Morgunblaðið - 06.12.2021, Síða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. DESEMBER 2021
✝
Gylfi Þór Gísla-
son fæddist á
Selfossi 20. desem-
ber 1949. Hann lést
27. nóvember 2021.
Foreldrar hans
voru Gísli Sigurðs-
son rakarameistari,
f. 24. desember
1896, d. 5. júní
1970, og Rannveig
Sigríður Sigur-
björnsdóttir hús-
móðir, f. 1. desember 1918, d. 1.
apríl 1983. Albróðir Gylfa er
Björn Ingi, f. 2. september 1946.
Systkini Gylfa samfeðra voru
Reynir, f. 1922, d. 1923, Ámundi,
f. 1924, d. 2008, Ingigerður, f.
1928, d. 23. ágúst 2021, Hulda, f.
1928, d. 1974, Björgvin, f. 1930,
d. 1935, Regína, f. 1932, d. 6.
júní 2021, Björgvin Óskar, f.
1936, d. 1936.
Gylfi gekk í hjónaband árið
1971, eiginkona hans var Sig-
urlína Guðmundsdóttir, banka-
starfsmaður, f. 27. september
1949, þau slitu samvistir. Börn
þeirra eru Gísli Rafn, f. 13. júní
1970, börn hans eru Agnes og
Agla Bríet. Ívar Örn, f. 12. júní
1971, eiginkona hans er Elva
Björg Þráinsdóttir, börn þeirra
eru Daníel Aron, Anna Karen og
Róbert Þór. Fyrir átti Ívar Örn
um og ráðum knattspyrnudeild-
ar UMF. Selfoss. Á upphafs-
árum handboltans tók Gylfi að
sér þjálfun stúlkna. Gylfi var
virkur félagsmaður um tíma í
Leikfélagi Selfoss og lék hann í
mörgum leikritum, þá söng
hann með Karlakór Selfoss um
árabil og söng m.a. einsöng á
plötu kórsins. Gylfi náði góðum
árangri sem knattspyrnuþjálf-
ari var m.a. ráðinn sem þjálfari í
Ólafsvík, Ísafirði og hjá Fylki í
Árbæ. Gylfi hafði mikinn áhuga
á unglingum, lífi þeirra og fram-
tíð. Hann fór til Bandaríkjanna
árið 1996 að læra Lions Quest,
lífsleikni sem hann kenndi svo
ungu fólki. Gylfi var lífsglaður
maður söng og dansaði og hafði
áhuga á listum ýmiskonar. Hann
tók þátt í söngleik í Þjóðleikhús-
inu og málaði myndir. Gylfi Þór
söng heila plötu með uppáhalds-
lögum sínum eftir að hann veikt-
ist og heitir sú plata „Með mínu
lagi“. Í tuttugu og fjögur ár
glímdi hann við parkinson-
sjúkdóminn.
Jarðsett verður frá Selfoss-
kirkju í dag, 6. desember 2021
kl. 14. Jarðarförinni verður
streymt:
https://selfosskirkja.is/
og aðgangur í kirkjuna er öll-
um heimill, eða allt að 500
manns, gegn því að sýna nið-
urstöðu úr hraðprófi.
Einnig er tengill á:
https://www.mbl.is/andlat
Karólínu með Guð-
rúnu Þórisdóttur.
Ólöf María, f. 13.
september 1976,
gift Bjarna Krist-
inssyni, börn þeirra
eru Ævar Elí, Lína
Rut og Lísa Marie.
Gylfi ólst upp á
Selfossi og bjó þar
allt sitt líf. Hann
var strax frá unga
aldri, mjög virkur
og tók mikinn þátt í öllu fé-
lagsstarfi. Lengst af með Ung-
mennafélagi Selfoss, bæði sem
knattspyrnumaður og þjálfari.
Hann var fyrsti landsliðsmaður
UMF Selfoss í knattspyrnu, lék
með unglingalandsliði Íslands
árið 1967. Gylfi útskrifaðist sem
íþróttakennari frá Íþróttaskól-
anum á Laugarvatni árið 1970.
