Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.11.2021, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.11.2021, Blaðsíða 32
SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 2021 Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is Opið virka daga 10-18, laugardaga 11-15 Sýningarrými Occhio á Íslandi er í Casa, Skeifunni 8. LÝSTU UPP skammdegið með Íslenska heimildamyndin Hækkum rána eftir Guðjón Ragnarsson í fram- leiðslu Sagafilm hefur verið sýnd í tíu kvikmyndahúsum í Finnlandi und- anfarið. Glimrandi dómum rignir yfir myndina þarlendis. Henrik Dettman, þjálfari karlalandsliðs Finnlands, hafði séð myndina og hvatti alla körfuknattleiksáhugamenn að sjá hana. Myndin gerir það gott víðar, en hún tók þátt á barnakvikmyndahátíð- inni Filem‘on í Belgíu þar sem mynd- in sótti tvenn verðlaun, besta myndin valin af 8-13 ára dómnefnd og besta heimildamyndin valin af faglegri dómnefnd. Staða stúlkna í íþróttum „Það er ótrúlega gaman að sjá þessa mynd fá þá umræðu sem okkur þykir hún eiga skilið. Í Finnlandi var rætt um þau þemu sem eru í myndinni, stöðu stúlkna í íþróttum, aðstöðumun hjá drengjum og stúlkum innan íþróttahreyfinga og jafnrétti innan íþrótta. Stúlkurnar sem höfnuðu verðlaununum hafa fengið mikið hrós fyrir hugrekki þar. Myndin opnar á löngu tímabæra málefnalega umræðu en ekki persónulega eins og varð raunin hér á landi. Myndin er á fleygiferð í dreifingu, vann til verð- launa í Ástralíu nýverið og opnar í Bandaríkjunum í desember,“ segir Margrét Jónasdóttir, framleiðandi myndarinnar. Heimildamyndin Hækkum rána er að vekja mikla athygli í Finnlandi og hefur unnið til tvennra verðlauna í Belgíu. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Hækkum rána á fleygiferð Finnar eru hrifnir af Hækk- um rána en myndin er að gera það gott víða um heim. Landbúnaður framtíðarinnar var til skoðunar í Morgun- blaðinu sunnudaginn 24. nóv- ember og var fjallað um fram- tíðaráætlun sérfræðinga Ford-verksmiðjanna þar sem horft var til ársins 2000. „Hinn duglegi bóndi framtíðarinnar verður hámenntaður sérfræð- ingur sem býr yfir ótrúlegri þekkingu og hefur yfir stórkost- legum tækjum að ráða,“ sagði í niðurstöðum sérfræðinganna. Sáu þeir fyrir sér traktora, sem ekki þyrftu stjórnanda, mjólk yrði búin til úr gulrótum og baunum, kýr myndu eignast 1.000 afkvæmi og gler- eða plasthvelfingar þekja fleiri ekrur ræktarlands. Þá yrðu vélar með rafeindaaugu notaðar til að skjóta niður fræjum í jörðina og þau yrðu húðuð með efna- blöndu þannig að þau byrjuðu að vaxa á réttum tíma. Gervihnett- ir myndu senda skýrslur um ástand akra. Hlandi úr dýrum yrði skolað í sérstakan geymi þar sem það yrði hreinsað og notað sem drykkjarvatn fyrir þau. Dráttarvélar myndu stjórnast af litlum tölvum og mannlegur stjórnandi myndi sitja í góðum hægindastól í loftræstu húsi og hafa bæði matarhitunaráhöld, ísskáp og sjónvarp, sagði í þess- ari djörfu sýn á framtíðina. GAMLA FRÉTTIN Djörf sýn á framtíðina Þannig sáu sérfræðingar Ford fyrir sér stjórnstöð í traktor árið 2000. ÞRÍFARAR VIKUNNAR Lior Raz ísraelskur leikari Gylfi Þór Þorsteinsson forstöðumaður sóttvarnahúsa Björn Rúnar Lúðvíksson læknir

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.