Morgunblaðið - 21.10.2021, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.10.2021, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 2 1. O K T Ó B E R 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 247. tölublað . 109. árgangur . Hamborgarhryggur Úrbeinaður 1.259KR/KG Hindber 125 g 419KR/PK ÁÐUR: 599 KR/PK Brómber 125 g 475KR/PK ÁÐUR: 679 KR/PK VERÐ- SPRENGJA! 30% AFSLÁTTUR TILBOÐ GILDA 21.--24. OKTÓBER FRÁBÆR TILBOÐ Í NÆSTU NETTÓ BÖRN ÆTTU AÐ GETA SOFIÐ LENGUR KÓREÓGRAFÍSKT SINFÓNÍSKT SVIÐSVERK DREYMDI UM AÐ FLYTJA TIL ÍSLANDS AIÔN SÝNT Í KVÖLD 68 ŃÝR SENDIHERRA 22GEFUR RÁÐ UM SVEFN 12 _ Icelandair Group skilaði hagnaði upp á tvo og hálfan milljarð króna á þriðja fjórðungi þessa árs. Þetta kemur fram í uppgjöri félagsins sem verður kynnt á fjarfundi í dag. Snorri Jak- obsson, grein- andi og eigandi Jakobsson Capi- tal, segir tekjur félagsins hærri en hann hefði bú- ist við: „Kostnaðar- hlutföll voru á móti örlítið óhag- stæðari, en það er líklega vegna hærra olíuverðs. Horfur varðandi næstu ársfjórðunga virðast auk þess nokkuð góðar, salan hefur gengið vel.“ Þetta er í fyrsta sinn í tvö ár sem Icelandair Group skilar hagnaði. Aukin sætanýting og umfangsmeiri fraktflutningar leika þar stórt hlut- verk. Í tilkynningu frá félaginu seg- ir frá því að eftir fjölgun bókana á fyrri hluta sumars hafi hægst á þeim í ágúst og september vegna útbreiðslu Delta-afbrigðisins. Bók- unarstaðan hafi síðan batnað í kjöl- far tilkynningar um opnun landa- mæra Bandaríkjanna fyrir bólusettum Evrópubúum. Þrátt fyrir góðar horfur gæti áhrifa far- aldursins enn, sem muni ásamt hækkandi eldsneytisverði hafa slæm áhrif á næsta uppgjör. »2 Góðar horfur hjá Icelandair Group Snorri Jakobsson _ Stjórn Sorpu hefur samþykkt að ganga til samninga við Björn Hall- dórsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóra félagsins, en Björn höfðaði skaðabótamál gegn Sorpu eftir að honum var sagt upp störf- um í byrjun síðasta árs. Samkomulagið kveður á um að Björn fái greidd laun í sex mánuði til viðbótar við þá sex mánuði sem samningur hans sagði til um og hann hefur þegar fengið greidda. Auk þess verði lögfræðikostnaður upp á 1,5 milljónir króna greiddur. Stefna Björns var þingfest í Hér- aðsdómi Reykjavíkur í júní 2020 en hann krafði Sorpu um skaðabætur sem svaraði til fimm ára launa, miskabóta og að réttindi vegna námsleyfis yrðu gerð upp. Aðal- meðferð átti að hefjast í byrjun þessa mánaðar. Samkvæmt upplýs- ingum blaðsins barst sáttaboð frá Sorpu tveimur dögum áður en aðal- meðferð átti að hefjast. »4 Sátt í skaðabóta- máli gegn Sorpu Viðgerðarmenn sinntu reglubundnu viðhaldi á fjarskiptamastri við Þorlákshöfn í gær. Fjar- skiptainnviðir á Íslandi hafa verið í sviðsljósinu undanfarna daga. Heimildir Morgunblaðsins herma að samkomulag franska fyrirtækisins Ardian og Mílu, um kaup á hlut í fyrirtækinu, sé nú á lokametrunum. Íslenskum lífeyrissjóðum verði boðinn 20% hlutur til kaups, til móts við 80% hlut Ardian. »34 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Viðgerðir í vetrargeislum Hólmfríður María Ragnhildardóttir hmr@mbl.is Lengi hafa verið uppi getgátur um viðveru norrænna manna í Norður- Ameríku fyrir um þúsund árum. Nú telja vísindamenn sig hafa sannað búsetu þeirra á Nýfundnalandi, árið 1021. Frá þessu er greint í rannsókn- argrein sem birtist í vísindaritinu Nature í gær. Búseta norrænna manna í Norð- ur-Ameríku fyrir komu Kólumbusar hefur þótt nokkuð óumdeild en bæði hefur ferðum yfir Atlantshafið verið lýst í Íslendingasögunum og auk þess hafa fornleifar á svæðinu stutt þessa tilgátu. Rannsökuðu timburleifar Samt sem áður er enn mörgum spurningum ósvarað í tengslum við viðveru þeirra í Ameríku. Ein þeirra hefur varðað tímasetninguna. Fram til þessa hefur vísindamönnum ekki tekist að sanna nákvæmlega hvenær norrænir menn voru þar Greinin sem birtist í gær markar því kafla- skil í þeim efnum. Niðurstöður rannsakenda eru reistar á greiningu timburleifa sem talið er nokkuð víst að hafi tilheyrt norrænum mönnum á Nýfundna- landi. Rannsakendur töldu sig geta ákvarðað nákvæmt ártal þess er þeir skáru út í viðinn, með því að rýna í og gera rannsóknir á ákveðnum þáttum í trjáhringjunum sem voru þar sjá- anlegir. „Við höfum undir höndum sönnun fyrir því að norrænir menn hafi verið í N-Ameríku árið 1021. Þessi tíma- setning markar örugg tímamót í sögu víkinga. Það sem er mikilvæg- ara, er að þetta markar nýja tíma- setningu um vitneskju Evrópubúa um Ameríku, og táknar fyrsta þekkta tímapunktinn sem vitað er til þess að menn hafi farið umhverfis hnöttinn,“ segir í greininni. Náðu að staðfesta ártalið - Vísindamenn telja sig hafa tímasett búsetu norrænna manna á Nýfundnalandi Morgunblaðið/Einar Falur Ameríka Fornleifasvæði L’Anse aux Meadows á Nýfundnalandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.