Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.10.2021, Qupperneq 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.10.2021, Qupperneq 2
Hvað ertu að sýsla þessa dagana? Ég er á yfirsnúningi að undirbúa tónleikana sem verða á föstudaginn í Hörpu. Við erum búin að æfa í mánuð. Þetta er í fyrsta skipti sem ég held stórtónleika! Ég er rosalega spennt, en ég held samt að tilfinningarnar komi eft- ir á, eða uppi á sviði. Er mikil vinna að undirbúa svona stórtónleika? Já, sérstaklega af því að þetta verður stórt „show“; þetta eru ekki hefðbundnir tónleikar. Þetta líkist frekar leikhúsi og er kannski líkara leikriti en tónleikum. Ég má ekki segja of mikið því þetta á að koma á óvart og vera upplifun. Fólk má til dæmis ekki taka upp á símann sinn á þessari sýningu. Það á að vera 100% á staðnum að njóta. Af hverju viltu hafa tónleikana frekar eins og leikhús? Mér finnst svo gaman að sjá töfrana sem eru á leiksviði; og ég vil hafa sýninguna líka mikið fyrir augað. Nú hefurðu verið að leika í Rómeó og Júl- íu, hvernig hefur það verið? Rosalega gaman. Tónlistarheimurinn og leiklistar- heimurinn er svolítið líkur en það er meiri agi og stress í leikhúsi og meiri skuldbinding. Ég hef mik- inn áhuga á að fara meira út í leiklist í framtíðinni. Ætlarðu að spila ný lög á tónleik- unum? Já, það ætla ég að gera. Morgunblaðið/Eggert BRÍET ELFAR SITUR FYRIR SVÖRUM Upplifun Bríetar Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.10. 2021 Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995 Fljót, örugg og persónuleg þjónusta Allar almennar bílaviðgerðir Verið velkomin í sjónmælingu Hamraborg 10, Kópavogi, sími 554 3200 Opið virka daga 9.30–18, laugardaga 11-14 25 ára 1996-2021 Þ ar sem flestir lesendur Sunnudagsblaðsins eru komnir af léttasta skeiði, geri ég ráð fyrir, eru margir sem tengja við raunir þeirra sem miðaldra eru. Þið sem ekki gerið það þurfið ekki að lesa áfram. Ég hef lengi barist á móti því að vera miðaldra en held ég verði að játa mig sigraða og reyna frekar að fagna þessu lífsskeiði. Við miðaldra fólkið erum kannski ekki alltaf með nýjustu tæknina á okkar valdi, vitum ekki hver er heitasti rapparinn en við vitum okkar viti. Ef þú ert í vafa um hvort þú fallir í flokkinn, lestu áfram. Ég get svo sem bara séð þetta frá sjónarhóli kvenna, en svona veistu að þú ert miðaldra (kona) samkvæmt minni reynslu: Þú manst eftir því þegar það var ekkert sjónvarp á fimmtudögum. Þegar þú dvaldir sumarlangt í sveit var þar sveitasími, og já, það var hler- að. Þú manst eftir Húsinu á sléttunni og Dallas. Þú lærðir á tölvu eftir tvítugt. Þú áttir símboða. Þú lærðir á myndavél með filmu. Vinnufélagar þínir margir gætu hæglega verið börnin þín. Á föstudögum geturðu ekki beðið eftir að koma heim og horfa á sjónvarpið undir sæng. Þú vaknar hálfsjö um helgar þótt þú vildir sofa út. Þú sofnar yfir bíómyndum. Líka stundum í bíó. Roger Moore er þinn Bond. Eitt helsta tilhlökkunarefni lífsins er kaffibollinn að morgni dags. Þú skilur ekkert hvernig Twitter virkar. Þú ert nýlega búin að uppgötva nýjan takka á símanum. Að slökkva. Eftir bíó eða leikhús eru allir liðir stirðir. „Íþróttameiðsl“ gera vart við sig við minnstu áreynslu í ræktinni. Undarleg aukakíló laumast á líkamann, þrátt fyrir puðið í ræktinni. Þú færð sjokk þegar þú sérð mynd af þér því þú hélst þú værir miklu grennri. Það eru hár farin að vaxa út úr hökunni, enninu og nefinu. Þú skilur ekki alveg starfsheitið „áhrifavaldur“. Einu mennirnir á Tinder sem læka þig eru nánast komnir á elliheimili. Þér er alveg sama þótt öðrum finnst þú púkó. Þú notar orð eins og púkó, hosiló, sjarmerandi og lekker. Unglingarnir þínir rúlla reglulega augunum í návist þinni. Svona veistu að þú ert miðaldra Pistill Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is ’ Undarleg aukakíló laumast á líkamann. Þú færð sjokk þegar þú sérð mynd af þér því þú hélst þú værir miklu grennri. Edda Björgvinsdóttir Nei, og sé ekki fram á það einfald- lega vegna ofvinnu og ég er ekki komin með neina útþrá. SPURNING DAGSINS Ertu á leiðinni til útlanda? Hjörtur Sigbjörnsson Já, ég fer til Portúgals í janúar. Eyrún Sævarsdóttir Nei, ekki á næstunni. Ég er nýkom- in heim frá Spáni. Hrafnkell Þór Þórisson Nei. Það er ekki á döfinni vegna tímaleysis, vinnu og peningaleysis. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Ásdís Ásgeirsdóttir Tónleikar Bríetar verða föstudaginn 22. október klukkan 20.00 og 22.30 í Hörpu. Á sviðinu með Bríeti verða Rubin Pollock, Þorleifur Gaukur, Magnús Jóhann, Magn- ús Tryggvason og fleiri góðir gestir. Miðar fást á tix.is.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.