Morgunblaðið - 04.11.2021, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 04.11.2021, Blaðsíða 72
ILVA Korputorgi Lau. og sun. 12-18 Virkir dagar 11-18:30 ILVA Akureyri Lau. 10-17 Sun. 13-17 Virkir dagar 11-18 s: 522 4500 - www.ILVA.is FAST SENDINGARGJALD MEÐ PÓSTINUM HVERT Á LAND SEM ER! AF ÖLLUM SÓFUM, HÆGINDASTÓLUM OG SÓFABORÐUM 20-40% Sófadagar 1. - 15. NÓV 20%20% AFMOTTUM OG LÖMPUMAF PÚÐUM OG ÁBREIÐUM BAYVILLE HÆGINDASTÓLL cognac leðurlíki 39.900 kr.Nú 29.925 kr. AURA BORÐLAMPI Hæð 50CM 24.995 kr.Nú 189.996 kr. 25% SIENA TUNGUSÓFI Ljósgrátt áklæði. L300 x D160 x B94 cm. 369.900 kr.Nú 295.920 kr. 20% RIA 2JA SÆTA SÓFI. Sinnepsgult flauelsáklæði, kemur í fleiri litum. L152 x B83 x H79 cm 109.900 kr.Nú 87. kr. 20% 20% Nýr litur! Sýning á málverkum Chris Foster verður opnuð í dag, fimmtudag, í sýn- ingarsal SÍM að Hafnar- stræti 16 í Reykjavík. Eru það óhlutbundin akríl- málverk máluð á spjöld sem eru ekki hornrétt. Chris segir um verkin að í þeim sé margræðnin og sambandið innan verks, sem áþreifanlegs hlutar, skoðað, hvernig litir og litbrigði hafa áhrif á skynjunina á áferð þeirra og hrynjandina í máluðum formum á yfirborði þeirra. Segist hann hafa rannsakað athafnir á borð við ímyndun, sköpun, það að horfa á, sjá og bregðast við tilfinningalega, vits- munalega, líkamlega og menningarlega við þeirri at- höfn að mála og setja mark á þann efnivið sem hann noti. Chris stundaði nám í myndlist á Englandi, fyrst við Yeovil School of Art og Norwich School of Art og lauk meistaraprófi frá Chelsea School of Art árið 1972. Hann starfar sem tónlistarmaður og hefur búið á Ís- landi í 17 ár og varð íslenskur ríkisborgari árið 2017. Chris Foster sýnir í sal SÍM FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 308. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Hinn 16 ára gamli Hugi Halldórsson varð á dögunum Ís- landsmeistari í kumite í fullorðinsflokki í fyrsta sinn eftir sigur gegn Ólafi Engilbert Árnasyni í úrslitum í Fylkisseli í Norðlingaholti. Hugi vann tvöfalt á mótinu en hann fagnaði einnig sigri í flokki 16-17 ára pilta. Hugi á ekki langt að sækja karatehæfileikana en fað- ir hans, Halldór Örvar Stefánsson, er fyrrverandi að- stoðarlandsliðsþjálfari í kumite. Nýkrýndi Íslands- meistarinn hefur æft karate frá því hann man eftir sér og ætlar sér stóra hluti í komandi framtíð. Nýkrýndur Íslandsmeistari setur stefnuna á Evrópumeistaratitil ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Skólagjöld á framhaldsskólastigi eru há í Bandaríkjunum og því ekki á allra færi að sækja sér þangað menntun nema að fá til þess styrki. Það er einmitt leið sem íþróttafólk nýtir sér í auknum mæli, og þar á meðal er Dagný Lísa Davíðsdóttir, nýliði í A-landsliðinu, sem mætir landsliðum Rúmeníu og Ungverja- lands í undankeppni EM í næstu viku. Hún var í námi í Bandaríkj- unum í sjö ár, spilaði körfubolta með skólaliðum sínum og kom heim með tvær mastersgráður í apríl fyrr á árinu. Eftir að hafa leikið með Hamri í Hveragerði og unglingalandsliðinu lá leiðin í menntaskóla í Phila- delphiu. Hún ætlaði í körfubolta- búðir vestra með Hamri en fór frek- ar í unglingalandsliðsferð á sama tíma. „Við höfðum safnað peningum til að fara í búðirnar og mér þótti mjög leiðinlegt að komast ekki en Kefla- víkurstelpurnar fóru í sömu búðir skömmu síðar, ég fékk að fara með þeim, stjórnandi búðanna benti mér á tvo skóla, mér bauðst skólastyrk- ur í kjölfarið og ég fór út árið eftir.“ Tvær mastersgráður Menntaskólinn sem hún fór í leggur mikla áherslu á íþróttir og sérstaklega körfubolta, að sögn Dagnýjar. „Ég var 17 ára og átti eftir tvö ár í stúdentinn þegar ég fór út með það að markmiði að halda þar áfram í háskóla,“ segir Dagný. Það gekk eftir. Eftir að hafa lokið BS-prófi í aðfangastjórnun og braustskráðst með MBA-gráðu í al- þjóðaviðskiptum skipti hún um skóla í fyrra, fór til Wyoming og út- skrifaðist með mastersgráðu í fjár- málafræði í vor. „Það var strembið að vera í skólanum jafnt á veturna sem sumrin og spila með skólalið- unum, en ég er mjög þakklát fyrir allt námið, sem varla er hægt að stunda nema að fá fullan styrk, hef lært mikið og gaman er að nýta það í starfi.“ Hún leggur áherslu á að allur kostnaður hafi verið greiddur, s.s. skólagjöld, bækur, húsnæði og allt sem viðkom körfuboltanum. Í Wyoming spilaði Dagný með skólaliðinu í sterkari og jafnari deild en áður og fór með liðinu í úrslita- keppni 64 liða, „marsfárið“ (e. March Madness) eins og það er kall- að. „Veturinn í fyrra var algjört æv- intýri, við sigruðum í okkar riðli og náðum því í úrslitakeppni bestu há- skólaliða Bandaríkjanna. Það var frábær reynsla og kórónaði veruna úti.“ Háskólar í Bandaríkjunum eru misjafnir og áherslurnar með ólík- um hætti. „Möguleikarnir eru miklir og íþróttafólk getur almennt fundið eitthvað við sitt hæfi,“ segir Dagný. „Ég hvet körfuboltafólk til þess að íhuga þetta, því reynslan af því að spila í Bandaríkjunum skilar sér vel í auknum gæðum hérna heima.“ Hún býr í Hveragerði, starfar sem fyrirtækjaráðgjafi hjá Ernst & Yo- ung í Reykjavík og spilar körfubolta með Fjölni í efstu deild kvenna. „Ég byrja daginn í bílnum snemma á morgnana og lýk honum á sama stað seint á kvöldin, en það er gam- an þegar nóg er að gera.“ Hún seg- ist hafa farið í Fjölni vegna þess að hún hafi viljað spila í efstu deild, hafi litist vel á þjálfarana, markmið þeirra og uppbyggingarstarf félags- ins. „Mikil áhersla er lögð á yngri stelpurnar með framtíðina í huga og gaman er að taka þátt í að efla ungu stelpurnar og lyfta körfuboltanum á hærra stig.“ Skólastyrkir koma sér vel - Dagný Lísa reynslunni ríkari og valin í landsliðið Árangur Dagný Lísa Davíðsdóttir stóð sig vel í Bandaríkjunum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Dugleg Dagný starfar sem fyrirtækjaráðgjafi hjá Ernst & Young í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.