Morgunblaðið - 06.12.2021, Page 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. DESEMBER 2021
DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is
GÆÐI OG ÞÆGINDI
SÍÐAN 1926
DUX 8008 – UNDRAVERÐUR SVEIGJANLEIKI
Háþróuð tækni, alvöru handverk, strangar prófanir og vandlega valin efni tryggja góðan nætursvefn
og passa upp á að líkaminn fái góða hvíld þegar þú þarf mest á því að halda.
Í dag hefjast réttarhöld í Madagask-
ar yfir 21 sakborningi, en þeir eru
ákærðir fyrir skipulagningu á valda-
ráni þar í landi. Meðal sakborninga
eru tveir franskir ríkisborgarar, þeir
Paul Rafanoharana og Philippe
Francois. Rafanoharana, sem er
hálfur Frakki og hálfur Madagaski,
var aðstoðarmaður forsetans þar til
fyrir skemmstu en Francois var of-
ursti í franska hernum. Saman ráku
þeir fjárfestingarfélag um tíma í
landinu. Eiginkonur þeirra eru einn-
ig ákærðar fyrir aðild að málinu.
Segja réttarhöldin ósanngjörn
Hjónin voru handtekin í lok júlí og
eru ákærð fyrir ógn gegn þjóðarör-
yggi landsins, samsæri og morð-
tilræði við forsetann, Andry Rajoel-
ina. Ríkissaksóknari sakaði þau
meðal annars um að hafa ætlað að
bæla niður eða útrýma valdamiklum
aðilum innan stjórnsýslu landsins,
auk forsetans. Þau neita sök.
Hjónin, auk hinna 17, verða dreg-
in fyrir dóm í Antananarivo, höfuð-
borg Madagaskar, í dag en áætlað er
að réttarhöldin muni standa yfir í
þrjá til fjóra daga. Arlette Rafano-
madio, verjandi Rafanoharana-
hjónanna, sagði við fréttastofu AFP
að um væri að ræða óréttlát réttar-
höld. „Við höfum ekki fengið nægan
tíma til þess að undirbúa málsvörn-
ina og þau hafa takmarkað verulega
aðgengi okkar að sakborningunum,“
sagði hún en henni gafst aðeins hálf-
tíma langt samtal með hjónunum á
föstudag. Fyrrverandi félagar
Francois úr franska hernum sögðu í
yfirlýsingu að þau væru „handviss
um sakleysi hans“.
AFP
Forseti Andry Rajoelina, forseti
Madagaskar.
Ákærð fyrir
valdaránstilraun
- Meint morðtilræði við forseta landsins
Bandaríski
stjórnmálamað-
urinn Bob Dole
er látinn 98 ára
að aldri. Dole var
öldungadeildar-
þingmaður Kan-
sas-ríkis í 27 ár.
Hann þjónaði í
bandaríska hern-
um í seinni
heimsstyrjöldinni.
Dole var þó hvað þekktastur fyr-
ir að bjóða sig fram til varaforseta
og forseta Bandaríkjanna.
Árið 1976 var hann varafor-
setaefni repúblikans Geralds Fords
en það ár höfðu demókratarnir
Jimmy Carter og Walter Mondale
betur.
Tuttugu árum seinna var hann
forsetaframbjóðandi Repúblikana-
flokksins en þá hafði Bill Clinton
betur. Dole lætur eftir sig eig-
inkonu, fyrrverandi öldungadeild-
arþingmanninn Elizabeth Dole, og
eina dóttur, Robin.
ÞINGMAÐUR OG STRÍÐSHETJA
Bob Dole er látinn
98 ára að aldri
Bob Dole
Allir ferða-
langar sem
koma til Bret-
lands frá og
með morgun-
deginum þurfa
að sýna fram á
neikvætt PCR-
próf fyrir brott-
för. Er þetta
gert til að reyna
að stemma stigu við heimsfar-
aldrinum og hefta útbreiðslu
Ómíkron-afbrigðisins.Allir ferða-
menn 12 ára og eldri þurfa að
fara í PCR-próf 48 tímum fyrir
brottför til Bretlands.
Sajid Javid, heilbrigðisráðherra
Bretlands, sagði að ríkisstjórn
landsins væri að kaupa sér tíma
vegna fregna af Ómíkron-
afbrigðinu. Hann ítrekaði að
bólusetning væri fyrsta vörn
Breta gegn veirunni og hvatti
fólk til að þiggja örvunar-
skammta þegar slíkt væri í boði.
