Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.11.2021, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.11. 2021
H
lutabréfavísitölur lúta sínum
eigin lögmálum. Þeir sem lesa
það sem liggur í loftinu á himn-
um kauphallanna, á meðan við
hin erum mörg haldin sjón-
skekkju og jafnvel blindu á því
sviði, geta sjálfsagt gert það fjárhagslega betur en við
hin. Þessari speglasjón valda nú síðast fréttirnar um
enn eitt nýtt afbrigði veirunnar vondu, enn á ný sunn-
an úr Afríku.
Sá vill ekki eiga fund sem finnur
Í fréttum í gær sagði í fjölmiðlum heims að ein af
þessum veirum hefði þegar fundist í Belgíu. Það
fannst sumum vel af sér vikið.
Það fyrsta sem bréfritari sá til veirunnar í gær voru
logandi rauðir flekkir á vef íslensku kauphallarinnar
og varla nokkur tala sem ekki hafði skyndilega roðnað
eins og upp úr þurru.
Það hefði verið heimskulegt að halda að „fundar-
laun“ af þessu tagi væru bundin við Ísland eitt, þótt
við þykjumst öll vita að við séum engum lík, frekar en
Kári Sölmundarson, sem var upp á sitt besta árið
1000, og Kári samtímamaður vor, sem var upp á sitt
besta árið 2000 og þar á undan og síðar.
Og þess vegna ákvað heimaalningurinn sem leikur
sér við lyklaborðið að kíkja víðar og það stóð heima.
Allir markaðsskjáir sem kíkt var á voru tindrandi
rauðir, rétt eins og orðið hefði hið fegursta sólsetur á
allri jarðarkringlunni í senn. Varla getur nokkur
reiknivél sagt okkur hvílík ósköp af verðmætum
gufuðu upp af því tilefni.
Hvað hefði eiginlega gerst hefðu þeir fundið annað
veirueintak í Hollandi á sama tíma?
Óþarfi að harðlæsa öllu strax
Nú er reyndar ekki líklegt að sóttvarnayfirvöld okkar
þurfi að bregðast hart við og læsa öllu föstu um næstu
framtíð, því við höfum ekki beina fluglínu til uppruna-
staðarins. Og þar sem suðurafríska veiran var komin
áður, þá gætum við til hagræðis notað aðferð sem
beitt var á Jón þjóf, eftir að stolið var frá honum. Gæt-
um við þannig kallað þessa sendingu belgísku veir-
una.
ESB, Bretland og fleiri þeirra aðila sem eru í beinu
sambandi við fyrrnefnt upprunaland hafa þegar skor-
ið á allar beinar línur, að minnsta kosti til bráða-
birgða.
Fyrir okkur hina óbreyttu er ekki vinnandi vegur að
setja lengur á okkur allar þessar þúsundir afbrigða
sem notuð eru til að skjóta okkur skelk í bringu. Nöfn
nokkurra þeirra sitja enn í minni, en vonir eru bundn-
ar við að þær hverfi þaðan hið fyrsta.
Okkur rámar þó í það að einhverjir hafi nefnt, okkur
til huggunar, að almennt mætti ætla að nýju afbrigðin
væru máttlausari en móður-„plantan“ og minnti sú
lýsing á veruleika stjórnmálanna, þar sem klofnings-
hópar eru undantekningarlítið veiklaðri en móður-
flokkurinn og þá dagar uppi áður en langt um líður.
Svakalegir sviptivindar
Engum kemur í hug að „vísindin“ hafi vísvitandi kom-
ið því inn hjá okkur að bóluefnin myndu gjörbreyta
vandanum okkur í hag. Það er efalaust að þetta var
um hríð einlæg trú allra þeirra sem máttu best vita og
kom það því eins og bylmingshögg á það dugmikla
fólk, rétt eins og á okkur almúgann, þegar tilkynnt
var að bóluefnin hefðu allt að því helmingi minni vörn
en áður hefði verið gengið út frá.
