Morgunblaðið - 21.10.2021, Blaðsíða 64
64 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 2021
Sýningaropnun laugardaginn
23. október kl. 14
Opið virka daga
10–18,
laugardaga 12–16
Lokað á sunnudögum
ÞÓRUNN BÁRA BJÖRNSDÓTTIR
Sýnir í Gallerí Fold 23. október–13. nóvember
NÁTTÚRAN ÚR FÓKUS
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
„Ég ber mikla virðingu fyrir Vigdísi
og er mjög heilluð af henni sjálfri og
líka af þeirri staðreynd að kona geti
verið forseti. Það var hægt vegna
þess að hún fékk þennan stuðning
frá konum og körlum í samfélaginu.
Fólk vildi hafa hana og vildi þessar
breytingar. Það sýnir að þetta er
hægt ef allir standa saman,“ segir
Alexandra Chernyshova sópran-
söngkona og tónskáld. Ný ópera
hennar, Góðan daginn, frú forseti,
sem fjallar um líf og störf Vigdísar
Finnbogadóttur, verður frumflutt á
laugardaginn kemur, 23. október kl.
20 í konsertuppfærslu í Grafarvogs-
kirkju.
Alexandra er alin upp í Rússlandi
og Úkraínu þar sem það þótti ótrú-
legt að kona gæti orðið forseti. „Það
var nokkuð sem manni datt ekki í
hug að væri hægt. Þannig var það
svo sterkt þegar ég flutti til Íslands
árið 2003 og frétti að Vigdís varð
fyrst kvenna í heiminum forseti.
Þetta heillaði mig rosalega. Íslensk-
ar konur eru líka svo hrifnar af Vig-
dísi, hún er mikil fyrirmynd.“
Ellefu árum síðar kviknaði þessi
hugmynd að óperunni. Hún lagðist í
mikla rannsóknarvinnu og kynnti
sér Vigdísi og sögu hennar vel. „Ég
er búin að lesa mér til bæði um Vig-
dísi og líka þennan tíma. Ég keypti
bókina um Vigdísi, Kona verður for-
seti eftir Pál Valsson. Hún var líka
með fyrirlestur þar sem ég var við-
stödd og svo hef ég séð viðtöl við
hana í sjónvarpinu og í tímaritum.
Fyrir sjö árum var ég orðin nógu
góð í íslensku til þess að geta skilið
þetta allt saman.“
Klár, sterk og hógvær
Alexöndru finnst hún vera farin að
þekkja Vigdísi vel eftir að hafa lesið
sér mikið til um hana.
„Hún hefur heillað mig alveg upp
úr skónum sem manneskja. Hún
skarar fram úr í öllu, hún er mjög
klár og með miklar hugsjónir en er
líka svo hógvær. Hún er líka mjög
sterk og ég skil alveg af hverju ís-
lenskar konur skoruðu á hana að
fara í framboð.“
Þótt óperan fjalli um Vigdísi og
lífshlaup hennar koma ýmsar aðrar
persónur við sögu. Í fyrsta þætti
segir til dæmis frá þeim áhrifum
sem Vigdís varð fyrir í æsku frá Þor-
valdi afa sínum. Móðir Vigdísar var
henni líka stór fyrirmynd. „Hún var
hjúkrunarkona og formaður félags
hjúkrunarkvenna. Hún var sterk
baráttukona líka. Og pabbinn er
þarna líka, prófessorinn Finnbogi.“
Í öðrum þætti verksins segir frá
ferðum Vigdísar til Frakklands,
frönskukennslu hennar í sjónvarp-
inu og því þegar hana langaði að
ættleiða barn. Alexandra komst að
því þegar hún las ævisögu Vigdísar
að hún hefði verið fyrsta einstæða
foreldrið til þess að ættleiða á Ís-
landi. Henni hafi fyrst verið neitað
um það en hún hafi ekki gefist upp
og að lokum fengið leyfi til þess.
„Hún fékk þetta símtal um að hún
fengi að verða mamma, það var ham-
ingjuríkasti dagurinn hjá henni.
Þetta var hennar draumur. Það
kemur fram í mörgum viðtölum að
þetta var það sem hana langaði mest
af öllu. Hún fékk þessa yndislegu
dóttur, Ástríði,“ segir Alexandra.
„Svo kemur að því að hún verður
leikhússtjóri og allir urðu hissa þeg-
ar leikhússtjóri kemur með barna-
vagn. Hún gerði mjög mikið fyrir
leiklistina og leiklistarfólk og hún
fékk líka mikinn stuðning frá því. Í
þriðja þætti verður hún forseti.
Þarna kemur kór sem syngur: „Góð-
an daginn, frú forseti“. Svo kemur
að þessari stóru fallegu stund.“
Garðar Cortes stjórnar
Alexandra semur sjálf tónlistina
og handritið en hefur nýtt til þess
ljóð ýmissa íslenskra skálda. „Það er
svo fallegt í óperunni að hafa þennan
íslenska flota ljóðskálda. Flest ljóðin
eru eftir Sigurð Ingólfsson, hann er
með doktorspróf í bókmenntum,
lærði við Sorbonne-háskóla í Frakk-
landi og er heillaður af sögunni um
Vigdísi. Svo eru þarna ljóð eftir Ástu
Björk Sveinbjörnsdóttur, sem er
ljóðskáld og líka kennari eins og
Vigdís var áður en hún varð leik-
hússtjóri. Svo eru ljóð frá Hannesi
Hafstein, fyrsta ráðherra Íslands,
sem var einn af fyrstu karlmönn-
unum hér sem studdu kvenréttindi.“
Auk þeirra má finna í óperunni ljóð
eftir Þórhall Barðason, Elísabetu
Þorgeirsdóttur og Alexöndru sjálfa.
