Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.10.2021, Page 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.10.2021, Page 17
ingham. Sá hafði verið settur í rússneskt skuldafang- elsi. Eftir að hann var látinn laus eftir 5 ára vist og komst aftur heim til Englands varð hann heltekinn af því að hann ætti rétt á bótum vegna þessara atburða í Rússlandi og það úr hendi breska ríkisins og hafði hann rekið þau erindi við ýmsa ráðherra, þar á meðal Perceval forsætisráðherra. Þegar ráðherrann var rétt kominn inn í „lobby“ þinghússins, hinn 11. maí 1812, vatt Bellingham sér að honum, lyfti skambyssu sinni og skaut og lést forsætisráðherrann samstundis. Perceval-hjónin áttu 12 börn saman. Hann var tal- inn gegn og góðviljaður og reyndar álitinn sá af for- sætisráðherrunum 55 sem hefði verið hvað fátæk- astur er hann gegndi embættinu. (Ramsey Macdonald gæti þó keppt um þann titil.) En Spencer Perceval var einnig þekktur fyrir eindæma persónu- legt örlæti sitt, sem þótti þó í öfugu hlutfalli við fjár- hagslega getu hans. Á þessum árum var „réttlætið“ ekki að tvínóna við verkefni sín. Réttað var yfir John Bellingham hinn 15. maí. Kviðdómur tók sér 10 mín- útur til að ákvarða sekt hans og var hinn dæmdi tek- inn af lífi tveimur dögum síðar. Hann sá ekki eftir neinu og var sannfærður um réttmæti gjörðar sinnar. Fleiri á ferð og munaði oft litlu En það munaði sáralitlu að hryðjuverkamönnum tæk- ist að ganga frá öðrum forsætisráðherra, sjálfri Mar- gréti Thatcher. Þar var IRA á ferðinni árið 1984, en frúin hafði lengi verið efst á lista hryðjuverkasamtak- anna. Það var hrein tilviljun að Thatcher slapp. All- margir létust í árásinni, þar á meðal þingmaður Íhaldsflokksins, og yfir 30 særðust, sumir mjög illa. John Major slapp síðar og var þá tiltölulega nýlega tekinn við embætti forsætisráðherra þegar nærri sjö- tíu kílóa sprengja af þremur slíkum sem beint var að Downingstræti 10 lenti í garðinum þar árið 1991. Sprengjuheldir gluggar vernduðu ríkisstjórnina fyrir þessari árás IRA. Munu margir skrópa? Bretar hafa um fleira að hugsa. Þeir óttast að helstu stórmenni muni ekki láta sjá sig á fundi um mann- gerða veðrið í Glasgow, sem átti að verða rós í hnappagat forsætisráðherrans og ekki síst frúar hans. Eins og mál standa er Biden enn væntanlegur og ekki er líklegt að hann tylli sér á tá fyrir fjölmiðla- menn eins og komið er fyrir honum í slíkum málum. Sennilega munu leiðtogar Indlands, Kína, Brasilíu og fleiri smáríkja ekki endilega koma og Pútín hefur ekki enn veitt endanlegt svar. Ekkert þessara landa ætlar að blanda sér í manngerða veðrið fyrr en eftir nokkra áratugi, og þar með veit enginn hvort nokkuð verður úr. En sem betur fer hafa íslensk yfirvöld tilkynnt að ASÍ hafi bent þeim á í auglýsingum sínum fyrir kosn- ingar að hér „sé nóg til“ og Íslendingar gætu því hent nokkrum tugum milljarða á bálið. Jafnvel ef satt er, að rosalega mikið sé til, þá er ekki víst að ríkissjóður Íslands geti vegið upp núll-afstöðu Kína, Rússlands, Indlands, Brasilíu og annarra ríkja Suður-Ameríku, Afríku og fleiri smábletta heimsins í nokkra næstu áratugi. Í ferkílómetrum talið mundi sterk afstaða suðurskautsins, með öllum sínum skattgreiðendum þar, Grænlands, Jan Mayen og Kanada þó óneitan- lega gera stöðuna meira sannfærandi. Voða mikið til – í þessu Ef marka mátti umræður í Kastljósi í vikunni má alls ekki gefa sér að Landspítalinn geti ráðið við það ef fleiri en 4-5 sjúklingar leggjast þar inn óvænt í erind- um kórónuveirunnar. Einhvern veginn hljómar það alls ekki eins og nóg sé til þar. En á móti kemur að starfsmaður á Landspítala, sem óvænt sagði upp sjálfur óumbeðinn, fær að halda launum sínum, og þeim í hærri kantinum sem þar þekkjast, óskertum á þriðja ár. Það bendir óneitan- lega til að miklu meira en nóg sé til. Er ekki örugglega allt í lagi? Morgunblaðið/Árni Sæberg ’ Amess þingmaður hafði rætt það opin- berlega að þingmenn þyrftu að bæta ör- yggi sitt með því sem þeir sjálfir gætu gert, þótt það væri takmarkað. Þeir reyndu að taka ekki einir á móti fólki í viðtöl, bættu læsingar á starfsstöðvum sínum og fleira í þeim dúr, en við blasir að slíkt dugar skammt gegn ein- dregnum brotavilja. 17.10. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.