Morgunblaðið - 21.10.2021, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.10.2021, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 2021 Ýmsar gerðir af heyrnartækjum í mörgum verðflokkum, stærðum og litum. Allar helstu rekstrarvörur og aukahlutir fyrir heyrnartæki fást í vefverslun vefverslun.heyrn.is HEYRNARÞJÓNUSTA 2007 HLÍÐASMÁRI 19, 2. HÆÐ • 201 KÓPAVOGI • SÍMI 534 9600 • HEYRN@HEYRN.IS • HEYRN.IS Heyrðu umskiptin, fáðu heyrnartæki til reynslu Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Atlantsolía hefur verið í viðræðum við Reykjavíkurborg um að loka bensínstöð fyrirtækisins við Háaleit- isbraut 12. Áformar Atlantsolía að fjarlægja stöðina og breyta notkun lóðarinnar í íbúðabyggð. Á síðasta fundi skipulagsfulltrúa Reykjavíkur var lögð fram fyrir- spurn Hans Olavs Andersens dags. 26. ágúst 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Safamýrar-Álftamýr- ar vegna lóðarinnar nr. 12 við Háa- leitisbraut sem felst í stækkun lóðar, breytingu á notkun í íbúðabyggð og uppbyggingu, samkvæmt tillögu Teiknistofunnar Traðar. Í dag er þar rekin sjálfsafgreiðslustöð fyrir bensín og hjólaverslunin Berlín. Íbúðir verði 81 talsins Í frumathugun sem fylgdi fyrir- spurninni kemur fram að lóðin sé í dag 1.910 fermetrar en lagt er til að breyta lóðarmörkum svo hún stækki í 3.837 fermetra. Samkvæmt frumathuguninni er gert ráð fyrir að byggingarnar verði þrjár, hæst sjö hæðir. Þær verða samtals 7.824 fermetrar með geymslum. Íbúðirnar verða 81 tals- ins, þar af 37 tveggja herbergja. Bílageymsla verður 1.985 fermetrar. Skipulagsfulltrúi vísaði fyrir- spurninni til umsagnar verkefn- isstjóra. Atlantsolía keypti stöðina við Háaleitisbraut í desember 2018 af Olís, sem þurfti að selja fimm bens- ínstöðvar sínar vegna sameiningar við Haga. Með kaupunum fylgdu meðal annars fasteignir, lóða- og að- stöðusamningar. Borgarráð samþykkti í júní sl. að ganga til samninga við rekstraraðila bensínstöðva um fækkun stöðvanna. Borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, skrifaði undir samning þess efnis við olíufélögin N1, Skeljung og Olís. Olíufélögin munu sjá um framtíð eða sölu sinna lóða með það fyrir augum að lóðirnar nýtist undir íbúðir og at- vinnuhúsnæði. Á fimmta tug bensínstöðva er í Reykjavík og þær búa yfir landrými sem gæti rúmað allt að 1.400 íbúðir. Með nýrri samþykkt er í upphafi horft til 12 stöðva í íbúðarhverfum víðs vegar um borgina þar sem reisa má a.m.k. 500 íbúðir. Búist er við að uppbygging hefjist á næstu árum. Ekki samið um lóðina við Háaleit- isbraut í júní sl. Á lóðunum eru hugmyndir um að rísi íbúðarhúsnæði með eða án at- vinnuhúsnæðis á jarðhæð. Með fækkun stöðvanna fækkar eldsneyt- isstöðvum í íbúðabyggð en stöðvar verða áfram starfræktar fyrst og fremst við stærri umferðargötur. Jarðefnaeldsneytisdælum fækkar úr 109 í 73 eða um 33%. Íbúðarhús í stað bensínstöðvar - Atlantsolía vill byggja íbúðir við Háaleitisbraut Morgunblaðið/sisi Háaleitisbraut 12 Á lóðinni sem um ræðir er í dag sjálfsafgreiðslustöð Atlantsolíu fyrir bensín og reiðhjólaverslunin Berlín. Olís rak þessa bensínstöð áður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.