Morgunblaðið - 21.10.2021, Side 1
F I M M T U D A G U R 2 1. O K T Ó B E R 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 247. tölublað . 109. árgangur .
Hamborgarhryggur
Úrbeinaður
1.259KR/KG Hindber
125 g
419KR/PK
ÁÐUR: 599 KR/PK
Brómber
125 g
475KR/PK
ÁÐUR: 679 KR/PK
VERÐ-
SPRENGJA!
30%
AFSLÁTTUR
TILBOÐ GILDA 21.--24. OKTÓBER
FRÁBÆR TILBOÐ
Í NÆSTU NETTÓ
BÖRN ÆTTU
AÐ GETA SOFIÐ
LENGUR
KÓREÓGRAFÍSKT
SINFÓNÍSKT
SVIÐSVERK
DREYMDI UM
AÐ FLYTJA
TIL ÍSLANDS
AIÔN SÝNT Í KVÖLD 68 ŃÝR SENDIHERRA 22GEFUR RÁÐ UM SVEFN 12
_ Icelandair Group skilaði hagnaði
upp á tvo og hálfan milljarð króna á
þriðja fjórðungi þessa árs. Þetta
kemur fram í uppgjöri félagsins
sem verður kynnt á fjarfundi í dag.
Snorri Jak-
obsson, grein-
andi og eigandi
Jakobsson Capi-
tal, segir tekjur
félagsins hærri
en hann hefði bú-
ist við:
„Kostnaðar-
hlutföll voru á
móti örlítið óhag-
stæðari, en það
er líklega vegna
hærra olíuverðs. Horfur varðandi
næstu ársfjórðunga virðast auk
þess nokkuð góðar, salan hefur
gengið vel.“
Þetta er í fyrsta sinn í tvö ár sem
Icelandair Group skilar hagnaði.
Aukin sætanýting og umfangsmeiri
fraktflutningar leika þar stórt hlut-
verk. Í tilkynningu frá félaginu seg-
ir frá því að eftir fjölgun bókana á
fyrri hluta sumars hafi hægst á
þeim í ágúst og september vegna
útbreiðslu Delta-afbrigðisins. Bók-
unarstaðan hafi síðan batnað í kjöl-
far tilkynningar um opnun landa-
mæra Bandaríkjanna fyrir
bólusettum Evrópubúum. Þrátt
fyrir góðar horfur gæti áhrifa far-
aldursins enn, sem muni ásamt
hækkandi eldsneytisverði hafa
slæm áhrif á næsta uppgjör. »2
Góðar horfur hjá
Icelandair Group
Snorri
Jakobsson
_ Stjórn Sorpu hefur samþykkt að
ganga til samninga við Björn Hall-
dórsson, fyrrverandi fram-
kvæmdastjóra félagsins, en Björn
höfðaði skaðabótamál gegn Sorpu
eftir að honum var sagt upp störf-
um í byrjun síðasta árs.
Samkomulagið kveður á um að
Björn fái greidd laun í sex mánuði
til viðbótar við þá sex mánuði sem
samningur hans sagði til um og
hann hefur þegar fengið greidda.
Auk þess verði lögfræðikostnaður
upp á 1,5 milljónir króna greiddur.
Stefna Björns var þingfest í Hér-
aðsdómi Reykjavíkur í júní 2020 en
hann krafði Sorpu um skaðabætur
sem svaraði til fimm ára launa,
miskabóta og að réttindi vegna
námsleyfis yrðu gerð upp. Aðal-
meðferð átti að hefjast í byrjun
þessa mánaðar. Samkvæmt upplýs-
ingum blaðsins barst sáttaboð frá
Sorpu tveimur dögum áður en aðal-
meðferð átti að hefjast. »4
Sátt í skaðabóta-
máli gegn Sorpu
Viðgerðarmenn sinntu reglubundnu viðhaldi á
fjarskiptamastri við Þorlákshöfn í gær. Fjar-
skiptainnviðir á Íslandi hafa verið í sviðsljósinu
undanfarna daga. Heimildir Morgunblaðsins
herma að samkomulag franska fyrirtækisins
Ardian og Mílu, um kaup á hlut í fyrirtækinu, sé
nú á lokametrunum. Íslenskum lífeyrissjóðum
verði boðinn 20% hlutur til kaups, til móts við
80% hlut Ardian. »34
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Viðgerðir í
vetrargeislum
Hólmfríður María Ragnhildardóttir
hmr@mbl.is
Lengi hafa verið uppi getgátur um
viðveru norrænna manna í Norður-
Ameríku fyrir um þúsund árum. Nú
telja vísindamenn sig hafa sannað
búsetu þeirra á Nýfundnalandi, árið
1021.
Frá þessu er greint í rannsókn-
argrein sem birtist í vísindaritinu
Nature í gær.
Búseta norrænna manna í Norð-
ur-Ameríku fyrir komu Kólumbusar
hefur þótt nokkuð óumdeild en bæði
hefur ferðum yfir Atlantshafið verið
lýst í Íslendingasögunum og auk
þess hafa fornleifar á svæðinu stutt
þessa tilgátu.
Rannsökuðu timburleifar
Samt sem áður er enn mörgum
spurningum ósvarað í tengslum við
viðveru þeirra í Ameríku. Ein þeirra
hefur varðað tímasetninguna. Fram
til þessa hefur vísindamönnum ekki
tekist að sanna nákvæmlega hvenær
norrænir menn voru þar Greinin
sem birtist í gær markar því kafla-
skil í þeim efnum.
Niðurstöður rannsakenda eru
reistar á greiningu timburleifa sem
talið er nokkuð víst að hafi tilheyrt
norrænum mönnum á Nýfundna-
landi. Rannsakendur töldu sig geta
ákvarðað nákvæmt ártal þess er þeir
skáru út í viðinn, með því að rýna í og
gera rannsóknir á ákveðnum þáttum
í trjáhringjunum sem voru þar sjá-
anlegir.
„Við höfum undir höndum sönnun
fyrir því að norrænir menn hafi verið
í N-Ameríku árið 1021. Þessi tíma-
setning markar örugg tímamót í
sögu víkinga. Það sem er mikilvæg-
ara, er að þetta markar nýja tíma-
setningu um vitneskju Evrópubúa
um Ameríku, og táknar fyrsta
þekkta tímapunktinn sem vitað er til
þess að menn hafi farið umhverfis
hnöttinn,“ segir í greininni.
Náðu að staðfesta ártalið
- Vísindamenn telja sig hafa tímasett búsetu norrænna manna á Nýfundnalandi
Morgunblaðið/Einar Falur
Ameríka Fornleifasvæði L’Anse
aux Meadows á Nýfundnalandi.