Morgunblaðið - 04.11.2021, Blaðsíða 64
VIÐTAL
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
Við Íslendingar höfum á síðustu ár-
um eignast sannkallaða stórstjörnu í
klassískri tónlist. Píanóleikarinn
Víkingur Heiðar Ólafsson hefur
heillað hinn klassíska tónlistarheim
á alþjóðavísu upp úr skónum. Hann
hefur nú gefið út fjórar stórar plötur
hjá Deutsche Grammophon, elstu og
virtustu plötuútgáfu í hinum klass-
íska heimi, og komið fram í mörgum
af stærstu tónlistarhúsum heims.
Leiðin þangað var þó ekki eintóm-
ur dans á rósum, það tók hann mörg
ár að brjótast fram á alþjóðlegu sviði
og óttaðist hann á tímabili að það
myndi aldrei takast. En einn daginn
þegar Víkingur hélt litla tónleika hjá
íslenska sendiráðinu í Berlín mættu
átta starfsmenn Deutsche Grammo-
phon og þar með byrjaði ballið.
Víkingur segir það mikilvægt að
halda fast í það hver maður er og
ekki leyfa öðrum að skilgreina sig.
Það sé alltaf hætta þegar ungur ein-
leikari fari í samtarf við svona virt
fyrirtæki eins og DG að hann týni
því hver hann sé. En Víkingur hefur
farið sínar eigin leiðir og nú sýnt sig
og sannað nóg til þess að öðlast
traust útgáfunnar og fær núna að
gera nokkurn veginn það sem hon-
um sýnist.
„Við erum hrædd við Mozart“
Nýjasta plata hans Mozart & Con-
temporaries hefur að geyma, eins og
titillinn gefur að kynna, verk eftir
Mozart og fimm samtímamenn hans.
Platan hefur farið á toppinn á klass-
ískum vinsældarlistum víða um
heim. „Mér finnst svo gaman að taka
eitthvað eins og Bach eða Debussy
eða Mozart, eitthvað sem allir hafa
skoðun á, og reyna að gera eitthvað
nýtt og bjóða þá heim að fólk sé
ósammála mér. Það eiga allir sinn
Mozart og sinn Bach. Ég tek þessa
menn upp því mér finnst ég eiga
minn Mozart og minn Bach sem ég
held að sé að einhverju leyti nýr og
öðruvísi,“ segir píanóleikarinn.
„Við erum svo hrædd við Mozart
af því hann er svo yfirþyrmandi,“
segir Víkingur og rifjar upp að hann
hafi strax sjö ára verið farinn að
spila léttustu verkin eftir hann og
farinn að heyra sögur af snillingnum
Mozart sem hálfpartinn hræddu
hann. Þegar hann var átta ára spil-
aði hann sónötu hans í C-dúr sem er
að finna á plötunni og var það í
fyrsta skipti sem Víkingur upplifði
það að missa sjálfstraustið í píanó-
leiknum. „Ég var rosalega sjálfs-
öruggt barn með píanóleikinn,
fannst ég bara bestur á píanó. En
svo spilaði ég Mozart og var með
þessa hugmynd um hann sem tón-
listarguð. Ég man að mér fannst ég
ekki geta spilað á píanó lengur,
fannst allt lélegt. Þetta var í fyrsta
sinn sem ég var óánægður með sjálf-
an mig í tónlistinni og ekki í síðasta
sinn. Þessi hugmynd um Mozart er
svo yfirþyrmandi og mig langaði að
reyna að afbyggja það fyrir sjálfum
mér.“
Víkingur heldur því fram að Moz-
art hafi haft að geyma miklu fleiri
hliðar en bara undrabarnið og snill-
inginn. „Þeim mun meira sem þú
kynnist Mozart því meira elskarðu
hann og þykir vænt um hann sem
manneskju af því hann var ein mesta
manneskja sem uppi hefur verið.
Hann var ekkert fífl, hann var ótrú-
lega djúpur og brilljant maður með
stórar tilfinningar.“
Á plötunni einblínir Víkingur á
síðustu tíu árin í lífi Mozarts þegar
til urðu hans bestu verk að mati
píanóleikarans. „Þar gjörbreytist
hann sem tónlistarmaður. Mozart er
ekki lengur undrabarnið og þarf að
sanna sig upp á nýtt. Hann breytir
músíkinni sinni, hún hafði átt gleðja
á einhvern einfaldan hátt en þarna
verður hún dekkri og dramatískari.