Hann starfaði sem íþróttakenn-
ari við Gagnfræðaskólann á Sel-
fossi í áratugi ásamt almennri
kennslu. Gylfi helgaði sig þjálf-
un með aukinni menntun og sat
ýmis námskeið heima og erlend-
is og var stofnfélagi í Knatt-
spyrnuþjálfarasambandi Ís-
lands. Hann lagði grunninn að
auknum áhuga á knattspyrnu-
íþróttinni á Selfossi fyrr á árum,
þjálfaði unglinga og eldri flokka
félagsins. Hann átti sæti í stjórn-
Minn kæri bróðir, Gylfi Þór, er
fallinn frá eftir hetjulega baráttu
við sjúkdóm sem erfitt er að sigra.
Gylfi var mikill keppnismaður
að eðlisfari og vildi gjarnan sigra.
Hann lagði yfirleitt hart að sér til
að ná settu marki. Þannig var
hann strax frá unga aldri. Hann
var alltaf í keppni eða gera leik-
fimiæfingar, hann skipulagði fót-
boltaæfingar fyrir strákana í
hverfinu sem æfðu sig á Sigga Óla
túni, sem var okkar leikvöllur. Ef
hugtakið íþróttaálfur hefði verið til
í þá daga, þá var það hann.
Ég man þegar hann fæddist í
kjallaraíbúð á Kirkjuvegi 15, en
það var okkar fyrsta heimili á Sel-
fossi, heyrði ég hann gráta hástöf-
um. Í fyrstu hélt ég að eitthvað
væri að eða honum liði illa, en svo
ekki, mér var sagt að þetta væri
hraustleikamerki. Á efri hæð húss-
ins bjó heiðurskonan Guðrún Ei-
ríksdóttir ljósmóðir sem tók á móti
pilti og sá um að allt væri í stakasta
lagi. Gylfi var fljótur til, byrjaði
snemma að ganga. Ég sem bróðir
hans lagði mig fram um að passa
hann vel. Við fluttum síðan í nýtt
hús sem pabbi byggði við Kirkju-
veginn á nr. 17. Þá upp hófst alveg
nýtt tímabil, stofnað var knatt-
spyrnufélagið Elding sem hélt úti
reglulegum æfingum sem Gylfi
skipulagði. Yfir sumartímann var
fótboltinn í aðalhlutverki, en á vor-
in og haustin voru stunduð lang-
hlaup. Yfir vetrartímann voru ská-
kæfingar. Gylfi skráði allt mjög
samviskusamlega í bók sem fram
fór. Á þessum tíma var áhugi Gylfa
svo mikill að allar fréttir og um-
sagnir um íþróttir í blöðum klippti
hann út og límdi í gamlar síma-
skrár. Einnig stofnaði hann hljóm-
sveit í hverfinu og hélt skemmtun
á loftinu í nýja húsinu. Þannig að
nóg var að gera, hann sat ekki auð-
um höndum þessi drengur. Þegar
ungmennafélagið var endurvakið
árið 1963 byrjaði Gylfi að æfa
knattspyrnu með félaginu, æfði
hann með öllum yngri flokkum fé-
lagsins. Hann var fyrsti einstak-
lingurinn sem lék landsleik í knatt-
spyrnu frá Selfossi, en vinur hans
og félagi, Sverrir Ólafsson, var
einnig valinn sem varamaður í
Unglingalandslið Íslands árið
1967. Gylfi fór fljótlega að þjálfa
hjá ungmennafélaginu og átti far-
sælan og langan feril sem þjálfari.
