Morgunblaðið - 04.11.2021, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 04.11.2021, Blaðsíða 42
Upphaf samstarfsins má rekja til velgerðarsjóðsins Aurora sem leitt hefur hjálparstarf víða um heim. Er sjóðurinn meðal annars með aðset- ur í Sierra Leone þar sem neyðin er mikil. „Það er ótrúlega rík og merkileg handverkshefð í landinu en framleiðsla hafði að miklu leyti lagst af og þekkingin að hverfa. Au- rora ákveður því að leiða saman ís- lenska hönnuði og handverksfólk frá Sierra Leone til að koma fram- leiðslunni í gang aftur, segir Rós- hildur Jónsdóttir, annar helmingur Hugdettu um tilurð verkefnisins. „Ferlið var þó ekki svo einfalt því fyrst þurfti til dæmis að fá inn kennara og sérfræðinga til að end- urræsa keramikverkstæðið sem við vinnum með. Sama með þorpið þar sem bastið er framleitt. Þar var innkoman hjá fólki engin og fólk blásnautt. Þetta fólk á bókstaflega ekki neitt en nú er allt í einu komin framleiðsla í gang aftur sem breytir öllu,“ bætir Rósa við og segist aldr- ei hafa trúað því að óreyndu hvað verkefni á borð við þetta geti miklu breytt. Langan tíma hafi tekið að þjálfa handverksfólkið og samskipti hafi oft og tíðum ferið æði flókin þar sem enginn var læs á vestræn- ar vinnuaðferðir, teikningar og ann- að slíkt. Við þurftum að finna leiðir til að koma hugmyndum okkar á framfæri. „Þetta var því töluvert snúið en útkoman er framar björt- ustu vonum og það sem meira er að megnið af andvirði vörunnar rennur beint til handverksfólksins. Það er tilgangurinn með þessu öllu saman. Restin fer svo í flutningskostnað en það reyndist flókið að flytja vörur frá Sierra Leone til Íslands. „Það er erfitt að gera sér grein fyrir vinnunni að baki hverjum hlut. Gott dæmi er textílfram- leiðslan en það þarf að rækta baðmullina, tína hana, spinna í höndunum, tína rætur og jurtir til að lita baðmullina, svo er allt hand- ofið í smárenningum milli trjáa og loks er efnið sniðið og saumað. Þetta er ótrúleg vinna og skapar atvinnu fyrir ansi marga. Markaðurinn verður haldinn í Mengi á Skólavörðustíg um helgina og jafnframt er hægt að skoða vör- urnar og kaupa inn á heimasíðunni Hugdetta.com. Um helgina verður haldinn markaður í Mengi á Skóla- vörðustíg þar sem afrakstur samstarfs íslensku hönn- unarstofunnar Hugdettu við framleiðendur í Sierra Leone verður til sýnis og sölu. Verkefnið allt er hið merkilegasta en Sierra Leone er eitt fátækasta ríki ver- aldar sem státar af ríkri handverkshefð sem hafði að miklu leyti lagst af eftir áralangar borgarastyrjaldir sem hafa leikið landið grimmt. Samvinna Snæbjörn lærir hér réttu handtökin við að búa til bastkörfu. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2021 Aðalstræti 2 | s. 558 0000 Kíktu til okkar í góðan mat og notalegt andrúmsloft Opnunartími Mán.