Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.10.2021, Qupperneq 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.10.2021, Qupperneq 4
FRÉTTIR VIKUNNAR 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.10. 2021 Liðin helgi var mjög undirlögð af vistaskiptum þingmannsins Birgis Þórarinssonar, sem sagði skilið við Miðflokkinn og gekk í þingflokk sjálf- stæðismanna. Skiptar skoðanir voru um þá breytni svo örskömmu eftir kosningar. Kvennalandsliðið í handbolta sigraði öflugt lið Serbíu nokkuð óvænt í undankeppni HM. Undirbúningskjörbréfanefnd hélt áfram að hittast á opnum fundum, bæði til þess að fara yfir gagnaöflun og þau stjórnskipulegu álitaefni sem við blasa. Sagt er að tíminn líði hægar þar í fundarherberginu en annars staðar í sólkerfinu. Skiptar skoðanir eru annars á endur- talningu í Norðvesturkjördæmi og þar skiptast menn ekki endilega eftir flokkslínum, enda vafinn um hvaða frambjóðendur sömu flokka sleppa inn á þing fyrir kraftaverk jöfnunar- sætaútreiknings. Neytendur víða í Evrópu hafa orðið fyrir ýmsum skakkaföllum vegna að- fangavandræða í kjölfar kórónu- kreppu. Á Íslandi hefur hins vegar komið upp skortur á grænmeti vegna félagsverkfræðitilrauna stjórnvalda með tollvernd. Jarðfræðingar fylgjast grannt með Ljósufjallakerfinu á Snæfellsnesi, en þar hafa jarðskjálftar verið mun tíð- ari síðustu mánuði en mörg undan- farin ár. Síðast gaus þar á landnáms- öld. Ólíklegt þykir að titringurinn tengist eldvirkni á Reykjanesskaga. Tvíburabræðurnir og frjálsíþrótta- kapparnir Haukur og Örn Clausen voru útnefndir í Heiðurshöll ÍSÍ um liðna helgi. Þeir fæddust 1928 en lét- ust 2003 og 2008. . . . Aðrir bræður skrifuðu nöfn sín í íþróttasögu Íslands þegar þeir Andri Lucas og Sveinn Aron Guðjohnsen léku saman í landsleik á Laugardals- velli í undankeppni heimsmeistara- mótsins í fótbolta, þar sem Liechten- stein var sigrað 4:0. Þeir eru synir Eiðs Smára og sonarsynir Arnórs Guðjohnsen. Minningarskjöldur um leikskáldið Guðmund Kamban við heimili hans í Kaupmannahöfn var fjarlægður af húseigandanum, en enn er deilt um hvort hann hafi átt í samstarfi við hernámsyfirvöld nasista í Danmörku á stríðsárunum, en hann var skotinn til bana af andspyrnuhreyfingunni í stríðslok. Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild HÍ, kynnti undirbúnings- kjördæmanefnd þá skoðun sína að ágallar á framkvæmd kosninga þurfi að hafa áhrif á niðurstöðuna til þess að ógilding komi til greina. Jafnframt að leiði slíkir gallar í einu kjördæmi til uppkosningar, þá fari hún aðeins fram í því kjördæmi. Dómsmálaráðuneytið vill vera við öllu búið og hefur því hafið undirbúning uppkosninga ef til þeirra skyldi koma. Til þeirra skal enda boðað með eins skömmum fyrirvara og unnt er, mánaðar í mesta lagi. Ekki verður þó betur séð en að Pírat- ar séu til alls búnir, en kosninga- auglýsingar þeirra prýða enn stræt- isvagna á höfuðborgarsvæðinu, liðlega tveimur vikum eftir kosningar. Tekjur Strætó af þeim auglýsingum komu hins vegar ekki í veg fyrir að þar er spáð 450 milljóna króna tapi á árinu. Mest munar um að Strætó gerði ráð fyrir því að fá 900 milljónir króna frá ríkinu í Covid-styrk, en hann reyndist vera 120 milljónir. Orkukreppa í Evrópu er farin að leiða til lokunar kerskála álvera, sem styrkir stöðu íslenskra álvera, en ekki sakar að álverð hefur hækkað. Mikil ásókn hefur reynst vera í at- vinnulóðir í Hveragerði, sem m.a. er talið til marks um að framboð á hæfi- legum lóðum á höfuðborgarsvæðinu sé ekki nægt. Vandræði skólabarna í Fossvogi dragast á langinn, en verklok í hinum sundurmyglaða Fossvogsskóla hafa tafist um ár og hann verður ekki tilbúinn fyrr en árið 2023. Foreldrar barna í skólanum segja Reykjavíkur- borg hafa fyrirgert öllu trausti með tómlæti og undanbrögðum við með- ferð málsins. . . . Dr. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri varaði við höfrungahlaupi á vinnu- markaðnum, sem engum myndi koma til góða þegar upp væri staðið. Hann telur stórfellda uppbyggingu íbúðar- húsnæðis mun vænlegri leið til þess að bæta stöðu heimilanna. Sex landsliðsmenn hafa verið sakaðir um kynferðisbrot af einhverju tagi, en í lok liðins mánaðar sendi aðgerðahóp- urinn Öfgar fóboltasambandinu (KSÍ) tölvupóst með nöfnum þeirra og dag- setningum meintra brota. Landsliðs- þjálfaranum Arnari Þór Viðarssyni var meinað að velja viðkomandi í landsliðið í leik gegn Liechtenstein. Erna Bjarnadóttir, varaþingmaður Birgis Þórarinssonar, rauf fjögurra daga þögn sína og sagðist eftir allt saman ætla að vera áfram í Mið- flokknum. Áður var hún þess fýsandi að fara með Birgi í Sjálfstæðisflokk- inn en heyktist á því. Friðrik krónprins Danmerkur kom á einkaþotu til landsins til að sækja ráðstefnu um loftslagsmál. Hann fór til Bessastaða beint af flugvellinum og fékk sér í svanginn. Varðskipsmenn á Þór fengu það óvanalega verkefni að hirða upp 53 marsvínshræ úr Melavík á Strönd- um, en með þau var siglt út á rúmsjó þannig að straumar beri þau frá land- inu og hafið sjái um sína. Hinir landluktu Skorrdælingar vilja selja hlut sinn í Faxaflóahöfnum, en hann nemur 0,2216%. Settur forstjóri Landspítalans, Guð- laug Rakel Guðjónsdóttir, tekur undir áhyggjur starfsmanna um að óviðunandi ástand sé á bráðadeild spítalans, sem virðist í sífelldri og ávallt óvæntri lífshættu. Giftingum fækkaði um 14% í fyrra, sem bendir til þess að viðleitni sótt- varnayfirvalda um vernd og viðgang þjóðarinnar með lokun skemmtistaða hafi heldur betur snúist í höndum þeirra. . . . Mörgum Íslendingum var brugðið við fregnir af hryðjuverki í bænum Kongsberg í Noregi þar sem múslimi drap fimm og særði þrjá með boga og örvum. Töluverður fjöldi Íslendinga er búsettur í Kongsberg. Viðræður formanna stjórnarflokk- anna um endurnýjað stjórnarsam- starf héldu áfram í vikunni og hafa víst gengið bærilega. Enn mun þó nokkuð bera á milli um orku- og nátt- úruverndarmál. Halldór Benjamín Þorbergsson, hjá Samtökum atvinnulífsins (SA), og Drífa Snædal, hjá Alþýðusamband- inu (ASÍ), eru sammála seðlabanka- stjóra um að húsnæðismál séu eitt helsta úrlausnarefni í kjaramálum. Drífa taldi samt að hann hefði ekki átt að hafa orð á því. Lúxushótelið Reykjavík Edition, sem stendur við Hörpu og er rekið í samstarfi við hótelrisann Marriott, var opnað svo lítið bar á, en íburður þar er gríðarlegur. . . . Alls kyns stórmenni dreif að landinu á einkaþotum til þess að ræða lofts- lagsmál og norðurslóðir á ráðstefn- unni Arctic Circle. Alls eru um 1.300 manns á ráðstefnunni, en þar verða um 100 fundir og 400 ræður með til- heyrandi hnattrænni hlýnun. Logi Einarsson segist ætla enn um sinn að sitja um kyrrt sem formaður Samfylkingarinnar, þrátt fyrir léleg kosningaúrslit. Hann minnir í því samhengi á að landsfundur flokksins verði haldinn næsta haust. Landnáma var notuð sem réttargagn í dómsmáli, þar sem deilt var um eignarrétt og landamerki, og réð raunar úrslitum í því. Mannanafnanefnd leyfði mannanöfn- in Skúa, Ármúla og Manley, en hafn- aði hins vegar Hel. Hel mun engum hafna. Kona fórst í eldsvoða í Hafnarfirði. Björgvin Þorsteinsson, lögmaður og margfaldur Íslandsmeistari í golfi, lést 68 ára að aldri. . . . Á þessum stað var í liðinni viku mis- sagt að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir væri stærsta nafnið í ís- lenskri pólitík. Það er rangt, stærsta nafnið í íslenskri pólitík er auðvitað Arndís Anna Kristínardóttir Gunn- arsdóttir, nýkjörinn þingmaður Pí- rata. Lesendur og hlutaðeigandi eru beðnir velvirðingar á mistökunum. Eftirmál kosninga sækjast hægt Bræðurnir Andri Lucas Guðjohnsen og Sveinn Aron Guðjohnsen, synir Eiðs Smára og sonarsynir Arnórs Guðjohnsen, fögnuðu sigri saman í landsleik við Liechtenstein á Laugardalsvelli í undankeppni heimsmeistaramótsins í fótbolta. Morgunblaðið/Eggert 10.10.-15.10. Andrés Magnússon andres@mbl.is KANARÍ ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 INFO@UU.IS 29. OKTÓBER - 17. NÓVEMBER | 19 DAGAR Íslendingar hafa sótt í dásamlegar strendur Kanarí áratugum saman og er eyjan einn vinsælasti áfangastaður Úrvals Útsýnar. Betri stað í sólarfrí er erfitt að finna, fyrir unga sem aldna. Jafnt hitastig, þægilegt loftslag, hreinar strendur og stórbrotið landslag er eitthvað sem heillar alla! VERÐ FRÁ:121.900 KR. á mann m.v. tvo fullorðna og 2 börn Verð frá 178.900 kr. á mann m.v. 2 fullorðna FLUG OG VALIN GISTING Á KANARÍ 19 DAGA FERÐ | 29. OKT. - 17. NÓV. BEINT Í SÓL OG LÍKA Í GOLF? GOLFPAKKI TIL K ANARÍ RÁ 328.900 KR. MANN M.V. 2. FULLORÐ NA OKTÓBER - 17. NÓVEMBER Ð F BEINT FLU G TIL KANA RÍ 89.900 KR. BÁÐAR LEIÐIR

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.