæddur í Reykja-
vík 22.1. 1953, hann lauk
læknanámi í janúar 1982 frá
Háskólanum í Árósum og fékk
sérfræðiviðurkenningu í bækl-
unarskurðlækningum í október
1989. Grétar starfaði sem bækl-
unarskurðlæknir í Kristianstad
til 1990 er hann hóf störf á
bæklunardeild Háskólasjúkra-
hússins í Lundi, þar sem hann
lauk doktorsprófi.
Grétar var framkvæmda-
stjóri sænsku gerviliðaskrár-
innar (Swedish Knee Arthro-
plasty register) frá árinu 1996.
Hann vann í hlutastarfi við
bæklunardeild Landspítalans
frá árinu 2001.
Grétar var ritari FÍB á ár-
unum 2003-2011 og var fulltrúi
FÍB hjá EFORT og í stjórn
Acta Orthopaedica. Hann stýrði
þingi NOF er haldið var á Ís-
landi 2018.
Grétar var höfundur af yfir
100 fræðigreinum og var eft-
irsóttur fyrirlesari um allan
heim og bar hróður sérgrein-
arinnar víða. Hann var kosinn
heiðursfélagi ÍBF í júní síðast-
liðnum.
Grétar var afburða fræði-
maður, góður bæklunarlæknir,
ræðinn, glaðvær og skemmti-
legur.
Stjórn FÍB þakkar Grétari
fyrir góð störf fyrir hönd fé-
lagsmanna og færum ekkju
hans, fjölskyldu og vinum sam-
úðarkveðjur á erfiðum tímum.
Fyrir hönd stjórnar Íslenska
bæklunarlæknafélagsins.
Þorvaldur Ingvarsson
formaður.
Grétar Ottó sem var oftast
kallaður Tumi af þeim sem
unnu með honum er fallinn frá
langt fyrir aldur fram. Hann
las til læknis í Árósum en kom
svo heim til að klára kandí-
datsárið. Þaðan lá svo leiðin til
Svíþjóðar í sérnám í bæklun-
arlækningum. Tumi og undir-
ritaður, núverandi gjaldkeri
félagsins, hafa fylgst að um
lengri hríð allt frá kandídats-
árum í byrjun níunda áratug-
arins. Báðir voru komnir í
lokastöður á Háskólasjúkra-
húsunum á Skáni upp úr alda-
mótum og fylgdust stundum
að á heimferðum í frí. Þegar
sjúkrahúsin voru svo sameinuð
og deildum okkar slegið saman
urðu samskiptin eðlilega meiri
og við unnum á báðum stöð-
unum á víxl. Hann hafði með-
fætt innsæi í hvað máli skipti
og var ekki að setja fyrir sig
„prestige“ eða annað froðu-
kennt. Orð hans og skoðanir
vógu þungt í Lundi þó svo að
hann hefði ekki neinn prófess-
orsstall að horfa niður af enda
þurfti þess ekki þegar hinn
náttúrulegi pondus var til
staðar. Með einföldu innsæi og
tilvitnun í augljósar stað-
reyndir gat hann lokað um-
ræðu sem var að aka út af
sporinu.
Skömmu fyrir aldamót tók
Tumi að sér utanumhald um
hnéliðaskráninguna í Svíþjóð
sem var höfð í Lundi. Þar lét
hann sér ævinlega annt um að
fræðin væru hlutlæg og óháð
dyntum, framapoti eða tísku-
straumum. Þess sá greinilega
merki þegar rýnt er í þær
rannsóknir og samantektir
sem frá honum komu. Hann
var óhræddur við að ýta við
þeim sem töldu sig heilaga og
var óhræddur við að stíga á
tær þegar þess þurfti, en gerði
það aldrei að nauðsynjalausu.
