Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.10.2021, Qupperneq 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.10.2021, Qupperneq 29
góða DVD frá og með morgundeg- inum. Ef þetta er ekki tilefnið til að dusta rykið af þeim merku græjum þá veit ég ekki hvenær það gefst. Leikstjóri er Baptiste Drapeau en með aðalhlutverk fara Alice Isaaz og gamla kempan Jacqueline Bisset sem breska blaðið The Guardian segir í umsögn sinni um myndina vera í fantaformi sem léttgeggjuð gráhærð „femme fatale“ sem gengur um í bæklunarskóm með staf. „Bisset hef- ur greinilega notið þess að leika þetta hlutverk,“ segir í umsögn blaðsins. Síðan kemur sú áhugaverða fullyrð- ing að Drapeau sé hvorki að taka hatt sinn ofan fyrir Alfred Hitchcock né Claude Chabrol, heldur sé hann meira að votta Chabrol virðingu sína fyrir að hafa vottað Hitchcock virð- ingu sína. Þið skiljið hvað ég er að fara? Hvað sem þetta svo nákvæm- lega þýðir. Það er gaman að vita af Jacqueline Bisset í svona góðu formi en hún er orðinn 77 ára að aldri. Maður þarf alltaf reglulega að minna sig á að hún er ekki frönsk heldur bresk, fædd í Weybridge í Surrey árið 1944 og ólst upp í Tilehurst, nærri Reading í Berkshire, í húsi frá sautjándu öld. Sem skýrir eflaust margt. Móðir hennar var á hinn bóginn frönsk í aðra ættina og flúði hjólandi frá París undan nasistum í stríðinu og komst um borð í breskt fley sem sigldi með hana yfir Ermarsundið. Hún kenndi dóttur sinni að tala reiprennandi frönsku og fyrir vikið hefur Bisset birst okkur jöfnum höndum í frönsku- og enskumælandi myndum gegnum tíðina. Og tíðin er farin að teygjast í ann- an endann en Bisset kom fyrst fram í myndinni The Knack ... and How to Get It árið 1965. Lék þar fyrirsætu án þess að menn sæju ástæðu til að geta þess á kreditlistanum. Okkar kona þurfti ekki að hafa sérstaklega mikið fyrir því enda vann hún um tíma sjálf sem fyrirsæta til að geta borgað fyrir leiklistartímana sem hún sótti. Ári síðar fékk hún sitt fyrsta alvöru- hlutverk í mynd, Cul-de-sac eftir Roman Polanski. Þá lék hún hina ógleymanlegu Giovönnu Goodthighs, eða Jóhönnu lærprúðu, í Bondsatír- unni Casino Royal 1967, þar sem David Niven lék James Bond. Það var þó líklega Two for the Road, þar sem hún lék á móti Audrey Hepburn og Albert Finney, sem fyrst vakti athygli á Bisset á alþjóðavísu. Síðan kom The Sweet Ride, þar sem hún var tilnefnd til Gullhnattarins sem besti kvenkyns nýliði ársins. Lengi má halda áfram en látum nægja að nefna Airport og The Grasshopper (1970), Who Is Kill- ing the Great Chefs of Europe? (1978), Under the Volcano (1984) og La Cérémonie (1995). Bisset hefur verið virk fram á þennan dag og í síðasta mánuði var nýjasta mynd hennar, Birds of Para- dise, frumsýnd í leikstjórn Sarah Ad- ina Smith. Bisset lék í henni eftir að hún tók þátt í The Lodger. Haltu sjálfsvirðingu þinni! Bisset hefur ekki þrætt blaðaviðtölin á umliðnum árum en spjallaði þó við bandaríska blaðið The New York Post síðla árs 2018. Þar kom meðal annars fram að hún hafi alltaf litið á Hollywood sem hættulegan stað, sér- staklega fyrir þá sem eru metn- aðarfullir. Henni tókst þó að sigla milli skers og báru. „Það hafði verið hamrað inn í mig í æsku: Haltu sjálfs- virðingu þinni.“ Þvert á móti er það upplifun Bisset að sumir í Hollywood hafi verið smeykir við hana. „Ég er svo ofboðs- lega bresk.“ Hún lærði líka að trúa ekki öllu sem henni var sagt, eins og þegar hún lék á móti Frank Sinatra í The Detec- tive árið 1968. Hann átti að vera erf- iður og kröfuharður en við Bisset blasti allt önnur sýn. „Hann var mjög sjarmerandi og passaði vel upp á mig. Þegar handritshöfundurinn gerðist andstyggilegur skipaði hann honum að láta stelpuna vera, hún byggi að eðlishvöt.“ Bisset hefur verið í sambandi með nokkrum mönnum gegnum árin en hvorki gifst né eignast börn. „Það fer ekki með þessu starfi að eiga börn,“ er haft eftir henni. En hún á guð- dóttur sem margir kannast við, An- gelinu Jolie. Bisset er spurð að því í viðtalinu hvernig henni hafi tekist að viðhalda fegurð sinni. Hún svarar því til að það sé ákaflega einfalt: „Ekki hugsa ljótar hugsanir!