ÓVISSA VEGNA ÓMÍKRON
Bretar herða reglur
á landamærum
Sajid Javid
Vladímir Pútín, forseti Rússlands,
og Joe Biden, forseti Bandaríkjanna,
munu fara yfir ýmis öryggismál
tengd Úkraínu á fjarfundi á morgun.
Þetta hafa bæði forsvarsmenn í
Kreml og Hvíta húsinu staðfest en
mikil spenna ríkir nú á milli land-
anna vegna þess að herafli Rúss-
lands hefur aukist til muna við landa-
mæri Úkraínu.
Í tilkynningu frá Hvíta húsinu
segir að Biden muni vekja máls á
áhyggjum Bandaríkjanna vegna
hernaðarstarfsemi Rússlands við
landamæri Úkraínu og leggja
áherslu á stuðning Bandaríkjanna
við fullveldi Úkraínu og landamæri.
Biden sagði á föstudag að hann
myndi gera allt í sínu valdi til þess að
gera Rússlandi erfitt fyrir að hefja
innrás í Úkraínu, en hann hefur var-
að við því að það gæti gerst á næstu
mánuðum.
Forsvarsmenn í Washington og
Kiev, höfuðborg Úkraínu, segja að
Rússar hafi fjölgað í herafla sínum
við landamæri Úkraínu og saka þá
um að vera að skipuleggja árás á
landið.
Rússar hafa neitað að einhver
ásetningur búi á bak við aukinn her-
afla við landamærin og segja að vest-
urveldin séu að reyna að skapa ófrið
með hernaðaræfingum í Svarta haf-
inu sem Rússland telur vera á sínu
yfirráðasvæði.
Biden sagði við blaðamenn í
Washington að hann væri að setja
saman þýðingarmikla áætlun til þess
að gera Pútín gífurlega erfitt fyrir að
gera það sem fólk óttast að hann
geri.
Lloyd Austin, varnarmálaráð-
herra Bandaríkjanna, sagði á laug-
ardag að Bandaríkin tækju mögu-
leikann á innrás alvarlega, og sagði:
„Þeir hafa gert það áður.“ Hann seg-
ist hafa miklar áhyggjur af auknum
herafla við landamæri ríkjanna og
einnig því sem er að gerast netheim-
um en Rússar eru þekktir fyrir
svæsnar tölvuárásir.
Rússar lögðu undir sig Krímskaga
árið 2014 og hafa síðan stutt við bak-
ið á aðskilnaðarsinnum sem hafa
valdið usla í Austur-Úkraínu en
átökin þar hafa dregið 13 þúsund
manns til dauða.
Rússar vilja að NATO láti af því að
nálgast landamæri þeirra, en meiri-
hluti Austur-Evrópu gekk í banda-
lagið eftir fall Sovétríkjanna.
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra
Rússlands, hefur óskað eftir því að
Antony Blinken, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, tryggi það að NATO
fikri sig ekki nær landamærum
Rússlands. logis@mbl.is
Biden og Pútín funda á morgun
- Spennan magnast á landamærum Úkraínu - Telja líkur á innrás - „Þeir hafa
gert það áður“ - Rússar neita ásetningi - Lögðu undir sig Krímskaga 2014
AFP
Biden fundaði með Volodymyr Ze-
lensky, forseta Úkraínu, í september.
Að minnsta kosti fjórtán manns eru
taldir af eftir að gos hófst í Semeru,
stærsta eldfjalli á eyjunni Jövu í
Indónesíu. Tíu er enn saknað. Gosið
hófst um klukkan hálfþrjú á laugar-
dag. Á sjötta tug eru illa brenndir
eftir að eldgosið fór af stað en
björgunarsveitir vinna nú að því að
bjarga fólki í nágrenni við eld-
fjallið.
Að minnsta kosti ellefu þorp í Lu-
majang-héraði á austurhluta Jövu
eru þakin þykku öskulagi og hafa
hið minnsta 1.300 manns þurft að
flýja heimili sín.
Öskulagið hefur hægt á öllu
björgunarstarfi.
Sprengigos varð í Semeru sem er
3.600 metra hátt. Í því er gríðar-
lega virk eldstöð en þar gaus síðast
í janúar á þessu ári.
Eldgos á Jövu í Indónesíu
Fjórtán
látnir og tíu
saknað
AFP