Starfið við skráninguna krafð-
ist ferða Tuma um víða veröld
til fyrirlestra sem þóttu ætíð
eftirtektarverðir. Tumi var
ævinlega ræðinn og hafði frá
ýmsu að segja en var aldrei að
miklast yfir fræðiverkum sín-
um þó að nægar hefðu verið
ástæðurnar. Síðasta Norður-
landaþing bæklunarlækna á
Íslandi var skipulagt af honum
og Ragnari Jónssyni og
heppnaðist mjög vel. Vinnan
við þingið lagðist þungt á
herðar hans, sem þegar voru
undir álagi frá fræðimennsku,
en hann keyrði þingið áfram af
hógværð og festu. Gamlir
vinnu- og fræðafélagar frá
Skáni höfðu orð á hversu vel
heppnað fyrirkomulagið á
þinginu, með höfuðfyrirlesur-
um og svo styttri erindum um
efnið, hefði reynst og er lík-
legt að þetta verklag verði
áfram á komandi þingum.
Tumi var alla tíð virkur í
Félagi íslenskra bæklunar-
lækna og í stjórn félagsins um
tíma. Þar vakti hann yfir hags-
munum félagsmanna og not-
endum þjónustu þeirra eins og
ætíð. Að gæta hagsmuna sjúk-
linga með bæklunarsjúkdóma
og sjá til þess að þeir fengju
bestu hugsanlegu meðferð var
markmið gerviliðaskráningar-
innar og var Tumi persónu-
gervingur þeirrar hugsunar.
Það var því vel við hæfi að
Tumi var gerður að heiðurs-
félaga á síðasta aðalfundi
bæklunarlæknafélagsins í vor,
fáir hafa verið betur komnir að
þeirri upphefð.
Stjórn Félags íslenskra
bæklunarlækna vottar eigin-
konu, börnum og barnabörn-
um Tuma innilega samúð
vegna fráfalls hans.
Brynjólfur Y. Jónsson,
gjaldkeri Íslenska
bæklunarlæknafélagsins.
Allar þessar minningar, all-
ar þessar góðu og skemmti-
legu minningar sem streyma í
gegnum huga okkar sem vor-
um svo heppin að fá að kynn-
ast Tuma, eru fjársjóður sem
hverfur aldrei.
Við hjónin vorum svo heppin
að kynnast Tuma og fjölskyldu
hans þegar við bjuggum í Sví-
þjóð á síðustu öld. Vinátta sem
hélst áfram eftir að flutt var
heim til Íslands.
Samvera okkar í Lundi,
bæði í vinnu og utan hennar,
var endalaus veisla. Samvera á
heimili þeirra í Åkarp og síðan
í Arnarbæli við Hvítá þar sem
Tumi undi sér sérstaklega vel
og á heimili okkar á Akureyri
og fleiri stöðum sem við hitt-
umst á, það var alltaf gaman.
Sérstaklega er eftirminnileg
ferðin okkar um vesturströnd
Bandaríkjanna sem farin var
með Gunna Binna. Þetta var
ekki bara ferðalag um land-
svæði, bæi og borgir, heldur
má segja að hún hafi einnig
verið einskonar félagsleg
rannsókn á samskiptum bestu
vina til margra ára.
Að umgangast Tuma var
veisla fyrir skilningarvitin.
Maður þurfti alltaf að vera á
vaktinni fyrir uppátækjum
hans, meira að segja þegar
hann ætlaði sér að vera fúll
var gaman að vera í kringum
hann.
Þessi fáu minningarorð um
góðan vin eru einungis smá-
brot af ómetanlegum samveru-
stundunum okkar sem voru þó
allt of fáar sl. ár. Næst ætl-
uðum við að hittast núna í
október þegar Ragnar, sænsk-
ur vinur okkar, kæmi til Ís-
lands og var ætlunin að dvelj-
ast með honum í Arnarbæli, en
því miður gripu örlögin þar
inn í.
Við vottum Ellu og fjöl-
skyldu okkar dýpstu samúð.
Bjarki og Lilja.
HINSTA KVEÐJA.
