Morgunblaðið - 04.11.2021, Side 72

Morgunblaðið - 04.11.2021, Side 72
ILVA Korputorgi Lau. og sun. 12-18 Virkir dagar 11-18:30 ILVA Akureyri Lau. 10-17 Sun. 13-17 Virkir dagar 11-18 s: 522 4500 - www.ILVA.is FAST SENDINGARGJALD MEÐ PÓSTINUM HVERT Á LAND SEM ER! AF ÖLLUM SÓFUM, HÆGINDASTÓLUM OG SÓFABORÐUM 20-40% Sófadagar 1. - 15. NÓV 20%20% AFMOTTUM OG LÖMPUMAF PÚÐUM OG ÁBREIÐUM BAYVILLE HÆGINDASTÓLL cognac leðurlíki 39.900 kr.Nú 29.925 kr. AURA BORÐLAMPI Hæð 50CM 24.995 kr.Nú 189.996 kr. 25% SIENA TUNGUSÓFI Ljósgrátt áklæði. L300 x D160 x B94 cm. 369.900 kr.Nú 295.920 kr. 20% RIA 2JA SÆTA SÓFI. Sinnepsgult flauelsáklæði, kemur í fleiri litum. L152 x B83 x H79 cm 109.900 kr.Nú 87. kr. 20% 20% Nýr litur! Sýning á málverkum Chris Foster verður opnuð í dag, fimmtudag, í sýn- ingarsal SÍM að Hafnar- stræti 16 í Reykjavík. Eru það óhlutbundin akríl- málverk máluð á spjöld sem eru ekki hornrétt. Chris segir um verkin að í þeim sé margræðnin og sambandið innan verks, sem áþreifanlegs hlutar, skoðað, hvernig litir og litbrigði hafa áhrif á skynjunina á áferð þeirra og hrynjandina í máluðum formum á yfirborði þeirra. Segist hann hafa rannsakað athafnir á borð við ímyndun, sköpun, það að horfa á, sjá og bregðast við tilfinningalega, vits- munalega, líkamlega og menningarlega við þeirri at- höfn að mála og setja mark á þann efnivið sem hann noti. Chris stundaði nám í myndlist á Englandi, fyrst við Yeovil School of Art og Norwich School of Art og lauk meistaraprófi frá Chelsea School of Art árið 1972. Hann starfar sem tónlistarmaður og hefur búið á Ís- landi í 17 ár og varð íslenskur ríkisborgari árið 2017. Chris Foster sýnir í sal SÍM FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 308. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Hinn 16 ára gamli Hugi Halldórsson varð á dögunum Ís- landsmeistari í kumite í fullorðinsflokki í fyrsta sinn eftir sigur gegn Ólafi Engilbert Árnasyni í úrslitum í Fylkisseli í Norðlingaholti. Hugi vann tvöfalt á mótinu en hann fagnaði einnig sigri í flokki 16-17 ára pilta. Hugi á ekki langt að sækja karatehæfileikana en fað- ir hans, Halldór Örvar Stefánsson, er fyrrverandi að- stoðarlandsliðsþjálfari í kumite. Nýkrýndi Íslands- meistarinn hefur æft karate frá því hann man eftir sér og ætlar sér stóra hluti í komandi framtíð. Nýkrýndur Íslandsmeistari setur stefnuna á Evrópumeistaratitil ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Skólagjöld á framhaldsskólastigi eru há í Bandaríkjunum og því ekki á allra færi að sækja sér þangað menntun nema að fá til þess styrki. Það er einmitt leið sem íþróttafólk nýtir sér í auknum mæli, og þar á meðal er Dagný Lísa Davíðsdóttir, nýliði í A-landsliðinu, sem mætir landsliðum Rúmeníu og Ungverja- lands í undankeppni EM í næstu viku. Hún var í námi í Bandaríkj- unum í sjö ár, spilaði körfubolta með skólaliðum sínum og kom heim með tvær mastersgráður í apríl fyrr á árinu. Eftir að hafa leikið með Hamri í Hveragerði og unglingalandsliðinu lá leiðin í menntaskóla í Phila- delphiu. Hún ætlaði í körfubolta- búðir vestra með Hamri en fór frek- ar í unglingalandsliðsferð á sama tíma. „Við höfðum safnað peningum til að fara í búðirnar og mér þótti mjög leiðinlegt að komast ekki en Kefla- víkurstelpurnar fóru í sömu búðir skömmu síðar, ég fékk að fara með þeim, stjórnandi búðanna benti mér á tvo skóla, mér bauðst skólastyrk- ur í kjölfarið og ég fór út árið eftir.“ Tvær mastersgráður Menntaskólinn sem hún fór í leggur mikla áherslu á íþróttir og sérstaklega körfubolta, að sögn Dagnýjar. „Ég var 17 ára og átti eftir tvö ár í stúdentinn þegar ég fór út með það að markmiði að halda þar áfram í háskóla,“ segir Dagný. Það gekk eftir. Eftir að hafa lokið BS-prófi í aðfangastjórnun og braustskráðst með MBA-gráðu í al- þjóðaviðskiptum skipti hún um skóla í fyrra, fór til Wyoming og út- skrifaðist með mastersgráðu í fjár- málafræði í vor. „Það var strembið að vera í skólanum jafnt á veturna sem sumrin og spila með skólalið- unum, en ég er mjög þakklát fyrir allt námið, sem varla er hægt að stunda nema að fá fullan styrk, hef lært mikið og gaman er að nýta það í starfi.“ Hún leggur áherslu á að allur kostnaður hafi verið greiddur, s.s. skólagjöld, bækur, húsnæði og allt sem viðkom körfuboltanum. Í Wyoming spilaði Dagný með skólaliðinu í sterkari og jafnari deild en áður og fór með liðinu í úrslita- keppni 64 liða, „marsfárið“ (e. March Madness) eins og það er kall- að. „Veturinn í fyrra var algjört æv- intýri, við sigruðum í okkar riðli og náðum því í úrslitakeppni bestu há- skólaliða Bandaríkjanna. Það var frábær reynsla og kórónaði veruna úti.“ Háskólar í Bandaríkjunum eru misjafnir og áherslurnar með ólík- um hætti. „Möguleikarnir eru miklir og íþróttafólk getur almennt fundið eitthvað við sitt hæfi,“ segir Dagný. „Ég hvet körfuboltafólk til þess að íhuga þetta, því reynslan af því að spila í Bandaríkjunum skilar sér vel í auknum gæðum hérna heima.“ Hún býr í Hveragerði, starfar sem fyrirtækjaráðgjafi hjá Ernst & Yo- ung í Reykjavík og spilar körfubolta með Fjölni í efstu deild kvenna. „Ég byrja daginn í bílnum snemma á morgnana og lýk honum á sama stað seint á kvöldin, en það er gam- an þegar nóg er að gera.“ Hún seg- ist hafa farið í Fjölni vegna þess að hún hafi viljað spila í efstu deild, hafi litist vel á þjálfarana, markmið þeirra og uppbyggingarstarf félags- ins. „Mikil áhersla er lögð á yngri stelpurnar með framtíðina í huga og gaman er að taka þátt í að efla ungu stelpurnar og lyfta körfuboltanum á hærra stig.“ Skólastyrkir koma sér vel - Dagný Lísa reynslunni ríkari og valin í landsliðið Árangur Dagný Lísa Davíðsdóttir stóð sig vel í Bandaríkjunum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Dugleg Dagný starfar sem fyrirtækjaráðgjafi hjá Ernst & Young í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.