Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.10.2021, Blaðsíða 14
statistar í ýmsum verkum sem var lærdóms-
ríkt fyrir unga leiklistarnema.
„Ég lærði líka mikið af því að horfa á þessa
flottu leikara sem maður leit upp til. Mér
fannst þegar ég útskrifaðist að ég vissi ekki
neitt og var alltaf á þönum á námskeiðum úti
um allt. Ég var alltaf að leita, að bæta við mig
þekkingu. Ég fór meðal annars til Póllands og
í þrjá mánuði til Bretlands. Mér fannst ég
aldrei vita nóg,“ segir Kristbjörg og segist allt-
af efast um að hún sé nógu góð leikkona.
„Manni finnst alltaf að maður geti gert bet-
ur og ég er alltaf að leita að einhverju. Fyrst
hélt ég að ég myndi bara finna strax sannleik-
ann í þessu, en þetta er ævivinna. Það er aldrei
hægt að segja að maður sé útskrifaður og
kannski á það bara við allt í lífinu.“
Kristbjörg var ráðin til Þjóðleikhússins að
loknu námi og átti þar farsælan feril í áratugi.
Fyrstu hlutverk hennar hjá Þjóðleikhúsinu voru
í verkunum Horft af brúnni og Önnu Frank.
„Ég man að mér fannst öðruvísi að leika
manneskju sem hafði verið til, átti sér ævi.
Anna Frank fór alveg inn í mig; ég tók hana al-
veg að hjarta mér,“ segir Kristbjörg og segir
að sjálfstraustið hafi aukist við að standa á
sviði í atvinnuleikhúsi og heyra lófatakið.
„Ég fékk fljótt það sem kallaðist námssamn-
ingur og var svo viðloðandi Þjóðleikhúsið allar
götur síðan. Ég hætti um sjötugt og eftir það
hef ég verið frílans.“
Ættleiddu stúlku frá Kólumbíu
Það var á balli á Borginni að Kristbjörg hitti ást-
ina í lífinu, Guðmund Steinsson leikritaskáld.
„Hann var tíu árum eldri og varð í raun
minn mentor, hann kenndi mér svo margt. Við
urðum ástfangin, eins og sagt er,“ segir Krist-
björg og brosir.
„Það var mikið talað um leiklist á heimilinu,
en ekki bara það. Við ferðuðumst mikið og fór-
um einu sinni í heimsreisu í þrjá mánuði. Þetta
var mikið ævintýri; stundum gistum við á hót-
elum en stundum bara uppi á þökum gisti-
heimila,“ segir hún sposk á svip.
Þegar Kristbjörg var að nálgast fertugt og
Jens orðinn tvítugur ákváðu hjónin að ættleiða
barn.
„Mig langaði alltaf að eignast barn með
Guðmundi en það gekk ekki. Svo var ég á
ferðalagi með ÍNÚK-leikhópnum, í Suður-
Ameríku. Þar sá ég foreldralaus börn og fékk
þá þessa hugmynd. Við sóttum um í gegnum
ættleiðingarskrifstofu og fórum út til Kólumb-
íu. Við þurftum að bíða mánuðum saman því
það var eitthvert vesen í sambandi við pappírs-
vinnu og á endanum þurfti ég að fara heim á
undan Guðmundi til að fara að leika í Stund-
arfriði,“ segir Kristbjörg, en það verk er ein-
mitt eftir Guðmund.
Þau hjón höfðu haft herbergi á leigu í Kól-
umbíu og fengu reglulega að hitta stúlkuna
sem þau svo ættleiddu.
Kristbjörg lýsir aðdragandanum:
„Við fórum á barnaheimili og þar var stúlka
sem við gátum fengið. Hún var þá fimm ára, en
það kom ekki annað til greina en að fá eldra
barn af því við vorum það fullorðin. Hún hafði
þá verið á barnaheimili um hríð, en hún hafði
verið yfirgefin.“
Hvernig var að sjá hana í fyrsta skipti?
„Það var eiginlega svolítið eins og að verða
ástfangin. Svolítið sérstakt. Það blossuðu strax
upp miklar tilfinningar.“
Kristbjörg segir lífið hafi sannarlega breyst
með tilkomu stúlkunnar sem fékk nafnið Þór-
unn, og segir að hún hafi aðlagast fljótt og vel
nýja lífi sínu á Íslandi.
Það var fjölskyldunni mikið reiðarslag þegar
Guðmundur lést árið 1996, rúmlega sjötugur.
„Hann hafði aldrei kennt sér meins en hann dó
úr krabbameini í brisi. Það var rosalegt sjokk.
Ég hef ekki haft áhuga á því að eignast annan
mann; það gat enginn komið í Guðmundar stað.“
Engin skikkja í kistunni
Hlutverk Kristbjargar eru ófá og segist hún
ekki hafa tölu á þeim.
„Ég hef ekki tekið það saman, enda er ég
lítið fyrir það að grúska í því sem liðið er. Ég
horfi meira fram á við og þegar maður er
þetta fullorðinn lifir maður í núinu,“ segir
Kristbjörg og segir að þegar hún horfi til
baka standi upp úr að leika í verkum eftir
Guðmund.
„Svo fannst mér mjög gaman að leika með
sonardóttur minni Kristbjörgu Maríu í Mýrar-
ljósi,“ segir Kristbjörg en hún á þrjú barna-
börn og þrjú barnabarnabörn.
