Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.11.2021, Qupperneq 2
Segðu mér frá þessum tónleikum.
Í raun eru þetta útgáfutónleikar því við gáfum út jóla-
plötu í fyrra, Jól með Jóhönnu, sem var flott og grand
plata. Vegna Covid hélt ég ekki útgáfutónleika í fyrra en
ákvað nú í samstarfi við Senu að skella mér í þetta. Það
verður hólfaskipting og hraðpróf.
Hvað ætlar þú að syngja?
Ég syng öll lögin á plötunni og fleiri. Þarna eru fimm eldri erlend
jólalög og síðan fimm ný sem samin voru sérstaklega fyrir plöt-
una. Ég var þakklát að fá þessar kanónur í þetta því það er kúnst
að semja gott jólalag. Jón Jónsson sló í gegn með lagið Löngu
liðnir dagar. Svo verða tvö glæný jólalög á dagskrá, og þess má
geta að tónleikarnir verða líka í streymi fyrir þá sem ekki
treysta sér á staðinn.
Þú heldur tónleikana nú í lok nóvember, viltu
vera fyrst til að koma jólaanda í þjóðina?
Já, það má segja það. Það er nú fyrsti í aðventu og það er til-
valið að halda tónleika þá.
Ertu sjálf farin að hlusta á jólalög?
Já, ég er mikið jólabarn og hef verið það frá æsku. Ég elska
jólin og er heppin að vinna sem söngvari og skemmtikraftur
því þá fær maður að byrja snemma að undirbúa jólin.
Ertu nokkuð orðin leið á jólalögunum loks
þegar þú stígur á svið?
Nei, alls ekki, ég syng jólalög bara um tvo, þrjá mánuði á
ári, með æfingum og öllu.
Þegar fólk labbar út í myrkrið eftir tón-
leika, hvað viltu að það taki með sér?
Ég vil að fólk skemmti sér vel og gleymi sér svolítið í
þessum takmörkunum sem eru í gangi. Ég vil að fólk fái
smá jól í hjartað.
Ljósmynd/Mummi Lú
JÓHANNA GUÐRÚN
SITUR FYRIR SVÖRUM
Jól í hjartað
Í FÓKUS
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.11. 2021
Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is
Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995
Fljót, örugg og persónuleg þjónusta
Allar almennar bílaviðgerðir
STIGA
ST5266 P
40 ár
á Íslandi
Hágæða
snjóblásarar
Fjölbreytt úrval
Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is
VETRARSÓL er umboðsaðili
Gulltryggð gæði
Ég gæti nýtt plássið hér til að tala um viðbjóðinn í kringum blóðmerar,
orð sem ég hafði reyndar aldrei áður heyrt. Nú eða áróður gegn bólu-
setningum. Kannski nýja afbrigðið af Covid? Æ, ég læt aðra um það.
Ég ætla frekar að segja ykkur sögur af bíræfnum bílaþjófum!
Þótt ótrúlegt megi virðast hefur bíl mínum, bíl mömmu og bíl pabba öllum
verið stolið. Reyndar náði minn þjófur ekki að stela bílnum alveg því hann dó
áfengisdauða áður og auk þess tókst honum ekki að tengja fram hjá eins og
gert er í bíómyndum. Hann reyndi þó, og vírar stóðu út í allar áttir!
Það var haustið 1995; ég var ung
og nýkomin heim úr námi. Átti
minna en engan pening og hafði
keypt mér ódýrasta og ljótasta bíl
veraldar; húðlitaðan Skoda Rapid.
Ekki minnist ég að hann hafi verið
sérlega hraðskreiður þrátt fyrir
nafnið, og hann virtist vera gerður
úr hörðum pappa. Bílstjórahurðin
lokaðist ekki og keyrði ég gjarnan
um með vinstri hendi á hurðinni svo
hún stæði ekki galopin á ferð. Með
hægri stýrði ég og skipti um gíra til
skiptis.
Alla vega, morgun einn kom ég út
og blasti þá við mér ókunnugur mað-
ur í farþegasætinu. Hann hefur líklega reynt að stela mínum ljóta bíl því
hann hefur verið eini ólæsti bíllinn á þeirri fínu götu, Bergstaðastræti. Mér
datt aldrei í hug að neinn myndi girnast hann!
Mömmu bíll hvarf líka seint á síðustu öld. Löggan fór á stjá þá um nóttina
og kom auga á bílinn á ferð og upphófst mikill eltingaleikur sem endaði með
árekstri bílanna tveggja. Í ljós kom að bílstjórinn var fimmtán ára strákling-
ur sem hafði fyrir rælni komist yfir lyklana sem hann hafði tekið traustataki
úr skrá skottsins þegar hann var að bera út Morgunblaðið. Hann hafði greyið
fengið bílinn „lánaðan“ margsinnis á nóttunni og farið á rúntinn. Mamma
hafði einmitt undrað sig á því í margar vikur hve miklu bíllinn eyddi! Faðir
hans mætti heim með lúpulegan dreng til að biðjast afsökunar og var honum
snarlega fyrirgefin strákapörin.
Pabba bíl var stolið dag einn þar sem honum hafði verið lagt fyrir utan
læknastofu hans í Mjódd. Hann uppgötvaði allt í einu að lyklarnir væru
horfnir úr jakka sínum sem hékk á snaga, leit út um gluggann og sá að bíllinn
var horfinn. Lögreglan var ekki lengi að hafa upp á þessum bíræfna þjófi og
fann hann þar sem hann var í óða önn að taka golfsettið hans pabba úr skott-
inu. Hann hafði nefnilega skráð sig inn með kennitölu við komuna!
Þrír bíræfnir
bílaþjófar
Pistill
Ásdís
Ásgeirsdóttir
asdis@mbl.is
’
Lögreglan var ekki
lengi að hafa upp á
þessum bíræfna þjófi og
fann hann þar sem hann
var í óða önn að taka
golfsettið hans pabba úr
skottinu.
Guðrún Harðardóttir
Eitthvað persónulegt.
SPURNING
DAGSINS
Hver er
besta
jólagjöfin?
Magnús Jónsson
Að vera með fjölskyldunni.
Jóhanna Guðbrandsdóttir
Einhver upplifun.
Halldór Jónsson
Eitthvað í hörðum pakka eins og
borvél. En ég fæ örugglega eitthvað
mjúkt.
Ritstjóri
Davíð Oddsson
Ritstjóri og
framkvæmdastjóri
Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri
og umsjón
Karl Blöndal kbl@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Forsíðumyndin er frá AFP
Jóhanna Guðrún heldur jólatónleika í Háskólabíói og í
streymi sunnudaginn 28. nóvember ásamt átta manna
hljómsveit í stjórn Ingvars Alfreðssonar. Sérstakir gestir
verða Eyþór Ingi og Sverrir Bergmann. Miðar fást á tix.is.