Morgunblaðið - 04.11.2021, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 04.11.2021, Blaðsíða 66
66 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2021 Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is Tímapantanir í síma 533 1320 Við tökumvel ámóti ykkur í Vegmúla2 Laserlyfting Náttúruleg andlitslyfting Byltingarkennd tækni ímeðferð á línum, hrukkumog slappri húð! Þéttir slappa húð á andliti og hálsi! Styrkir húðina og losar þig við hrukkur og slappa húð á andliti, hálsi, svæði undir höku, bringu og handarbökum. Spornar einnig við öldrun húðarinnar ásamt því að lífga upp á útlit þitt. L jóðabókin Djöflarnir taka á sig náðir og vakna sem guðir er bjartsýnis/ svartsýnis-kokteill sem speglar samtímann, gerir upp það sem er liðið og freistar þess að skyggnast inn í það sem koma skal. Ljóðabókin er í raun ljóðabálkur þar sem sami ljóðmælandi er við stjórnvölinn í öllum ljóðum bókarinnar. Þótt ekki sé um línulega frásögn að ræða þá flæða ljóðin nokkuð eðlilega áfram, eitt við- fangsefni leiðir af öðru og tengj- ast þau mörg hver beint og óbeint, svolítið eins og í hugs- anagangi manneskju. Að mínu mati er farið yfir full- víðan völl í bókinni og vantar stund- um skýrari tengsl á milli ljóðanna sem fjalla um ástina, ljóðlistina, jörðina og allt þar á milli. Rauði þráðurinn í bókinni mætti vera sterkari en Jóni Kalmani, höfundi bókarinnar, tekst þó virkilega vel að skapa brú á milli þess sem var, þess sem er og þess sem verður í ljóðum sínum, til dæmis með því að skoða mál sem eru ofarlega á baugi í sam- tímanum með gleraugum fortíðar, nútíðar og framtíðar. Þar má helst nefna loftslagsmálin og er brot úr kafla eitt í ljóðinu „Dagar til að muna“ gott dæmi um einmitt þetta. Man daga þegar enginn fékk samviskubit yfir því að gangsetja bílinn eða var grunaður um glæpi gagnvart framtíðinni fyrir það eitt að fljúga á milli landa Þrátt fyrir að ljóðin endurspegli þá dökku mynd sem vísindin hafa varpað fram af stöðu heimsins hvað varðar hamfarahlýnun veitir hún einnig von. Þar er að finna hlátur barns, almætti sem vill heiminum vel og ósk um nýtt upphaf. Því manneskjan lifir allt af hún verður að gera það lofaðu mér að lifa allt af Djöflarnir taka á sig náðir og vakna sem guðir er athyglisverður ljóðabálkur sem snertir við lesand- anum sem lifir í heimi sem sífellt tekur breytingum. Höfundur nær að gera þeim veruleika góð skil og spegla hann í því sem var og því sem gæti orðið, með ljóðum sem eru bæði persónuleg og víðtækari, eiga við um mannkynið í heild sinni. Morgunblaðið/Einar Falur Skáldið Ný ljóðabók Jóns Kalmans, sú fyrsta með nýjum ljóðum í 28 ár, er „bjartsýnis/svartsýnis-kokteill sem speglar samtímann, gerir upp það sem er liðið og freistar þess að skyggnast inn í það sem koma skal“. Það sem er, var og verður Ljóð Djöflarnir taka á sig náðir og vakna sem guðir bbbbn Eftir Jón Kalman Stefánsson. Benedikt, 2021. Kilja 92 bls. RAGNHILDUR ÞRASTARDÓTTIR BÆKUR E kki þarf að lesa lengi í Sigurverkinu, nýrri skáldsögu Arnaldar Indriðasonar, til að koma að mannsláti, og meira að segja af- töku – úrmakarinn Jón Sívertsen greinir þar frá því að Danakonungur hafi látið hálshöggva föður hans „saklausan fyrir legorðsbrot og mannvillu“. Og ráðskonan fór með, að sögn Jóns ekki minna saklaus, en henni var drekkt með vægast sagt grimmilegum hætti. Aðdáendur sagna Arnaldar hafa haft í þeim fregnir af ýmsum manns- látum og hafa notið að lesa, inn- an ramma glæpa- sagnaformsins, en eins og alþjóð veit hefur höf- undurinn notið mikilla vinsælda og velgengni á því sviði. En nú ber svo við að þótt við lesum um téðar aftökur þá er Sigurverkið ekki hin árlega glæpasaga Arnaldar heldur klassísk söguleg skáldsaga, grípandi, áhuga- verð og listavel sögð. Í Sigurverkinu er stefnt saman sögulegum heimum og persónum sem íslenskir höfundar og danskir hafa talsvert nýtt sér á undan- förnum árum. Sagan gerist nærri aldamótunum 1800 og segir annars vegar frá atburðum sem höfðu átt sér stað nokkrum áratugum fyrr á sunnanverðum Vestfjörðum – þar koma til að mynda við sögu skáldið