Morgunblaðið - 06.12.2021, Page 15
15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. DESEMBER 2021
Óveður Íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa þurft að þola ýmislegt frá veðurguðunum undanfarna viku þar sem snjóað hefur og rignt til skiptis. Þá er gott að eiga góða regnhlíf.
Eggert
Stokkhólmur –
Spjótin standa á ofur-
heimsálfunni Evrasíu
úr öllum áttum. Í
vestri hefur Rússland
sent sífellt fleiri her-
deildir að landamær-
um sínum og Úkra-
ínu, sem hefur vakið
miklar vangaveltur
um hver sé tilgang-
urinn. Frá austri er
svo stigmagnandi
spennan milli Kína og Taívan
áhyggjuefni. Útbreidd könnun frá
sérfræðingaráði um stríðsrekstur í
Bandaríkjunum kemst að þeirri
niðurstöðu að Bandaríkin hefðu
„fáa raunhæfa möguleika“ ef Kína
myndi ráðast á Taívan.
Í báðum tilfellum er ljóst hver
ásetningur árásaraflanna er.
Ríkisstjórn kínverska forsetans Xi
Jinping hefur kallað eftir „endur-
sameiningu“ Kína sem sé viðeig-
andi niðurstaða í kjölfar kínverska
borgarastríðsins. Eftir seinni
heimsstyrjöldina tók Kommúnista-
flokkurinn yfir meginland Kína en
tókst ekki að útmá Þjóðernissinna
Chiang Kai-Shek, sem fóru til Ta-
ívan og annarra smærri eyja og
hafa verið utan seilingar Komm-
únistaflokksins allar
götur síðan.
Opinberar yfirlýs-
ingar Kína um „end-
ursameininguna“ hafa
oft kveðið á um frið-
samlega sameiningu,
en nokkrum sinnum
hafa þeir sleppt frið-
semdinni. Auk þess
hefur Kína verið að
auka og bæta við her-
gögn sín, ekki síst til
að geta lagt undir sig
Taívan ef þeir reyna
að lýsa yfir sjálfstæði.
Flest lönd, þ.m.t. Bandaríkin,
hafa nálgast málið eins og Kína sé
þegar sameinað og hafa ekki
brugðist við Taívan sem sjálfstæðu
ríki. En vegna skorts á formlegum
stjórnmálatengslum við eyjuna
hafa samskiptin verið byggð upp í
gegnum viðskipti og tækni. Taívan
er í forystu heiminum í framleiðslu
á örflögum. Auk þess er saga eyj-
unnar saga velgengni lýðræðisins.
Ef kínverska samfélagið í Taívan
getur verið jafn lýðræðislegt og
raun ber vitni, þá er líka möguleiki
að sá veruleiki gæti einhvern tíma
færst yfir til meginlandsins.
Í hinum enda Evrasíu er staða
Úkraínu mjög ólík stöðu Taívan,
ekki síst vegna þess að Rússar
hafa opinberlega viðurkennt sjálf-
stæði landsins. Hernám Vladimírs
Pútíns, forseta Rússlands, á Krím-
skaga og yfirtaka hans 2014 var
dæmd ólögleg og fordæmd af
miklum meirihluta Allsherjarþings
Sameinuðu þjóðanna (þar sem ein-
ungis 11 lönd kusu gegn fordæm-
ingunni).
Síðasta sumar birti Pútín langa
og merkilega grein þar sem hann
rökstuddi að Rússland, Úkraína og
Hvíta-Rússland ættu að vera sam-
einuð út frá sögulegum forsendum.
Hann heldur því fram að fullveldi
Úkraínu eða Hvíta-Rússlands geti
eingöngu orðið í samvinnu við
Rússa, undir sterkri stjórn Kreml-
ar. Svo langt gengur söguskoðun
Pútíns að hann gagnrýndi fyrrver-
andi sjálfstæði Úkraínu á tímum
Sovétbáknsins (þótt það sjálfstæði
hefði í raun ekki haft neina þýð-
ingu á þeim tíma).
Það þarf ekkert að velkjast í
vafa um ásetning Pútíns: hann hef-
ur sífellt minna þol gagnvart sjálf-
stæði Úkraínu. Eins og Kínverjar,
sem ásælast Taívan, hefur Rúss-
land verið að auka hernaðar-
uppbyggingu á svæðinu í þeim til-
gangi að ráðast inn og taka yfir
Úkraínu áður en utanaðkomandi
áhrif geta komið í veg fyrir það.
Auk þess að leggja undir sig
Krímskagann hefur Kreml þegar
sent herlið til Donbas-héraðsins í
austanverðri Úkraínu eins og þeir
gerðu í ágúst 2014 og aftur í febr-
úar 2015. Pútín virðist vera tilbú-
inn til þess að endurtaka sambæri-
legan leik og jafnvel ganga miklu
lengra.
Enginn efast um það að ef Kína
hernæmi Taívan myndi það þýða
rótttækar breytingar á öryggis-
málum Austur-Asíu, alveg eins og
að öryggismál Evrópu færu í upp-
nám ef Rússar tækju Úkraínu með
hervaldi. En það sem færri hafa
íhugað er möguleikinn á að þessar
tvær leikfléttur gætu gerst á sama
tíma, á svipaðan hátt. Ef það gerð-
ist myndi það gjörbylta valda-
strúktúr heimsins, og verða bana-
biti stjórnmálasamskipta og
öryggismála sem hafa verið við
lýði í heiminum áratugum saman.
Þessi atburðarás er ekki jafn
fráleit og hún hljómar. Þrátt fyrir
að Kínverjar segist ekki vilja
blanda sér í innanríkismál annarra
landa eru þeir þöglir sem gröfin
um fullveldi Úkraínu. Það er engin
ástæða til að ætla að þeir myndu
ekki standa að baki nýrri árás
Rússa, ekki síst ef það styrkti
þeirra eigin áætlanir.
Vissulega myndu það vera
skelfileg mistök fyrir Kína að ráð-
ast inn í Taívan og fyrir Rússa að
ráðast á Úkraínu. Efnahagsleg
þróun beggja ríkja myndi dvína,
ekki síst vegna viðbragða um-
heimsins í formi refsiaðgerða og
viðskiptabanna. Áhættan á meiri
stríðsaðgerðum væri aukin og lönd
eins og Japan og Indland myndu
hefja uppbyggingu stríðsafla síns
til að fá aukinn styrk gegn Kína.
Evrópa hefur þegar færst mark-
visst í átt til aukinna varna álf-
unnar.
Jafn skynsamleg og þessi við-
brögð virðast veita þau lítið ör-
yggi. Bumbusláttur stríðsins heyr-
ist greinilega. Verkefni
stjórnvalda heimsins er að tryggja
að slátturinn verði einungis holur
hljómur í fjarska.
Eftir Carl Bildt » Bumbusláttur stríðs-
ins heyrist greini-
lega. Verkefni stjórn-
valda heimsins er að
tryggja að slátturinn
verði einungis holur
hljómur í fjarska.
Carl Bildt
Höfundur er fyrrverandi
forsætis- og utanríkisráðherra
Svíþjóðar © Project Syndicate, 2021
Stríðsbumburnar barðar í Taívan og Úkraínu