„Svo sitja fyrstu verkin svolítið í mér, Horft
af brúnni og Anna Frank. Ég lék svo Steinunni
í Galdra-Lofti og þótti það gaman. En það eru
fjölmörg hlutverk sem ég naut að leika og lék
ég með stórum nöfnum eins og Róbert Arn-
finns, Rúrik, Bessa, Gunnari Eyjólfs, Vali
Gísla, Regínu Þórðardóttur og mörgum fleiri.
Við vorum öll mjög góðir vinir.“
Eins og oft í lifandi leikhúsi hafa mistök orðið
og hefur Kristbjörg ekki farið varhluta af því.
„Ég hef stundum þurft að klóra mig fram úr
því,“ segir hún og hlær.
„Þegar mistök eiga sér stað á sviði þarf
maður einhvern veginn að bjarga því. Eitt er
minnisstætt, en þá var ég að leika Hildigunni í
Merði Valgarðssyni. Svo er Höskuldur veginn
og mikil sorg. Flosi hafði gefið honum skikkju
sem hann var veginn í, og svo kemur Flosi og
ætlar að leita sátta. Ég átti þá að taka skikkj-
una upp úr kistu og henda í Flosa í rosalega
dramatískri senu. En þá er skikkjan ekki í
kistunni. Þetta var svakalegt sjokk og fullt hús
gesta. Ég þurfti að setja textann í þátíð og
reyna að bjarga mér út úr þessu. En þetta
tókst og ég held að enginn hafi tekið eftir
neinu. En þetta reyndi svo mikið á mig að þeg-
ar ég kom baksviðs skellti ég hurðinni svo fast
að ég held hún að hafi farið af hjörunum. Þetta
var svo mikil áreynsla.“
Leik dauða mömmu sem talar
Leiklistargyðjan leiddi Kristbjörgu víðar en
upp á leiksvið því hún átti farsælan feril í kvik-
myndum og sjónvarpi.
„79 af stöðinni var fyrsta kvikmyndin sem
ég lék í, árið 1962,“ segir Kristbjörg og segist
hafa verið mjög spennt fyrir kvikmyndaleik.
„Þetta var mjög framandi og afskaplega
spennandi. Afar skemmtilegt og ég hugsaði
strax að ég vildi gera þetta aftur. Mér fannst
líka mjög gaman að leika í Mömmu Gógó.
Núna, þegar ég er komin á þennan aldur og
hrædd um að kunna ekki textann, er auðveld-
ara fyrir mig að leika í kvikmynd en á sviði.“
Þannig að þegar þú ert komin á tíræðis-
aldur, snýrðu þér alfarið að bíómyndum?
„Já, ætli það ekki bara,“ segir Kristbjörg og
hlær.
„Ég var einmitt núna í ágúst að leika í svart-
hvítri bíómynd eftir Hilmar Oddsson, sem er
með vinnutitilinn Á ferð með mömmu. Við tók-
um upp á Vestfjörðum; í Dýrafirði og Arnar-
firði. Þeir gáfu mér einmitt svo fallega ljós-
mynd,“ segir Kristbjörg og nær í svarthvíta
ljósmynd af gamalli Cortinu á grýttum vegi í
vestfirskum firði.
„Þarna var svo stórkostlegt landslag, fegurð
landsins situr ennþá í mér. Dásamlegt bara og
það var ótrúlegt að upplifa landið svona, því
við fórum á svo afskekkta staði. Það er mikið
smyrsl fyrir sálina að vera úti í náttúrunni,“
segir hún og við skoðum saman myndina.
„Hún er dauð!“ segir þá Kristbjörg og
blaðamaður hváir.
„Já, sú sem ég leik í aftursætinu. Mamman
er dauð, en talar samt,“ segir hún og hlær.
Engar tvær sýningar eru eins
Nú hefur þú leikið í um sjö áratugi. Hefur leik-
listin breyst mikið?
„Hún hefur ekki breyst í eðli sínu en nú er
svo mikill fjöldi góðra og velmenntaðra leikara
þannig að hún er alltaf að þróast til hins betra.
Það er svo mikið úrval af mjög flottu ungu
fólki, en mér finnst dásamlegt að leika með
ungu fólki. Þau kenna mér alveg fullt og það
fer alltaf vel á með okkur,“ segir hún og segist
sjálf enn vera að læra.
Kristbjörg er spennt að
leika á móti þeim Eddu
Björgvins, Guðrúnu Ás-
munds og Margréti Guð-
munds í Ein komst undan
sem sýnt verður í Borg-
arleikhúsinu á nýju ári.
Kristbjörg leikur um þessar mundir í Er ég mamma
mín í Borgarleikhúsinu. Hún fékk Grímuna í fyrra
sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir það hlutverk.
Borgarleikhúsið/Grímur Bjarnason
Kristbjörg hlaut heiðursverðlaun
Leiklistarsambands Íslands fyrir
ævistarf sitt í þágu sviðslista á Ís-
landi á Grímunni árið 2014.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
’
Þetta var svakalegt sjokk og fullt hús gesta. Ég þurfti að setja text-
ann í þátíð og reyna að bjarga mér út úr þessu. En þetta tókst og
ég held að enginn hafi tekið eftir neinu. En þetta reyndi svo mikið á
mig að þegar ég kom baksviðs skellti ég hurðinni svo fast að ég held að
hún hafi farið af hjörunum. Þetta var svo mikil áreynsla.
VIÐTAL
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.10. 2021