Hann sótti námskeið heima og er-
lendis og var einn af stofnendum
Knattspyrnuþjálfarasambands Ís-
lands. Gylfi var sæmdur gullmerki
Ungmennafélags Selfoss og
Knattspyrnusambands Íslands-
.Óhætt er að segja að Gylfi hafi
verið fjölhæfur maður og skilað
góðu ævistarfi, sem kennari í rúma
þrjá áratugi, sem þjálfari, sem
knattspyrnumaður, sem leikari
með Leikfélagi Selfoss, sem
söngvari með Karlakór Selfoss og
syngja inn á geisladisk. Gylfi var
frjálslegur í fasi og hafði kjark til
að vera hann sjálfur, hafði áhuga
fötum og klæddi sig eftir sínu
höfði. Hann var mikill slaufukall
og gekk stundum með hatt ef svo
bar við. Ég er þakklátur honum
sem bróðir. Ég veit að foreldrar
okkar eru ánægðir með hans lífs-
hlaup og taka vel á móti honum.
Ég votta aðstandendum hans inni-
lega samúð og bið góðan Guð að
varðveita hann.
Björn Ingi Gíslason.
Í hugann kemur minning mörg
og myndir horfinna daga,
frá liðnum stundum læðist fram
mörg ljúf og falleg saga.
(Höf. ók.)
Elsku vinurinn hann Gylfi Þór
er laus úr viðjum parkinsonsjúk-
dómsins sem lagði þennan hrausta
og fallega mann bókstaflega að
velli innan við fimmtugt. Það er
alltaf sárt að missa góða vini og
aldrei finnst manni það tímabært,
en oft er það góð lausn þegar fólk
hefur glímt lengi við erfið veikindi.
Allt sem prýtt getur einn mann
fékk Gylfi í vöggugjöf; fegurð, fim-
leika, söngrödd, glaðværð, leik-
hæfileika og lengi gæti ég haldið
áfram upptalningunni um hans
fjölbreyttu og flottu hæfileika.
Hann kom eins og stormsveipur
inn í líf mitt og fjölskyldu minnar
13 ára gamall, þegar hann varð
skotinn í bekkjarsystur sinni,
henni Línu litlu systur minni.
Hann var þá strax ákveðinn í því
að þessi stelpa væri hans, ósk hans
rættist, þau giftust, byggðu sér
hús á Selfossi og eignuðust þrjú
dásamleg börn.
Innan við tvítugt var hann val-
inn í unglingalandsliðið í knatt-
spyrnu, síðan útskrifaðist hann úr
Íþróttakennaraskólanum á Laug-
arvatni og gerðist kennari. Hann
þjálfaði knattspyrnufélög, lék í
mörgum leikritum með Leikfélagi
Selfoss og einnig lék hann hlut-
verk í Þjóðleikhúsinu, hann söng
með Karlakór Selfoss og oft ein-
söng og gaf út hljómdisk eftir að
hann veiktist.
Okkur Gylfa varð strax í upp-
hafi vel til vina, og áttum við fjöl-
skyldurnar vel saman í leik og
starfi, samverustundir okkar voru
margar og margt var brallað okk-
ur öllum til skemmtunar. Stórfjöl-
skyldan deildi oft hátíðum saman
og endalaust gæti ég talið upp það
sem við brölluðum í gegn um árin.
Gylfi var ljúfur í lund, hafði góða
nærveru og með húmorinn í lagi.
Hann lét það ekki pirra sig eða
sýndi óþolinmæði þegar sprellið og
grínið tók yfirhöndina hjá okkur
systrum, hann tók bara þátt í vit-
leysunni.
Leiðir Gylfa og Línu skildi eftir
margra ára hjónaband en vináttan
og kærleikurinn þeirra á milli vék
aldrei frá þeim og studdi Lína
hann í öllum hans erfiðu veikind-
um allt fram á síðustu stund. Elsku
Gylfi minn, það er mikil eftirsjá að
þér, en samt er þakklæti í huga
fyrir að þessu veikindastríði þínu
er nú lokið. Þessi kveðjuorð mín
eru til að þakka þér vinur fyrir öll
árin okkar saman í leik og starfi,
tryggð þína og vináttu sem þú við-
hélst alla tíð. Minningarnar geymi
ég í sjóði sem perlur þar til við hitt-
umst á ný í sumarlandinu, megi
góður guð vera með þér um alla ei-
lífð. Góða ferð heim vinur.
Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og
góða
svo sterkur, einlægur og hlýr.
