Morgunblaðið - 06.12.2021, Page 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. DESEMBER 2021
Sindrastóll
Hönnuður: Ásgeir Einarsson (1927-2001)
Sindrastóllinn er bólstraður
með íslenskri lambagæru.
Verð frá: 229.000 kr.
Sólóhúsgögn ehf. Gylfaf löt 16-18 112 Reykjavík 553-5200 solohusgogn. is
að segja á mína fyrstu kóræfingu í
nóvember, þar sem vinnuheitið er
jólakórinn! Ég verð að viðurkenna að
ég kveið því svolítið. En svo var
þetta alveg frábær kvöldstund!“
Fjölskylda
Eiginkona Péturs er Anna Sigríð-
ur Arnardóttir, f. 8.6. 1975, lögfræð-
ingur og framkvæmdastjóri Fast-
eignaþróunarfélagsins Spildu. Þau
eru búsett á Seltjarnarnesi. For-
eldrar Önnu Sigríðar eru hjónin Örn
Óskarsson, f. 20.9. 1952, fram-
kvæmdastjóri, og Ólöf Þórarins-
dóttir, f. 3.10 1952, forstöðumaður
rekstrar- og þjónustusviðs Alþingis.
Pétur og Anna Sigríður eiga tvö
börn, Ólöfu Kristrúnu, í verkfræði-
námi við Háskólann í Reykjavík, f.
15.7. 2001, og Örn Óskar, nema í
Menntaskólanum í Reykjavík, f.
12.12. 2004.
Bræður Péturs sammæðra:
Eymundur Snatak, f. 1.2. 1961, d.
16.8. 2019, og Þórir Bjarki, f. 20.11.
1965. Faðir þeirra var Matthías
Kjeld, f. 19.12. 1936, d. 16.1. 2019,
læknir. Systur Péturs samfeðra eru
Ragnhildur, f. 22.9. 1960, bókasafns-
og upplýsingafræðingur í Reykjavík,
og Kristjana Stella, f. 28.12. 1964,
kennari við Háskóla Íslands. Móðir
þeirra var Renata Beate Kristjáns-
dóttir, f. 31.10. 1938, d. 3.6. 1982,
kennari.
Foreldrar Péturs: Hjónin Halldór
Blöndal, f. 24.8. 1938, fyrrverandi
ráðherra og forseti Alþingis, og
Kristrún Eymundsdóttir, f. 4.1.
1936, d. 8.12. 2018, framhaldsskóla-
kennari.
Pétur
Blöndal
Elísabet Sigurðardóttir
húsfreyja á Stóra-Hrauni,
frá Syðra-Skógarnesi
Árni Þórarinsson
prófastur á Stóra-Hrauni
í Kolbeinsstaðahreppi
Þóra Árnadóttir
húsfreyja í Reykjavík
Eymundur Magnússon
skipstjóri í Reykjavík
Kristrún Eymundsdóttir
framhaldsskólakennari í Reykjavík
og á Akureyri
Guðrún Mikaelsdóttir
húsfreyja á Hafnarhólmi,
f. á Hellu í Steingrímsfirði
Magnús Kristjánsson
bóndi og hafnsögumaður
á Hafnarhólmi í Steingrímsfirði
Guðrún Pétursdóttir
húsfreyja í Reykjavík, frá Engey
Benedikt Sveinsson
alþingismaður og forseti
neðri deildar Alþingis
Kristjana Benediktsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Lárus H. Blöndal
bókavörður Alþingis
Margrét Auðunsdóttir
húsfreyja á Eyrarbakka, frá
Svarthamri í Álftafirði
Haraldur Blöndal
ljósmyndari á Eyrarbakka
Ætt Péturs Blöndal
Halldór Blöndal
fv. ráðherra og forseti Alþingis
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÓKEI. ÉG SKAL SÆKJA ÞIG EFTIR 25 ÁR.
KLUKKAN HVAÐ Á ÉG AÐ KOMA?“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að eiga svo margt
sameiginlegt.
JÓN ER EKKI
FULLKOMINN …
EN HANN ER
FRÁBÆR KODDI
VEISTU HVAÐ ÉG
GERÐI Í DAG?
USSS…
KODDAR
TALA EKKI
MÉR HEFUR VERIÐ
HRÓSAÐ FYRIR AÐ
TAKA VEL EFTIR!
ÉG Á BÁGT MEÐ AÐ
TRÚA ÞVÍ!
Í ALVÖRU!? SKO, ÉG GET ENDURTEKIÐ
ORÐRÉTT ALLT SEM HJÓNIN Á NÆSTA BORÐI
VORU AÐ TALA UM!
„ÞETTA TEKUR EKKI LANGAN TÍMA.
VIÐ ERUM BARA MEÐ NOKKRAR
SPURNINGAR.“
BLA! BLA! B
LA!
BLA! BLA! B
LA!
BLA! BLA!BLA! BLA!
Hjálmar Jónsson orti undir um-
ræðum á alþingi á miðviku-
daginn um stefnuræðu rík-
isstjórnarinnar:
Á sjó dreginn sérhver raftur,
mér sýnist í þinginu kraftur.
Tekist er á,
tuðað er smá
og Tommi er sofnaður aftur.
Helgi R. Einarsson skrifaði:
„Eins og fleiri Íslendingar fylgd-
ist ég með umræðunum á alþingi í
gærkveldi og þar með varð þessi
til“:
Pirraðir píratar (út í allt og alla)
Ef píratar stæðu í stafni
við stjórnvöl (í frelsarans nafni)
til tevatnsins fyndum
í fjölbreyttum myndum.
Er furða þótt sumir þeim hafni?
Á miðvikudag skrifar Ingólfur
Ómar: „Mér datt í hug að lauma
að þér einu erindi sem ég kalla
vetrarfegurð. Í morgun var him-
inninn roðagylltur og fallegt um
að litast og svo lét sú gula sjá sig
og ekki er hægt að biðja um
meira á svo fallegum degi þó að
kalt sé“:
Skýin ofin gullnum glæðum
geislar dansa á mjallarbreiðum.
Fjöllin skarta hvítum klæðum
kuli blæs af frosnum heiðum.
Hátt rís jökulbungan breiða
böðuð morgunsólareldi.
Huga minn og hjarta seiða
heiðríkjunnar töfraveldi.
Guðmundur Arnfinnsson yrkir
„vetrarvísu“ í Boðnarmjöð:
Frjósa lindir, sortnar sól,
svipt er yndi gæða,
fjallatindar klæðast kjól,
kaldir vindar næða.
Jón Gissurarson skrifar: „Nú
blæs hér útsynningur af sunn-
anátt 13-22 m sek., tveggja gráðu
frost er á mæli. Umhleypingatíð
hefur verið hér að undanförnu og
nokkur snjór er á jörð. Hagar eru
nú óðum að spillast fyrir hross í
útigangi. Góð beitarjörð hefur
verið fyrir þau fram undir þetta,
en nú er komið að því að færa
þeim heytuggu:
Meðan ekki sjáum sól
signa himinhvelin.
Yfir lægðir laut og hól
leggur hríðarélin.
Enn er komin ísahrönn
yfir þúfnakollum
Þá er einnig frost og fönn
og freraskán á pollum.“
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af stefnuræðu