Morgunblaðið - 16.10.2021, Page 49
ÍÞRÓTTIR 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 2021
Uppi eru hugmyndir um að
hætta að kenna efstu deildirnar í
fótboltanum hér á landi við
ákveðna styrktaraðila. Þær fái í
staðinn öflugt og gott nafn til
frambúðar en styrktaraðilar
komi sínum boðskap á framfæri
á annan hátt í tengslum við við-
komandi deildir.
Þetta eru ánægjuleg tíðindi.
Við þurfum ekki annað en að
horfa til Premier League á Eng-
landi, Lique 1 í Frakklandi, Serie
A á Ítalíu, La Liga á Spáni og
Bundesliga 1 í Þýskalandi til að
sjá að þar eru ekki gosdrykkir
eða tryggingar aðalmálið.
Án þess að gert sé lítið úr
mikilvægi styrktaraðila fyrir
deildirnar og íþróttirnar.
Annað er að ekki er alltaf á
vísan að róa í þessum efnum og
deildirnar geta skipt ört um
nafn. Ef íslenskum fótbolta-
manni sem spilaði í efstu deild í
kringum síðustu aldamót er flett
upp í gagnagrunni KSÍ má sjá að
hann spilaði eitt árið í Sam-
skipadeildinni, þá í Getrauna-
deildinni, næst í Trópídeildinni,
þá Sjóvá-Almennra-deildinni,
Landssímadeildinni og loks í
Símadeildinni. Úff!
Ég hef heyrt nafninu „Besta
deildin“ fleygt. Þá er það orðið
svipað og hjá grönnum okkar í
Færeyjum sem nota „Betri Deild-
in.“ Sem er víst samt auglýsing!
Ég legg því til að efsta deild karla
og kvenna verði framvegis kölluð
„Fyrsta deildin.“ Einfalt og gott,
og um leið snúið aftur til gamla
og góða tímans þegar 1. deild var
efsta og besta deildin.
Alveg eins og Frakkar, Spán-
verjar, Ítalir, Belgar og fleiri stór-
ar þjóðir í fótboltanum og fleiri
íþróttum gera. Þar er 1. deild
alltaf efsta deildin (eðlilega!)
þótt það virðist hafa farið fram
hjá mörgum hér á landi.
BAKVÖRÐUR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Danmörk
Viborg – Silkeborg.................................. 1:1
- Stefán Teitur Þórðarson lék allan leikinn
og skoraði mark Silkeborg.
Staða efstu liða:
Midtjylland 11 9 0 2 21:5 27
København 11 7 3 1 25:8 24
AaB 11 6 3 2 18:9 21
Silkeborg 12 4 6 2 17:13 18
Þýskaland
B-deild:
Hannover – Schalke ................................ 0:1
- Guðlaugur Victor Pálsson var fyrirliði,
lék allan leikinn og lagði upp mark Schalke.
_ Efstu lið: St. Pauli 19, Jahn Regensburg
19, Schalke 19, Paderborn 18, Nürnberg
15, Heidenheim 15, Hamburger SV 14,
Werder Bremen 14, Darmstadt 13.
Holland
B-deild:
Jong Ajax – Jong Utrecht....................... 3:1
- Kristian Nökkvi Hlynsson kom inn á
sem varamaður á 63. mínútu og lagði upp
mark fyrir Jong Ajax.
England
B-deild:
WBA – Birmingham................................. 1:0
Staða efstu liða:
WBA 12 7 4 1 21:9 25
Bournemouth 11 7 4 0 18:8 25
Coventry 11 7 1 3 16:12 22
Stoke City 11 6 3 2 15:11 21
Fulham 11 6 2 3 23:13 20
C-deild:
Burton – Morecambe .............................. 3:2
- Jökull Andrésson var ónotaður varamað-
ur hjá Morecambe.
Undankeppni HM karla
Suður-Ameríka:
Brasilía – Úrúgvæ .................................... 4:1
Argentína – Perú...................................... 1:0
Síle – Venesúela........................................ 3:0
_ Efstu lið: Brasilía 31, Argentína 25,
Ekvador 17, Kólumbía 16, Úrúgvæ 16.
4.$--3795.$
BIKARINN
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Víkingar eru með níu sigurleiki í röð
frá 11. ágúst og langþráðan Íslands-
meistaratitil í húsi.
Skagamenn eru með fimm sig-
urleiki í röð frá 11. september og æv-
intýralega björgun frá falli úr úr-
valsdeildinni.
Óhætt er að segja að tvö „heit-
ustu“ knattspyrnulið landsins und-
anfarnar vikur mætist í úrslitaleik
bikarkeppninnar á Laugardalsvell-
inum klukkan 15 í dag, þótt hlut-
skipti þeirra hafi verið ólíkt á Ís-
landsmótinu.
Víkingar mæta vissulega sig-
urstranglegri til leiks. Þeir hafa
margt sem knýr þá áfram í þessum
síðasta leik tímabilsins þótt ein-
hverjir gætu talið þá sadda eftir að
hafa innbyrt Íslandsmeistaratitilinn.