Örlög þín ráðin – mig setur í hljóða
við hittumst samt aftur á ný.
(Sigríður Hörn Lárusdóttir)
Kærleikskveðjur til fjölskyld-
unnar.
Sigríður (Sirrý mágkona
Ég á því láni að fagna að vera
elstur barna föður míns og fékk
því að njóta meiri kynna og sam-
vista við Gylfa föðurbróður minn í
æsku. Fyrir minni mitt sé ég á
myndum þar sem hann er að leika
við mig í fótbolta og gefa mér góð-
an tíma. Ég fór sem barn og fékk
að vera hjá fjölskyldu Gylfa er
hann þjálfaði Ísfirðinga og Ólafs-
víkinga og svo þjálfaði Gylfi okk-
ur Selfossstráka í knattspyrnunni
og hefur hann því haft viðkomu
hjá ótrúlega mörgum krökkum í
okkar heimabæ í gegnum tíðina.
Auk þess var Gylfi kennari og
íþróttakennari allan sinn vinnu-
aldur og var vinsæll í störfum sín-
um. Gylfi Þór stundaði sjálfur
knattspyrnu og var fyrsti Selfyss-
ingurinn til þess að vera valinn
sem unglingalandsliðsmaður í
knattspyrnu ásamt Sverri Ólafs-
syni. Einnig tók Gylfi virkan þátt
í stjórnunarstörfum fyrir knatt-
spyrnudeild UMF Selfoss. Þjálf-
un greip þó huga hans ásamt
sönglistinni sem hann elskaði,
bæði einsöng og kórsöng með
Karlakór Selfoss um árabil. Gylfi
söng tvö einsöngslög með kórn-
um inn á plötu og hann gaf svo út
plötu sjálfur með söng sínum eftir
að hann veiktist.
Parkinsonsveikin eða parki eins
og hann kallaði hann kom svo inn í
líf hans þegar hann var aðeins 46
ára og átti eftir að marka djúp
spor í líf hans. Hann náði þó að
gera margt í lífi sínu sem hann
dreymdi um; spila knattspyrnu og
þjálfa, syngja og taka þátt í leik-
listinni með Leikfélagi Selfoss og
komst eitt sinn að í Þjóðleikhúsinu
og tók þar þátt í „Fiðlaranum á
þakinu“. Einnig var Gylfi mjög lið-
tækur málari og liggja eftir hann
fjölmargar fallegar myndir. Frægt
varð þegar Gylfi var eitt sinn rek-
inn af leikvelli fyrir það eitt að
segja rétt til nafns, „Gylfi Þ. Gísla-
son“, en þá bar ráðherra sama
nafn um líkt leyti og hélt dómarinn
að verið væri að fíflast í sér. Gylfi
var Tottenhammaður og deildum
við ekki skoðunum þar en þegar ég
var formaður í Arsenalklúbbnum
1982-2002 fékk klúbburinn elsta
bikar í heimi, FA-bikarinn, til Ís-
lands. Hann sýndum við á sam-
komu Arsenalmanna og fögnuðum
einum bikartitlinum enn af mörg-
um, ég tók þá bikarinn við litla
hrifningu öryggisvarða og fór með
hann á Borgarspítalann til Gylfa
og leyfði honum að hampa honum
og var hann gríðarlega ánægður
með þá heimsókn. Síðustu árin
hafa verið erfið fyrir elsku frænda
minn sem ég hef alltaf verið bund-
inn nánum böndum og veittist mér
þá sú ánægja að gleðja hann með
heimsóknum á hjúkrunarheimilið
Fossheima á Selfossi. Þar klippti
ég hann enda var Gylfi orðlagt
snyrtimenni og reglan var svo að
taka lagið og syngja nokkur lög og
fíflast. Tæpra sjötíu og tveggja ára
er hann haldinn í hið óumflýjan-
lega ferðalag og hefur hlotið hvíld
frá þrautum sínum, allt of
snemma. Einstaka umönnun hlaut
hann á Fossheimum og vil ég
þakka fyrir það hér.
