Morgunblaðið - 21.10.2021, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 21.10.2021, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 2021 Bláu húsin v/Faxafen • Sími 553 7355 • Vefverslun: selena.is Glæsilegur náttfatnaður Unnin úr náttúruefnum • 68% Modal & 32% Bómull Vefverslun selena.is Þóra Kolbrá Sigurðardóttir thora@mbl.is „Bókin varð einfaldlega til vegna þess að ég er oftast að elda fyrir mig eina en hingað til hafa langflestar upp- skriftir sem ég hef látið frá mér verið fyrir fleiri, af og til tvo, oftast fjóra, eins og algengast hefur verið með uppskriftir,“ segir Nanna um hug- myndina að baki bókinni. „Mér fannst bara kominn tími til þess að gera bók fyrir sjálfa mig og aðra einbúa. Og mig langaði til að láta árstíðirnar koma fram og þess vegna tók ég allar matarmyndirnar úti á svölunum mín- um með mismunandi svalagróður í baksýn, eftir því hvort var vor, sum- ar, haust eða vetur. Veturinn var reyndar erfiðastur því það ætlaði aldrei að koma neinn snjór í fyrravetur.“ Bókin er hugsuð fyrir alla þá sem elda fyrir einn, hvort sem þeir búa einir eða ekki. „Kannski er einn á heimilinu sem er grænmetisæta eða einn sem er kjötæta og þá er hægt að finna hér einfaldar uppskriftir sem henta, hvort sem er hversdags, spari eða jafnvel um jólin. Hún er fyrir fólk sem er nýbyrjað að búa eða er óvant eldamennsku, með mörgum einföld- um uppskriftum. Hún er líka fyrir fólk sem er vant að elda fyrir einn en vantar fleiri hugmyndir. Og hún er fyrir fólk sem hefur eldað fyrir fjöl- skylduna í mörg ár eða áratugi en býr nú eitt og kann ekki almennilega að elda litla skammta. En hún er fyrst og fremst fyrir fólk sem hefur gaman af að elda,“ segir Nanna. Bókin er jafnframt einstaklega falleg og nefnir Nanna þar sérstaklega Alexöndru Buhl, sem hannaði bókina, en Nanna tók sjálf allar ljósmyndir í henni. Aðspurð hver sé hennar uppá- haldsuppskrift segir Nanna að því sé henni lífsins ómögulegt að svara enda hafi hún sent frá sér einar sjö eða átta þúsund uppskriftir á ferlinum og því af nógu að taka. „En ef þú ert að spyrja um þessa bók, þá er það þessa stundina kannski bökuð kartafla með hnetum og gráðaosti. Eða einhver af fiskréttunum, til dæmis ofngrillaður fiskur með kapers-vinaigrettu og krömdum kartöflum. Eða kannski afrísk kjúklingasúpa,“ segir Nanna að lokum og lætur hér fylgja með uppskriftina að téðri bakaðri kartöflu sem er einstaklega girnileg á að líta og bragðast ábyggilega enn betur ef við þekkjum Nönnu rétt. Afkastamikil Alls hefur Nanna Rögnvaldar sent frá sér 22 bækur. Eldað fyrir einn Nanna Rögnvaldar er ókrýnd drottning íslenskra mat- arbókmennta en á dögunum sendi hún frá sér nýja bók sem ber titilinn Borð fyrir einn. Bókin inniheldur, eins og titillinn gefur til kynna, uppskriftir fyrir einn, sem er ágætistilbreyting – enda nýtti Nanna samkomutakmark- anir til þess að vinna bókina og elda fyrir einn. Mjög einföld og fljótleg fiskupp- skrift. Hér eru hafðar kramdar kart- öflur með og það er aðeins meiri fyr- irhöfn en fyllilega þess virði. En auðvitað má líka hafa alls konar með- læti annað. 