Fáeinum vikum síðar muldraði vísindaheimurinn
því einnig út úr sér að ekki væri víst að endingartími
bóluefnanna væri nema rúmlega hálft ár eða svo.
Áður var búið að kalla til baka þá fullyrðingu sem út
frá hafði verið gengið, að eitt bóluefnið sem gefið var
og þegið nægði sem eins skiptis skot til eilífðar-
öryggis.
Eins og bréfritari hefur áður nefnt hér þá skutlaði
betri helmingur hans honum galvöskum inn í Laug-
ardal og inn í biðraðir og var hin síðari þeirra mun
lengri, en í báðum var fantaskemmtilegur og von-
glaður hópur í „góðum gír“ í rigningarkalsanum.
Seinni biðröðin náði upp á Suðurlandsbraut, en eng-
inn kvartaði. Við vorum öll eins og í biðröð til að fá
okkur lottómiða, nema í þessari var nær öruggt að við
fengjum öll vinning. Margvísleg mál bar á góma í röð-
unum báðum og sumt var býsna merkilegt og jafnvel
ótrúlegt. En ef einhver okkar hefði búið yfir þeim
upplýsingum og sagt frá því að næst yrði tilkynnt að
við yrðum ekkert nær settu markmiði nema við rétt-
um út upphandlegginn fyrir enn eitt aukaskot? Hefði
það borist í tal þá, kynni það helst hafa minnt á síðari
hluta góðs gleðskapar, sem kominn var tími á, en
gestgjafinn sagði þá tilvalið að fá sér einn fyrir heim-
ferðina (one for the road) og ístöðulausari hluta gest-
anna þótt það stórgóð hugmynd og furðað sig mest á
því að hafa ekki fengið hana sjálfur. Það var svo ekki
fyrr enn undir hádegi næsta dags, þegar rumskað var
í bólinu heima, sem „gesturinn“ var að reyna að rifja
upp hvað viðbótin eina kom í mörgum eintökum, áður
en lauk nösum.
Áfram með smjörið
En svo þræði sé haldið þá var bréfritari einn af þeim
sem fengu myndarlegar aukaverkanir, háan hita og
uppköst vel á annan sólarhring við báðar sprautur.
Betri helmingurinn, hjúkrunarfræðingurinn, kona
hans (ek vildi frekar segja hjúkrunarkona, og sleppa
þá „fræðingurinn“ og „hans,“ en þori ekki) sagði í
bæði skiptin, þegar bóndinn kveinkaði sér: Blessaður,
vertu bara feginn. Þú getur prísað þig sælan fyrir að
hafa ekki fengið eitthvert skolpvatn heldur hressi-
legan skammt sem dugar þér vel.
Sá vesæli hafði ekki afl til að stynja því upp úr sér
að hann þekkti fjölda manna sem áttu það meira eða
minna sameiginlegt að þeim hafði liðið eftir sprautur
eins og þeir hefðu fengið heitt súkkulaði fyrir svefn-
inn og dreymt dásamlega.
Einn spilafélaginn hafði meira að segja gengið
næsta dag lóðbeint á eldstöðvarnar suður af Keili og
lýsti því sem ævintýri á meðan bréfritari var í bæði
skiptin í hlutverki eldgígsins, nema sá notaði ekki fötu
undir afurðir sínar, enda ekki auðvelt að fá slíkt ílát af
stærð sem dygði.
Þá er það framhaldið
En hvað sem öllum þessum vonbrigðum líður og eng-
um er í raun um að kenna, þá mun bréfritari bærilega
Brotist í gegn?
’
Það sem sagt var um töfluna gaf til kynna
að sú hefði styrk til þess að slá á veikindi,
svo ekki sé talað um lokapunkt þeirra í 90
prósentum tilvika. Það myndi leiða til þess að
hið þráláta tal um að vernda sjúkrahúsin
gegn því að vernda okkur yrði sjálfkrafa úr
sögunni.
Reykjavíkurbréf26.11.21