Samstarfsmaður okkar
Grétar Ottó Róbertsson er
fallinn frá. Hann var góður
fagmaður og afburðafræði-
maður á sviði bæklunar-
skurðlækninga. Þrátt fyrir
erfið veikindi undanfarin ár
hélt hann góðu sambandi
við okkur vinnufélaga sína
og verður sárt saknað úr
okkar hópi. Við vottum að-
standendum hans okkar
innilegustu samúð.
Fyrir hönd samstarfs-
fólks,
Hjörtur Friðrik Hjartarson.
✝
Áslaug Krist-
jánsdóttir
fæddist í Höfn í
Dýrafirði 4. janúar
1926. Hún lést á
Heilbrigðisstofnun
Vestfjarða 4. októ-
ber 2021.
Foreldrar henn-
ar voru Kristján
Jakobsson bóndi og
sjómaður, f. 18.7.
1891, d. 7.2. 1972,
og Guðrún Petrína Kristjáns-
dóttir húsfreyja, f. 4.7. 1892, d.
26.3. 1985.
Áslaug var næstyngst sjö
systra: Jóhanna Kristín, f. 5.10.
1909, d. 14.7. 1985, Sigríður Há-
konía, f. 13.6. 1917, d. 14.5.
1984, Matthildur Ólöf, f. 16.12.
1918, d. 26.2. 1941, Margrét, f.
15.12. 1920, d. 31.12. 2016,
Ólafía, f. 17.12. 1923, d. 14.3.
2004, og Þorbjörg, f. 20.12.
1929. Móðir Jóhönnu Kristínar
var Sigríður Ólafsdóttir, f. 20.7.
1874, d. 9.3. 1958.
Áslaug giftist á
jóladag 1960 Her-
manni Guðmunds-
syni frá Fremri-
Hjarðardal í Dýra-
firði, f. 20.1. 1922,
d. 8.6. 2002. Börn
þeirra eru: 1) Guð-
mundur, f. 15.8.
1960, kvæntur Guð-
rúnu Hrefnu Reyn-
isdóttur og eiga
þau tvö börn og tvö barnabörn.
2) Kristrún, f. 14.5. 1962, gift
Fal Þorkelssyni og eiga þau
fjóra syni en einn þeirra er lát-
inn. 3) Guðrún, f. 9.6. 1964, gift
Aðalsteini Óskarssyni og eiga
þau tvær dætur. 4) Jakob, f.
5.10. 1966, giftur Kristbjörgu
Þóreyju I. Austfjörð og eiga þau
fjögur börn og tvö barnabörn.
Útförin fer fram frá Ísafjarð-
arkirkju í dag, 16. október
2021, og hefst athöfnin klukkan
14.
Nú þegar mamma hefur horfið
á braut forfeðranna er okkur efst
í huga þakklæti fyrir ómetanlegar
minningar frá langri samfylgd.
Æskuminningarnar eru sveipað-
ar ljóma þar sem æðruleysi, hlýja
og einstakt lundarfar vörðuðu
veginn. Mamma var alltaf til stað-
ar fyrir okkur og til hennar var
gott að leita. Henni var eðlislægt
að setja sig í annað sæti og var
ávallt umhugað um að menn
hefðu ekki of mikið fyrir henni.
Þegar starfsævi pabba lauk,
fluttu þau sig frá Þingeyri til Ísa-
fjarðar til að vera nær fólkinu
sínu. Þegar pabbi kvaddi kom svo
í ljós, að þau höfðu tekið ákvörðun
um að hvíla í kirkjugarðinum þar,
því þá yrði hægara um vik að vitja
leiðisins.
Mamma var alin upp í Höfn í
Dýrafirði við aðstæður sem verða
að teljast harla fjarlægar því sem
við eigum nú að venjast. Á þess-
um slóðum héldust búskapar-
hættir óbreyttir um aldir og menn
reiddu sig mikið á sjóinn. Þannig
var það enn þegar afi brá búi
1943. Mamma hafði alltaf sterka
tengingu við æskuslóðirnar og
hún sagði okkur ófáar sögur af
uppeldisárunum. Í fersku minni
eru einnig ferðir út í Höfn áður en
vegur var lagður þangað og eftir
að vegsamgöngur komust á.