Samúðarkveðjur færi ég frænd-
fólkinu við þessi erfiðu tímamót
um leið og ég þakka einstaka vin-
áttu og væntumþykju hans á okk-
ar lífsins göngu. Guð blessi minn-
ingu Gylfa frænda.
Kjartan Björnsson.
Gylfi Þór Gíslason íþróttakenn-
ari á Selfossi er látinn langt um
aldur fram. Hann var ungur ráð-
inn íþróttakennari við Gagnfræða-
skólann á Selfossi, síðar Sólvalla-
skóla, og starfaði við þá stofnun að
heita má alla starfsævina.
Gylfi reyndist strax frá byrjun
einstaklega kraftmikill kennari og
átti mjög auðvelt með að vinna
með unglingum á viðkvæmu
þroskaskeiði þeirra. Eins og títt
var um íþróttakennara færði Gylfi
sig yfir í almenna bekkjarumsjón
er á leið starfsævina. Þá kom enn
betur í ljós hve mannleg innsýn og
félagsþroski nýttist honum vel í
starfi.
Frá unglingsaldri var Gylfi
mjög virkur í knattspyrnuiðkun og
skaraði þar snemma fram úr.
Hann var t.a.m. annar tveggja úr
þessu byggðarlagi sem fyrstir léku
með 21 árs landsliðinu. Og síðar
stundaði hann knattspyrnuþjálfun
bæði hér á Selfossi og víðar um
land.
Gylfi Þór var einnig mörgum
öðrum listrænum gáfum gæddur.
Þannig fór hann um skeið með
mjög eftirminnileg hlutverk á sviði
í uppfærslum hjá Leikfélagi Sel-
foss. En hæst reis snilld hans án
efa í afar hljómfagurri tenórrödd.
Undanfarna rúmlega tvo ára-
tugi hefur Gylfi tekist á við óvenju
illvígan sjúkdóm af mikilli þraut-
seigju og hugprýði. Við fráfall
hans sendi ég börnum hans og öðr-
um nánum ættingjum hugheilar
samúðarkveðjur og bið minningu
Gylfa Þórs Gíslasonar blessunar
Guðs.
Óli Þ. Guðbjartsson.
Einn af eftirminnilegustu þjálf-
urum okkar guttanna frá Ólafsvík
er fallinn frá. Gylfi Þ. Gíslason kom
sem frelsandi engill til Víkings og
hristi heldur betur upp í okkur, á
vinsamlegan hátt, með léttleika,
lipurð, fagmennsku og gleði að
leiðarljósi. Hann þjálfaði okkur
gaurana sem erum fæddir ’59 og
’58 sumarið 1974 þegar við lékum
með 3. flokki. Gylfi Þ. var ennfrem-
ur þjálfari meistaraflokks og undir
hans stjórn tryggði Víkingur sér
sigur í gömlu 3. deildinni í fyrsta
skipti.
Við guttarnir í 3. flokki lékum
aðeins einn leik undir stjórn Gylfa
Þ. enda tíðkaðist ekki á þessum ár-
um að Víkingur Ól. tæki þátt í Ís-
landsmóti yngri flokkanna. Eini
leikurinn var gegn Snæfelli í
Stykkishólmi en liðið gaf seinni
leikinn sem átti að fara fram í
Ólafsvík. Það er með ólíkindum
hversu margir leikmenn í 3. flokki
Gylfa Þ. Gíslasonar fyrir 47 árum
stóðu sig frábærlega á knatt-
spyrnuvellinum næstu áratugina
þrátt fyrir að spila aðeins einn eða
tvo leiki á hverju „keppnistímabili“
á yngri árum.
Reyndar fengum við að taka
þátt í Íslandsmótinu árið 1975 og
höfnuðum þá í 2. sæti – töpuðum
úrslitaleiknum gegn Breiðabliki.
Handbragð Gylfa Þ. var sannar-
lega alltumlykjandi það sumar og
við eigum honum mikið að þakka.
