Morgunblaðið - 04.11.2021, Blaðsíða 50
50 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2021
✝
Rannveig Ag-
nethe Jóna
Óskarsdóttir
fæddist í Herkast-
alanum í Reykja-
vík 19. nóvember
árið 1944. Hún
lést á dvalarheim-
ilinu Hlíð 19. októ-
ber 2021. For-
eldrar hennar
voru Óskar Jóns-
son og Ingibjörg
Jónsdóttir, sem voru betur
þekkt sem Óskar og Imma á
hernum. Systkini Rannveigar,
eða Rannýjar eins og hún var
kölluð, eru Hákon, f. 1946,
Daníel, f. 1948, Óskar, f. 1953,
d. 1996, Miriam, f. 1960.
Eftirlifandi eiginmaður
Rannveigar er Einar Björns-
son, f. 1940, en þau giftust
1966.
Snædal. Börn þeirra eru: Mel-
rós Ynja, f. 2005 og Dagmey
Lilja, f. 2009. Dóttir Jakobínu
heitir Agnethe Sóldögg, f.
1999 og fyrir átti Ólafur dótt-
urina Ragnheiði Lóu Snædal,
f. 2000. Langömmubörnin eru
orðin fimm.
Fyrstu æviár Rannveigar
bjó hún á mörgum stöðum,
Ísafirði, Akureyri, Reykjavík,
Danmörku, Færeyjum og Nor-
egi. Eftir að hún stofnaði fjöl-
skyldu bjó hún á Akureyri á
tveimur stöðum.
Ranný lærði til sjúkraliða
við sjúkrahúsið á Akureyri og
útskrifaðist úr því námi árið
1966, en það var jafnframt
fyrsti útskriftarhópur sjúkra-
liða á Íslandi. Lengst af starf-
aði hún á barnadeildinni.
Einnig starfaði hún á Hlíð um
árabil. Síðustu starfsár sín
helgaði hún Hjálpræð-
ishernum og var for-
stöðumaður hans á Akureyri
um nokkurt skeið. Síðustu
æviár Rannýjar glímdi hún við
Alzheimer.
Útför hefur farið fram.
Börn Rann-
veigar og Einars
eru:
Óskar, f. 1967,
eiginkona hans er
Bente Bensdóttir.
Börn þeirra eru:
Björn Ingi, f. 1992,
Bryndís Rut, f.
1995 og Óskar
Andreas, f. 2000.
Ingibjörg, f.
1969, sonur henn-
ar er Theódór Einar, f. 2010.
Björn, f. 1971, unnusta hans
er Andzelika Maria Florkie-
wicz. Börn Björns eru Einar
Hákon, f. 2001 og Silja Maren,
f. 2003, og uppeldissonur Unn-
ar Már, f. 1997, stjúpdóttir
hans er Eliza, f. 2003.
Hákon Þór, f. 1977, d. 1977.
Jakobína Dögg, f. 1978, eig-
inmaður hennar er Ólafur
Meðan ég bjó á Akureyri
kynntist ég mörgu ágætu fólki. Í
þeim hópi voru sæmdarhjónin
Einar Björnsson og Rannveig
Óskarsdóttir. Þar var ævinlega
hlýja og góð vinátta í minn garð.
Á tímabili sá hún um Hjálpræð-
isherinn á Akureyri. Þau komu
oft í Hvítasunnukirkjuna sem
gestir og þátttakendur. Það var
auðvelt að fá Rannveigu til að
flytja ræðu. Hún ólst upp á
heimili herforingjanna og fékk í
vöggugjöf líkt því sem HP orðaði
það: „Foreldrahirting hógværlig
hans vegna kom og vakti mig!“
Ég minnist þess vel hve
söngvin hún var og full áhuga á
trúboði. Hún vildi að þjóðin yrði
sannkristin. Eitt sumarið tókum
við okkur til og efndum til úti-
samkoma í Hafnarstrætinu á
Akureyri. Ranný mætti sem ald-
urforseti. „Minn Jesús lifir.“
Þessi boðskapur var henni kær
og greinilegt að upprisutrúin átti
hug hennar og hjarta.
Á morgni páskadags var sung-
ið og talað um upprisu Jesú.
Við áttum líka sameiginlega
bænaviku kristinna safnaða.
Rannveig gæddi þessar stundir
ævinlega glaðværð, brosi og
söng.
Ég er þakklátur fyrir sam-
ferðina. Nú er hún komin heim
til hans sem lifir.
Einari og börnunum votta ég
innilega samúð með þennan
mikla missi.
Snorri Óskarsson
og Hrefna Brynja.