Á fyrstu búskaparárum
mömmu og pabba á Þingeyri
bjuggu undir einu þaki fjórar
kynslóðir, því auk ömmu og afa
var langafi enn á lífi og bjó á
heimilinu til dauðadags. Við
systkinin ólumst því upp við að-
stæður sem minntu um margt á
sveitaheimili fyrri tíma.
Fyrir pabba og mömmu var
það mikið mál að skapa okkur
systkinunum eins góðar aðstæður
og frekast var unnt svo við mætt-
um njóta sömu tækifæra og jafn-
aldrar okkar.
Mamma hafði einstakt lag á að
skapa þannig aðstæður að þær
urðu uppspretta ljúfra minninga
og við þær er gott að orna sér,
ekki síst á tímamótum sem þess-
um. Það er skrítin tilfinning að
láta ekki lengur vita af sér á
ferðalögum og þau verða væntan-
lega ekki fleiri kertin sem þú
kveikir á við myndina hans pabba
þegar við erum á ferðinni. Nú get-
ið þið fylgst með okkur af æðra
tilverustigi og okkur nægir að
hugsa hlýtt til ykkar við heim-
komu.
Lengi býr að fyrstu gerð og
það nesti sem þú nestaðir okkur
með hefur reynst okkur dýrmætt
alla tíð.
Við kveðjum þig full þakklætis
og virðingar og vonum að pabba
hafi gengið vel á dansnámskeið-
inu.
Guðmundur, Kristrún,
Guðrún og Jakob.
Fyrir fáeinum dögum lést hún
Ása konan hans Mannsa frænda.
Með þeim áttum við samleið hér á
Þingeyri. Ása var alltaf létt í lund
og létt í spori þegar við hittum
hana. Lífsglöð og hláturmild þrátt
fyrir háan aldur. Um leið og við
þökkum fyrir liðnar stundir og
samfylgdina gegnum lífið sendum
við börnum hennar og afkomend-
um öllum innilegar samúðar-
kveðjur. Við minnumst þeirra
hjóna með hlýhug.
Enginn maður þekkir sjálfan sig
og sorginni er jafnan þungt að
hrinda.
Ég bið guð að gjalda fyrir mig
og gleðja þá sem eiga um sárt að
binda.
(Elías Þórarinsson)
Dagrún Sigurðardóttir og
bræðurnir frá Hjarðardal
og fjölskyldur þeirra.
Áslaug
Kristjánsdóttir
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug við andlát og útför ástkærs
eiginmanns, föður, tengdaföður og afa,
GRÉTARS INGIMARS JÓNSSONAR
frá Hóli í Sæmundarhlíð,
Jöklatúni 14, Sauðárkróki.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk heimahjúkrunar á
Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki og eins í Dagdvöl aldraðra
fyrir einstaka alúð.
Ingibjörg Árnadóttir
Petrea Grétarsdóttir
Margrét Grétarsdóttir Páll Sighvatsson
Jóhanna I. Grétarsdóttir
Jón Grétarsson Hrefna Hafsteinsdóttir
og barnabörn
FALLEGIR LEGSTEINAR
Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is
Á góðu verði
Verið velkomin
Opið: 11-16 virka daga
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
ÁSTHILDUR INGIBJÖRG
SIGURJÓNSDÓTTIR,
Hlemmiskeiði,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands
miðvikudaginn 13. október.
Útför hennar fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Vilhjálmur H. Eiríksson
Ingibjörg Vilhjálmsdóttir Ragnar Davíðsson
Jóhanna M. Vilhjálmsdóttir Snæbjörn Guðmundsson
Sigurjón Vilhjálmsson
Guðbjörg Vilhjálmsdóttir Jón Davíð Olgeirsson
Matthildur E. Vilhjálmsdóttir Ásmundur Lárusson
Eiríkur Smári Vilhjálmsson
Vilhjálmur A. Vilhjálmsson Sigríður Ósk Jónsdóttir
ömmubörn og langömmubörn