–Fös. 11:30–14:30 Öll kvöld 17:00–23:00 Borðapantanir á matarkjallarinn.is ÓLIN BYRJA Á MATARKJALLARANUM 18. NÓVEMBER UPPLIFÐU JÓLIN Hægeldaður Þorskur noisette hollandaise, hangikjöt Hreindýra Carpaccio trönuber, pekan hnetur, gruyére ostur, klettasalat Gljáð Lambafillet seljurótarfroða, rauðkál, laufabrauð Jólasnjór mjólkur- og hvítsúkkulaði, piparkökur, yuzu 9.490 kr. VEGAN JÓ Vatnsmelónutartar fivespice ponzu, lárpera, won ton Rauðrófu Carpaccio heslihnetur, piparrót, klettasalat Yuzugljáð Grasker greni, rauðbeður, kóngasveppir Risalamande kirsuber, karamella 7.99 JÓLALEYNDARMÁL MATARKJALLARANS 6 réttir að hætti kokksins leyfðu okkur að koma þér á óvart Eldhúsið færir þér upplifun þar sem fjölbreytni er í fyrirrúmi 10.990 kr. 0 kr. J KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS ECCO BELLA ÞÆGILEG LEÐURSTÍGVÉL MEÐ MJÚKUM INNLEGGJUM 26.995 kr. St. 37-42 Hugdetta er vöru- og innanhússhönn- unarfyrirtæki með aðsetur á Norður- landi. Hjónin Róshildur Jónsdóttir og Snæbjörn Þór Stefánsson stofnuðu fyrirtækið árið 2008 og hafa hannað og framleitt sínar eigin vörur síðan og auk þess hafa þau tekið að sér verkefni á borð við innanhússhönnun og arkitekt- úr. Bæði Róshildur og Snæbjörn útskrif- uðust úr vöruhönnun frá Listaháskóla Íslands árið 2006. Nokkur af stærstu verkefnum þeirra hafa verið að hanna og byggja eigin lúx- usgistingu, bæði Grettisborg í Reykja- vík og Svörtuborg á Norðurlandi. Þau hafa líka hannað almennings- rými af margvíslegum toga, allt frá skrifstofum, sviðsmyndum, börum og veitingastað í New York til barnadeild- ar á sjúkrahúsi svo eitthvað sé nefnt. Stór hluti af hönnunarferli Hugdettu hefur farið í hið skemmtilega samstarf hönnunarhópsins 1+1+1 þar sem hjónin fá útrás fyrir brennandi áhuga þeirra á listrænni hönnun. Hefur hönnunarhóp- urinn vakið mikla athygli og sýnt verk sín víða um heim. Hugdetta Aurora velgerðarsjóður hefur komið að fjölmörgum þróunarverkefnum síðastliðinn áratug í Sierra Leone, heillandi landi þar sem fólk af ólíkum trúar- brögðum býr saman í friði og sátt. Þar sem Aurora trúir á mátt hönnunar og lista til þess að auka lífsgæði fólks er markmið sjóðsins að rækta sköpunarkraft sem flestra. Eitt mikilvægasta verkefni Auroru undanfarin ár hefur falist í að leiða saman erlenda hönnuði og handverksfólk í landinu með þá von í brjósti að samvinnan og hinn gagn- kvæmi lærdómur muni hlúa að skapandi greinum í Sierra Leone og mynda þannig jarðveg sem þær ná að dafna í til langrar framtíðar. Í Sierra Leone er rík hefð fyrir handverki á borð við tréskurð, vefnað, batik og körfu- og leirgerð. Fatasaumur og fatahönnun skipa þar einnig háan sess. Hönnun í landinu er þó á byrjunarstigi og hafa mjög fáir hönnuðir hlotið menntun í sínu fagi. Í upphafi fékk Aurora íslenska hönnuði á borð við Hugdettu, 1+1+1, AsWeGrow og Kron Kron til sam- starfs við handverksfólkið í Sierra Leone, en und- anfarin ár hafa aðrir alþjóðlegir hönnuðir bæst í hópinn. Allar vörur sem framleiddar eru í þessu samstarfi eru framleiddar undir vörumerkinu Sweet Salone. Salone er heiti Sierra Leone á kríó, sem er eitt af helstu tungumálunum sem töluð eru í landinu. „Sweet Salone“ er gælunafn heimamanna á landinu sínu. Allar vörurnar eru merktar með sérstökum kynn- ingarmiða um þá sem komu að framleiðslu og hönn- un viðkomandi vöru. Um verkefnið Mikilvægt Rósa segir að það sé ótrúlegt hversu mikil áhrif verkefnið hafi haft fyrir íbúa þorpanna sem þau störfuðu með. Hönnun sem breytir lífi fólks Tímalaus hönnun Hönnun Hugdettu fellur vel að handverkshefðum Sierra Leone og er útkoman framar björtustu vonum. Undurfagrir munir Afrakstur sam- starfsins eru ótrúlega fagrir hlutir sem eru í senn fallegir og notadrjúgir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.