Morgunblaðið - 04.11.2021, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.11.2021, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2021 LÝSTU UPP skammdegið með Skeifan 8 | Sími 588 0640 | casa.is BALL veggljós Brushed Satin Verð 16.900,- SVIÐSLJÓS Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Viðbrögðin við þessum bjór eru búin að vera sturluð,“ segir Valgeir Val- geirsson, bruggmeistari hjá RVK bruggfélagi. Í dag hefst sala á jólabjór í Vínbúð- unum. Úrvalið er ótrúlegt en þó hefur einn bjór vakið athygli umfram aðra. Það er svokallaður Ora jólabjór sem Valgeir og félagar hafa bruggað en hann inniheldur meðal annars græn- ar baunir og rauðkál. Frá því umbúð- ir bjórsins voru birtar á vefsíðu Vín- búðanna í síðasta mánuði hafa samfélagsmiðlar logað og virðist fólk afar áhugasamt að smakka Ora- bjórinn. „Þetta eru náttúrulega tvær hefðir að mætast, jólabjórinn og þessar tvær vinsælu vörur sem fólk vill hafa á jólunum,“ segir Valgeir sem kveðst spenntur fyrir að heyra hvað fólki finnst um útkomuna. „Já, mjög spenntur. Þessi hug- mynd var borin upp við mig í sumar, hvort ég gæti búið til bjór úr Ora- hráefni. Þarna var komin áskorun sem ég var aldrei að fara að segja nei við. Úr varð jólabjór og ég vissi svo- sem fyrir fram að þetta myndi vekja athygli. En þó ekkert í líkingu við það sem raunin varð,“ segir bruggmeist- arinn. Verður erfitt að anna eftirspurn Ora-vörurnar eru einhvers konar stofnun í íslensku samfélagi. Þær hafa verið óbreyttar um áratuga- skeið, bæði útlitið og framleiðslan sjálf, og þeirri línu var haldið við bjór- gerðina. „Eftir smá pælingar endaði hönnunin á dósinni nákvæmlega eins og á Ora-dósunum. Það var ekki ann- að hægt. Þetta er enda heimsþekkt vörumerki á Íslandi,“ segir Valgeir. RVK bruggfélag er lítið hand- verksbrugghús og því vakna spurn- ingar um hvernig því muni ganga að anna eftirspurn eftir vinsælum jóla- bjór. „Við erum nú ekki í góðri stöðu til að framleiða nein ósköp. Eftir að hafa séð viðbrögðin að undanförnu höfum við aðeins bætt við það magn sem við ætluðum upphaflega að fram- leiða. Ég er samt dálítið hræddur um að við munum ekki anna eftirspurn- inni. Það er þó vonandi að sem flestir nái að smakka og hafi gaman af þess- ari tilraun,“ segir Valgeir. Það er ekki að ósekju að Valgeir lýsir smá áhyggjum af því að anna ekki eftirspurn. Íslendingar virðast nefnilega ganga af göflunum í hvert sinn þegar jólabjórinn kemur í sölu og sú hegðun versnar bara með hverju árinu. Að þessu sinni verður hægt að velja úr 108 tegundum af jólabjór í Vínbúðunum. Úrvalið dreifist að vísu á búðirnar svo þeir allra áhugasöm- ustu þurfa því kannski að fara á fleiri en einn stað eða notast við vefverslun ÁTVR en þar er hægt að panta og sækja svo í eina verslun. Úrvalið af jólabjórum hefur aukist ár frá ári. Aukningin nemur til að mynda frá 23% á milli ára frá síðasta ári og ef horft er lengra aftur hefur það þrefaldast frá 2015. Það er reynd- ar ekkert skrítið að íslenskir fram- leiðendur auki framboðið á meðan salan heldur áfram að aukast. Sala á jólabjór í Vínbúðunum í fyrra var reyndar hreint ótrúleg enda voru flestir veitingastaðir lokaðir vegna samkomutakmarkana og jólahlað- borð féllu niður. Þá fór varla nokkur maður um Leifsstöð sem jók sjálfsagt enn frekar á söluna. Alls seldust 1.181 