Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.11.2021, Qupperneq 11
28.11. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11
tungumálið,“ segir hún og segir Guðna ekki
hafa viljað koma með í slík ferðalög en að hann
hafi alltaf stutt hana.
„Ég fór svo seinna ein í sjö vikna bakpoka-
ferð til Vestur-Afríku. Þetta er ekki hans
áhugamál og það væri ekki gott að draga hann
með mér í eitthvað sem hann vill ekki gera.“
Ertu þá meiri ævintýramanneskja en hann?
„Alla vega hvað þetta varðar. En hann er
nýbúinn að fara upp í þyrlu með Landsbjörg,
en það myndi ég aldrei gera,“ segir hún og
hlær.
Eliza hefur lært margt á ferðum sínum um
heiminn.
„Ég er núna bjartsýnni um heiminn eftir
þessi ferðalög og finnst 99% af fólki vera gott
fólk.“
Annað stórt áhugamál og vinna hjá Elizu er
að halda árlegt bókmennta- og ritlistar-
námskeið hér á landi, en hún stofnaði Iceland
Writers Retreat árið 2012 ásamt vinkonu sinni
Ericu Green.
„Við erum með tvö markmið; að bjóða upp á
skemmtileg ritlistarnámskeið á ensku og að
kynna íslenskan bókmenntaarf fyrir erlendum
gestum. Þetta er mjög gefandi og skemmti-
legt.“
Fólk virðir einkalíf okkar
Árið 2016 var ljóst að Ólafur Ragnar Grímsson
forseti gæfi ekki aftur kost á sér. Fólk víða að
úr samfélaginu hvatti Guðna til að bjóða sig
fram og ákvað hann að slá til.
Fannst þér þetta strax góð hugmynd?
„Já. Fyrst og fremst af því mér fannst að
hann yrði frábær forseti. Þetta er eins og þeg-
ar ég setti alla miðana í bollann hans; þegar ör-
lögin banka upp á, þá á að grípa tækifærið. Ég
hugsaði það þannig að ef hann vildi gera þetta
og héldi að hann gæti gert þetta vel, hverju er
þá að tapa? Ef hann myndi tapa kosningunum
myndum við bara halda áfram með okkar góða
líf. Og ef hann hefði ekki boðið sig fram, hefði
hann kannski alltaf séð eftir því,“ segir hún.
„Það að vera þjóðhöfðingi á Íslandi veldur
ekki stórvægilegum breytingum á högum fjöl-
skyldunnar. Lífið breytist, en ekki jafn mikið
og það myndi gera í öðrum löndum hjá þjóð-
höfðingjum. Fólk hér virðir einkalíf okkar.“
Brenn fyrir jafnréttismálum
Um leið og Guðni var kjörinn forseti fékk Eliza
það hlutverk að vera forsetafrú, hlutverk sem
er hvergi skilgreint og ekki skýrt í hverju
skyldurnar felast.
Nú eru liðin rúm fimm ár síðan þú fékkst
þetta hlutverk. Hvað hefur komið mest á
óvart?
„Það er erfitt að segja því ég vissi í raun ekki
um hvað hlutverkið snerist. Það er engin hand-
bók um hvernig á að vera maki þjóðhöfðingj-
ans. En þetta eru mikil forréttindi og mér
finnst ég heppnasta manneskja í heimi að fá að
sinna þessu hlutverki og fá þau tækifæri sem
ég fæ. Fyrst var ég óörugg; ég vissi ekki hvað
ég mætti eða mætti ekki gera. Ég er mann-
eskja sem vill fylgja reglum. Fólk ber mikla
virðingu fyrir embættinu og ég vildi finna hinn
gullna meðalveg; ég vildi sinna hlutverkinu
með sóma og virðingu en um leið vildi ég vera
ég sjálf. Af því ég kann ekki að vera neitt annað
en ég sjálf. En auðvitað tekur tíma að aðlagast
nýju hlutverki og ég lærði margt. Ég brenn
fyrir jafnréttismálum en hugsaði fyrst að ég
væri bara í ræðupúlti vegna starfs mannsins
míns. Mér fannst það kaldhæðið að tala um
jafnrétti frá þessari stöðu, en ákvað svo að það
væri bara bull. Maður er með alls konar for-
réttindi í lífinu; sumir frá fæðingu. Ég ákvað
frekar að nýta mér stöðuna og tala um jafnrétti
og vera bara ég sjálf. Það er bæði heiður og
forréttindi að sinna þessu hlutverki og ég geri
það með glöðu geði, en mér finnst ekki að það
eigi að leggja kvaðir á maka þjóðhöfðingja,“
segir Eliza og segir stundum óþægilegt að fá
athugasemdir við útlit sitt, hár eða klæðnað.
„Yfirleitt eru athugasemdirnar ekki illa
meintar,“ segir Eliza sem segist gjarnan klæð-
ast notuðum fötum því það sé umhverfisvænt
og ákvað hún að taka ekki til sín skoðanir ann-
arra um klæðaburð sinn.
Þú segir skemmtilega frá í bókinni að þú
þurftir að læra að fara úr hlutverki Elizu sem
skiptir um pissulök yfir í Elizu sem fer í skó-
síðan kjól og lætur mynda sig í fréttum. Þann-
ig að þú ert í tveimur ólíkum hlutverkum í
dag?
„Já, en samt er þetta sama Eliza. Ég er
sama manneskjan í báðum hlutverkunum.“
Konur og hrútskýringar
Talið víkur að aðalefni bókarinnar, jafnrétti.
