Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.10.2021, Síða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.10.2021, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.10. 2021 LESBÓK GÆFA Richie Faulkner, gítarleikari málmbandsins Judas Priest, er á batavegi eftir að hafa undirgengist tíu klukkustunda hjartaaðgerð eftir að ósæð gaf sig á dögunum. Faulkner kenndi sér meins undir lok tónleika Priest á Louder Than Life-hátíðinni í Louisville en kláraði efnisskrána áður en hann var eindregið hvattur til að leita læknis. Hann fann fyrir svima og vanlíðan í lokalaginu, Painkiller, og miklum verk á leið niður af sviðinu og talið er að þá hafi æðin rofnað. „Hefði efnisskráin verið að- eins lengri er ég ekki viss um að ég hefði komið niður af sviðinu. Því meira sem ég les um þetta þeim mun ótrú- legra. Það er lygilegt að ég hafi komist lifandi á spít- alann. Ég átta mig ekki á því hvers vegna ég er enn þá hér í dag,“ sagði hann í netspjalli við blaðamenn. Heppinn að vera á lífi AFP HEPPIN Nita Strauss, gítarleikari Alice Coopers, slapp ómeidd á dög- unum þegar hún fékk brot úr staf söngv- arans í höfuðið strax í fyrsta lagi á tón- leikum í Norður-Karólínu. Svo sem menn þekkja lemur Cooperinn staf sínum ótt og títt í gólfið og ekki vildi betur til í þetta skiptið en að hann brotnaði. Létt var yfir Strauss á Instagram eftir tónleikana, þar sem hún sagði Cooper hafa lofað sér að hún myndi sjá heiminn, fá greitt og þurfa á saumum að halda, þegar hún gekk til liðs við hann 2014. „Hann gleymdi hins vegar að nefna að ég gæti verið stungin í heilann af fljúgandi stafbroti. En enginn skaði skeður.“ Fékk fljúgandi stafbrot í höfuðið á sviði Nita Strauss er frænka Johanns gamla Strauss. AFP Hinn geðþekki Robert Trujillo. Súrrealískt augnablik UNDRUN Bassaleikarinn Robert Trujillo rifjaði upp í skemmtilegu viðtali við útvarpsstöðina SiriusXM á dögunum hvernig tilfinning það var að standa í fyrsta skipti á risa- sviði á íþróttaleikvangi. Hann var þá að hita upp fyrir þrassgoðin í Anthrax með bandi sínu Suicidal Tendencies. „Orkan var ótrúleg. Ég hafði aldrei kynnst öðru eins og fór eiginlega bara að hlæja; hugs- aði með mér: Þetta er súrrealískt augnablik. Maður elst upp við að spila á lúftgítar og síðan er maður skyndilega kominn á svið frammi fyrir þúsundum aðdáenda sem fíla tónlistina manns í strimla,“ sagði Trujillo – sem átti eftir að sjá það mun stærra síðar, með Metallica. J ulie, ungur hjúkrunarfræðinemi, leigir herbergi á stóru sveitasetri með gotnesku ívafi í Frakklandi hjá vingjarnlegri eldri konu, Eliza- beth, sem veit fátt skemmtilegra en að klæða sig upp og henda í sjálfan enska þjóðarréttinn steikar- og nýrnaböku. Allt gengur vel til að byrja með en tvær grímur renna á Julie þegar Elizabeth fer að tala um að eiginmanni hennar, Victor, þyki notalegt að hafa hana í húsinu og hafi haft sérstakt yndi af því þegar leigj- andinn prófaði hattinn hans – svo lítið bar á. Það væri svo sem ekki í frásög- ur færandi ef ekki væri fyrir þær sak- ir að Victor hrökk upp af árið 1999. Elizabeth virðist ekki í minnsta vafa um að Victor sé enn á lífi og heldur uppi hrókasamræðum við fötin hans, eins og ekkert sé sjálfsagðara. Í fyrstu lætur Julie sér þetta í léttu rúmi liggja en smám saman fer hug- myndin um Victor að sækja að henni enda fer hún í auknum mæli að finna fyrir návist hans, eins og ekkjan. Undarlegir hlutir fara að gerast og vinir Julie hvetja hana óspart til að flytja út úr húsinu – en er það þá um seinan? Synd væri að segja að gamli góði spennutryllirinn sé í tísku í seinni tíð og þess vegna fagna ugglaust margir frönsku kvikmyndinni The Lodger (f. Messe Basse) en hún verður aðgengi- leg á stafrænum miðlum og gamla Látnir hafa orðið Breska leikkonan Jacqueline Bisset er enn í fullu fjöri, 77 ára, og fer mikinn í nýjum frönskum spennutrylli, The Lodger, þar sem hún blandar geði við lifandi fólk jafnt sem framliðna. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Bisset ásamt ítölsku leikkonunni Valentina Cortese á Cannes-kvikmyndahátíð- inni vorið 1973. Hún naut mikilla vinsælda og lék í þremur myndum það ár. AFP Alice Isaaz, sem leikur hitt aðalhlutverkið í The Lodger, er þrítug frönsk leikkona. Fædd í þeirri ágætu borg Bordeaux um hásumar 1991. Hún hóf feril sinn í sjónvarpsþáttum fyrir áratug en hefur einnig leikið í nokkrum kvikmyndum, mest heima í Frakklandi. Má þar nefna Fiston, La Crème de la crème, þar sem hún var tilnefnd til Lumières-verðlaunanna sem efnilegasta leikkonan, og Les Yeux jaunes des cro- codiles, en hún hlaut verðlaun sem besta nýja leikkonan á Cabourg-kvikmyndahátíðinni fyrir frammistöðu sína í henni. Isaaz var einnig í smærra hlutverki í hinum vinsæla spennu- trylli Pauls Verhoevens Elle sem hlaut glimrandi dóma árið 2016. Isabelle Huppert fór þar á kostum, eins og menn muna. Næstu myndir Isaaz verða Une belle co- urse og Couleurs de l’incendie en auk þess leikur hún nú í smáseríunni Notre- Dame, la Part du feu sem líklega verður sýnd á næsta ári. Mest leikið heima í Frakklandi Alice Isaaz er elsk að hundum. Richie Faulk- ner er ekki nema 41 árs. Stigar og tröppur í mjög góðu úrvali Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.