Gylfi Þ. var ævinlega hrókur
alls fagnaðar og hafði engu gleymt
þegar hann sneri til baka til Vík-
ings árið 1991. Þá komst liðið aftur
í úrslitakeppnina. Þótt ég hafi ekki
leikið meistaraflokksleik undir
stjórn Gylfa Þ. hafa þeir leikmenn,
sem það gerðu, margoft minnst
okkar dásamlega þjálfara með hlý-
hug. Þeir rifja reglulega upp sög-
urnar og gleðina og hamingjuna
sem einkenndi okkar mann.
Við gömlu Ólsararnir minn-
umst Gylfa Þ. Gíslasonar með
hlýhug og þakklæti og sendum
fjölskyldu hans, ættingum og vin-
um okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
F.h. 3. flokks Víkings Ólafsvík
1974 og 1975,
Þorgrímur Þráinsson.
Nú er genginn sá ágæti dreng-
ur Gylfi Þ. Gíslason eftir áratuga
baráttu við illvígan sjúkdóm.
Fréttin um andlát hans kom ekki á
óvart. Gylfi dvaldi lengi á Foss-
heimum þar sem ég heimsæki
móður mína reglulega og fékk ég
þá nokkra innsýn í hvernig heilsu
Gylfa virtist stöðugt hraka.
Leiðir okkar Gylfa lágu saman í
fótboltanum á Selfossi. Við vorum
ekki gamlir þegar byrjað var að
sparka í bolta á Ólatúni, eins og við
strákarnir kölluðum túnið neðan
við Sunnuveg og austan Kirkju-
vegar. Þar gátum við verið frá
hausti og fram á vor. Fótbolti var
leikinn alla daga meðan veður og
aðstæður leyfðu, strax eftir skóla
og fram í myrkur. Þarna komu
saman margir strákar sem síðar
mynduðu kjarnann í góðu liði á ár-
unum 1965-69. 2. flokkur Selfoss
var til að mynda mjög sterkur á ár-
unum 1966 og 67, þegar við urðum
fyrst bikarmeistarar og síðar Ís-
landsmeistarar. Hópurinn var
ekki stór og þoldi illa að einn eða
fleiri hyrfu úr hópnum eins og
gerðist fljótlega í kringum 1970.
Gylfi var mikill keppnismaður
og mjög einbeittur varnarmaður.
Hann var snöggur sem elding og
fljótur sem hind svo að ekki var
auðvelt að komast framhjá honum.
Hann var lágvaxinn en stóð vel
fyrir sínu og sannaði ótvírætt hið
fornkveðna, að margur er knár
þótt hann sé smár. Hann var kapp-
samur og hvatti menn óspart til
dáða, svo að tær tenórröddin barst
vel frá aftasta manni til þess
fremsta. Gylfi er sennilegast eini
maðurinn í íslenskri knattspyrnu
sem hefur verið vísað af velli fyrir
nafn sitt. Það gerðist í Hafnarfirði í
leik á móti FH. Dómarinn var FH-
ingur og áleit Gylfa full-
aðgangsharðan. Hann innti Gylfa
nafns, sem svaraði óhikað. Öllum
til undrunar brást dómarinn hratt
við og lyfti rauða spjaldinu á loft en
á þessum tíma var Gylfi alnafni
menntamálaráðherra Íslands.
Æskuheimili Gylfa var alltaf op-
ið fyrir okkur strákana. Þar hóp-
uðumst við saman og var oft teflt
og haldin skákmót. Við vorum ekki
margir til að byrja með en hóp-
urinn stækkaði hratt. Ég dáist að
því hvað foreldrar Gylfa sýndu
okkur mikla þolinmæði.
Gylfi háði erfiða baráttu við vá-
legan vágest í nokkra áratugi en að
lokum brast vörnin og vopnabúrið
tæmdist.
Ég mun minnast þeirra góðu
ára sem við Gylfi áttum saman í
boltanum. Megi minningin um
hann lifa lengi. Ég votta afkom-
endum hans og allri fjölskyldunni
mína innilegustu samúð.
Guðjón Skúlason.
