Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.11.2021, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.11.2021, Blaðsíða 8
VETTVANGUR 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.11. 2021 N ú geri ég ráð fyrir því að býsna marg- ir hafi séð myndband af söngkonunni Adele að faðma gamla kennarann sinn á tónleikum. Það var hjartnæm stund þegar hún var spurð um það hvaða fólk hefði haft mest áhrif á hana og enn fallegri þegar hún faðmaði enskukennarann sem fyrir var í salnum. Ég held að flestir eigi sér einhvern svona sem hefur náð til þeirra og dregið fram það besta í þeim. Eða að minnsta kosti náð að hafa einhverskonar stjórn á þeim. Kennara sem hafa verið kennarar af lífi og sál og ákveðnir í að komast í gegnum öll fíflalætin og gera okk- ur að betra fólki. Þegar ég byrjaði í Breiðagerðisskólanum fengum við kennara sem fylgdi okkur allan barnaskólann og skilaði okkur af sér í gaggó. Við fengum eldri konu – Betsy. (Það var reyndar ekki fyrr en mörgum árum seinna að við áttuðum okkur á því að hún var bara rúm- lega þrítug þegar hún byrjaði að kenna okk- ur.) Nú get ég alveg viðurkennt að ég var ekki einfalt barn í skóla. Mér fannst tímanum oft betur varið í að vera með fíflalæti og reyna að vera fyndinn. Námið var eiginlega aukaatriði. Það var ekki fyrr en löngu seinna sem ég átt- aði mig á því að sennilega hef ég verið óþol- andi og það sama átti klárlega við um besta vin minn sem var yfirleitt með mér í öllu því sem við hefðum ekki átt að vera að gera. Sem var sennilega meirihluti þess sem við tókum okkur fyrir hendur. En Betsy var ekkert að stressa sig á þessu. Hver einasti dagur, öll sjö árin, byrjaði með faðirvorinu og svo kenndi hún okkur nánast allt. Og gerði það vel. Einhverra hluta vegna held ég að ég muni meira úr tímum hjá henni en úr öllum gagnfræðaskólanum. Þá var ég reyndar kominn á kynþroskaaldurinn og eins og ég hef skrifað um áður var það skeið ekki hápunktur skólagöngu minnar. Ég minnist þess ekki að hún hafi brýnt raustina, sem þó hefur sennilega oft verið ástæða til. Ég geri að minnsta kosti ráð fyrir því enda gerðu allir hinir kennararnir það. Það þótti líka eðlilegt að kennarar létu stund- ur hendur skipta og ég man sérstaklega eftir því þegar söngkennarinn minn sló mig svo hraustlega utan undir að nýju gleraugun mín enduðu úti í glugga. Það þótti ekki í frásögur færandi nema helst vegna þess að ég sat í dyraröðinni. Ég man líka eftir því þegar eðlisfræðikenn- arinn minn henti mér út úr tíma með svo mikl- um látum að nýi Stranglers-bolurinn minn rifnaði. Þá hringdi mamma í skólann og sagði af sinni alkunnu kurteisi, að það væri líklega nauðsynlegt að halda uppi aga, en hvort kenn- arnir væru samt til í að skemma ekki fötin. Sumir kennarar þurfa aldrei að æsa sig og rífast við nem- endur. Þeir hafa önnur tök á þessu og vinna sér inn traust með því að halda ró sinni. Vinur minn sagði mér einu sinni frá því að hann hefði gengið framhjá stofunni okkar og heyrt Betsy segja af mikilli yfirvegun og fullkominni rósemi: „Jæja, Stein- grímur. Nú ert þú búinn að brjóta gleraugu kennarans. Hvað ætlarðu að gera næst?