Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.10.2021, Side 10
VIÐTAL
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.10. 2021
enga stefnu í geimferðum,“ segir Daniel sem
telur löngu tímabært að íslensk stjórnvöld fari
að vinna markvisst að því að kynna Ísland sem
hentugan stað fyrir geimrannsóknir. Af því
geti hlotist beinn fjárhagslegur ávinningur
fyrir utan þau jákvæðu áhrif sem slíkt sam-
starf hefði í fræðasamfélaginu og fyrir kynn-
ingu á Íslandi sem spennandi áfangastað.
Prófuðu geimbúninga á Íslandi
Áhugi Daniels á geimrannsóknum jókst og
hafði hann samband við Michael Lye, pró-
fessor við hönnunarskólann í Rhode Island.
Tilefnið var að Lye hafði leitt þróun hermis
sem notaður var til að þjálfa geimfara að at-
hafna sig við aðstæður líkar þeim sem við má
búast á tunglinu. Lye sýndi því strax áhuga að
koma til Íslands og kom hann með teymi sem
gerði tilraunir með þennan hermi á Íslandi.
Meðal annarra verkefna Geimvísindastofn-
unar Íslands var samstarf við finnska gervi-
hnattafyrirtækið ICEYE og vísindamenn við
Háskóla Íslands og Veðurstofu Íslands um
rannsóknir á eldgosinu í Fagradalsfjalli. Að
sögn Daniels byrjaði gervihnöttur að mynda
svæðið nokkrum vikum áður en eldgosið hófst
19. mars síðastliðinn og hafi uppgaf gossins því
verið kortlagt í rauntíma. Grænlitaða myndin
hér fyrir ofan er tekin með gervitungli ICEYE
og má þar sjá gígopið og Langahrygg. Daniel
og samstarfsmenn hans kynntu rannsóknirnar
á Hringborði norðurslóða í fyrradag, föstudag.
Ísland kjörið til geimrannsókna
Undanfarna mánuði hefur Geimvísindastofnun
Íslands tekið þátt í ýmsum verkefnum sem
miða að geimrannsóknum á Íslandi.
Stofnunin fundaði með fulltrúum banda-
ríska utanríkisráðuneytisins í júní en tilefnið
var að ráðuneytið bauð Íslendingum að taka
þátt í undirbúningi Artemis-áætlunarinnar.
Um er að ræða Artemis-samninginn, sem
NASA og bandaríska utanríkisráðuneytið áttu
frumkvæðið að, en meðal aðildarríkja eru Kan-
ada, Bretland, Brasilía og Suður-Kórea.
Að sögn Daniels er uppi sá misskilningur á
Íslandi að aðild að þessum samningi útiloki að-
ild Íslands að Evrópsku geimferðastofnuninni.
Þvert á móti geti þetta tvennt vel farið saman.
„Fulltrúar NASA og bandaríska utanríkis-
ráðuneytisins telja, líkt og við, að Ísland geti
gegnt mikilvægu strategísku hlutverki í geim-
rannsóknum í framtíðinni,“ segir Daniel.
Í júlí aðstoðaði Geimvísindastofnun Íslands
svo Mike Thorpe og teymi níu vísindamanna
hjá NASA/JSC við jarðfræðirannsóknir vegna
væntanlegra leiðangra til Mars. Ein myndin
hér fyrir ofan er tekin af Liz Rampe við Sand-
vatn en hún er, að sögn Daniels, hátt settur
vísindamaður í Marsfræðum hjá NASA. Verk-
efnið er skammstafað DIGMARS á ensku.
Í ágúst hóf Geimvísindastofnun Íslands svo
samstarf við prófessor Michael Lye og sam-
starfsmenn hans vegna tilrauna með nýja út-
gáfu af áðurnefndum hermi sem fóru meðal
annars fram í hraunhellum og við jökla og á
svörtum basaltsöndum. Var ætlunin að hafa
aðstæður sem líkastar tunglinu og Mars.
Tunglgöngur aftur á dagskrá
Sem áður segir stefnir NASA á mannaðan
leiðangur til tunglsins á næstu árum.
Markmið NASA er að byggja upp híbýli
fyrir geimfara – eins konar tunglþorp – svo
þeir geti dvalist þar í lengri tíma. Frumdrög að
slíkum híbýlum má sjá hér fyrir ofan.
Við þá uppbyggingu verða þjarkar notaðir
til að byggja og tengja saman innviði svo þeir
verði til staðar þegar geimfararnir koma.
Daniel segir að við þessa uppbyggingu verði
til ný tækni og kunnátta sem muni skapa mikil
tækifæri hér á jörðinni, rétt eins og geimferða-
áætlunin hafi á sínum tíma alið af sér gervi-
hnetti, GPS-tækni og smáratæknina sem skóp
Kísildalinn og upplýsingabyltinguna.
Áhugasamir geta fundið mikinn fróðleik um
þessi áhrif geimrannsókna á iðnþróun síðustu
áratuga með því að fara á vefsíðuna spin-
off.nasa.gov en þar eru talin á þriðja þúsund
dæmi um afurðir geimferðaáætlunarinnar.
