Morgunblaðið - 04.11.2021, Side 24
BAKSVIÐ
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Hið nýja varðskip Íslendinga,
Freyja, lagði af stað frá Rotterdam í
Hollandi á hádegi á þriðjudag áleiðis
til Íslands. Gert er ráð fyrir að skip-
ið leggist að Bæjarbryggjunni á
Siglufirði eftir hádegi á laugardag-
inn.
Varðskipið Týr hélt í síðasta sinn
til eftirlits- og gæslustarfa á mánu-
daginn en Týr kemur til með að
fylgja Freyju til heimahafnar á
Siglufirði á laugardag. Týr kemur
aftur til Reykjavíkur úr sínu síðasta
úthaldi þann 15. nóvember. Gert er
ráð fyrir að varðskipið Freyja fari í
sína fyrstu eftirlitsferð um Íslands-
mið þann 22. nóvember, samkvæmt
upplýsingum Ásgeirs Erlendssonar,
upplýsingafulltrúa Landhelgisgæsl-
unnar.
Þór að fara „í slipp“
Varðskipið Þór verður tekið upp í
flotkví Vélsmiðju Orms og Víg-
lundar í Hafnarfirði í byrjun næstu
viku. Þar fer fram hefðbundið við-
hald og er áætlað að sú vinna taki
þrjár vikur. Þór fer svo aftur til
eftirlitsstarfa við landið 7. desem-
ber. Slipptaka Þórs var boðin út í
haust og barst eitt tilboð, frá Vél-
smiðju Orms og Víglundar ehf.
Hljóðaði það upp á krónur
48.748.850,00.
Í síðasta mánuði var þess minnst
að tíu ár voru liðin frá komu varð-
skipsins Þórs til landsins. Skipið
hafði fyrst viðkomu í Vestmanna-
eyjum 26. október árið 2011, að við-
stöddu fjölmenni. Það þótti vel við
hæfi þar sem fyrsta varðskipið Þór,
sem upphaflega var keypt til björg-
unarstarfa við Vestmannaeyjar,
varð upphafið að stofnun Landhelg-
isgæslunnar árið 1926.
Einar H. Valsson skipherra dró
íslenska fánann að húni á varðskip-
inu Freyju í fyrsta sinn á mánudag-
inn að viðstaddri áhöfn skipsins. Í
kjölfarið dró Friðrik Höskuldsson
yfirstýrimaður stafnfánann upp. Þá
var bráðabirgðamerkingu komið
upp með nafni skipsins þar sem ekki
tókst að koma varanlegu merking-
unum til Rotterdam í tæka tíð.
Með tilkomu Freyju í flota Land-
helgisgæslunnar mun Gæslan hafa á
að skipa tveimur afar öflugum varð-
skipum, sérútbúnum til að sinna lög-
gæslu, leit og björgun á krefjandi
hafsvæðum umhverfis Ísland.
Varðskipið Freyja er að miklu
leyti sambærilegt varðskipinu Þór
hvað stærð og aðbúnað varðar en
það býr til að mynda yfir mun meiri
dráttar- og björgunargetu en Þór.
Varðskipið Freyja er 86 metra langt
og 20 metra breitt skip.
Varðskipið Týr var smíðað í Aar-
hus Flydedok as. í Danmörku árið
1975 og hefur því verið í þjónustu
Landhelgisgæslunnar í 46 ár. Mikl-
ar breytingar og endurbætur hafa
verið gerðar á skipinu í gegnum tíð-
ina. Týr varð fyrir miklu tjóni í fisk-
veiðideilunni við Breta þegar frei-
gátan Falmouth sigldi tvívegis á
hann við Hvalbak að kvöldi 6. maí
1976. Munaði aðeins hársbreidd að
Týr færi á hliðina og sykki.
Í byrjun þessa árs var Týr tekinn
í slipp í Reykjavík. Við skoðun kom í
ljós að vél sem stýrir skrúfubúnaði
skipsins var illa skemmd. Jafnframt
kom í ljós að tveir af tönkum skips-
ins eru mikið skemmdir sökum tær-
ingar. Ekki var talið svara kostnaði
að gera við skipið og í framhaldinu
samþykkti ríkisstjórnin tillögu Ás-
laugar Örnu Sigurbjörnsdóttur
dómsmálaráðherra um að hefja leit
að nýju varðskipi, sem fengi nafnið
Freyja. Sú leit hefur nú borið árang-
ur og hið nýja skip er á leið heim.
Týr hefur verið við gæslustörf í
sumar en nú lýkur þjónustu skipsins
við Landhelgisgæsluna. Áhöfnin á
Tý mun færast yfir á Freyju.
Freyja heilsar og Týr kveður
- Varðskipið Freyja lagði af stað til Íslands á þriðjudag - Varðskipið Týr fylgir Freyju til Siglu-
fjarðar í sinni síðustu eftirlitsferð við landið - Týr hefur þjónað Landhelgisgæslunni í 46 ár
Ljósmynd/Landhelgisgæslan
Ferðbúin Íslenski fáninn var dreginn að húni á Freyju skömmu áður en skipið hélt heimleiðis til Íslands. Myndin sýnir vel hversu gott dekkplássið er.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Við Íslandsstrendur Varðskipið Týr er nú í sinni síðustu ferð við gæslu-
störf. Skipið hefur verið farsælt í þau 46 ár sem það hefur siglt við landið.
24 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2021
SPORTÍS SKE I FAN 1 1
1 0 8 REYKJAV ÍK
S POR T I S . I S
520-1000
DÚNALOGN
KULDASKÓR Á BÖRNIN
KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS
14.995.- / St. 27-40
Vnr.: IMA-832878
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
ÞARFTU
AÐ LÁTA
GERA VIÐ?