Eggert Ólafsson og séra Björn í Sauðlauksdal, auk annarra sem höf- undur býr til inn á sögusviðið. Hins vegar gerist sagan í Kaupmanna- höfn þar sem Jón Sívertsen hefur fengið að takast á við það erfiða og nánast vonlausa verkefni að lagfæra í sjálfri Kristjánsborgarhöll, heimili konungsins, gamla og glæsilega klukku, sigurverkið sjálft. Konungur á þeim tíma var hinn andlega veiki Kristján sjöundi en í bókum og kvik- myndum hefur verið fjallað töluvert um lífið við hirðina á þeim tíma, til að mynda áhrifin sem Struensee líf- læknir konungs hafði en hann var um tíma stjórnandi ríkisins, áður en hann var líflátinn. Talið er næsta víst að Struensee hafi verið raun- verulegur faðir einkadóttur kon- ungshjónanna en kóngur var líka þekktur fyrir svall og kvennafar, og hélt til að mynda við þekkta vændis- konu utan veggja hallarinnar. Og fleiri sögulegar persónur birtast, til að mynda Bertel Thorvaldsen. Söguna segir höfundur með kunn- uglegri og margreyndri aðferð, og fer mjög vel með. Mönnum af ólíkum stigum er stefnt saman, skiljanlega er spenna á milli þeirra og alls kyns misskilningur; annar segir hinum sögu, það gengur brösuglega – og ekki bætir hér úr skák að hlustand- inn er ekki bara einvaldur heldur líka geðveikur. En smám saman myndast einhvers konar tengingar, samkennd og skilningur. Og leikið er með örlög fólks á dramatískan hátt, þannig að lesandinn hrífst með. Jón Sívertsen er fullorðinn ekkill sem hafði ungur náð að yfirgefa ís- lensku eymdina, hvattur áfram af merkilegum uppfinningum, sem Eggert Ólafsson kynnti fyrir hon- um, og hefur eytt ævinni sem vand- aður úrmakari í höfuðborg ríksins. Og þar sem hann er við upphaf sög- unnar byrjaður að glíma við það verk að lagfæra inni í geymslu í höll- inni hina illa löskuðu klukku, kemur konungur í fyrsta skipti til fundar við Jón og botnar ekki í því hvað hann er að bauka. Og það er á öðrum fundi þeirra þar, þegar konungur spyr um bakgrunn Jóns, að í ljós kemur að faðir hans og barnsmóðir hafi verið tekin af lífi – saklaus að mati Jóns – og það að skipan fyrri konungs, föður Kristjáns. Eftir það greinir þriðju persónu frásögnin til skiptis frá samskiptum Jóns og konungs og svo atburðunum á Vestfjörðum hálfri öld fyrr, þegar Jón var ungur drengur að alast þar upp. Faðir hans var einn þeirra sem varð fyrir barðinu á hinum grimmi- lega Stóradómi en Arnaldur dregur upp áhrifamikla mynd af varnarleysi smælingjanna á þeim tíma, hvernig valdsmenn níddust á þeim og líf var einskis virði. Í glæpasögum Arnaldar hefur vel mátt sjá hversu lunkinn hann er við að vinna úr hvers kyns sögulegum heimildum og nota þær sem mikil- vægan og sannferðugan þátt í burðarvirkinu. Líklega hefur hann þó aldrei gert jafn vel hvað það varð- ar og hér. Sögusviðið er sannfær- andi og trúverðugt, hvort sem um eymdarkot á Vestfjörðum er að ræða, vændishús eða höllina í Kaup- mannahöfn. Önnur einkenni á sög- um Arnaldar hafa verið traust per- sónusköpun og vel skrifuð samtöl – hvort tveggja er til fyrirmyndar hér. Þá er tungutakið nútímalega fyrnt, sem hæfir sögu sem á að gerast fyrir tvö hundruð árum, og sagan er afar lipurlega stíluð. Fyrir miðju í frásögninni er hið skaddaða sigurverk, klukkan, tákn- mynd tímans. Og eitt helsta við- fangsefni sögunnar er einmitt tím- inn og þau áhrif sem hann hefur, til að mynda á minningar og upplifanir. Jón Sívertsen reynir líka að koma tímanum aftur af stað um leið og hann dregur okkur – og kóng sinn – til baka í fortíðina. Og tilraunir hans á „lögmáli tímans“ hrífa lesandann. Sigurverkið, hin merka klukka Ha- brechts frá 1594 er raunverulega til og sýnd í Rósenborgarhöll. Það er næsta víst að margir lesendur Sigur- verksins eigi eftir að koma þar við að skoða það sögulega furðuverk. Morgunblaðið/Árni Sæberg Söguleg Rýnir segir að þessi nýja saga Arnaldar Indriðasonar sé „klassísk söguleg skáldsaga, grípandi, áhugaverð og listavel sögð“. Mannvilla og lögmál tímans Skáldsaga Sigurverkið bbbbm Eftir Arnald Indriðason. Vaka-Helgafell, 2021. Innbundin 315 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.