Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.11.2021, Qupperneq 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.11.2021, Qupperneq 28
London. AFP. | Ný sýning var opnuð í vikunni í London þar sem farið er ofan í feril söngkonunnar Amy Winehouse, sem lést fyrir áratug úr áfengiseitrun aðeins 27 ára að aldri. Sýningin er í hönnunarsafn- inu Design Museum og nefnist „Amy: Beyond the Stage“. Þar er upphaf ferils hennar rakið í gegn- um upptökur söngkonunnar og dagbækur frá unglingsárunum gefa innsýn í sköpunargáfu henn- ar. Maria McLintock aðstoðarsýn- ingarstjóri sagði að Winehouse hefði skilið eftir sig mikla og fjöl- breytta arfleifð í tónlist og tísku. „Við reynum að segja sögu hennar sem skapandi einstaklings, en einnig sem ótrúlegs tónlistar- manns og tískufyrirmyndar. Við stillum einnig upp fágætum mun- um sem aðdáendur hennar kunna að hafa heyrt um, en hafa ekki séð áður,“ sagði hún. Á sýningunni eru handskrifaðir textar frá óútgefnum prufuupp- tökum og fyrsti gítarinn sem hún keypti þegar hún var unglingur. Winehouse skar sig úr á margan hátt. Hún var alsett húðflúri, hárið eins og býkúpa á höfði hennar og rám röddin eins og hún bærist úr reykfylltu herbergi. Frægð hennar var innsigluð með plötunni „Back to Black“, sem kom út árið 2006 og seldist í bílförmum á Bretlandi 2007. Á henni var eitt frægasta lag Óður til Winehouse Söngkonan Amy Winehouse er heiðruð með sýningu í London þar sem rakin er saga hennar og sjá má fágæta muni frá ferlinum á borð við handskrifuð textablöð og fyrsta gítarinn. Sýningin gefur tækifæri til að leggja mat á gildi Winehouse og áhrif á tónlistar- heiminn tíu árum eftir sviplegt andlát söngkonunnar. Ljósmyndir af Winehouse eftir Jake Chessum, Karen Robinson and Phil Knott. 28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.11. 2021 LESBÓK Í DAGSLJÓSIÐ Platan „Toy“ með David Bowie lá óhreyfð uppi í hillu í tvo áratugi vegna deilu milli hans og útgefandans Virgin, en í þessari viku lítur hún loks dagsljósið. Hörðustu aðdáendur hafa vitað af plötunni, sem var tekin upp árið 2000 eftir að hann hélt annálaða tónleika á tónlistarhátíðinni í Glastonbury á Bretlandi. Á plötunni greip Bowie til laga sem hann samdi áður en lagið Space Oddity skaut honum upp á stjörnuhimininn, og setti þau í nýjan búning. Bowie fékk hugmyndina eftir að hann prófaði að spila lagið „Can’t Help Thinking About Me“ með hljóm- sveit sinni. Hann var ekki ánægður með textann („Verstu línur sem ég hef nokkru sinni skrifað“) en lagið var honum að skapi. Platan er hluti af kassa með verk- um Bowies milli 1992 og 2001 og kemur út í auk- inni sérútgáfu á nýju ári. Bowie lést 2016. Leður- klæddur Bowie á sviði. AFP GRAMMY Justin Bieber, Billie Eilish og Olivia Rodrigo voru meðal gamalla brýna og nýstirna, sem tilnefnd voru til Grammy- verðlauna í vikunni, en flestar tilnefningar, 11 alls, fékk Jon Batiste, R&B- og djass- tónlistarmaður með meiru. Batiste fékk Ósk- arsverðlaun fyrir tónlist sína við teikni- myndina „Sál“. Bieber er tilnefndur til átta verðlauna og Eilish til sjö líkt og Rodrigo, sem varð þekkt fyrir að leika í efni á Disney- rásinni og sló í gegn á árinu með laginu „Dri- vers License“. Þá hlaut Ólafur Arnalds tvær tilnefningar. Grammy-verðlaunahátíðin verður haldin í Los Angeles 13. janúar. Djassari fær flestar tilnefningar Líkur eru á að Jon Batiste hreppi Grammy-verðlaun. AFP Hús Mandelas er mikið breytt. Heimili Man- delas nú hótel ÞJÓÐHETJA Heimili Nelsons Mandelas, sem átti snaran þátt í að aðskilnaðarstefnan var afnumin í Suður-Afríku og var fyrsti svarti forseti landsins, hefur verið breytt í hótel þar sem eftirlætismaturinn hans er meðal rétta á matseðlinum. Mandela flutti inn í húsið í Jó- hannesarborg skömmu eftir að hann var látinn laus úr fangelsi og bjó þar í átta ár. Þegar hann flutti inn bauð hann nágrönnunum í drykki og snittur til að kynna sig. Hermt er að nágranni af kínversk- um uppruna hafi skellt á hann er hann bankaði upp á. Þegar hann áttaði sig á hver var á ferð hefði honum verið brugðið og skömmu síðar hefði hann flutt svo lítið bar á. Gefa út týndu plötuna „Toy“

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.