200 g fiskur, t.d. steinbítur ¼ tsk. þurrkað óreganó pipar og salt 3 msk. ólífuolía 1 msk. kapers 2 tsk. hvítvíns- eða eplaedik pipar Hitaðu grillið í ofninum og krydd- aðu fiskinn með óreganói, pipar og salti. Settu fiskinn á plötu (ýttu kart- öflunum til hliðar ef á að grilla þær með). Dreyptu 1 tsk. af olíu yfir og grillaðu í 4-5 mínútur, eða eftir þykkt flakanna. Settu á meðan kaperskornin í sigti og skolaðu þau til að draga úr saltbragðinu. Hristu svo saman af- ganginn af ólífuolíunni, edik, kapers og pipar. Settu kartöflurnar og fiskinn á disk, e.t.v. ásamt salatblöðum, og helltu kaperssósunni yfir. Ef kramdar kartöflur eru hafðar með er byrjað á að sjóða þær, kremja og baka síðan (sjá meðlætiskaflann), og grilla þær svo með fiskinum. Ef kartöflurnar þurfa aðeins lengri tíma má taka fiskinn út, setja á disk og grilla kartöflurnar í 2-3 mínútur í við- bót. Kramdar kartöflur 3-6 kartöflur, eftir stærð 1 msk. smjör salt 1 msk. ólífuolía (eða meira smjör) Sjóddu kartöflurnar þar til þær eru vel meyrar, 20-25 mínútur. Hitaðu ofninn í 220°C. Helltu vatninu af kart- öflunum og láttu rjúka af þeim í um 5 mínútur. Settu þær þá á papp- írsklædda plötu og þrýstu glasi eða öðru niður á þær til að fletja þær út í um 1 cm þykkt; þær eiga þó ekki að fara í sundur. Settu smjörklípu ofan á hverja og stráðu salti yfir. Bakaðu í 20-25 mínútur. Kveiktu á grillinu í ofninum, færðu kartöflurnar ofar og grillaðu þær þar til þær hafa tekið góðan lit og hýðið er stökkt. Penslaðu þær með ólífuolíu eða smjöri um leið og þær eru teknar úr ofninum. Ljósmynd/Nanna Rögnvaldar Ofngrillaður fiskur með kapers-vinaigrettu Dálæti Rétturinn er í miklu uppá- haldi hjá Nönnu. Bakaðar og fylltar kartöflur eru einstaklega einfaldur og góður réttur sem hægt er að breyta á óteljandi vegu þótt grunnaðferðin sé sú sama. Hér er fyllingin gráða- ostur og hnetur en það má líka nota pítsufyllingu (tómata, peppe- róní og basilíku), kryddaðar nið- ursoðnar baunir af ýmsu tagi, stökksteikt beikon blandað græn- meti, túnfisksalat eða túnfisk, kryddjurtir og kotasælu, steikt hakk og ost – já, eiginlega bara flest sem manni dettur í hug. 1 bökunarkartafla, um 250 g 1 msk. olía 50 g blámygluostur 3-4 valhnetur 1 tsk. ferskt timjan, saxað, eða ¼ tsk þurrkað salt 2-3 msk. nýrifinn parmesanostur Hitaðu ofninn í 200°C. Pikkaðu kartöfluna með gaffli á nokkrum stöðum. Helltu olíunni í lítið eld- fast mót, veltu kartöflunni upp úr henni og bakaðu hana svo í um 1 klst., eða þar til prjónn sem stung- ið er í hana rennur auðveldlega í gegn. Taktu hana þá út og hækk- aðu hitann í 225°C. Skerðu djúpan kross ofan í kartöfluna, taktu pottaleppa eða aðra hlíf og ýttu þétt á hvern fjórðung, alla í einu, þannig að krossinn opnist vel. Myldu ostinn, grófsaxaðu hnet- urnar og hrærðu þessu saman við timjan og salt. Settu fyllinguna í kartöfluna – hún má alveg hrynja dálítið út í formið – og stráðu parmesanosti yfir. Settu aftur í ofninn og bakaðu í um 15 mínútur, eða þar til ost- urinn hefur tekið góðan lit og kart- öfluhýðið er gullinbrúnt og stökkt. Ljósmynd/Nanna Rögnvaldar Þægilegt Auðvelt er að marg- falda uppskriftirnar eftir fjölda gesta þótt þær séu í grunninn hugsaðar fyrir einn. Bökuð kartafla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.