Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.10.2021, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.10.2021, Blaðsíða 6
VETTVANGUR 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.10. 2021 E f það er eitthvað sem við ættum að bera virðingu fyrir í pólitík þá er það að fylgja sannfæringu sinni. Það er það sem gott fólk gerir. Það tekur slagi sem geta komið því illa, berst af heilum hug fyrir málum sínum og lætur í sér heyra þegar því er misboðið. Stundum þarf nátt- úrlega að gera málamiðlanir en þegar það gerist er alltaf ljóst hvar það stendur. Það er meira að segja gert ráð fyrir því í stjórnarskránni að þingmaður eigi ekki að fylgja neinu nema sannfæringu sinni. Í hverju máli þarf hann að taka afstöðu eftir því sem honum finnst best og réttast að gera. Þó að við notum flokkakerfi til að safna saman fólki með svipuð lífsviðhorf, þá er ekki hægt að búast við því að mörk allra séu á sama stað. Þegar það gerist þá tölum við stundum um flokksaga, sem þykir ekki sérlega fínt en flestir gera sér grein fyrir að er stór hluti af stjórnmálamenningu okkar. Það á við í pólitík, eins og annars staðar, að við eigum ekki að láta hluti yfir okkur ganga sem við getum ekki sætt okkur við. Þannig hefur það orðið viðurkennd hegðun að segja sig úr flokki ef fólki mislíkar það sem gengur á. Sumir eru jafnvel svo elsku- legir að gefa út sérstakar tilkynningar þeg- ar það gerist. Þetta gerist líka á Alþingi. Eitthvað kem- ur upp sem þingmaður getur ekki sætt sig við og eina leiðin er að segja sig úr flokkn- um. Þá tekur gjarnan við tímabil þar sem viðkomandi er utan flokka, svona rétt á meðan sá er að finna sig og átta sig á því í hvaða hópi hann vill helst vera. Svo gerir fólk gjarnan upp hug sinn og finnur sér nýjan flokk. Bæði vegna þess að það er ansi einmanalegt að vera utan þingflokks og fólki finnst það kannski heldur áhrifalítið. Svo langar það kannski að bjóða sig aftur fram og það er býsna erfitt að láta kjósa sig á þing án þess að hafa einhvern flokk utan um sig. En það horfir óneitanlega svolítið und- arlegar við þegar frambjóðandinn Birgir Þórarinsson ákveður að fara í gegnum alla kosningabaráttuna undir merkjum Mið- flokksins, án þess að gera nokkra at- hugasemd við stefnuna, komast inn á þing og snúa svo við honum bakinu – og fara beint í annan flokk. Áður en búið er að end- urtelja í þriðja sinn. Það er eitthvað biblíu- legt við svoleiðis svik. Það voru 2.207 kjósendur í Suður- kjördæmi sem kusu Miðflokkinn. Það má al- veg gera ráð fyrir að flestir hafi verið að greiða flokknum atkvæði sitt frekar en Birgi sérstaklega, en það vill bara þannig til að Birgir var efstur og komst þannig á þing. Viðbrögðin hafa verið hressileg. Kannski sumpart af því að þetta er Mið- flokkurinn sem á í hlut. En þegar horft er á aðeins stærri mynd snýst þetta tiltekna mál í huga margra ekki um stefnumál, ósætti eða innra starf í flokki. Þetta snýst einfaldlega um það að þessi framkoma er ekki heiðarleg gagnvart kjósendum. Eigin- lega bæði þeim kjósendum sem kusu mann- inn og hinum, sem nú hafa fengið hann sem fulltrúa sinn, en kusu hann ekki og ætluðu sér aldrei að gera það. Ég get náttúrlega ekki dæmt um það hvernig Birgi hefur liðið í þessum félags- skap og hvað hafi farið í gegnum huga hans þegar hann tók þessa ákvörðun. En að gera þetta svona er eins og að gifta sig tvo daga í röð! Hvar sem fólk stendur í pólitík þá hljóta allir að sjá að þetta er ekki eðlileg hegðun. Fyrir Miðflokkinn er þetta svik og fyrir Sjálfstæðisflokkinn er þetta eins og að fá mark úr augljósri rangstöðu. Og eitthvað í mér segir að þetta verði ekki til þess að auka traust á stjórnmálum. ’ Ég get náttúrlega ekki dæmt um það hvernig Birgi hefur liðið í þessum félagsskap og hvað hafi farið í gegnum huga hans þegar hann tók þessa ákvörðun. En að gera þetta svona er eins og að gifta sig tvo daga í röð! Á meðan ég man Logi Bergmann logi@mbl.is Rangstöðumarkið R íkisstjórnin fjallaði í vikunni um stöðu heimsfaraldursins á Íslandi. Þegar fram líða stundir er líklegt að viðbrögðin hér á landi muni teljast hafa verið býsna góð í alþjóðlegum samanburði. Hér tókst að halda smitum í skefjum með- an bólusetningarátakið stóð í upphafi árs og heildarfjöldi andláta vegna sjúkdómsins er minni hér en annars staðar í Evrópu. Þó hefur legið fyrir um langa hríð að beinar afleiðingar faraldursins yrðu ekki eina mælistik- an á gæði viðbragðanna. Það hefur blasað við að vandasamt gæti orðið að vinda ofan af viðbrögðunum og