Kæra vinkona nú ert þú hafin
til dýrðarinnar, þú varst frábær
hermaður Krists. Mig langar að
segja nokkur orð úr 36. Davíðs-
sálmi, vers 6-8: „Drottinn til
himna nær miskunn þín, til
skýjanna trúfesti þín, réttlæti
þitt er sem fjöll Guðs, dómar
þínir sem reginhaf, mönnum og
skepnum hjálpar þú, Drottinn,
hversu dýrmæt er miskunn þín,
ó Guð, mannanna börn leita hæl-
is í skugga vængja þinna.“
Já, Guð verndar þig, og ég vil
þakka þér allt sem þú gafst mér;
umhyggju þína og kærleik,
minninguna um góðu dagana. Þú
sýndir öllum virðingu og hjálp-
aðir svo mörgum. Við fylgdumst
að í mörg ár og fórum víða, alltaf
varst þú hvetjandi og alltaf góð
við alla. Þú varst foringi okkar í
mörg ár og vígðir mig þótt þú
værir farin að vinna í Hlíð. Alltaf
sóttir þú samkomur, bænastund-
ir, heimilasamband og hjálpar-
flokk. Við fórum svo með börnin
og unglingana okkar að Hóla-
vatni á vorin, minningarnar eru
ótalmargar. Síðasta ferð okkar
var til Færeyja á kvennamót,
þar söng hópurinn saman, þú
varst alltaf svo klár og alltaf
gaman með þér. Minning þín
mun lifa með gleði og þakklæti í
hjarta okkar. Þú umvafðir alla
kærleika og sýndir svo sannar-
lega að þú ert Guðs barn. Þér
verður fagnað hjá Guði, fólkið
þitt mun taka fagnandi á móti
þér og þú munt hvíla í eilífum
friði og við munum sjást á ný.
Friður Guðs hefur alltaf verið
með þér og þú kenndir öðrum að
finna friðinn í frelsara okkar.
Blessun Guðs fylgi þér og takk
fyrir allt.
Elsku Einar, börn ykkar,
tengdabörn, barnabörn, lang-
ömmubörn og systkini Rannýjar,
ég votta ykkur mínar dýpstu
samúð, munið að minningin lifir
um góða og trúa konu sem við
söknum öll. Í Jesú nafni.
Kveðjur frá
Vilborgu (Villu) og Jóni.
Sumt fólk er þannig að frá því
stafar einhverjum ljóma, sem
mér finnst vera vegna þess að
það hefur dvalið langdvölum í
návist Guðs. Ranný var einmitt
þannig, eins og foreldrar hennar.
Um árabil fór ég einu sinni á
ári til Akureyrar til að sinna
kennslu. Ég lagði í vana minn að
heimsækja Immu móður Rann-
ýjar, en hún bjó þá hjá Ranný og
Einari og þannig kynntist ég
einnig þeim. Eftir að Imma féll
frá hélt ég áfram að heimsækja
þau og móttökurnar voru ætíð
frábærar. Það var alltaf glatt á
hjalla hjá okkur enda stutt í grín
og hlátur hjá þeim hjónum.
Ranný var einstök kona og það
geislaði frá henni góðvild og
hlýju. Það var sérstaklega gam-
an að tala við hana um allt milli
himins og jarðar og þá ekki síst
trúmál. Árið 2010 gáfum við
hjónin út bókina; Lofsyngið
Drottni – söngvar Immu. Á þeim
tíma áttum við Ranný í miklum
samskiptum, enda átti hún stór-
an þátt í útgáfu bókarinnar. Þá
skrifaði Óskar, sonur hennar og
Einars, upp nótur við lög Immu
við mörg ljóðanna. Útgáfa bók-
arinnar skapaði sterkan þráð á
milli okkar Rannýjar enda ljóðin
yndisleg og vitnisburður um
sterka trúarsannfæringu.
Ranný var söngelsk og hafði
fallega rödd og spilaði á gítar.
Ég veit að hún lifði Guði til dýrð-
ar og öðrum til blessunar, þar á
meðal mér og minni fjölskyldu.
Að leiðarlokum vil ég þakka fyrir
að hafa kynnst henni og fyrir alla
þá vinsemd og velvild sem hún
sýndi mér. Það er ljómi yfir
minningunni um Ranný – ég
minnist hennar með virðingu,
hlýju og þakklæti. Guð blessi
minningu þessarar yndislegu
konu sem öllum vildi gott gjöra.
Laura Sch. Thorsteinsson.
Rannveig Agnethe
Jóna Óskarsdóttir
Harpa Heimisdóttir
s. 842 0204
Brynja Gunnarsdóttir
s. 821 2045
Kirkjulundur 19 | 210 Garðabær
s. 842 0204 | www.harpautfor.is
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Allur arður af þjónustunni rennur til reksturs kirkjugarðanna
Útfararþjónusta í yfir 70 ár
Við tökum vel á móti ástvinum
í hlýlegu og fallegu umhverfi
Minningarkort á
hjartaheill.is
eða í síma 552 5744
Sálm. 86.11
biblian.is
Vísa mér veg þinn,
Drottinn, að ég
gangi í sannleika
þínum, gef mér
heilt hjarta, að ég
tigni nafn þitt.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við fráfall eiginmanns míns, föður,
tengdaföður, afa og langafa,
JÓNS SVEINBJÖRNSSONAR,
prófessors emeritus,
Ártúnsbrekku við Elliðaár.