Víkingar hafa náð valdi á þeirri
list að vinna leiki, sama hvað. Þeir
hafa lent í alls konar vandræðum í
leikjum sínum frá 11. ágúst en ávallt
náð að knýja fram sigurinn sem til
þurfti. Nóg er að benda á sigurinn á
KR á Meistaravöllum í næstsíðustu
umferðinni og hinn nauma sigur á
Fylki í átta liða úrslitum bikarsins, á
sjálfsmarki í framlengingu.
Vinna fyrir Kára og Sölva
Víkingar hafa líka þá gulrót, eins
og Arnar Gunnlaugsson benti á í við-
tölum fyrir leikinn að vinna titilinn
fyrir þá Kára Árnason og Sölva Geir
Ottesen, sem leika báðir kveðjuleik-
inn á ferlinum í dag. Það yrði að
sjálfsögðu hinn fullkomni endir á
ævintýrinu sem þeir hafa tekið þátt í
með uppeldisfélagi sínu eftir að hafa
snúið heim úr langri dvöl erlendis.
Þá geta Víkingar orðið einungis
annað félagið á þessari öld og það
fimmta í sögunni til að vinna tvöfalt,
þ.e. verða Íslands- og bikarmeist-
arar á sama tímabilinu.
Að sama skapi er ljóst að Skaga-
menn geta orðið þeim afar óþægileg-
ir andstæðingar. ÍA virtist fallið
þegar þrjár umferðir voru eftir af Ís-
landsmótinu, og aftur þegar 25 mín-
útur voru eftir og liðið 2:0 undir í
Keflavík. En þrjú mörk þar og önnur
tvö gegn Keflavík í undanúrslitum
bikarsins viku síðar gjörbreyttu
landslaginu á Akranesi.
Nú eru Skagamenn 90 mínútum
(eða 120 og vítakeppni) frá því að
komast í Evrópukeppni í fyrsta
skipti í fjórtán ár, og að vinna sinn
fyrsta stóra titil í átján ár. Talandi
um gulrætur, þá gerist það varla
stærra fyrir þá „gulu og glöðu“ en að
fá aftur Evrópuleiki á Akranes.
Hvað þá núna þegar Ísland fær bara
þrjú Evrópusæti fyrir tímabilið
2022-23, þá yrði það mikill sigur og
gæti orðið gríðarlegur vendipunktur
fyrir Skagamenn að verða þriðja ís-
lenska liðið á eftir Víkingi og Breiða-
bliki til að komast í Evrópukeppni
næsta sumar. En til þess verða þeir
að vinna úrslitaleikinn í dag, annars
eru það gömlu keppinautarnir þeirra
í KR sem hreppa Evrópusætið.
Ólík bikarsaga félaganna
Saga liðanna tveggja í bik-
arkeppninni er ólík. Skagamenn
hafa orðið bikarmeistarar níu sinn-
um, á árunum 1978 til 2003 en höfðu
tapað átta úrslitaleikjum áður en
þeir unnu þann fyrsta, 1:0 gegn Val
með marki Péturs Péturssonar (nú-
verandi þjálfara kvennaliðsins á
Hlíðarenda!). Þetta er nítjándi úr-
slitaleikur Skagamanna, sá 20. ef
jafntefli gegn ÍBA árið 1969 er talið
með.
Víkingar eru hins vegar núverandi
handhafar bikarsins eftir að hafa
unnið hann 2019, og síðan fallið út úr
keppninni 2020 áður en henni var af-
lýst. Eina skiptið sem þeir höfðu áð-
ur unnið hann var árið 1971 þegar
þeir sigruðu Breiðablik 1:0 með
marki Jóns Ólafssonar. Það er hins
vegar sögulegur sigur því Víkingur
er eina félagið sem hefur unnið bik-
arinn án þess að leika í efstu deild á
viðkomandi keppnistímabili. Vík-
ingar unnu nefnilega gömlu 2. deild-
ina árið 1971 og hirtu síðan bikarinn
í framhaldi af því. Þar fyrir utan
hafa Víkingar tapað einum bikarúr-
slitaleik, sem 2. deildarlið árið 1967.
Bæði liðin eru á sigurbraut
- Víkingar hafa unnið níu leiki frá 11. ágúst og ÍA fimm leiki frá 11. september
- Vinna Víkingar tvöfalt í ár? - Fær ÍA eða KR síðasta Evrópusætið?
Morgunblaðið/Aron Elvar Finnsson
Úrslitaleikur Óttar Bjarni Guðmundsson fyrirliði ÍA og Sölvi Geir Ottesen
fyrirliði Víkings með bikarinn eftirsótta. Annar þeirra lyftir honum í dag.
