Morgunblaðið - 16.10.2021, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 16.10.2021, Blaðsíða 56
vinnuföt fást einnig í HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík S. 414 3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI Hágæða vinnuföt Verkfæri og festingar Mikið úrval af öryggisvörum Sérmerkjum fyrir fyrirtæki mikið úrval Flautuhópurinn vi- ibra mun koma fram á öðrum stofu- tónleikum ársins á Gljúfrasteini á morgun, sunnudag- inn 17. október, kl. 16. Hópurinn mun flytja verk eftir Þur- íði Jónsdóttur, Björk Guðmundsdóttur, Berglindi Maríu Tómasdóttur, Hilmu Kristínu Sveins- dóttur og Pauline Oliveros. Á efnis- skránni verða meðal annars tveir frumflutningar og nýjar útsetningar. Flautuhópurinn viibra hefur unnið mikið með Björk Guðmundsdóttur, m.a. að plötu hennar Útópíu, og farið með henni í ýmis tónleikaferðalög í kjölfarið. Flautuhópurinn viibra frumflytur verk á tónleikum á Gljúfrasteini LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 289. DAGUR ÁRSINS 2021 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.268 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Víkingur úr Reykjavík og ÍA mætast í úrslitaleik bikar- keppninnar á Laugardalsvellinum klukkan 15 í dag. Báðum liðum hefur gengið afar vel undanfarið þó að hlutskipti þeirra á Íslandsmótinu hafi verið ólíkt. Víkingur hefur unnið níu leiki í röð frá 11. ágúst, sem hjálpaði þeim að tryggja sér langþráðan Íslandsmeist- aratitil í síðasta mánuði. ÍA hefur hins vegar unnið fimm leiki í röð frá 11. september, sem varð til þess að liðið bjargaði sér á ævintýralegan hátt frá falli úr úr- valsdeildinni. »49 Tvö „heitustu“ lið landsins mætast í úrslitaleik bikarkeppninnar í dag ÍÞRÓTTIR MENNING Fjölmargir héldu upp á bleika dag- inn í gær og bleiki liturinn var áber- andi á mörgum vinnustöðum lands- ins til stuðnings baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Aðal- inntak átaksins í ár var að leggja áherslu á slagorðið ,,verum til“ en bleiki liturinn var einstaklega sýni- legur í ár, að sögn Höllu Þorvarðar- dóttur, framkvæmdastjóra Krabba- meinsfélagsins. „Þetta er alveg ofboðslegur stuðn- ingur sem fólk er að sýna og ég vil meina það að þjóðin hafi fylkt sér á bak við slagorðið „verum til“. Kannski er enn þá meiri meðvitund en áður um það hvað það skiptir miklu máli að vera til. Það er ótrúleg stemning í ár,“ segir Halla í samtali við Morgunblaðið. Árlega greinast að meðaltali um 850 konur með krabbamein og 300 konur deyja að meðaltali úr krabba- meinum árlega en í dag eru níu þús- und konur á lífi sem glímt hafa við sjúkdóminn. Beiki dagurinn er há- punktur Bleiku slaufunnar, árlegs árvekni- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélagsins sem tileinkað er baráttunni gegn krabbameinum hjá konum, og hefur hann notið sí- vaxandi vinsælda undanfarin ár en í gær var síðasti söludagur Bleiku slaufunnar, sem fékkst á 2.900 krón- ur á fjölmörgum sölustöðum sem og á bleikaslaufan.is. Morgunblaðið/Unnur Karen Samstaða Starfsmenn Garðsapóteks skörtuðu bleiku til stuðnings baráttunni gegn krabbameini hjá konum. Lýstu upp skamm- degið með bleikum lit - Fleiri leggja baráttunni lið gegn krabbameinum hjá konum Stemning Starfsmenn Hreint ehf. lýstu upp skammdegið og sýndu sinn stuðning með því að skarta bleikum lit á kaffistofunni á bleika deginum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.