Með því að þróa tækni til að lifa af á tunglinu
telur Daniel að mannkynið muni finna leiðir til
nýta betur orku og auðlindir hér á jörðu. Það
geti reynst mikilvægt við verndun lífríkisins,
geti stuðlað að sjálfbærri þróun og alið af sér
tækninýjungar á hinum ýmsum sviðum.
Síðar á öldinni verði tæknin notuð við upp-
byggingu á Mars en yfirlýst markmið NASA
með Artemis-áætluninni er að þróa tækni sem
nýtist síðar til mannaðs leiðangurs til Mars.
Rætt er um að það taki sjö til níu mánuði að
fljúga til Mars með núverandi tækni en tíminn
fer meðal annars eftir afstöðu reikistjarnanna.
Það er langur tími fyrir geimfara, í ljósi
geimgeislunar og annarra áhættuþátta, og
þróar NASA tækni til að stytta ferðatímann.
Vildi koma aftur til Íslands
Daniel rifjar upp að geimfarar Apollo-
áætlunarinnar hafi æft tunglgöngur á Íslandi.
Það hafi verið honum mikill heiður að hitta
Jasmin Moghbeli, einn geimfaranna í
Artemis-áætluninni, á Íslandi, og Scott
Wray, sem þjálfar geimfarana, en leiðir
þeirra og áðurnefnds Michael Lye hafi legið
saman í lok ágúst. Hópurinn hafi verið
ánægður með dvölina á Íslandi og lýst yfir
áhuga á að halda áfram þjálfun fyrir Arte-
mis-áætlunina á Íslandi. Umrædd Moghbeli
gæti orðið fyrsta konan í sögunni sem stígur
fæti á annan himinhnött en níu konur eru í
geimfarahópi Artemis-áætlunarinnar.
Daniel segir Ísland kjörinn stað til undir-
búnings geimrannsókna en henti vegna veð-
urs ekki jafn vel til geimskota. Með því að
taka þátt í geimrannsóknum geti Íslendingar
notið ávaxta tækniþróunar og skotið fleiri
stoðum undir íslenskt hagkerfi.
Kílóið kostar 22 milljónir króna
Bæði SpaceX, fyrirtæki Elon Musks, og Blue
Origin, fyrirtæki Jeff Bezos, stofnanda Ama-
zon, hafa smíðað sjálfstýrðar eldflaugar sem
geta lent með nákvæmni aftur á jörðu niðri.
Þar með talið á drónaflekum (SpaceX) sem
sigla svo með eldflaugarnar í heimahöfn.
Slík endurnýting dregur úr kostnaði við
geimferðir – rætt hefur verið um að það kosti
28 milljónir króna að flytja kíló af varningi á
tunglið – en Musk hefur rætt um að nota
hverja flaug hundrað sinnum. Með því
lækkar stofnkostnaður við hvert geimskot.
Með lægri kostnaði er ætlunin að auka
tíðni geimskota og draga verulega úr þeim
mikla kostnaði sem hljótast mun af því að
byggja fyrstu bækistöðina á öðrum hnetti.
Aflvaki tækniþróunar
Þessi áskorun, að byggja varanlega bækistöð
á tunglinu, kallar á aðrar lausnir en þróaðar
voru í geimferðakapphlaupinu og verða
þjarkar og lærdómsvélar í lykilhlutverki við
uppbyggingu svo fjarri jörðu.
Þessar frumgerðir munu svo þróast og
munu arftakar þessara véla hugsanlega reisa
bækistöðvar á Mars og á smástirnum.
Þjarkaiðnaðurinn gæti orðið ein stærsta
iðngrein næstu áratuga og mun hann og
þróun gervigreindar verða ómissandi við
landvinninga mannkyns meðal stjarnanna.
Hugmynd ICON3D/BIG að híbýlum fyrir tunglfara. Þróa á nýja byggingartækni fyrir tunglþorp.
Teikning/ICON3D/BIG
Horft til jarðar. Frumdrög að tunglþorpi. Slík híbýli eru sögð kalla á nýja byggingartækni.
Teikning/ICON3D/BIG
’
Samtímis við-
ræðum okkar við
Evrópsku geimferða-
stofnunina hófum við
samtal við vísinda-
menn hjá NASA sem
leiddi til samstarfs um
rannsóknaleiðangra á
Íslandi.
Innanrými híbýla sem eru jafnframt á teikningunni til vinstri.
Teikning/Michael Lye/Rhode Island School of Design
Loftmynd af gígnum í Geldingadölum sem er fyrir miðri mynd.
Gervihnattamynd/ICEYE
Vísindamenn hafa gert tilraunir með nýja geimbúninga á Íslandi.
Ljósmynd/Daniel Leeb
Hugmynd að híbýlum við suðurpól tunglsins en þar gæti leynst ís.
Teikning/Michael Lye/Rhode Island School of Design
Vísindamaðurinn Liz Rampe hjá NASA tekur sýni við Sandvatn.
Ljósmynd/Daniel Leeb