Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.11.2021, Síða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.11.2021, Síða 14
INNLIT 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.11. 2021 sé ekki sú að hún missti móður sína 12 ára gömul. Það markaði tímamót. Í stað þess að alast upp hjá ekklinum föður sínum gafst hann upp og sendi hana á heimili fyrir munaðarlaus börn. Þar átti hún dapurlega æsku. Það er ekki ósennilegt að þessi ár hafi mótað hana og gert það að verkum að hún gerði hlutina á sinn hátt, ekki eftir uppskrift annarra. 31 rue Cambon Á 31 rue Cambon réð Chanel ríkjum og hagaði sér eins og hana sjálfa lysti. Innismókurinn var ekki búinn að skila skömminni og til þess að íbúðin ilmaði ekki eins og gamall öskubakki úðaði hún Chanel N°5 yfir viðarkubbana sem hún brenndi í arninum. Þetta var náttúrulega fyrir tíma ilmkertanna en í dag er þess gætt að ilmurinn af þessu þekktasta ilmvatni heims finnist vel þegar stig- ið er inn í íbúðina. Þótt Chanel ætti þessa glæsilegu íbúð á besta stað í París þá gisti hún á Ritz-hótelinu í 34 ár. Íbúðin var því eins konar griða- staður þar sem hún hlóð batteríin, tók á móti fólki og lét hugann reika. Las bækur og hugsaði. Sótti innblástur til Kína Veggir forstofunnar eru klæddir með kínverskum viðarplötum sem eru skreyttar með drekum og táknum sem oft hefur mátt sjá bregða fyrir í hönnun Chanel. Hún var hrifin af munum frá Kína og sjást þeir víða í íbúðinni. Í forstofunni er hvíti stóllinn sem sem Chanel var mynduð í 1937. Um er að ræða antik-stól með hvítu satín-áklæði. Eftir myndatökuna hvarf stóllinn og enginn hafði hugmynd um hvað hefði orðið af honum. Það var svo ekki fyrr en á níunda áratugnum að Karl Lag- erfeld heitinn, einn helsti hönnuður Chanel í gegnum árin, fann stólinn á uppboði á Monte Carlo og þá var honum komið fyrir í anddyri íbúðarinnar. Síðan þá hefur stóllinn verði notaður í aug- lýsingar fyrir Chanel og þykir hann kalla fram stemningu liðins tíma. Allt af öllu Hlutir úr ólíkum áttum búa til heillandi heim. Chanel hafði mik- inn áhuga á Kína þótt hún hefði aldrei komið þangað og sótti í hluti þaðan eins og kínversku klæðningarnar á veggjunum segja til um. Hún dýrkaði líka Feneyjar á Ítalíu eftir að hafa ferðast þangað í fyrsta skipti 1920 og svo kunni hún að meta verk frá Grikklandi til forna og Egyptalandi. Í íbúðinni má sjá risastórar bergkristalsljósakrónur og bar- okkspegla sem fara vel við stórt og ríkulegt bókasafn Chanel. Í aðalstofunni er stór ljósgulur flauelssófi sem Chanel naut þess að liggja í og lesa. Það fór vel um hana í sófanum því sófinn er extra djúpur. Bækurnar í hillunum á bak við sófann eru af ýmsum toga. Það er óvenjulegt að sjá grunnar bókahillur á bak við sófa Stiginn upp í íbúðina er sögufrægur. Hann endurspeglar þó ekki stemninguna sem rík- ir í íbúðinni sjálfri. Fyrir ofan arininn er risastór stytta af Maríu mey sem fer ágætlega við spegilinn og veggklæðningarnar. Chanel var mjög hrifin af munum frá Kína, Feneyjum og Grikklandi. Hér má sjá borðstofuna. Borðstofuborðið er lítið með pláss fyrir sex manneskjur. Á bak við er hins- vegar íburðarmikið marmaraborð á fótum sem eru listaverk. Fyrir ofan eru speglar. Takið eftir hvernig öllu er raða upp þannig að það speglist.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.