Morgunblaðið - 21.10.2021, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.10.2021, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 2021 Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is Mán. – Föst. 10—17 Laugardaga 11—15 HAUSTTILBOÐ 20% afsláttur af öllum innréttingum út október Reykjavíkurborg samþykkti í fyrradag „lýðræðisstefnu“ og gildir hún til ársins 2030 þegar óvissa um lýðræði í borginni tekur við á ný. Og það er ekki nóg með að samþykkt hafi verið lýðræðis- stefna, heldur ligg- ur einnig fyrir „að- gerðaáætlun“, sem tryggir auðvitað að stefnan verður ekki orðin tóm. Stefnu- drögin voru unnin í „opnu samráðs- ferli“ og að auki voru handahófs- valdir „rýnihópar“ fengnir til að „ræða lýðræðismál“. Þá voru haldnir „vinnufundir í stjórnsýslu Reykjavíkurborgar“ til að undir- búa stefnuna og „opinn rafrænn fundur“ um framtíð lýðræðisins í Reykjavík. - - - Enginn getur efast um að þarna hefur farið fram þýðingar- mikið starf og fjarri því að nokkur sýndarmennska búi þar að baki af hálfu stjórnenda borgarinnar. Þeir eru þekktir fyrir mikinn áhuga á sjónarmiðum borgarbúa sem kem- ur meðal annars fram í því að borgarstjóri er svo önnum kafinn við stefnumótun lýðræðis að hann má ekki vera að því að hitta þá borgarbúa sem segja farir sínar ekki sléttar í samskiptum við borgina. - - - Þá má slá því föstu að nýja „lýð- ræðisstefnan“ verði til þess að minnisvarði um brostin loforð Reykjavíkur, sem íbúar á Kjalar- nesi samþykktu í lýðræðislegri íbúakosningu borgarinnar fyrir tveimur árum að yrði reistur þar, rísi án tafar. - - - Ekki getur verið að borg sem er bæði með „lýðræðisstefnu“ og „aðgerðaáætlun“ dragi frekar en orðið er að reisa minnisvarð- ann. Dagur B. Eggertsson Minnisvarði um lýðræðisstefnu? STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Tálknafjörður | Starfsmenn Borgarverks hafa unnið við það síðustu daga að leggja slitlag á nýjan veg fyrir botni Tálkna- fjarðar. Alls er um 1,8 km kafla að ræða en einnig var smíðuð tvíbreið brú yfir Botnsá, 20 metra löng. Er þetta mikil samgöngubót fyrir heimamenn og aðra þá sem leið eiga fyrir fjörðinn. Með þessum kafla lengdist Bíldudalsvegur um eina 100 metra en mun þó taka mun styttri tíma að aka hann. Tilboð í verkið voru opnuð hjá Vegagerðinni í ágúst á síðasta ári. Kubbur ehf. á Ísafirði var eini bjóðandinn í lagningu vegar og smíði brúar. Tilboð Kubbs var um 250 milljónir króna. Borgarverk bauð síðan lægst í lagningu slit- lags á veginn nýja. Nýtt vegstæði í botni Tálknafjarðar Morgunblaðið/Guðlaugur J. Albertsson Tálknafjörður Nýr vegur og brú skipta miklu fyrir vegfarendur. Í bak- grunni sjást gömlu vegamannvirkin sem nú eru aflögð. Facebook er enn sem áður mest not- aði samfélagsmiðillinn meðal full- orðinna Íslendinga en níu af hverj- um tíu segjast nota miðilinn. Þetta kemur fram í nýrri samfélagsmiðla- greiningu greiningarfyrirtækisins Gallup. Twitter virðist vera í mikilli sókn en þeim Íslendingum sem segjast nota Twitter fjölgar um sjö prósent á milli ára og nú segist rétt tæpur fjórðungur landsmanna nota miðil- inn. Það er sér í lagi yngri kynslóðin sem sækir þangað en ungt fólk er einnig í auknum mæli að verja tíma sínum á kínverska myndbandafor- ritinu TikTok. Instagram eykur jafnt og þétt vin- sældir sínar hjá fólki nærri miðjum aldri, en hlutfall fólks á aldrinum 45- 54 ára sem notar Instagram hefur aukist úr 38% og upp í 70% á síðustu fjórum árum. Miðillinn, sem er í eigu Facebook, heldur einnig vinsældum sínum hjá fólki á aldrinum 18-34 ára. Færri nota Snapchat Unga fólkið hefur þó ekki haldið tryggð við Snapchat en hlutfall svar- enda á aldrinum 18-44 ára sem segj- ast nota Snapchat hefur lækkað um 8% á milli ára, en notkunin hefur staðið í stað hjá þeim sem eru eldri en 45. Smáskilaboðaforritið Whatsapp, sem er einnig í eigu Facebook, sækir í sig veðrið en 22% landsmanna segj- ast nota miðilinn en þar er yngri kynslóðin fremst meðal jafningja. Eldri kynslóðir virðast fylgja þeim yngri í vali og notkun samfélags- miðla svo forritið gæti einn daginn tekið við af Messenger sem vinsæl- asta forritið til að senda smáskila- boð. Um 87% segjast nota Messen- ger í dag. baldurb@mbl.is Facebook trónir enn á toppnum AFP Umtal Mikið hefur verið rætt um Facebook eftir bilun kerfa miðilsins. - Yngra fólk færir sig yfir á Twitter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.