Morgunblaðið - 21.10.2021, Blaðsíða 32
Ljósmynd/Skógræktin
Kolefnisjöfnun Frá undirritun samninganna á skrifstofu Skógræktarinnar.
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Eskja hf. á Eskifirði mun vera fyrsta
sjávarútvegsfyrirtækið sem ræðst í
kolefnisjöfnun í samræmi við kröfur
Loftslagsráðs og hefur útgerðar-
félagið samið við Skógræktina um að
þróa kolefnisverkefni í landi jarð-
arinnar Freyshóla á Fljótsdalshéraði.
Á Freyshólum hyggst fyrirtækið
binda kolefni með nýskógrækt á um
30 hektara svæði og er hlutverk
Skógræktarinnar að gera ræktunar-
áætlun fyrir svæðið, verkefnalýsingu
fyrir kolefnisverkefnið ásamt kolefn-
isspá og kostnaðaráætlun til 50 ára.
Fram kemur í færslu á vef Skógrækt-
arinnar að stefnt sé að því að hefja
gróðursetningu í byrjun næsta sum-
ars og því á að ljúka vorið 2023. Full-
gróðursett verður í svæðið og við tek-
ur vaxtartími skógarins með reglu-
legum úttektum.
Með gróðursetningunnni verða til
vottaðar kolefniseiningar á móti sam-
svarandi losun vegna starfsemi
Eskju. „Gangi allt að óskum verða
fyrstu vottuðu einingarnar til að fimm
árum liðnum frá því að gróðursetn-
ingu lýkur,“ segir í færslunni.
Fluttu vinnslu á land
Eskja hefur þegar gripið til ýmissa
aðgerða til að draga úr kolefnisspori
félagsins og hefur því meðal annars
verið lýst í samfélagsskýrslu Eskju
sem kom út fyrr á árinu. Þar segir að
félagið hafi „fjárfest í lausnum sem
stuðla að betri nýtingu auðlinda og
sjálfbærni“ og er meðal annars vísað
til þess að vinnsla hafi verið færð í
land þar sem vinnslan notar rafmagn.
„Allt rafmagn sem Eskja kaupir kem-
ur frá endurnýjanlegum orkugjöfum,
annaðhvort vatnsafli eða jarðvarma,“
segir í samfélagsskýrslunni.
Jafnframt er lögð áhrersla á að
fjárfesta í sparneytnari skipum til að
draga úr olíunotkun en hún hefur far-
ið minnkandi á undanförnum árum.
Þá hefur Eskja alfarið hætt notkun á
svartolíu.
Viðstödd undirritun samninganna
voru: Gunnlaugur Guðjónsson, svið-
stjóri Skógræktarinnar, Páll Snorra-
son, framkvæmdastjóri rekstrar- og
fjármálasviðs Eskju, Þröstur Ey-
steinsson skógræktarstjóri, Erna
Þorsteinsdóttir, stjórnarformaður
Eskju, og Sigrún Ísaksdóttir, skrif-
stofustjóri hjá Eskju.
Eskja hf. fyrst til
að kolefnisjafna
- Alls 30 hektarar á Freyshólum
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 2021
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Bús í hús samdægurs
sante.is
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Illa hefur gengið að byggja upp
rækjustofna í Arnarfirði og í Ísa-
fjarðardjúpi ef marka má tækni-
skýrslur og ráðgjöf Hafrann-
sóknastofnunar vegna rækjuveiða á
fiskveiðiárinu 2021/2022. Stofnunin
leggur til að leyfðar verði veiðar á
149 tonnum af rækju í Arnarfirði en
að rækjuveiðar verði ekki heim-
ilaðar í Ísafjarðardjúpi.
Stofnmæling rækju í Arnarfirði
og Ísafjarðardjúpi fór fram dagana
30. september til 9. október 2021.
Fram kemur í tækniskýrslu að
stofnvísitalan fyrir rækju í Ísafjarð-
ardjúpi hafi verið sú lægsta sem
mælst hefur frá því að árlegar mæl-
ingar hófust 1988.
„Frá árinu 1988 var rækja út-
breidd frá Æðey og inn eftir Ísa-
fjarðardjúpi, en einnig í Jökul-
fjörðum. Þegar vísitala rækju
lækkaði minnkaði útbreiðslusvæði
rækju. Frá árinu 2011 hefur út-
breiðsla rækju einskorðast við innri
hluta Ísafjarðardjúps, mest í Ísafirði
og Mjóafirði. Mjög lítið fannst af
rækju haustið 2021, en hún var helst
í utanverðu Djúpinu og í Hestfirði,“
segir í tækniskýrslunni.