Ef hann hefði dáið tíu árum fyrr þá
væri hann ekki Mozart í dag, hann
væri stórkostlegt tónskáld en miklu
minni spámaður.“
Besta fjárfesting þjóðarbúsins
En af hverju velur Víkingur að
hafa verk eftir fimm samtíma-
tónskáld Mozarts með á plötunni?
„Til þess að sýna hvað hann var lif-
andi og hvað hann elskaði líka verk
annarra. Það eru margir samtíma-
menn sem eru frábærir sem gleym-
ast af því skuggi Mozarts er svo stór.
Mig langaði að minna á þá aftur en á
sama tíma sýna að Mozart er samt
Mozart og að það er ástæða fyrir
þessum stóra skugga. Til þess að
velja þessi fimm tónskáld þá spilaði
ég í gegnum öll píanóverk sem ég
fann frá þessum tíma. Bara öll. Eftir
endalausa úrvinnslu endaði ég með
þessa plötu.“
Víkingur mun leika þrenna út-
varpi og sjónvarpi. „Mér finnst bara
svo gaman að tala um tónlist. Það
eru mjög margir listamenn í öllum
geirum listarinnar sem líta niður á
svona miðlun. Ég lít ekki á þetta sem
kvöð eða skyldu. Það að nota orð um
tónlist getur verið mjög skapandi,
mjög listrænt. Það getur verið mjög
mikil tjáning í því. Það getur oft ver-
ið jafn skapandi að spila á píanó og
að velja réttu orðin um mann eins og
Mozart. Mér finnst það gefandi.“
Kvöldið fyrir fyrstu Mozart-
tónleikana, þann 18. nóvember, mun
Víkingur spila einleik með Sinfóní-
unni. Þar verður fluttur konsert eft-
ir breska samtímatónskáldið Thom-
as Adés. Víkingur segir sjálfur að
konsert þessi sé „alveg hrikalega
stór, flókinn og magnaður“ og þykist
hann viss um að Adés verði eitt af
þeim tónskáldum sem muni „lifa
sjálfan sig“. Víkingur er almennt
duglegur að flytja tónlist samtíma-
tónskálda og hefur unnið með ýms-
um virtustu núlifandi tónskáldunum.
Hann segir það gefa sér mikið.
Erfitt að vera í burtu
Síðustu ár hefur Víkingur verið á
stöðugum þeytingi milli landa enda
er það mikilvægur hluti starfs hans
að flytja tónlist í hinum ýmsu tón-
listarhúsum, ýmist einn eða með
virtum hljómsveitum og hljóm-
sveitarstjórum. Til dæmis á hann að
spila um tuttugu tónleika víðs vegar
um heim í janúar. Lífið getur þess
vegna verið heljarinnar púsluspil.
„Það bara gengur einhvern veg-
inn. Það er best að hugsa ekki um
það,“ segir hann og bætir við að það
sé mikið á konu hans, Höllu, lagt.
„Við erum með tvo stráka, fimm
mánaða og tveggja og hálfs. Það er
ekkert grín. Það hefur ekki verið
mikið sofið á mínu heimili svolítið
lengi og það er náttúrulega svaka-
legt að hún sé ein heima með þá þeg-
ar ég er í svona löngum túrum. Það
er eins gott að við erum á Íslandi og
með foreldra sem eru hress og
spræk öllsömul. Guð blessi ömmur
og afa og Guð blessi mæður, en
sennilega ekki pabba sem eru alltaf í
útlöndum að spila.“
Víkingur segir að það sé mjög erf-
itt að vera svona mikið í burtu frá
fjölskyldunni og þess vegna sé hann
svolítið að reyna að endurskipu-
leggja líf sitt þannig að hann spili
þéttar en hafi lengri tíma heima á
milli. Það sé bæði mikilvægt til þess
að geta sinnt föðurhlutverkinu en
líka til þess að geta endurnýjað sig
sem tónlistarmaður. „Það er rosa-
lega erfitt að gera þessar plötur og
alla undirbúningsvinnuna og vera
svo líka alltaf í flugvél og spila alla
tónleikana.“ Við það bætist mórall-
inn yfir því að vera ekki nógu góður
faðir og ekki nógu mikið á staðnum
og þegar hann kemur heim þá er það
númer eitt að sinna því hlutverki. En
hann getur aldrei einbeitt sér að því
algjörlega því píanóleikur er þess
konar íþrótt að maður verður að
halda sér í ákveðnu líkamlegu formi
sem hann segir að komi ekki nema
með því að verja ótrúlega miklum
tíma við hljóðfærið.