Í gegnum skólagönguna hefur
maður ótal kennara. Sumir kenn-
arar kenna bara það sem bókin
segir og passa að halda alltaf
ákveðinni fjarlægð við nemendur
en svo eru aðrir kennarar sem gefa
aukalega af sér og kenna nemend-
um sínum aðeins um lífið í leiðinni.
Þetta eru að mínu mati bestu
kennararnir. Gylfi var akkúrat
þannig kennari. Hann var umsjón-
arkennarinn minn í 6. og 7. bekk í
Sólvallaskóla á Selfossi og er einn
af mínum uppáhaldskennurum á
allri minni skólagöngu. Á þessum
tíma tíðkaðist að krakkar væri í
Sandvíkurskóla upp að unglinga-
stigi og færu svo yfir í Sólvalla-
skóla. Með flutningnum var maður
formlega enginn krakki lengur en
á sama tíma vorum við ekki enn
orðnir unglingar. Þetta var milli-
bilsástand. Þessi umskipti voru
misauðveld fyrir okkur og á ein-
hvern hátt tókst okkur að fá Gylfa
til að lesa alltaf fyrir okkur sögu í
nestistímanum – svona eins og var
gert fyrir okkur í barnaskólanum.
Ég man ekkert hvaða bækur hann
las fyrir okkur en ég man hvað
okkur leið notalega og hvað það
var mikil ró yfir okkur á meðan
hann las.
Einhvern tímann þegar við vor-
um komin í 7. bekk lofaði Gylfi
okkur öllum verðlaunum ef mynd-
um öll klára heimanámið okkar þá
vikuna. Eitthvað hafði gengið illa
hjá okkur hingað til að ljúka við
áætlunina svo að hann greip til
þessarar gulrótar. Við vorum öll
spennt að vita hver þessi verðlaun
væru og lögðum okkur fram við að
læra jafnt og þétt alla vikuna. Svo
rann föstudagurinn upp. Einhverj-
ir höfðu lent í vandræðum og ekki
náð að klára öll verkefnin þannig
að við hjálpuðumst öll að þar sem
við sátum fyrir utan stofuna og
biðum eftir að tíminn byrjaði. Öll
stéttaskipting hvarf og við unnum
saman eins og ein heild. Þetta er
ein af mínum allra bestu minning-
um úr grunnskóla. Það voru nefni-
lega einstaklingar í mínum ár-
gangi sem lögðu sig fram um,
nánast alla grunnskólagönguna, að
gera öðrum lífið leitt. En ekki
þarna. Ekki þennan dag. Þarna
vorum við öll vinir. Hver voru svo
verðlaunin? Jú, einn súkkulaði-
snúður á mann úr Guðnabakaríi
sem Gylfi splæsti sjálfur á hópinn.
Ég gleymi því ekki þegar hann
kom askvaðandi með grindina úr
bakaríinu, fulla af snúðum. Mikið
ofboðslega vorum við glöð með
verðlaunin en þó ef til vill mest yfir
þessari samheldni sem skapaðist
við verkefnið.
Þar sem styttist til jóla þá má ég
til með að nefna eina af mínum
uppáhaldsjólaminningum, sem
tengist einmitt Gylfa. Einhvern
tímann voru jólatónleikar í Sel-
fosskirkju sem við fjölskyldan
mættum á og þar söng Gylfi ein-
söng með kórnum í Ó, helga nótt –
sem var lokalag tónleikanna. Ég
gleymi því ekki þegar hann þandi
út brjóstkassann, lyfti höndunum
upp í loft og söng viðlagið af öllum
krafti. Þetta var svo flott og maður
komst í svo mikið jólaskap að ég
man sjaldan eftir öðru eins.
Nú fagna himins englar að fá
Gylfa í sinn hóp en söknuður
þeirra sem eftir sitja er mikill.
Minning um einstakan mann lifir.
Fjölskyldu og vinum Gylfa votta
ég mína dýpstu samúð.
Jóhanna Sigríður
Hannesdóttir.
Gylfi Þór Gíslason