Morgunblaðið - 21.10.2021, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 21.10.2021, Blaðsíða 72
ILVA Korputorgi Lau. og sun. 12-18 Virkir dagar 11-18:30 ILVA Akureyri Lau. 10-17 Sun. 13-17 Virkir dagar 11-18 s: 522 4500 - www.ILVA.is FAST SENDINGARGJALD MEÐ PÓSTINUM HVERT Á LAND SEM ER! Bordstofudagar- 20% AF ÖLLUM BORÐSTOFU- HÚSGÖGNUM OG BORÐ- BÚNAÐI 21. OKT - 1. NÓV SPAraðu 28.980 Nú115.920 SPAraðu 3.980 Nú15.920SPAraðu 7.980 Nú31.920 TRUE BORÐSTOFUBORÐ GRÁOLÍUBORIN EIK CROSS FÆTUR 144.900 kr. NÚ 115.920 kr. NORRLAND BORÐSTOFUSTÓLL 39.900 kr. NÚ 31.920 kr. NOAK BORÐSTOFUSTÓLL 19.900 kr. NÚ 15.920 kr. Milli fjalls og fjöru nefnist ný heimildarmynd eftir Ás- dísi Thoroddsen sem frumsýnd er í Bíó Paradís í dag. „Í kvikmyndinni er fjallað um skógrækt 20. aldar til okkar tíma þar sem nauðsyn skógræktar verður æ meiri til að sporna við hamfarahlýnun. Fyrsta hagkerfi mannsins var sjálfsþurftarhagkerfi. Síðan tók við hagkerfi jarðefna. Nauðsynlegt er að koma á hagkerfi hringrásar til hagsbóta fyrir líf á jörðunni. Skógrækt er ein aðferð til þess, en að mörgu þarf að huga til þess að þjarma ekki að viðkvæmum vistkerfum,“ segir í kynningu á myndinni sem lýst er sem fræðilegri kvikmynd með ljóðrænu ívafi. Þar kem- ur fram að vísinda- og fræðifólk, skógfræðingar og bændur segi söguna. Myndin er ýmist sýnd textalaus eða með enskum texta. Milli fjalls og fjöru frumsýnd í dag FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 294. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Teitur Örn Einarsson gekk til liðs við þýska stórveldið Flensburg í vikunni en félagið hafnaði í öðru sæti þýsku 1. deildarinnar á síðustu leiktíð með 68 stig, líkt og Þýskalandsmeistarar Kiel, en Kiel stóð betur að vígi þegar kom að innbyrðisviðureignum liðanna. Hann er uppalinn hjá Selfossi en gekk til liðs við sænska úrvals- deildarfélagið Kristianstad sumarið 2018 og hefur ver- ið lykilmaður hjá félaginu undanfarin tímabil. „Ég er fyrst og fremst þakklátur fyrir þetta tækifæri,“ sagði Teitur meðal annars í samtali við Morgunblaðið. Teitur Örn Einarsson er genginn til liðs við stórlið Flensburg í Þýskalandi ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Eden í Hveragerði brann til grunna fyrir rúmum áratug en út- skornar útihurðir eftir Erlend F. Magnússon stóðu eftir. „Skelin bjargaðist, þökk sé slökkviliðs- manni sem sprautaði stöðugt vatni á hurðirnar að utanverðu,“ segir listamaðurinn og horfir hugfang- inn á Evu upp við stofuvegginn og Adam liggjandi á búkkum framan við hann. Listamaðurinn áttræði býr á Skagaströnd og lætur fara vel um sig í lítilli íbúð, er nægjusamur og með allt sem til þarf til þess að sinna listinni. „Hér er ég í hring- iðunni, hef gott útsýni yfir höfnina og finn fyrir miklu öryggi búandi undir Spákonufellinu.“ Hann er húsasmiður að mennt en var einnig við nám í Handíða- og myndlista- skóla Íslands og er einn af stofn- endum SÚM-listahópsins. „Snemma fór ég að slá þessum formum saman, teikna og byggja hús og innréttingar, hanna hús- gögn, hurðir og fleira,“ útskýrir hann. Bendir í því sambandi á inn- réttingar í Fjörukránni í Hafnar- firði, handverk í gamla hótelinu og öðrum byggingum við Geysi í Haukadal, ýmsar kirkjuhurðir og fleira, meðal annars útskorið vík- ingaskip sem brann í brunanum í Eden. „Ég hef alltaf lagt mikið upp úr útskurðinum,“ segir hann og leggur áherslu á að þótt hann hafi látið Braga í Eden fá hurð- irnar á sínum tíma hafi þær alla tíð verið sín eign. „Þegar ég seldi Braga hurðirnar tók ég fram skrif- lega að hann hefði ekki ráðstöf- unarrétt á útskurðinum. Ég hef verið að fylla upp í götin þar sem brann í gegn og þurrka hurðirnar til að koma í veg fyrir kolunina sem er enn í gangi, en hugmyndin er að stilla þeim upp sem lista- verkum á báðum hliðum.“ Listaverk úti um allt Fullunnin verk eru úti um alla íbúð og önnur hálfkláruð. „Ég er til dæmis að skera út Ketil flatnef, föður Auðar djúpúðgu, og svo er ég hérna með byrjunina á næsta eldgosi,“ bendir hann á. Hann seg- ist lesa mikið og hafi oft ferðast um Skotland til þess að kynna sér betur söguna og tengslin. Eftir að elsta húsið á Blönduósi brann hafi hann flutt norður til þess að gera það upp vegna hvatningar frá móður sinni, Laufeyju Jakobs- dóttur, „ömmunni“ í Grjótaþorp- inu, en faðir hans var Magnús Finnbogason smiður. „Ég flutti síðan til Skagastrandar vegna þess að hér er gott að búa, loftið er heilnæmt, sjór beggja vegna Skagans og Spákonufellið hefur vissan sjarma.“ Dagurinn hjá Erlendi byrjar með göngutúr í sjoppuna. „Þar kaupi ég Moggann og fæ mér morgunkaffið. Hann er hvorki með sjónvarp né tölvu. „Hef ekk- ert að gera við slíka tímaþjófa.“ Bætir við að nágranni sinn eigi sjónvarp og hann fái að horfa á fréttirnar hjá henni. „Ég kaupi í kvöldmatinn handa okkur, hún eldar og við horfum saman á fréttirnar. Það nægir mér og þetta samlagsform kemur okkur vel. Nýr eigandi Kántríbæjar er með 85 tommu sjónvarp og ég fer þangað til að sjá fótboltaleiki. Mér fannst Kenny Dalglish alltaf best- ur og held að sjálfsögðu með Liv- erpool. Svo eru ungu landsliðs- strákarnir okkar mjög efnilegir og eiga framtíðina fyrir sér.“ Bjargar Adam og Evu - Erlendur með mörg járn í eldinum á Skagaströnd Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson List Erlendur vinnur við að endurvinna útskurðinn á Adam og Evu og bjarga brenndu skelinni á bakhlið hurðanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.