Morgunblaðið - 06.12.2021, Side 2

Morgunblaðið - 06.12.2021, Side 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. DESEMBER 2021 ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 INFO@UU.IS JÓL OG ÁRAMÓT Á TENERIFE EÐA ALICANTE 23. DESEMEBER - 07. JANÚAR 22. DESEMEBER - 05. JANÚAR TENERIFE ALICANTE Tryggðu þér sæti út í sól um jólin fyrir alla fjölskylduna. Slappaðu af um hátíðarnar á hóteli fjarri öllu jólaamstri. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Ari Páll Karlsson Ragnhildur Þrastardóttir Sú bylgja Covid-smita sem hófst undir lok októbermánaðar virðist vera á niðurleið miðað við smittölur síðustu daga og nýlega birt gögn benda til þess að þriðji skammtur bóluefnis gefi góða raun. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir kúrvuna „mjakast niður“ en gangi hægt. Thor Aspelund, prófessor í líf- tölfræði við Háskóla Íslands, segir að með þriðja skammti af bóluefni fái fólk 90 prósentum meiri vörn gegn Covid-19 en það hafði áður fengið með öðrum skammti. Ný gröf á Co- vid.is leiða í ljós verulegan mun á ný- gengi smita hjá þeim sem hafa fengið tvo skammta og þrjá og er nýgengið enn hærra hjá óbólusettum. 14 daga nýgengi á hverja 100.000 íbúa stendur nú í 751 hjá óbólusett- um fullorðnum, 478 hjá fullbólusett- um en aðeins 56 hjá þeim sem hlotið hafa þrjá skammta af bóluefninu, eða um 9 sinnum færri en þeir sem hlotið hafa tvær sprautur og rúmlega 13 sinnum færri en óbólusettir. Um 90% landsmanna eru fullbólusett og þar af hafa tæplega 114 þúsund hlot- ið þriðju sprautuna. Þá eru um 25 þúsund yfir 12 ára óbólusettir. Þórólfur Guðnason sóttvarna- læknir skilaði um helgina minnis- blaði til Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra um áframhald- andi aðgerðir innanlands, hinu fyrsta sem Willum tekur við í embættinu. „Mér finnst áfram að við séum að mjaka okkur niður kúrvuna og ég vona að það haldi áfram. Þetta geng- ur hægt. Við megum búast við fleiri tilfellum eftir helgi eins og áður. Það kemur bara í ljós,“ sagði Þórólfur í samtali við Morgunblaðið um helgina. Hágæslustæði í fyrsta skipti Tveimur nýjum hágæslustæðum var bætt við gjörgæslu Landspítal- ans á Hringbraut og greint frá því á heimasíðu spítalans um helgina. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem hágæslustæði eru tekin í notkun á sjúkrahúsinu, hingað til hafa há- gæslusjúklingar að jafnaði vistast á gjörgæsludeildum spítalans. Þegar eru fjögur hágæslustæði á Landspít- alanum Fossvogi, sem opnuð voru fyrir tæpum tveimur árum. Með til- komu rýmanna er búist við að mikið létti á gjörgæslunni á Hringbraut. Morgunblaðið/Eggert Bólusett Um 114 þúsund einstaklingar hafa hlotið þriðja skammt bóluefnis og er nýgengi á hverja 100 þúsund 56. Óbólusettir 13 sinnum líklegri til að smitast - Reynt á áhrif þriðja skammtsins - Kúrvan mjakast niður Norðmaðurinn Magnus Carlsen, heimsmeistari í skák, sigraði hinn rússneska Ian Nepomniachtchi (Nepó) í áttundu einvígisskák þeirra um heimsmeistaratitilinn í skák í gær. Þetta er annar sigur Carlsens en hann sigraði Nepó í sjöttu skák- inni þeirra eftir æsispennandi enda- tafl. Carlsen var með hvítt í gær og lék fram kóngspeðinu, skákin þróaðist síðan yfir í hina svokölluðu Petrovs- vörn eða rússnesku vörn. Hún er þekkt fyrir að leiða til jafnteflis og var til dæmis tefld af Fabiano Ca- ruana á móti Carlsen í síðasta heimsmeistaraeinvígi en þar enduðu allar kappskákirnar í jafntefli. Carlsen náði þó hægt og bítandi að koma