Garðar Cortes sér um hljóm-
sveitarstjórn. „Ég er mjög þakklát
fyrir að stofnandi Íslensku óper-
unnar skuli stjórna þessari óperu.
Mér þykir mjög vænt um það og
hann segist vera mjög hrifinn af
verkinu og var það strax þegar ég
sendi honum það.“
Sópraninn Alexandra syngur sjálf
hlutverk Vigdísar. „Þótt ég hafi
sungið Violettu í La Traviata og
Gildu í Rigoletto og mörg önnur
hlutverk þá er þetta örugglega
stærsta hlutverk sem ég hef sungið,“
segir hún.
„Svo eru frábærir einsöngvarar
eins og Gissur Páll Gissurarson sem
syngur vin Vigdísar, Magnús Magn-
ússon, og Viðar Gunnarsson sem
syngur föður Vigdísar.“ Hún nefnir
einnig „baráttukonurnar fimm“ en
hlutverk þeirra syngja þær Ingi-
björg Aldís Ólafsdóttir, Hanna Þóra
Guðbrandsdóttir, Íris Sveinsdóttir,
Ingveldur Ýr Jónsdóttir og Elsa
Waage. „Þetta eru allt þekkt nöfn.“
Jóhann Smári Sævarsson, Gerður
Bolladóttir, Guðmundur Karl Ei-
ríksson og Linda Pálína Sigurðar-
dóttir fara einnig með hlutverk.
Tuttugu og tveggja manna hljóm-
sveit leikur undir, konsertmeistari
er Guðný Guðmundsdóttir og Einar
Bjartur Egilsson stýrir æfingum. Þá
taka Karlakór Grafarvogs, undir
stjórn Írisar Erlingsdóttur, og
Kvennakór Suðurnesja, undir stjórn
Dagnýjar Jónsdóttur, þátt í upp-
færslunni. „Ég held þetta sé góð
ópera hjá mér,“ segir Alexandra og
hlær.
„Fyrir sjö árum þegar ég var búin
að ákveða að semja óperuna, en áður
en ég fór alveg á flug, skrifaði ég
bréf til Vigdísar og svo talaði ég við
hana í síma til þess að biðja um leyfi.
Hún svaraði: „Já, auðvitað, Alex-
andra, listform á að lifa.“ Og þá
fannst mér þetta strax léttara.“
Þegar blaðamaður náði tali af
Alexöndru átti hún von á að fá Vig-
dísi í heimsókn á æfingu. „Hún er
svo indæl. Hún þekkir listafólkið og
þekkir mig og það sem ég hef gert
áður, eins og að stofna Óperu Skaga-
fjarðar,“ segir hún og minnist þess
þegar frú Vigdís var viðstödd fyrstu
sýningu Óperu Skagafjarðar á La
Traviata í Varmahlíð fyrir um fimm-
tán árum. „Mér þykir svo vænt um
það. Ég fæ á tilfinninguna að hún
treysti mér og mér þykir mjög vænt
um að hún treysti mér til þess að
setja líf sitt í þetta tónlistar- og leik-
listarform sem er okkur öllum
kært.“
Alexandra vonast til þess að geta
þýtt óperuna á rússnesku og jafnvel
fleiri tungumál, „svo konur og karlar
víða um heim geti heyrt söguna um
þessa mögnuðu konu“.
Ljósmynd/Jón Rúnar Hilmarsson
Ópera Tólf einsöngvarar, tuttugu og tveggja manna hljómsveit og tveir kórar taka þátt í uppfærslunni.
„Hún heillaði mig upp úr skónum“
- Óperan Góðan daginn, frú forseti frumsýnd á laugardag - Fjallar um ævi og störf frú Vigdísar
Finnbogadóttur - Alexandra Chernyshova, sópransöngkona og tónskáld, semur tónlist og handrit
Alexandra Chernyshova flutti til
Íslands árið 2003 og er nú bú-
sett í Njarðvík ásamt eigin-
manni sínum og þremur sonum
þeirra. Hún hefur starfað sem
söngkennari og kórstjóri, sam-
hliða því að syngja sjálf og
semja tónlist. Það er mikill
fengur að henni fyrir íslenskt
menningarlíf.
Alexandra hlaut menningar-
verðlaun Reykjanesbæjar, Súl-
una, fyrir framlag sitt til menn-
ingar í bæjarfélaginu í fyrra og
árið 2014 var hún valin í hóp
framúrskarandi ungra Íslend-
inga.
Hún varð nýlega í 1. sæti í al-
þjóðlegri tónskáldakeppni í
Moskvu fyrir tónsmíð sína úr ís-
lensku óperunni Skáldið og
biskupsdóttirin.
Fengur fyrir
Ísland
TÓNSKÁLDIÐ
Ljósmynd/Jón Rúnar Hilmarsson
Tónskáld Alexöndru langar að þýða óperuna á fleiri tungumál.