þúsund lítrar af jólabjór í ÁTVR á síðasta sölutímabili en það var 58% aukning frá sama tímabili árið áður. Gáttaþefur og Jólabóndi Íslenskir jólabjórar eru í miklum meirihluta þeirra sem bjóðast í Vín- búðunum í ár, 76 á móti 32 erlendum. „Þjóðin hefur verið alveg biluð í þetta. Það hefur hjálpað okkur í litlu brugg- húsunum og síðasta ár var auðvitað sérstaklega gott í Vínbúðunum út af Covid. Það virtist eiginlega ekki skipta máli hvað fór á markað, það sópaðist upp. Maður er búinn að segja við sjálfan sig síðustu ár að nú hljóti botninn að detta úr þessari jóla- bjórsölu en það hefur ekki enn gerst. Í tvo mánuði á hverju ári þá umturn- ast fólk sem drekkur alla jafna venju- legan lagerbjór og fer að kaupa bjór með smá bragði, það breytist í smá bjórsnobbara. Það mætti jafnvel gera það árið um kring,“ segir Valgeir og hlær við. Vinsælustu jólabjórar síðustu ára verða á sínum stað í hillum Vínbúð- anna en svo verður fjöldi nýrra bjóra sem bjóráhugafólk vill eflaust kynna sér. Þar á meðal er Gáttaþefur frá Borg brugghúsi sem er tunnuþrosk- aður Imperial Stout. Piparkökuölið Jóla hvað? frá Litla brugghúsinu, fyrsta brugghúsi Suðurnesja, gæti vakið forvitni einhverra rétt eins og Þriðji í jólum, belgíska tripel-ölið frá Böl brugghúsi. Svo þarf ekkert endi- lega að flækja hlutina. Þá er Jóla- bóndi frá Víking brugghúsi sjálfsagt góður kostur og það sama gildir um Jóla Kalda og fleiri góða. 108 jólabjórar í Vínbúðunum í ár - Sala hefst á jólabjór í Vínbúðunum í dag - Framboðið eykst um 23% á milli ára - 76 íslenskir bjórar og 32 erlendir - Mikil eftirvænting eftir Ora-jólabjórnum - Salan jókst um 58% á milli ára Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Eftirvænting Valgeir Valgeirsson bruggmeistari með Ora-jólabjórinn og aðra jólabjóra RVK bruggfélags sem koma í sölu í Vínbúðunum í dag. '89 '90 '91 '92 '93 '94 '95 '96 '97 '98 '99 '00 '01 '02 '03 '04 '05 '06 '07 '08 '09 '10 '11 '12 '13 '14 '15 '16 '17 '18 '19 '20 Vinsældir jólabjórs á Íslandi Sala á jólabjór 1989-2020 Þúsundir lítra 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 34 43 53 60 78 88 108 Fjöldi tegunda 2015-2021 1.181 749 343 10 50% seldra jóla- bjóra í fyrra voru Tuborg julebryg 10x Árið 2007 voru 11 tegundir jólabjórs í Vínbúðunum og í ár eru þær 108 33 ár eru síðan jólabjór kom fyrst í sölu á Íslandi 58% meira seldist af jólabjór í Vínbúðunum í fyrra en árið 2019 11,5% Sterkasti íslenski jóla- bjórinn í ár erHurðaskellir, heil 11,5% að styrkleika Vegagerðin vinnur núna að viðgerð á Norðfjarðargöngum eftir að hrundi úr sprautusteyptu lofti ganganna á einum stað fyrr í vik- unni. Opnað verður fyrir umferð nokkrum sinnum á dag meðan á viðgerðum stendur en lokað verður á nóttunni. Reiknað er með að við- gerðin muni taka nokkra daga, seg- ir á vef Vegagerðarinnar. Odds- skarðsgöng eru auk þess opin fyrir umferð minni bíla. Norðfjarðargöngin verða opin frá kl. 7-8.30 á morgnana, í hádeginu milli kl. 12 og 13 og um kvöldmat- arleytið, milli kl. 19 og 20. Lokað verður á öðrum tímum, nema að umferð verður hleypt í gegn kl. 10, 15 og 17. Ljósmynd/Vegagerðin Norðfjarðargöng Slatti af steypu brotnaði nýverið úr lofti ganganna. Norðfjarðargöngin opin nokkrum sinnum - Viðgerð í gangi - Oddsskarðsgöng opin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.