Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.10.2021, Qupperneq 18
Morgunblaðið/Ásdís
Ragnar Eiríksson og Ólafur
Örn Ólafsson eru kampakátir
með nýja staðinn sinn Brút.
Í
miðbæ Reykjavíkur, nánar til tekið í gamla Eim-
skipafélagshúsinu við Pósthússtræti, er glænýr fiski-
staður sem ber nafnið Brút. Ólafur Örn Ólafsson,
Ragnar Eiríkssson og Bragi Skaftason eru eigendur,
en blaðamaður hitti á þá tvo fyrrnefndu þegar stað-
urinn var nýopnaður. Fyrsta helgin gekk afar vel að sögn
þeirra félaga sem eru að vonum spenntir, enda langþráður
draumur orðinn að veruleika. Þeir félagar eru allir flinkir á
sínum sviðum og saman mynda þeir gott teymi.
„Raggi er kokkur, ég vínþjónn og Bragi í rekstrinum.
Raggi fékk Michelin-stjörnu á sínum tíma á Dill. Við erum
sameiginlega með ansi mörg ár undir beltinu í bransanum,“
segir Ólafur.
Alls konar kvikindi úr sjónum
Hvað þýðir Brút?
„Þetta getur þýtt svo margt. Brut er skírskotun í kampa-
vín og svo var í þessu gamla húsi allt hugsað í brúttólestum.
Fyrst og fremst fannst okkur þetta vera tenging við húsið,“
segir Ólafur.
„Við ætlum að vera fiskiveitingastaður og erum bara með
einn kjötrétt, ribeye-steik með kryddsmjöri. Annars erum
við með á boðstólum alls konar kvikindi sem koma upp úr
sjónum. Við erum með sjávarsnigla sem heita Beitukóngur
og nýveidda skötu, svo eitthvað sé nefnt. Við ætlum að gera
mikið úr því að við búum hér á eyju úti í miðju ballarhafi.
Við kaupum gæðahráefni og leyfum því að njóta sín. Hér
verður einföld heiðarleg eldamennska þar sem hráefnið er í
fyrirrúmi. Það er ekki verið að rugla of mikið í hráefninu,“
segir Ólafur.
„Dóttir mín segir að ef maður málar með of mörgum lit-
um verður allt brúnt. Það er eins í eldamennsku, ef það eru
of mörg hráefni fær ekkert að njóta sín,“ segir Ragnar.
„Ég borða mikið fisk og elda hann oft. Það hefur verið
einleitt úrval hér á landi á veitingastöðunum og okkur lang-
ar að hafa breiðara úrval. Þetta verður eins og steikhús,
nema með fiski,“ segir Ragnar sem segir fyrstu helgina hafa
komið á óvart.
„Við hlupum hér um eins og brjálæðingar,“ segir hann og
hlær.
Var allt í steik?
„Nei, allt í fiski!“ segir Ragnar og hlær.
„Þetta er mjög spennandi og gaman núna þegar búið er
að opna,“ segir Ragnar sem hefur langa reynslu í brans-
anum og meðal annars unnið á Noma í Danmörku og Dill.
Spariföt eða gallabuxur
„Hingað eru allir velkomnir og okkur finnst við vera að fylla
ákveðið gat með þessari áherslu á fisk. Það er okkar sér-
staða. Við erum búnir að hugsa um þetta í tvö ár, en svo
stoppaði allt í Covid. Veitingabransinn er frábær, mjög
skemmtilegur en miskunnarlaus. Við þurfum að vera vissir
um ágæti okkar,“ segir Ólafur og hlær.
„Svo erum við með risastóran vínseðil með yfir 200 titla
og höfum ráðið til okkar besta vínþjón Íslands, hann Manú-
el. Við ætlum að vanda okkur mikið við að búa til góðan
mat, hafa gott vín með og veita góða þjónustu,“ segir Ólaf-
ur.
„Við fáum deserta frá franskri konu sem er í þann mund
að opna bakarí en fyrirtæki hennar heitir Sweet Aurora
Reykjavík. Hún kemur með gullfallega deserta handa okkur
og við bjóðum þá á vagni eins og sést oft erlendis,“ segir
Ólafur.
„Við viljum vera svona staður þar sem þú getur mætt í
sparifötunum og haldið upp á eitthvað, eða bara mætt hér á
mánudegi í gallabuxunum en hér verður opið alla daga, há-
degi og kvöld.“
Allt í fiski!
Í gamla Eimskipafélagshúsinu í Pósthússtræti er nú nýi
fiskistaðurinn Brút. Þar er lögð áhersla á ferskt hráefni
úr hafinu og einfalda og heiðarlega eldamennsku.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.10. 2021
MATUR
Reykjavík
Bíldshöfði 20
Akureyri
Dalsbraut 1
www.husgagnahollin.is
558 1100
11 – 18 virka daga
11 – 17 laugardaga
13 – 17 sunnudaga
11 – 18 virka daga
11 – 16 laugardaga
Ísafjörður
Skeiði 1 Þú finnur bæklinginn
husgagnahollin.is
Allir sófar og sófaborð
á taxfree tilboði*
TAXFREE
www.husgagnahollin
V
E
F V E R