“ Það var aldrei meiri æsingur en það. Það gleður mig líka alltaf, þegar ég hitti kennara barna minna, að það sé til fólk sem hefur helgað sig því að reyna að skila þessum börnum aðeins klárari og betri út í lífið. Starf þeirra er ekki alltaf öfundsvert og örugglega stundum jafnvel vanþakklátt, og sennilega mætti maður vera duglegri við að hrósa og þakka fyrir það sem vel er gert. Í þessu sem öðru. Nú ætla ég ekki að segja að ég sé eitthvert ofurmenni en suma daga finnst mér hafa ræst merkilega vel úr mér. Það á ég að þakka Betsy og fleiri kennurum sem sáu í gegnum fíflalætin og vitleysuna og höfðu trú á því að mögulega væri hægt að koma mér til manns. Sýndu mér þolinmæði og virtust hafa trú á því að eitthvað væri í þennan dreng spunnið. ’ Sumir kennarar þurfa aldrei að æsa sig og rífast við nem- endur. Þeir hafa önnur tök á þessu og vinna sér inn traust með því að halda ró sinni. Á meðan ég man Logi Bergmann Eiðsson logi@mbl.is Fólk sem breytir lífi þínu Þ að er áhugavert að sex af tíu síðustu fyrirtækjum sem hlot- ið hafa Nýsköpunarverðlaun Íslands hafa beina tengingu við sjáv- arútveg. Sú staðreynd endurspeglar umfang og mikilvægi sjávarútvegs í íslensku efnahagslífi, og þörf greinarinnar til að hámarka afraksturinn af tak- mörkuðum gæðum og nota hug- verkin til að ná fram þeirri verð- mætasköpun. Fyrirtækin sex eiga þannig sinn þátt í að auka verðmæti sjávaraflans, en nýting á afla af Ís- landsmiðum er ein sú besta sem þekkist í heiminum. Vaxandi sess íslenskrar heilbrigðistækni Eitt fyrirtækjanna sex, Kerecis, hef- ur einnig beina tengingu við heil- brigðisgeirann, með bylting- arkenndum lækningavörum sínum sem unnar eru úr sjávarafurðum. Og Nýsköp- unarverðlaunin 2020 fóru sömu- leiðis til íslensks hugvits sem nýtist mjög í heilbrigð- isgeiranum, þegar fyrirtækið Cont- rollant hlaut þau fyrir lausnir sínar sem stuðla að öruggum flutningi lyfja, en mörg af stærstu lyfjafyrirtækjum heims eru á meðal viðskiptavina fyrirtækisins. Vöxtur þeirra hefur verið gríðarlegur og mun að öllum líkindum halda áfram. Fleiri íslensk nýsköpunarfyrirtæki hafa vakið verðskuldaða athygli fyrir heilbrigðistækni. Ekki þarf að fara mörgum orðum um magnaðan árang- ur Össurar í þróun stoðtækja; lausnir NoxMedical í þágu svefnrannsókna eru á heimsmælikvarða; og lausnir Sidekick Health, sem er í mikilli út- rás,gera samskipti heilbrigðisstarfs- fólks við sjúklinga mun skilvirkari og einfaldari, svo að aðeins þrjú dæmi séu nefnd. Þetta er ánægjuleg þróun sem von- andi heldur áfram. Í því samhengi má líka nefna að sigurverkefnið í Vís- inda- og nýsköpunarverðlaunum Há- skóla Íslands síðastliðið sumar sner- ist um nýtt lyfjaform fyrir malaríu sem ekki þarf að gefa á sjúkrahúsum. Þá var Nýsköpunarþingið 2018 til- einkað heilbrigðistækni. Enginn vafi er því á því að heil- brigðistækni skipar vaxandi sess í ís- lensku nýsköpunarumhverfi. Snjöll heilbrigðisþjónusta Við erum öll sammála um mikilvægi þess að halda uppi heimsklassa vel- ferðarþjónustu fyrir alla landsmenn. Á sama tíma fer meðalaldur þjóð- arinnar hækkandi og því verða að óbreyttu sífellt færri vinnandi hendur á bak við þann samfélagslega kostnað sem fylgir öflugu velferðarkerfi. Í stað þess að einblína á sífellda stækkun slíks kerfis, sem leiðir af sér aukna skattbyrði, er bráðnauðsyn- legt að nýta í auknum mæli mögu- leika nýsköpunar og snjallra tækni- lausna í þágu heilbrigðis og velferðar, fyrir okkur öll. Þetta er í