“ Þá vitum við það. Jacqueline Bisset ber aldurinn vel. Myndin er tekin fyrr í haust. AFP 17.10. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 Sindrastóll Hönnuður: Ásgeir Einarsson (1927-2001) Sindrastóllinn er bólstraður með íslenskri lambagæru. Verð frá: 199.000 kr. Sólóhúsgögn ehf. Gylfaf löt 16-18 112 Reykjavík 553-5200 solohusgogn. is FÍKN Dopesick er ný smásería sem kom inn á efnisveituna Hulu í vik- unni. Hún fjallar um ópíóðafarald- urinn sem geisað hefur í Bandaríkj- unum og ekki sér fyrir endann á. Dauðsföll vegna þess arna hafa aldrei verið fleiri en á síðasta ári. Þættirnir byggjast á samnefndri bók eftir rannsóknarblaðamanninn Beth Macy. Meðal leikara eru Mich- ael Keaton, Rosario Dawsoņ Peter Sarsgaard og Kaitlyn Dever og leikstjóri er Barry Levinson sem meðal annars gerði Rain Man. Í klóm ópíóðafaraldursins Kaitlyn Dever er meðal leikenda. AFP BÓKSALA 6.-12. OKTÓBER Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Heimskautsbaugur Liza Marklund 2 Sjö systur Lucinda Riley 3 Launsátur Jónína Leósdóttir 4 Bréfið Kathryn Hughes 5 Höggið Unnur Lilja Aradóttir 6 Myrkrið milli stjarnanna Hildur Knútsdóttir 7 Þögla ekkjan Sara Blædel 8 Ferðalag Cilku Heather Morris 9 Kynslóð Harpa Rún Kristjánsdóttir 10 Stúlka, kona, annað Bernardine Evaristo 1 Verstu foreldrar í heimi David Walliams 2 Leikskólalögin okkar 2 Jón Ólafsson/Úlfur Logason 3 Fagurt galaði fuglinn sá Helgi Jónsson/Anna Margrét Marinósdóttir 4 Hringavitleysa Sigurrós Jóna Oddsdóttir 5 Ekki opna þessa bók – aldrei Andy Lee 6 Bökum saman – litla kanínan býr til morgunverð Seb Braun 7 Fríríkið Fanney Hrund Hilmarsdóttir 8 Dagbók Kidda klaufa 14 – brot og braml Jeff Kinney 9 5 mínútur – ævintýri 10 5 mínútur – draumaheimur Allar bækur Barnabækur Ég er þessi týpa sem elskar góð- ar sjálfshjálparbækur. Sumar þeirra finnst mér reyndar geta verið alveg óþolandi en þegar þær hitta á mann á rétt- um tíma og segja það sem maður þarf að heyra eins og maður þarf að heyra það eru þær gulls ígildi. Untamed eft- ir bandaríska rithöfundinn Glennon Doyle virk- aði þannig á mig. Hún kom út í mars 2020 og hefur verið ein af mínum uppá- haldsbókum síðan. Hún er sett upp sem einhvers konar blanda af sjálfshjálparbók og samansafni minninga úr lífi Glennon. Í grunninn segir hún söguna af því hvernig Glennon lærði að vera góð móðir átti hún ekki að fórna sér fyrir börnin sín heldur sýna þeim hvernig á að lifa lífinu til fulls. Ef við viljum að börnin okkar lifi sínu lífi til fulls og séu sannasta og fallegasta útgáfan af þeim sjálfum þá kennum við þeim það með því að lifa okkar eigin lífi til fulls og vera sannasta og fallegasta útgáfan af okkur sjálfum. Börnin læra nefnilega síður það sem þeim er sagt, en frekar það sem fyrir þeim er haft. Glennon talar um hvernig við eigum að sjá fyrir okkur sönn- ustu og fallegustu útgáfuna af lífi okkar og hvernig við tökum skrefin í átt að því lífi með því til dæmis að setja mörk. Við sem mannfólk verðum að læra að sleppa tökunum á því að þóknast öðrum svo við getum farið að þóknast okkur sjálfum. Glennon undirstrikar að það getur verið sérlega erfitt að setja okkar nánasta fólki mörk og brjóta mynstur sem hafa orðið til í gegnum árin en, eins og lykil- setning bókarinnar segir svo hreint og beint; Við getum gert erfiða hluti. Sannasti og fallegasti stígurinn er nefnilega ekki endilega sá auðveld- asti en hann er alltaf sannur og fallegur og þess virði að feta. Ef við flýjum það sem er erfitt þá flýjum við okkur sjálf. Mér finnst boðskapur bókar- innar einstaklega fallegur og upp- setningin náði til mín. Ég trúi því að sögur breyti heiminum og það var því hressandi að lesa sjálfshjálparbók sem var byggð upp í smásagnastíl. Bókin gerir lesanda kleift að skyggnast inn í líf Glennon, spegla sig í hennar upplifunum, hreyfast með sög- unum og læra um sjálfan sig í leiðinni. Ég mæli heilshugar með Untamed. ELLEN MARGRÉT BÆHRENZ ER AÐ LESA Börnin læra það sem fyrir þeim er haft Ellen Margrét Bæhrenz er leikkona. Glennon Doyle

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.