Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.11.2021, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.11. 2021
HÖNNUN
INXX II
Glæsilegasta lína okkar til þessa.
INXX II
BLÖNDUNARTÆKI
Brushed brass
Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi
Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • tengi@tengi.is
Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is
vönduð efni og klassískan klæð-
skurð til dæmis,“ segir Sævar
Markús.
„Ásamt fatnaði er ég að vinna að
öðrum verkefnum eins og skart-
gripum og sérgerðum munum fyrir
heimili og er byrjaður að þróa ilm-
kerti og reykelsi í samstarfi við tvo
aðila erlendis sem hafa sérhæft sig
í ilmvatns- og kertagerð, og er ég
þar meðal annars að vinna með
áhrif frá Hildegard von Bingen í
því verkefni,“ segir hann.
Fylgihlutir og handtöskur
Halldóra Sif lærði fatahönnun í
LHÍ og vann síðan fyrir íslenska
fatahönnuði hér heima. Hún fór síð-
an til London þar sem hún vann hjá
Alexander McQueen í átta mánuði.
„Ég vissi alltaf að ég vildi stofna
eitthvað sjálfstætt,“ segir hún en
hún hannar bæði fylgihluti og föt
undir merkinu Sif Benedicta.
„Ég byrjaði á að gera fylgihluti,
handtöskur og plexítöskur og fór
svo út í minni hluti eins og hálsmen
og eyrnalokka. Svo var fyrsta fata-
línan mín að koma út núna í Hönn-
unarmars, sem var reyndar í maí.
Framleiðslan er að koma úr því
núna fyrir jólin. Það eru skyrtur,
kjólar og jakkaföt fyrir konur.
Einnig er ég að gera húfur sem
tengdamamma heklar,“ segir Hall-
dóra Sif og segist hún nota skraut-
lega liti í sína hönnun.
„Ég eyði miklum tíma í að hanna
virkilega góð snið sem ég held svo
áfram að vinna með og stílisera ég
þá fötin á mismunandi vegu.“
Skreytt eins og jólatré
Hvernig þekkist þið?
„Við Ýr erum búin að þekkjast
síðan við vorum sautján ára ung-
lingar. Við bjuggum saman í komm-
únu,“ segir Sævar Markús og hlær.
„Það er búið að rífa þetta hús,
þetta var svo mikil kommúna,“ seg-
ir Ýr.
„Í húsinu var eitt sinn gömul
saumastofa; kannski kviknaði áhug-
inn þarna, þótt við værum ekki þá
að pæla mikið í fatahönnun, en
klæddum okkur mikið upp,“ segir
hann.
„Við vorum oft skreytt eins og
jólatré. Fórum allar helgar í Kola-
portið og hlóðum svo á okkur
skarti. Við blönduðum öllu saman,“
segir Ýr og viðurkennir hlæjandi að
þau hafi verið uppreisnarunglingar.
„Við eignuðumst á þessum árum
marga vini sem enduðum í fata-
hönnun,“ segir Sævar Markús og
segir þau tvö hafi rætt það að gam-
an væri að stofna saman verslun.
„Ég var líka um tíma í Kiosk og
planið var að fara aftur þar inn. Ég
tók mér pásu í fatahönnun en á
góðan gagnagrunn af línum. Svo
kom þetta upp og við urðum ást-
fangin af rýminu,“ segir Sævar
Markús.
Elskum Parísarstíl
Ýri og Sævari Markúsi fannst rým-
ið full dýrt og of stórt fyrir þau tvö
og fengu því til liðs við sig Halldóru
Sif.
„Þau mættu bara niður í stúdíó
til mín og báðu mig að vera með, en
við þekktumst ekkert fyrir,“ segir
Halldóra Sif.
„Ég var sjálf búin að vera að
skoða rými og fannst þetta alveg
geggjað. Við höfum öll verið að
vinna í París og elskum stílinn og
innanhúsarkítektúrinn þar og þetta
minnir á það,“ segir hún.
Það sem sameinar helst þessa
þrjá annars ólíku hönnuði er að þau
vinna öll með sérlega vönduð efni,
silki, kasmír og ull, og gera oft fá
eintök af hverri flík.
„Ég hafði lengi verið að fylgjast
með hvað Halldóra Sif var að gera
og fannst það ofboðslega vandað og
fallegt,“ segir Sævar Markús og Ýr
tekur undir það.
Íslensk hönnun í pakkann
Undirbúningur að opnuninni hefur
staðið yfir í tvo og hálfan mánuð.
„Við erum búin að vera sveitt dag
og nótt að gera allt klárt hér og líka
að gera framleiðsluna klára og
koma með nýjar vörur,“ segir Hall-
dóra Sif.
„Það er ekki allt komið en við
ákváðum samt að opna, enda er að
koma desember,“ segir Ýr og segir
að viðtökurnar hafi verið afar góðar
um síðustu helgi þegar þau opnuðu.
Þau eru öll spennt fyrir aðvent-
unni.
„Ég elska Laugaveginn í desem-
ber, það er svo mikil stemning að
fara niður í bæ með fjölskyldu eða
vinum,“ segir Halldóra Sif og hin
taka undir það.
„Nú er fólk líka afslappaðra en í
desember í fyrra því flestir eru
bólusettir. Maður sér líka að búð-
irnar hér í kring eru að vakna til
lífsins,“ segir Ýr og segir alveg til-
valið fyrir fólk að kíkja inn í Apotek
Atelier fyrir jólin.
„Við ætlum líka að selja hér
franskar makkarónur í pakka og
bjóða upp á gott kaffi! Og íslenska
hönnun í jólapakkann!“
Stóllinn við gluggann er tilvalinn fyrir þreytta eiginmenn, segja Ýr og Halldóra.
Gínurnar skarta síðum silkikjólum og hekluðum
alpahúfum sem tengdamamma Halldóru heklar.Töskurnar hennar Halldóru eru afar sérstakar og smart. Á slánni hanga silkikjólar og jakkar eftir bæði Halldóru og Ýri.
Lítil veski fyrir greiðlsukort og
smádót þurfa alls ekki að vera ljót!