Fram kemur að á árunum 1961 til
2002 hafi mesti afli rækjuveiða í Ísa-
fjarðadjúpi verið 3.100 tonn en
minnst 100 tonn. „Engar rækjuveið-
ar voru heimilaðar í Ísafjarðardjúpi
fiskveiðiárin 2003/2004 til 2010/2011
þar sem vísitala rækju var mjög lág.
Eftir að veiðar hófust aftur haustið
2011 hefur aflinn verið 300 til 1.100
tonn. […] Árið 2011 hækkuðu vísitöl-
urnar í 4 ár. Frá árinu 2016 hafa vísi-
tölurnar lækkað en voru nokkuð
stöðugar frá 2018-2020 og vísitala
veiðistofns hefur verið yfir skil-
greindu viðmiðunargildi. Árið 2021
mældist mjög lítið af rækju og var
vísitalan sú lægsta í stofnmælingu
rækju í Ísafjarðardjúpi.“
Minni útbreiðsla í Arnarfirði
Frá 1988 hefur rækjustofninn í
Arnarfirði verið mældur og til 1996
fannst rækja um allan Arnarfjörð en
1997 minnkaði útbreiðslusvæðið.
Rækja hefur aðeins fundist innst í
firðinum frá árinu 2005. „Þessar
breytingar eru aðallega vegna auk-
innar fiskgengdar í firðinum,“ segir í
tækniskýrslunni. Stofnvísitala
rækju í Arnarfirði er sögð lág en yfir
skilgreindum varúðarmörkum.
Frá árinu 1994 hefur aflinn
minnkað jafnt og þétt og var aðeins
116 tonn fiskveiðiárið 2016/2017.
Engar veiðar voru heimilaðar fisk-
veiðiárið 2017/2018 en þá var vísitala
veiðistofns í sölulegu lágmarki og
undir viðmiðunargildi. Frá árinu
2018 hefur aflinn verið á milli 140 og
200 tonn.
Mikil ýsa
Athygli vekur að samhliða erfiðri
stöðu rækjustofnsins í Ísafjarðar-
djúpi eru vísitölur ýsu árin 2020 og
2021 þær hæstu sem mælst hafa, en
sú vísitala hefur haldist há allt frá
árinu 2004. „Á árunum 1988 til 2000
fannst hún nær eingöngu fyrir utan
Æðey en frá 2003 hefur útbreiðslu-
svæðið stækkað og ýsa fundist í öllu
Ísafjarðardjúpi.“
Þetta virðist ekki vera einsdæmi
þar sem vísitala ýsu eins árs og eldri
2021 var sú hæsta frá árinu 2011.
Hins vegar er ekki sömu sögu að
segja af þorski og reyndist vísitala
þorsks eins árs og eldri í Arnarfirði
vera í meðallagi en lág í Ísafjarð-
ardjúpi. Vísitala yngsta aldurshóps
beggja tegunda hefur sveiflast frá
því að mælingar hófust 1988 en vísi-
tala þorsk- og ýsuseiða reyndist lág
2020 og 2021 í báðum fjörðum.
Rækjan enn veikburða
- Leggja til að engar veiðar verði stundaðar í Ísafjarð-
ardjúpi - Aldrei hefur mælst meiri ýsa í Djúpinu
Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson
Veiðar Rækju úr Ísafjarðardjúpi landað á Súðavík árið 2016.
Afurðaverð á markaði
20. okt. 2021, meðalverð, kr./kg
Þorskur, óslægður 593,70
Þorskur, slægður 532,41
Ýsa, óslægð 402,21
Ýsa, slægð 324,57
Ufsi, óslægður 85,00
Ufsi, slægður 216,70
Gullkarfi 494,58
Blálanga, slægð 290,00
Langa, óslægð 326,59
Langa, slægð 301,18
Keila, slægð 149,59
Steinbítur, slægður 558,52
Skötuselur, slægður 607,60
Grálúða, slægð 107,00
Skarkoli, slægður 504,86
Þykkvalúra, slægð 766,99
Skrápflúra, óslægð 12,13
Bleikja, flök 3.176,00
Regnbogasilungur, flök 3.176,00
Gellur 1.292,33
Grásleppa, óslægð 22,00
Hlýri, slægður 465,18
Lúða, slægð 326,17
Lýsa, óslægð 103,54
Lýsa, slægð 82,38
Maríuskata, slægð 12,00
Stinglax, óslægður 10,00
Tindaskata, óslægð 3,15
Undirmálsýsa, óslægð 177,61
Undirmálsýsa, slægð 189,00
Undirmálsþorskur, óslægður 293,25
Undirmálsþorskur, slægður 282,48