Haraldur Franklín Magnús komst í
gær í gegnum niðurskurðinn á
Emporda Challenge-golfmótinu á
Spáni en það er liður í Áskorenda-
mótaröð Evrópu, þeirri næststerk-
ustu í Evrópu. Haraldur lék fyrstu
tvo hringina á þremur höggum
undir pari, sem dugði nákvæmlega
til að komast áfram. Haraldur
tryggði sig áfram með því að leika
síðustu holuna á erni, par 4 holu á
tveimur höggum. Hann er í 50. sæti
þegar þetta mót og eitt annað eru
eftir en 45 efstu komast síðan á
lokamót mótaraðarinnar.
Komst áfram á
erni á 18. holu
Ljósmynd/seth@golf.is
Golf Haraldur Franklín Magnús er í
baráttu um að komast á lokamótið.
Ágúst Þór Gylfason var í gær ráð-
inn þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í
knattspyrnu til næstu tveggja ára
en hann tekur við liðinu af Þorvaldi
Örlygssyni sem á dögunum tók við
starfi rekstarstjóra hjá Garðabæj-
arfélaginu.
Ágúst, sem er fimmtugur, hefur
þjálfað Gróttu undanfarin tvö ár,
þar á undan Breiðablik í tvö ár og
áður Fjölni í fimm ár. Hann tekur
við Stjörnuliði sem endaði í sjöunda
sæti í úrvalsdeildinni í ár, tveimur
stigum frá fallsæti, en það er lak-
asti árangur félagsins í ellefu ár.
Ágúst tekur við
Stjörnunni
Ljósmynd/Grótta
Garðabær Ágúst Þór Gylfason er
kominn til Stjörnunnar.
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Sennilega setur íslenskt hand-
boltafólk Íslandsmet í Evrópu-
leikjum um þessa helgi. Hvorki fleiri
né færri en fimm íslensk félög leika
samtals átta Evrópuleiki um
helgina, ef fyrri leikur KA/Þórs í Kó-
sóvó sem fram fór í gær er talinn
með.
Af þessum átta leikjum fara að-
eins tveir fram hér á landi því þrjú
félaganna sömdu um að leika báða
leiki sína erlendis.
Gamalt stórveldi í Kaplakrika
Karlalið FH tekur á móti þekkt-
asta liði Hvíta-Rússlands, SKA
Minsk, í Kaplakrika klukkan 17 í
dag. Þetta er fyrri leikur liðanna í 2.
umferð Evrópubikarsins en þau sátu
bæði hjá í 1. umferðinni.
SKA Minsk er gamalt sovéskt
stórveldi og hefur unnið sjö af fyrstu
átta leikjum sínum í hvítrússnesku
deildinni í haust. Þar er liðið í sér-
flokki ásamt Meshkov Brest.
Jeruzalem spilar á Selfossi
Karlalið Selfoss tekur á móti Je-
ruzalem Ormoz frá Slóveníu í 2. um-
ferð í sömu keppni en leikið er á Sel-
fossi klukkan 19.30 í kvöld.
Selfyssingar sigruðu Koprivnice frá
Tékklandi í 1. umferðinni með sex
mörkum samanlagt þrátt fyrir að
spila báða leikina á útivelli. Slóven-
arnir sátu hins vegar hjá.
Lið Jeruzalem endaði í fjórða sæti
í Slóveníu í fyrra en hefur byrjað
tímabilið afar illa og tapað fjórum af
fyrstu fimm leikjum sínum í deild-
inni og vermir botnsætið ásamt fleiri
liðum.
Íslandsmeistarar kvenna í KA/
Þór leika tvívegis við Istogu í Kó-
sóvó í 1. umferð Evrópubikars
kvenna. Fyrri leikurinn var í gær
eins og sagt er frá hér vinstra megin
í opnunni en seinni leikurinn fer
fram í dag.
Valskonur í Serbíu
Kvennalið Vals er komið til Serbíu
og leikur einnig í 1. umferð Evrópu-
bikarsins. Mótherjar Hlíð-
arendaliðsins eru Bekament Buko-
vicka og báðir leikirnir fara fram, í
dag og á morgun, á heimavelli liðsins
í bænum Arandjelovac. Lið Beka-
ment endaði í fimmta sæti deild-
arinnar í Serbíu á síðasta tímabili.
Haukar spila á Kýpur
Loks er karlalið Hauka komið til
Kýpur og leikur þar í 2. umferð Evr-
ópubikars karla gegn Parnassos
Strovolou. Fyrri leikinn í dag en
þann seinni á morgun. Parnassos
hefur unnið tvo fyrstu leiki sína á
tímabilinu á Kýpur með miklum yf-
irburðum og félagið hefur margoft
unnið meistaratitilinn á Miðjarð-
arhafseyjunni.
Með þessum átta leikjum er ekki
öll sagan sögð því kvennalið ÍBV á
eftir að leika gegn PAOK frá Grikk-
landi í Evrópubikar kvenna og fara
báðir leikir liðanna fram í Saloniki
um næstu helgi. Karlalið Vals hefur
þegar lokið keppni en það var slegið
út af þýsku bikarmeisturunum
Lemgo í Evrópudeildinni.
Íslandsmet í Evrópuleikjum?
- Fimm íslensk handboltalið leika átta leiki í Evrópukeppni um helgina