mínum huga algjört grundvallaratriði. Við höfum ýmis tækifæri á þessu sviði til að veita betri þjónustu með lægri til- kostnaði og létta undir með starfs- fólki. Við þurfum að nýta okkur styrk- leikana sem felast í því að vera lítil og landfræðilega afmörkuð þjóð, óvenjulega tæknivædd og með sterka gagnagrunna á sviði heil- brigðismála. Og við þurfum sam- hentar aðgerðir til að mæta þeim tækifærum og áskorunum sem felast í stafrænu byltingunni sem nú stend- ur yfir. Við þurfum öflugt og gott sam- starf, ekki aðeins meðal vísinda- manna og heilbrigðisstarfsfólks, heldur einnig og ekki síður meðal sérfræðinga á sviði hugbúnaðar, verkfræði, lífupplýsingafræði, líf- tækni, viðskiptafræði, lögfræði og þannig mætti áfram telja. Við þurfum einnig að byggja upp samvinnu milli hins opinbera og at- vinnulífsins um öflugan stuðning við nýsköpun í þágu heilbrigðistækni og betra samfélags. Það er þekkt að þróun nýrrar tækni eða þjónustu á þessu sviði kallar oft á langvinnar rannsóknir og klínískar prófanir áður en tækni eða þjón- usta er sett á markað. Í mörg- um tilvikum er því þörf á þolinmóðu fjármagni áhættu- sækinna fjárfesta. Fjármögnunar- umhverfið fyrir nýsköpun hefur tekið stakkaskiptum hér á landi á undanförnum áratug eða svo, með til- komu nýrra fagfjárfesta, stór- auknum framlögum stjórnvalda í samkeppnissjóði, stórauknum endur- greiðslum á rannsóknar- og þróun- arkostnaði og nú síðast Kríu, öfl- ugum opinberum hvatasjóði fyrir vísifjárfestingar. Hið opinbera þarf að spila með Í drögum að stefnu í heilbrigðisþjón- ustu fyrir aldraða sem unnin var af Halldóri S. Guðmundssyni fyrir heil- brigðisráðuneytið og birt voru í sum- ar er að finna góða samantekt á mik- ilvægi nýsköpunar og tækni. Þar er dregið fram hve mikla áherslu hin norrænu ríkin hafa lagt á það sl. 10-15 ár að nýta nýsköpun og tækni til að veita betri heilbrigðis- þjónustu, ekki síst eldra fólki. Sem dæmi um lærdóm sem megi draga af þessum nágrannaþjóðum okkar er nefnt að kynna þurfi betur fyrir not- endum heilbrigðisþjónustunnar þær lausnir sem eru í boði, ekki síst tæknilegar lausnir sem færa þjón- ustuna nær notendum og auka sjálf- stæði og sjálfsbjörg einstaklinga. Staðan í nýsköpunar- og velferð- artækni hér á landi er sögð einkenn- ast af því hve dreifð og sundurleit starfsemin er. Þó eru einnig nefnd já- kvæð dæmi, svo sem um stefnu Reykjavíkurborgar og Akureyrar- bæjar um velferðartækni, og klasa- samstarf heilbrigðis- og velferðar- stofnana á Norðurlandi eystra um „Velferðartæknimiðstöð á Norður- landi“. Ef við ætlum að veita heimsklassa- heilbrigðisþjónustu þurfum við að vera í fararbroddi í nýsköpun í heil- brigðistækni og í því að nýta þær snjöllu lausnir sem í boði eru. Það er bæði nauðsynlegt sjálfu heilbrigðis- kerfinu og notendum þess. Snjallara heilbrigði Úr ólíkum áttum Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir thordiskolbrun@anr.is ’ Það er bráðnauðsyn- legt að nýta í stór- auknum mæli mögu- leika nýsköpunar og snjallra tæknilausna í þágu heilbrigðis og vel- ferðar, fyrir okkur öll. Hreinsum allar yfirhafnir, trefla, húfur og fylgihluti STOFNAÐ 1953 Háaleitisbraut 58–60 • 108 Reykjavík • haaleiti@bjorg.is www.facebook.com/efnalauginbjorg • Sími 553 1380

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.