Morgunblaðið - 04.11.2021, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.11.2021, Blaðsíða 24
BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Hið nýja varðskip Íslendinga, Freyja, lagði af stað frá Rotterdam í Hollandi á hádegi á þriðjudag áleiðis til Íslands. Gert er ráð fyrir að skip- ið leggist að Bæjarbryggjunni á Siglufirði eftir hádegi á laugardag- inn. Varðskipið Týr hélt í síðasta sinn til eftirlits- og gæslustarfa á mánu- daginn en Týr kemur til með að fylgja Freyju til heimahafnar á Siglufirði á laugardag. Týr kemur aftur til Reykjavíkur úr sínu síðasta úthaldi þann 15. nóvember. Gert er ráð fyrir að varðskipið Freyja fari í sína fyrstu eftirlitsferð um Íslands- mið þann 22. nóvember, samkvæmt upplýsingum Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæsl- unnar. Þór að fara „í slipp“ Varðskipið Þór verður tekið upp í flotkví Vélsmiðju Orms og Víg- lundar í Hafnarfirði í byrjun næstu viku. Þar fer fram hefðbundið við- hald og er áætlað að sú vinna taki þrjár vikur. Þór fer svo aftur til eftirlitsstarfa við landið 7. desem- ber. Slipptaka Þórs var boðin út í haust og barst eitt tilboð, frá Vél- smiðju Orms og Víglundar ehf. Hljóðaði það upp á krónur 48.748.850,00. Í síðasta mánuði var þess minnst að tíu ár voru liðin frá komu varð- skipsins Þórs til landsins. Skipið hafði fyrst viðkomu í Vestmanna- eyjum 26. október árið 2011, að við- stöddu fjölmenni. Það þótti vel við hæfi þar sem fyrsta varðskipið Þór, sem upphaflega var keypt til björg- unarstarfa við Vestmannaeyjar, varð upphafið að stofnun Landhelg- isgæslunnar árið 1926. Einar H. Valsson skipherra dró íslenska fánann að húni á varðskip- inu Freyju í fyrsta sinn á mánudag- inn að viðstaddri áhöfn skipsins. Í kjölfarið dró Friðrik Höskuldsson yfirstýrimaður stafnfánann upp. Þá var bráðabirgðamerkingu komið upp með nafni skipsins þar sem ekki tókst að koma varanlegu merking- unum til Rotterdam í tæka tíð. Með tilkomu Freyju í flota Land- helgisgæslunnar mun Gæslan hafa á að skipa tveimur afar öflugum varð- skipum, sérútbúnum til að sinna lög- gæslu, leit og björgun á krefjandi hafsvæðum umhverfis Ísland. Varðskipið Freyja er að miklu leyti sambærilegt varðskipinu Þór hvað stærð og aðbúnað varðar en það býr til að mynda yfir mun meiri dráttar- og björgunargetu en Þór. Varðskipið Freyja er 86 metra langt og 20 metra breitt skip. Varðskipið Týr var smíðað í Aar- hus Flydedok as. í Danmörku árið 1975 og hefur því verið í þjónustu Landhelgisgæslunnar í 46 ár. Mikl- ar breytingar og endurbætur hafa verið gerðar á skipinu í gegnum tíð- ina. Týr varð fyrir miklu tjóni í fisk- veiðideilunni við Breta þegar frei- gátan Falmouth sigldi tvívegis á hann við Hvalbak að kvöldi 6. maí 1976. Munaði aðeins hársbreidd að Týr færi á hliðina og sykki. Í byrjun þessa árs var Týr tekinn í slipp í Reykjavík. Við skoðun kom í ljós að vél sem stýrir skrúfubúnaði skipsins var illa skemmd. Jafnframt kom í ljós að tveir af tönkum skips- ins eru mikið skemmdir sökum tær- ingar. Ekki var talið svara kostnaði að gera við skipið og í framhaldinu samþykkti ríkisstjórnin tillögu Ás- laugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um að hefja leit að nýju varðskipi, sem fengi nafnið Freyja. Sú leit hefur nú borið árang- ur og hið nýja skip er á leið heim. Týr hefur verið við gæslustörf í sumar en nú lýkur þjónustu skipsins við Landhelgisgæsluna. Áhöfnin á Tý mun færast yfir á Freyju. Freyja heilsar og Týr kveður - Varðskipið Freyja lagði af stað til Íslands á þriðjudag - Varðskipið Týr fylgir Freyju til Siglu- fjarðar í sinni síðustu eftirlitsferð við landið - Týr hefur þjónað Landhelgisgæslunni í 46 ár Ljósmynd/Landhelgisgæslan Ferðbúin Íslenski fáninn var dreginn að húni á Freyju skömmu áður en skipið hélt heimleiðis til Íslands. Myndin sýnir vel hversu gott dekkplássið er. Morgunblaðið/Árni Sæberg Við Íslandsstrendur Varðskipið Týr er nú í sinni síðustu ferð við gæslu- störf. Skipið hefur verið farsælt í þau 46 ár sem það hefur siglt við landið. 24 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2021 SPORTÍS SKE I FAN 1 1 1 0 8 REYKJAV ÍK S POR T I S . I S 520-1000 DÚNALOGN KULDASKÓR Á BÖRNIN KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS 14.995.- / St. 27-40 Vnr.: IMA-832878 ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS ÞARFTU AÐ LÁTA GERA VIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.