Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.11.2021, Síða 12
INNLIT
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.11. 2021
Í
búðin er staðsett á annarri hæð hússins en á fyrstu hæð-
inni rekur tískuhúsið Chanel verslun. Þetta er á sama
stað og fyrsta hattabúð tískuhússins var til húsa. Stiginn
upp í íbúðina er sögufrægur en speglarnir sem prýða
veggina þóttu framandi þegar þeir voru settir upp á sín-
um tíma. Speglarnir og stigagangurinn upp í íbúðina endur-
spegla þó ekki íbúðina sjálfa. Á meðan stigagangurinn er glam-
úrinn holdi klæddur er íbúðin notaleg. Þar ríkir ákveðið „zen“
sem fólk í nútímasamfélagi er oft að reyna að framkalla heima
hjá sér en nær sjaldnast. Anganin, stemningin og uppröðun á
húsgögnum gerir það að verkum að þig langar helst að leggjast
upp í sófa, grípa bók úr stóru bókahillunni á bak við sófann eða
láta þig dreyma. Þegar mér var boðið í heimsókn nýtti ég hverja
sekúndu til að grandskoða umhverfið og voru öll skilningarvit á
yfirsnúningi.
Munaðarlaus 12 ára stúlka
Gabrielle Chanel, eða Coco eins og hún var kölluð, átti skjól á
þessum stað og þangað var ekki hverjum sem er boðið. Hún
fæddist 1888, lifði í 88 ár og kvaddi í janúar 1971. Það sem vekur
athygli er að hún giftist aldrei og eignaðist ekki afkvæmi. Hún
naut þó heilmikillar karlhylli og var eftirsótt hjá vel tengdum og
ríkum mönnum. Það eru líklega ótal ástæður fyrir því að ekkert
ástarsamband endaði með hjónabandi, en ætli stærsta ástæðan
Hér er Coco Chanel ásamt dans-
aranum Jacques Chazot. Myndin
var tekin eftir að hún sýndi vor og
sumarlínu sína í París í janúar 1968.
Á myndinni er hún klædd í hina
klassísku Chanel-dragt, með belti
og tvö síð hálsmen. Þessi stíll ein-
kenndi hana öll hennar fullorðinsár.
STF / AFP
Íburðarmikil
íbúð Coco
Chanel í París
Íbúð Gabrielle Chanel við 31 rue Cambon í París er töfrandi. Stór húsgögn,
þykk teppi, speglar og gulir veggir eru í aðalhlutverki ásamt ógrynni af
skrautmunum og kínverskum veggklæðningum. Í þessari fjögurra herbergja
íbúð gaf hún ímyndunaraflinu lausan tauminn og lagði grunn að næstu stór-
sigrum tískuheimsins. Það er eftirsóknarvert að koma í íbúð tískuhönnuðar-
ins sáluga en þangað kemst fólk ekki inn nema því sé boðið sérstaklega.
Marta María Winkel Jónasdóttir mm@mbl.is
Aðalstofan státar af stórum gulum sófa sem er extra
djúpur. Í þessum sófa lá Chanel og las bækur og
hugsaði um lífið. Í kringum sófann eru borð með ótal
smáhlutum sem höfðu tilfinningalegt gildi fyrir hana.