„Mér finnst þetta svo mikilvægt málefni og
það er jákvætt í okkar samfélagi að við erum
ekki að tala um hvort kynjajafnrétti sé mikil-
vægt heldur frekar hvernig við eigum að ná
því betur fram. En það er ekki þannig í öllum
samfélögum. Með þessari bók vona ég að fólk
sjái að jafnrétti er betra fyrir alla og allt sam-
félagið,“ segir hún og segir afar mikilvægt að
konur taki sitt pláss.
„Konum er kennt að taka minna pláss og
byrja gjarnan á að afsaka sig. Þeim er kennt
að hugsa fyrst um aðra en sjálfa sig. Stelpur fá
oft hrós fyrir að vera sætar og fínar en strákar
fyrir að taka frumkvæði eða vera fyndnir,“
segir Eliza og segir stúlkur sem fá slíkt upp-
eldi haldi áfram að taka lítið pláss sem full-
orðnar konur.
Eliza vill ekki einungis að íslenskar konur
taki meira pláss og láti raddir sínar heyrast,
heldur líka konur af erlendum uppruna sem
hér búa.
„Ég get að því leyti verið fyrirmynd. Því
eldri sem ég verð, því mikilvægari finnst mér
fyrirmyndir. Það er mikilvægt að sýna að allir
Íslendingar eru ekki með hvíta húð og heita
Guðrún eða Jón. Ég tala auðvitað með hreim
og tala ekki alltaf rétt, en þú skilur hvað ég er
að segja.“
Eliza nefnir einnig að bæta þurfi hlut
kvenna í viðskiptaheiminum.
„Ég held að allar íslenskar konur hafi lent í
hrútskýringum,“ segir hún.
„Við þurfum að gæta jafnvægis í íslensku at-
vinnulífi. Þess vegna er gott að hafa félög eins
og Félag kvenna í atvinnulífinu sem byggja
upp tengslanet kvenna. Ég ræði um það í bók-
inni ásamt því að tala um fyrirmyndir og
kynjakvóta. En það sem kom kannski mest á
óvart sem ég sá reyndar eftir á, var að kon-
urnar sem ég tók viðtöl við töluðu ekki mikið
um vandamál við að finna jafnvægi milli vinnu
og heimilislífs, en erlendis er þetta oft nefnt
sem stærsta áskorun kvenna. Það er erfitt að
vera í ábyrgðarstöðu og reka heimili, og á ekki
bara að hvíla á herðum kvenna en það er ekki
eins mikið vandamál hér og það finnst mér já-
kvætt,“ segir Eliza.
„Ég kalla bókina líka mitt ástarbréf til Ís-
lands því mér þykir svo vænt um landið. Ég
fæddist ekki hér fyrir tilviljun heldur þurfti að
ákveða að Ísland yrði landið mitt og því finnst
mér ég aðeins geta montað mig meira erlendis
af landinu. Ég er stolt að vera Íslendingur og
af því sem við erum að gera.“
Það er engin handbók!
Eliza skrifaði færslu á Facebook árið 2019 sem
vakti verðskuldaða athygli en þar stóð að hún
vilji ekki vera handtaska eiginmanns síns. Það
varð til þess að Eliza skrifaði um málið í grein í
New York Times.
Þar skrifar hún: Það er einkennileg staða að
vera maki þjóðarleiðtoga, að geta látið gott af
sér leiða fyrir samfélagið en vera um leið álitin
blítt viðhengi þjóðarleiðtogans....Mér gremst
þó enn þegar gengið er að nærveru minni vísri
frekar en farið fram á hana. Ég er ekki hand-
taska eiginmanns míns sem grípa má til þegar
hann þýtur úr húsi og sýnd hljóðlát honum við
hlið við opinberar athafnir.
„Ég hugsaði fyrst að ég mætti ekki skrifa
svona grein, en svo hugsaði ég, af hverju
ekki? Það er engin handbók! Ég hélt að fólk
myndi kannski gagnrýna mig en viðbrögðin
voru mjög góð. Ég treysti mínu eigin innsæi.
Þetta var mjög dýrmæt reynsla og margir
komu að máli við mig og sögðu að þeir hefði
hugsað það sama. Það var líka lærdómur í
þessu að þora að tala því ég áttaði mig á því
hversu margir vildu segja eitthvað svipað en
þyrðu ekki. Ég er í forréttindastöðu til að
tala um þessi mál, á meðan fólk víða um heim
sem er að berjast fyrir jafnrétti leggur líf
sitt að veði. Það er ekki staðan sem ég er í og
get því tekið sénsinn og það tekur í raun
ekki hugrekki til þess að segja það sem ég
sagði.“
Við förum að slá botninn í viðtalið. Eliza er
spennt að fylgja bókinni eftir í Bandaríkjunum
og kynna hana þar í febrúar en nú þegar hefur
Hillary Rodham Clinton skrifað jákvæða um-
sögn um hana sem sjá má á kápu bókarinnar.
„Ég mun svo halda áfram að vera virk sem
forsetafrú. Ég er mjög þakklát fyrir stöðu
mína í lífinu. Enginn dagur hjá mér er eins!“
„Ég kalla bókina líka mitt ástarbréf
til Íslands því mér þykir svo vænt
um landið. Ég fæddist ekki hér fyr-
ir tilviljun heldur þurfti að ákveða
að Ísland yrði landið mitt og því
finnst mér ég aðeins geta montað
mig meira erlendis af landinu,“
segir Eliza Reid forsetafrú Íslands.
Morgunblaðið/Ásdís
’
Fólk ber mikla virðingu fyrir
embættinu og ég vildi finna
hinn gullna meðalveg; ég vildi
sinna hlutverkinu með sóma og
virðingu en um leið vildi ég vera
ég sjálf. Af því ég kann ekki að
vera neitt annað en ég sjálf.