Guðrún Magnúsdóttir
Sveinbjörn Jónsson Sigrún Kristjánsdóttir
Þórunn Bergþóra Jónsdóttir Birgir Bachmann
Magnús Bjarni Jónsson Lucia Amorós Ribera
Halldór Jónsson Anna Dóra Helgadóttir
Ingibjörg Jónsdóttir Richard Fraser Yeo
afabörn og langafabörn
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
SIGRÍÐAR HÖNNU GUNNARSDÓTTUR,
Rúgakri 3, Garðabæ.
Sérstaklega þökkum við starfsfólki HERU
heimaþjónustu og líknardeildar Landspítala í Kópavogi fyrir
einstaka ljúfmennsku og hlýju.
Sverrir Gunnarsson
Lára Áslaug Sverrisdóttir Jón Höskuldsson
Davíð Björn Pálsson
Gunnar Sverrisson Þórey Ólafsdóttir
Sverrir Geir Gunnarsson Stefanía Theodórsdóttir
Sigríður Thea Sverrisdóttir
Halldór Árni Gunnarsson Embla Rún Björnsdóttir
Þórunn Hanna Gunnarsdóttir
Við þökkum innilega öllum þeim sem sýndu
okkur hlýhug og hluttekningu vegna andláts
og útfarar okkar ástkæra
FINNBOGA JÓNSSONAR,
verkfræðings og fyrrv.
framkvæmdastjóra.
Berglind Ásgeirsdóttir
Esther Finnbogadóttir Ólafur Georgsson
Ragna Finnbogadóttir Roberto Gonzalez Martinez
Finnbogi Guðmundsson Vigdís Elísabet Bjarnadóttir
Elmar Robertoson Erik Máni Robertoson
Georg Ólafsson
og aðrir aðstandendur
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við
andlát og útför okkar ástkæra
ÞÓRÐAR SVEINSSONAR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Kríulundar,
Hrafnistu Boðaþingi.
Hafdís Baldvinsdóttir
Sigurður Pálmar Þórðarson Erna Sigurðardóttir
Jóhanna Guðrún Þórðard. Bjarni Viggósson
Ása Kristveig Þórðardóttir Jens Magnússon
Svanhvít Þórðard. Eikland
Erla Rúna Þórðardóttir Haukur Hrafnsson
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn
Með fáeinum orð-
um vil ég senda
hinstu kveðju til
Hjördísar Ólafs-
dóttir og votta börnum hennar og
fjölskyldum þeirra mína innileg-
ustu samúð.
Af einhverjum ástæðum fór
fréttin um andlát hennar fram
hjá mér og frétti ég af tímasetn-
ingu útfarar að kvöldi 7. okt. og
náði ég því ekki að senda inn
kveðjuorð í tíma.
Hjördís var gift náfrænda mín-
um Sigurði Karlssyni og höfðum
við því þekkst lengi. Þau hjón
bjuggu í Búðardal í 8 ár og varð
þá samgangur töluverður milli
fjölskyldna okkar. Hördís var
einstök kona, glaðlynd, dugleg,
listræn og bjartsýn. Þau hjónin
komu á fót spilaklúbbi sem hittist
Hjördís Ólafsdóttir
✝
Hjördís Ólafs-
dóttir fæddist
5. júní 1949. Hún
lést 2. október
2021.
Hjördís var jarð-
sungin 8. október
2021.
einu sinni í mánuði á
heimilum klúbb-
meðlima. Hjördís
hafði fallega söng-
rödd og tók þátt í
kórastarfi í þorpinu.
Hún var alltaf tilbú-
in að leggja lið ef
einhvers staðar með
þurfti. Hún starfaði
sem dagmamma
meðan hún bjó fyrir
vestan og eftir að
hún flutti suður lauk hún námi
sem leikskólakennari og starfaði
við það. Það var aðdáunarvert
hvernig þau hjónin brugðust við
þeim áföllum sem lífið færði
þeim. Alltaf sýndu þau einstakt
æðruleysi og og tókust á við áföll
með þrautseigju, raunsæi og
bjartsýni. Alltaf var horft á bjart-
ari hliðarnar, aldrei kvartað. Þau
bjuggu sér fallegt heimili, hvar
sem þau voru og móttökur ætíð
hlýjar og elskulegar. Ég þakka
Hjördísi góð kynni og samferð.
Fallegar minningar um Hjördísi
munu lifa í huga mér um ókomin
ár.
Þrúður Kristjánsdóttir.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand-
endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá
sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs-
ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Minningargreinar