sér í aðeins betri stöðu þó hún væri metin af skáktölvunni sem fremur jöfn en í 21. leik lék Nepó b5?? sem leiddi til þess að Carlsen komst peði yfir og fékk betri stöðu. Eftir afleikinn virtist Nepó ekki sáttur og er líklegt að reiðin hafi náð til hans en aðeins nokkrum leikum seinna var Carlsen kominn í vinn- ingsstöðu að mati skáktölvunnar. Nepó gafst þó ekki upp og hélt ótrauður áfram, hann neyddist til þess að skipta upp í drottninga- endatafl sem var koltapað en hann hélt í vonina um að Carlsen myndi leika af sér eða að hann næði að kreista fram þrátafl. Því miður fyrir hann varð ekki af því og Nepó gafst upp í 46. leik þegar Carlsen var kominn þremur peðum yfir og í vinningsstöðu. Á blaðamannafundinum sögðust báðir skákmennirnir vera þreyttir og fegnir að ekki yrði teflt í dag. Sex skákir eru eftir og næsta skák verður á morgun. logis@mbl.is Carlsen færist nær sigri í einvíginu - Afleikur Nepós reyndist dýrkeyptur AFP Skák Nepó þarf að vinna tvær skák- ir til að ná fram bráðabana. Ari Páll Karlsson ari@mbl.is Runólfur Pálsson, starfandi fram- kvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítala, segir í undirbúningi að fá lyfið Molnupiravir, veirulyf í töfluformi gegn kórónuveirunni, á spítalann til meðferðar en heil- brigðisráðuneytið hefur til skoðun- ar innkaup á 1.500 skömmtum. „Ég tel líkur á því að það komi innan tíðar. Það er bara í ferli,“ segir Runólfur en Lyfjastofnun Evrópu hefur þegar samþykkt lyf- ið. Hingað til hefur spítalinn notast við lyfið Ronapreve og á föstudag ákváðu heilbrigðisyfirvöld að festa kaup á 72 skömmtum af lyfinu Sot- rovimab en bæði lyfin eru einstofna mótefni gegn veirunni sem hindra að veiran komist inn í frumur lík- amans. Hann segir Molnupiravir aftur á móti af öðrum toga. Öll minnka alvarleika veikinda „Annars vegar er um að ræða einstofna mótefni og hins vegar er um að ræða veirulyf, Molnupiravir, sem hægt er að taka í töfluformi og hemur fjölgun kórónuveirunnar í frumum. Veiran kemst inn í frum- urnar en lyfið hamlar fjölgun veir- unnar þar,“ segir hann en lyfin Sot- rovimab og Ronapreve þarf að gefa í æð og hindra þau að veiran komist inn í frumur. Öll lyfin beinast þó að því að minnka alvarleika veikinda í tengslum við Covid-19,“ segir hann. „Rannsóknir hafa sýnt að þessi lyf minnka verulega tíðni sjúkra- húsinnlagna og dauðsfalla meðal einstaklinga í mikilli áhættu séu þau gefin snemma í veikindaferl- inu.“ Runólfur segir Molnupiravir svipa til lyfs Pfizer sem einnig er í töfluformi, spurður út í líkindi þar á milli, en lyfjafyrirtækið tilkynnti um lyf sem sömuleiðis er í töflu- formi. Hann segir lyf Pfizer einnig vera veirulyf sem hemur útbreiðslu veirunnar í frumum. „En það sem er næst því að komast í notkun er Molnupiravir.“ Spurður hvort um sé að ræða dýr lyf svarar Runólfur því játandi. „Já þetta myndu teljast ansi dýr lyf.“ Þau séu þó ekki dýrari en einstofna mótefnalyfin. Hemur fjölg- un veirunnar - Lyfið Molnupiravir væntanlegt Morgunblaðið/Sigurður Bogi Landspítali Veirulyfin teljast dýr en þó ekki dýrari en hin tvö. Veirulyfið hentugra » Veirulyfið Molnupiravir hamlar að veiran dreifi sér í frumum líkamans. » Ákveðið hefur verið að festa kaup á 72 skömmtum af lyfinu Sotrovimab, einstofna mótefni gegn veirunni. » Fleiri lyf í þróun sem öll hafa áhrif á útbreiðslu veirunnar eftir sýkingu. » Veirulyf hentugri kostur en einstofna mótefni og þau fyrstu í töfluformi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.