Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.11.2021, Side 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.11.2021, Side 15
28.11. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 en þannig vildi hún hafa heima hjá sér. Í miðju bókaveggsins eru aðeins lægri hillur og þar fyrir ofan er stór spegill í ramma. Sá spegill er í takt við aðra spegla í íbúðinni sem komið er fyrir á mismunandi stöðum til að búa til meiri dýpt. Fyrir gluggunum eru ljósar þykkar gardínur en þegar þær eru dregnar frá er hægt að opna stóra glugga upp á gátt. Á milli glugganna er stór spegill og fyrir framan hann borð og lampi ásamt skrautmunum. Í stofunni eru einnig nokkur borð sem eru þakin af smáhlutum sem gaman er að skoða. Í stofunni eru líka kínversk skilrúm sem eru í stíl við veggklæðningar sem eru í öðrum herbergjum. Við hliðina á aðalstofunni á hægri hönd er önnur stofa. Hún er með svipuðum klæðningum og forstofan og þar er einnig arinn, stór bókahilla og ljónastytta sem oft sést í einhverri mynd í hönn- un Chanel. Veggirnir eru listaverk og því þarf ekki mikið magn af húsgögnum til að fylla út í rýmið. Hvítur þriggja sæta antík- sófi prýðir þessa stofu og þar er einnig stór kristalsljósakróna en saman býr þetta til sterka og notalega heild. Í íbúðinni er borðstofa með borðstofuborði í miðju herbergi. Þar geta sex manneskjur setið til borðs. Þótt Chanel fengi gesti var hún ekki hrifin af of stórum boðum og vildi geta einbeitt sér að gestunum. Þetta með að koma svona fáum fyrir við borðið var útpælt. Í borstofunni fá gulir veggir að njóta sín. Fyrir utan kristalsljósakrónu sem hangir í miðju herbergi eru stóru út- skornu speglarnir í gullrömmunum sem setja mestan svip á borðstofuna. Fyrir neðan þau eru stór borð með marmaraplötu. Í miðjunni fyrir ofan arininn er svo myndarleg stytta sem hrífur fólk með sér. Gestalistinn á 31 rue Cambon var fjölbreyttur en vinir Coco Chanel voru allt frá Salvador Dalí yfir í Elizabeth Taylor. Íbúðin er þrungin af minningum, sögu og menningu sem sjaldséð er hérlendis. Það er kannski þess vegna sem heimsókn í þessa íbúð var jafnmikil upplifun og hún var. Hér er horft úr hliðarstofunni inn í aðalstofuna. Veggklæðn- ingin var sett þannig á vegginn að munstrið yrði ekki van- skapað ef hurðin væri opnuð. Í forstofunni eru kínverskar veggklæðningar á veggjunum. Í miðj- unni er spegill með afar fallegu gylltu borði. Hvíti antik-stóllinn sem Chanel var mynduð í á sínum tíma sést í speglinum. Það var Karl Lagerfeld heitinn sem fann þennan stól á uppboði á níunda áratugnum og þá var honum komið fyrir í íbúðinni. Ein af kristalskúlunum á borðinu hékk einu sinni í ljósakrónunni. Þegar hún datt niður var henni komið fyrir á borðinu ásamt öðru skrauti sem býr yfir sögu fyrri tíma.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.