Morgunblaðið - 06.12.2021, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.12.2021, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. DESEMBER 2021 pinnamatur Næst þegar þið þurfið pinnamat, smurt brauð eða tertur fyrir útskriftina eða annan mannfagnað, hafðu þá samband og fáðu tilboð í sal okkar og veitingarnar þínar. Pinna- og tapasréttir eru afgreiddir á einnota fötum, tilbúið fyrir veisluborðið Fagnaðir Hólshraun 3 · 220 Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is Veislur eru okkar list! Bjóðum uppá fjölda tegundapinnamats og tapasrétta Sjá verð og verðdæmi á heimasíðu okkar www.veislulist.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Snjótittlingur er afar útbreiddur nyrst á hnettinum. Hér verpir þessi litli spörfugl víða og er tiltölulega algengur varpfugl, einkum á há- lendinu og á annesjum. Hann er út- breiddasti mófugl landsins, en á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar segir í samantekt um snjótittling að þótt litlar tölulegar upplýsingar liggi fyrir sé ekki vafa undirorpið að snjótittlingum hafi víða fækkað hér á landi. Greinileg fækkun hafi orðið í lágsveitum eftir aldamótin, t.d. suðvestanlands. Jafnvel í þúsundatali Á árum áður voru snjótittlingar algengir á höfuðborgarsvæðinu og mátti sjá þá í tuga-, hundraða og jafnvel í þúsundatali á opnum svæð- um og í görðum. Fólk gaf þessum myndarlegu hópum kornmat af ýmsu tagi þegar harðnaði á dalnum. Glöggur lesandi hafði orð á því að slík sjón hefði orðið sjaldgæfari síð- ustu ár og segir Guðmundur A. Guðmundsson, dýravistfræðingur á Náttúrufræðistofnun, að greinileg breyting hafi orðið á. Hann segir að snjótittlingi virðist vera að fækka sem varpfuglum, a.m.k. við ströndina. Snjóalög og jarðbönn hafi verið algengari áður, en slíkt veðurfar hafi hrakið þá í korn og brauðgjafir í þéttbýli. Loks nefnir Guðmundur að kornrækt hafi aukist, en snjótittlingar sæki í slíka akra. Hann segir að stærsti snjótitt- lingshópur sem hann hafi séð hafi verið í kornakri við Eiríksbakka undir Vörðufelli í Bláskógabyggð miðsvetrar í byrjun aldar. Trúlega hafi verið þar um tólf þúsund fuglar. Víða horfnir sem varpfuglar Á vef NÍ eru nefnd dæmi um fækkun snjótittlings í Flatey á Breiðafirði og í Veiðivötnum. Þar segir einnig að snjótittlingar séu horfnir víða sem varpfuglar á Suð- vesturlandi, svo sem í sjávar- klettum á Innnesjum, og Guð- mundur nefnir sem dæmi að í Viðey sé lítið eða ekkert orðið um varp snjótittlings. Vísitölur vetrarfuglatalninga Náttúrufræðistofnunar sýna miklar sveiflur en nokkuð samfellda fækk- un frá aldamótum. Guðmundur áætlaði 2017 að þá hefðu verið 136 þúsund varppör í stofninum, en gæti hafa fækkað síðan. Vetrar- stofninn gæti samkvæmt því talið um 400 þúsund fugla, unga og full- orðna fugla. Auk íslenskra varp- fugla er líklegt að grænlenskir snjó- tittlingar hafi hér vetursetu og eins fara þeir hér um á leið sinni til og frá vetrarstöðvum á Bretlands- eyjum og umhverfis Norðursjóinn. Í Morgunblaðinu í vikunni var sagt frá snjótittlingi sem merktur var við Víkingavatn í Kelduhverfi í vor og skaut upp kollinum á þýskri eyju í Vaðlahafi í lok nóvember. Þar kom fram að snjótittlingur, eða sóskríkja, sé að nokkru farfugl og að hluti stofnsins hafi vetursetu í Skotlandi. Spurður hvort far snjó- tittlinga hafi aukist á milli landa síð- ustu ár segist Guðmundur telja það ólíklegt. Sjást sjaldnar í stórum hópum - Snjótittlingum hefur fækkað í lágsveitum á síðustu árum - Breyting á tíðarfari og búskaparháttum Morgunblaðið/Ómar Matargjöf Áður mátti oft sjá herskara snjótittlinga flögra á milli garða til að ná sér í korn þegar harðindi voru fyrir smáfuglana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.