Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.10.2021, Side 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.10.2021, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.10. 2021 H eimurinn er sem hála gler sagði í þjóðkvæðinu og það má til sanns vegar færa, þótt iðulega sé það líklega í annarri merk- ingu en lesa má úr ljóðlínunum þeim. Það er vel þekkt úr heimi frétta og fjölmiðla að „góðu fréttirnar“ fá ekki endilega uppslátt á borð við hinar, þær sem bera með sér ótíðindi í einhverri mynd, jafnvel skelfingu, ógn og glæpi, með öllum þeim ömurlegu afleiðingum sem slíku fylgir og er þá eins víst að þeir verði verst úti sem ekkert hafa til saka unnið, eins og dæmi sanna. Svo eru atburðir til sem þykja reglubundnir og þótt þeim tilheyri vissulega margvíslegur voði og hafi lengi gert, þá telst það sem komið er í vana varla lengur til tíðinda, að minnsta kosti ekki svo að verð- skuldi uppslátt eða dramatíska útleggingu hinna ýmsu fjölmiðla. Og því fjær sem slík atvik eru dregur hraðar úr uppslætti og fréttirnar gufa upp. Þingmaður myrtur Nýlegar fréttir eru um breskan þingmann, David Amess, sem mættur var í sitt kjördæmi til að hitta kjósendur sína þar, en langflestir í hópi breskra þing- manna sinna þeim þætti vel. Amess þingmanni hefur haldist vel og lengi á sínu þingsæti, stundum þvert á kosningaspár og hefur hann þó hvergi forðast um- fram aðra að viðra sjónarmið sín og skoðanir og eru sum sjónarmið hans óðara flokkuð sem vond og jafn- vel óboðleg hjá þeim sem sjálfir hafa útskrifað sig með meistarapróf í svoleiðis flokkun. Amess var ákafur andstæðingur veru Breta í ESB. Hann beitti sér mjög í dýraverndarmálum og barðist ákaft gegn „refaveiðisporti“ en ýmsir stuðningsmenn flokks hans líta á þann þátt sem næsta heilagan. Hann beitti sér mjög gegn því að farið væri offari í fóstureyðingum og var ákafur stuðningsmaður Ísr- aels. Hann hafði samþykkt að Bretland tæki þátt í árásinni á Írak, en taldi fljótlega að hann og aðrir hefðu verið blekktir til slíks stuðnings með fullyrð- ingum um að Saddam réði yfir kjarnorkuvopnum. Hann lagðist hart gegn árásum á Sýrland sem David Cameron forsætisráðherra hans studdi. Og hann var tregur til að samþykkja hjónaband samkynhneigðra, og var harkalega gagnrýndur opinberlega fyrir það, meðal annars af dóttur sinni. Fordæmin til Þessi atburður nú minnti strax á morðið á Jo Cox fyrir fáeinum árum, en hún var þingmaður Verka- mannaflokksins. Þingmanninum sem nú féll fyrir hendi morðingja sem stakk hann margoft með hnífi hafði verið mjög brugðið vegna árásarinnar á Jo Cox, sem hafði verið þingmaður um skamma hríð og því ekki sankað andstæðingum að sér. Enn hefur ekki fengist skynsamleg skýring á árásinni á Cox. Amess þingmaður hafði rætt það opinberlega að þingmenn þyrftu að bæta öryggi sitt með því sem þeir sjálfir gætu gert, þótt það væri takmarkað. Þeir reyndu að taka ekki einir á móti fólki í viðtöl, bættu læsingar á starfsstöðvum sínum og fleira í þeim dúr, en við blasir að slíkt dugar skammt gegn eindregnum brotavilja. Amess þótti þær þó betri en ekki, en viðurkenndi að þær gætu vakið falskt öryggi. Nærri höggvið Það er auðvitað ekki vinnandi vegur að veita almenn- um þingmönnum vernd fyrir öllum hugsanlegum árásum af þessu tagi. Þingmenn í bresku neðri deild- inni eru á sjöunda hundrað og við þann fjölda bætast fulltrúar í lávarðadeildinni. Yfirvöld hvarvetna í heiminum reyna að tryggja lágmarksöryggi kjörinna fulltrúa, en hljóta þó einkum að einbeita sér að þeim sem mesta athygli fá, enda vitað að áhættan fer mjög vaxandi með henni. Það er reyndar athyglisvert að í þriggja alda sögu embættis forsætisráðherra Breta (Robert Walpole, fyrsti forsætisráðherrann, tók við sínu embætti árið 1721) hefur aðeins einn þeirra 55 verið myrtur í starfi, en 4 forsetar Bandaríkjanna af 46 hafa hlotið þau örlög. Sá eini sem féll fyrir morðingja hendi er ekki í hópi þekktustu forsætisráðherra í breskri sögu og má reyndar segja að morðárásin hafi kannski helst tryggt „stöðu hans“ í sögunni. Spencer Perceval var myrtur í þinghúsinu sjálfu, fimmtugur að aldri. Morðinginn var John Bell- Höggin stærri áður en aldrei lát Reykjavíkurbréf15.10.21

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.