koma samfélaginu aftur í eðlilegt horf. Linnulaus fréttaflutningur af sóttinni og harkalegar takmarkanir á frelsi og mannréttindum fólks í þágu sóttvarna hafa hvort tveggja tekið sinn toll. Nú er kominn tími til þess að stíga skrefið til fulls í þá átt að koma samfélaginu í eðlilegt horf, jafnvel þótt ekki sé hægt að tryggja að því felist engin áhætta. Nágrannaþjóðirnar Það hefur verið gleðilegt að fylgjast með því hvernig frændþjóðum okkar á Norðurlöndum hefur tekist að kom- ast út úr krísuástandi faraldursins og koma lífinu aftur í eðlilegt horf. Öll hin norrænu ríkin hafa afnumið inn- lendar sótt- varnaaðgerðir að nánast öllu leyti. Danir, sem voru fyrstir til þess að af- nema allar takmark- anir, kippa sér ekki upp við sveiflur í dag- legum smittölum, enda eru nú færri inniliggjandi þar en þegar aðgerð- unum var aflétt í byrjun september. Heildarhagsmunir Verkefni stjórnvalda á Íslandi er tölu- vert flóknara en það sem sóttvarna- yfirvöldum er falið. Stjórnvöldum ber að meta heildarhagsmuni samfélags- ins og geta ekki takmarkað útsýni sitt við smittölur vegna einstakra sjúk- dóma. Leggja þarf á vogarskálar hversu mikið er áunnið með þeim tak- mörkunum sem lagðar eru á sam- félagið og hversu miklu er fórnað. Þær fórnir eru ekki aðeins efnahags- legar, heldur snúa þær líka að marg- víslegum lífsgæðum og réttindum sem ekki er auðvelt að leggja töl- fræðilega mælistiku á. Hvers virði er að lifa án þess að vera undir stöðugri áminningu um tilteknar hættur og sjúkdóma? Hvers virði er að hafa möguleika til þess að ferðast? Hvers virði er frelsi frá afskiptum stjórn- valda í daglegu lífi? Þær takmarkanir sem nú eru í gildi innanlands eru vissulega minni en áð- ur. Þar að auki er áberandi að fylgi- spekt fólks við reglur, svo sem eins og að bera rétt grímur á viðburðum, hef- ur minnkað verulega. Engu að síður er það skerðing á lífsgæðum til dæmis ungs fólks að þurfa að gangast undir hraðpróf til að geta sótt skólaböll. Það felst kostnaður og fyrirhöfn í hólfa- skiptingu á viðburði, og takmarkanir á afgreiðslutíma veitingastaða hafa umtalsverð áhrif á líf og lífsgæði fjölda fólks, einkum ungs fólks. Kostnaður við aðgerðir á landamær- um er sömuleiðis mikill. Allt eru þetta fórnir og frávik frá þeim mannrétt- indum, frelsi og lífsgleði sem við vilj- um að einkenni okkar góða samfélag. Skyldur stjórnvalda Í þessari viku hafa fjórir legið á sjúkrahúsi vegna Covid-19. Það er viðbúið að fleiri muni þurfa að leggj- ast inn og að álag geti orðið ef smitum fjölgar. Til viðbótar gera flest lönd ráð fyrir að inflúensa og aðrar um- gangspestir geti reynst skæðari en venjulega í ár. Ástæðan er fyrst og fremst sú að sóttvarnaaðgerðir vegna Covid-19 drógu vitaskuld úr dreifingu annarra sjúkdóma líka. Það mun því ekki saka að fólk viðhaldi ýmsum góð- um venjum í vetur, eins og að ástunda handþvott og fara gætilega í um- gengni við aðra þegar einkenni kvef- pesta og flensu gera vart við sig. Þá verður seint lögð næg áhersla á að fólk ástundi heilbrigðan lífs- stíl og dragi þar með úr líkum á alvarlegum veikindum, en það er vitaskuld undir hverjum og einum komið. Það kemur hins vegar ekki til greina í mínum huga að Íslendingar þurfi að sætta sig við að álag á heil- brigðiskerfið, af ýmsum ástæðum, sé notað sem réttlæting fyrir viðvarandi skerðingu á réttindum og athafna- frelsi. Þótt sóttvarnasjónarmið séu mikilvæg og bráðnauðsynlegt sé að efla viðnámsþrótt heilbrigðiskerfisins, þá er það skylda stjórnvalda á Íslandi að standa vörð um almenn lífsgæði, efnahagslíf og menningu. Til þess þurfum við að hafa hugrekki til þess að lifa með þeim áhættum sem óhjá- kvæmilegar eru í mannlegu sam- félagi. Stjórnvöld þurftu í einhverjum skilningi að fá frelsi fólks að láni. Það kom hins vegar aldrei annað til greina en að skila því aftur til réttmætra handhafa, fólksins sjálfs. Morgunblaðið/Unnur Karen Tímabært að stíga skrefið til fulls Úr ólíkum áttum Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir thordiskolbrun@anr.is ’ Stjórnvöld þurftu í einhverjum skilningi að fá frelsi fólks að láni. Það kom hins vegar aldrei annað til greina en að skila því aftur til réttmætra handhafa, fólksins sjálfs. Höfundur segir að við þurfum að hafa hugrekki til að lifa með óhjákvæmileg- um áhættum. Kaja organic, Kalmansvellir 3, kajaorganic.com, kajaorganic@gmail.com Sölustaðir: Hagkaup, Nettó, Heilsuhúsin, Veganbúðin, Fiskkompaní Akureyri & Matarbúr Kaju Akranesi

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.