Víkingur hefur náð nokkurn veg-
inn öllum þeim markmiðum sem
hann hafði einsett sér að ná fyrir fer-
tugt. Eitt af þeim var til dæmis að
gefa út plötu hjá Deutsche Gram-
mophon. „Þegar maður nær þessum
markmiðum þá áttar maður sig á því
hvað þau skipta í raun litlu máli.
Þegar maður verður foreldri breyt-
ist margt, þá skiptir mestu máli að
halda sér lifandi og hamingjusömum
fyrir synina, til þess að geta alið þá
upp og stutt þá. Það hlýtur að vera
markmiðið og það er alls ekki sjálf-
gefið að það markmið náist.“
Víkingur mun leika Mozart fyrir
áskrifendur Morgunblaðsins á stutt-
um tónleikum sem verða aðgengileg-
ir á vefnum mbl.is frá kl. 17 til 22 á
sunnudag, 7. nóvember.
Morgunblaðið/Einar Falur
Píanóleikarinn „Hann var ekkert fífl, hann var ótrúlega djúpur og brilljant maður með stórar tilfinningar,“ segir
Víkingur um Mozart. Hér er hann við upptökur á efni í samstarfi við Morgunblaðið sem birtist á mbl.is á næstunni.
Ver ótrúlegum tíma við hljóðfærið
- Nýjasta plata píanóleikarans Víkings Heiðars Ólafssonar Mozart & Contemporaries sýnir nýja hlið
á undrabarninu Mozart - Heldur útgáfutónleika í Hörpu - Vill verja meiri tíma með fjölskyldunni
gáfutónleika í Hörpu, 19., 20. og 21.
nóvember. „Mér finnst erfiðast og
skemmtilegast að spila á Íslandi,“
segir hann. „Það ætti að vera auð-
veldast en er það ekki.“
Hann mun á þessum tónleikum
vígja nýjan flygil Hörpu og segir það
ótrúlega spennandi. Því var slegið
upp í fréttum fyrr á árinu að Víkingi
þætti flygillinn í Hörpu ekki nógu
góður fyrir sig en raunin er sú að líf-
tími flygla í fremstu röð er ekki mik-
ið lengri en tíu ár. „Þá verður hann
strax mýkri, dekkri og dulúðugri.“
Þau Svanhildur Konráðsdóttir for-
stjóri Hörpu sannfærðu ríkisstjórn-
ina um að festa kaup á nýju hljóð-
færi og segir Víkingur ríkisstjórnina
eiga hrós skilið fyrir það.
„Ég vil meina að svona flygill sé
bara besta fjárfesting sem þjóðar-
búið getur gert. Þetta kostar um 25
milljónir eins og einn ráðherrajeppi
en það er bara einn ráðherra sem
nýtur hans hverju sinni en flygillinn
í Hörpu hefur glatt svoleiðis millj-
ónir gesta. Þetta er mikill peningur
fyrir mig og þig en þetta er ekkert
miðað við hvað fæst fyrir hann, bara
fegurðin og það sem hann hefur gert
fyrir húsið.“
Víkingur er óvenjulegur píanó-
leikari að því leyti að hann talar við
salinn á milli þess sem hann flytur
verkin. „Ég segi nokkur orð um það
sem ég er að spá og deili einhverri
sýn á Mozart sem ég vona að hafi
einhver áhrif á það hvernig fólk upp-
lifir hann. Þetta verða vel valin orð,
enginn fyrirlestur.“
Víkingur Heiðar hefur verið mjög
ötull við að miðla sýn sinni á tónlist,
bæði í viðtölum og á sviði, en einnig
með eigin dagskrárgerð bæði í út-
64 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2021
13.995 kr.
St. 36 - 40 / 2 litir
KRINGLAN - SKÓR.IS
ON THE GO TEMPO
VATNSHELDIR DÖMUSKÓR MEÐ GRIPGÓÐUM GOODYEAR SÓLA