Morgunblaðið - 06.12.2021, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. DESEMBER 2021
FIMLEIKAR
Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
Kvennalandslið Íslands í hópfim-
leikum varð á laugardag Evrópu-
meistari eftir hnífjafna baráttu við
landslið Svíþjóðar í úrslitunum á
Evrópumeistaramótinu í Guimaraes
í Portúgal.
Ísland fékk 57.250 stig í heildar-
einkunn, nákvæmlega jafnmörg stig
og Svíþjóð en íslenska liðið stóð uppi
sem sigurvegari eftir að hafa unnið
fleiri greinar. Ísland vann tvær af
þremur greinum, gólfæfingar og
trampólín, en Svíþjóð vann á dýnu.
Íslenska kvennalandsliðið varð síð-
ast Evrópumeistari árið 2012 og
fyrst árið 2010 þegar Gerpla keppti
fyrir Íslands hönd. Á þremur síðustu
Evrópumeistaramótum síðan 2012
hafa Svíar skákað Íslandi og staðið
uppi sem sigurvegarar.
„Þetta er bara frábær tilfinning.
Maður á svolítið erfitt með að trúa
þessu ennþá og finnur það alveg að
það er svolítið spennufall í hópnum.
Ég held að við verðum bara næstu
daga að ná okkur niður, þetta var
svo mikil spenna. Síðustu ár hefur
bara verið 0,1 stigs munur þannig að
við vissum alveg að þetta yrði hörku-
keppni. Þessi lið eru greinilega alveg
hnífjöfn eins og sást á stigunum en
við unnum bæði áhöldin og það skil-
aði okkur sigri,“ sagði Hekla Mist
Valgeirsdóttir, einn liðsmanna ís-
lenska landsliðsins, í samtali við
Morgunblaðið.
Sterk liðsheild skóp sigurinn
Beðin um að meta hvað hafi helst
skapað sigurinn sagði hún: „Ég tel
að Ísland og Svíþjóð séu svipað góð
lið en þetta snýst allt um að eiga sem
bestan dag. Að sýna góða frammi-
stöðu þar sem við þurfum að negla
allar lendingar og negla öll stökkin á
réttum tíma á þessum degi. Við vor-
um búnar að gera nánast gallalaust
trampólín og svo gerðum við geggj-
aðan dans. Við áttum bara dýnuna
eftir og eins og hefur komið fram
lenti Andrea Sif [Pétursdóttir fyrir-
liði] okkar í því óhappi að slíta hásin í
næstsíðustu umferðinni á dýnunni.
Þá hefði getað komið eitthvert pa-
nikk en við erum með svo sterkt lið,
sterka liðsheild, að næsta stúlka
hoppaði bara inn og við negldum síð-
ustu umferðina. Ég held að það hafi
skilað okkur sigrinum.“
Ísland og Svíþjóð hafa verið í sér-
flokki undanfarin ár í hópfimleikum
kvenna. Hefur rígur myndast á milli
liðanna? „Ég held að það sé svona
lúmskur rígur á milli okkar. Þetta
hefur verið svo jafnt síðustu ár og
það er svo mikið keppnisskap í báð-
um liðum að augljóslega myndast
svona smá rígur en ekkert alvarlegt.
Bæði lið vilja auðvitað standa sig vel
og bæði lið vilja þetta jafn mikið,“
sagði Hekla.
Minna en ár í næsta EM
Hún benti á að mun styttra væri í
næsta mót en venjan er þar sem
mótið um helgina átti upphaflega að
fara fram í apríl 2020 en var frestað
vegna kórónuveirufaraldursins.
„Það er stutt í næsta Evrópu-
meistaramót. Venjulega eru tvö ár á
milli en næsta mót er í september á
næsta ári. Íslenska tímabilið fer að
byrja í janúar þannig að við fáum
ekki mikla pásu. Við byrjum þá að
æfa með félagsliðunum okkar og svo
taka aftur við æfingar með landslið-
inu. Líklegast verður bara sami
kjarni í landsliðinu af því að það er
svo stutt í þetta,“ sagði Hekla og
bætti við að stefnan væri sett á að
verja titilinn. „Að sjálfsögðu, við
stefnum alltaf á það,“ sagði hún að
lokum í samtali við Morgunblaðið.
Ísland er Evrópumeistari
Ljósmynd/Fimleikasamband Íslands
Evrópumeistarar Mikill fögnuður braust út hjá kvennalandsliði Íslands í
hópfimleikum þegar Evrópumeistaratitillinn var í höfn á laugardaginn.
- Þriðji titillinn í höfn í Portúgal
- Hnífjöfn keppni við sænska liðið
Þá hafnaði Veigar Hrafn Sigurþórsson í
fjórða sæti í 400 m fjórsundi karla,
Freyja Birkisdóttir varð fjórða í 800 m
skriðsundi kvenna og Símon Elías Stat-
kevicius hafnaði í fjórða sæti í 50 m
flugsundi karla.
_ Knattspyrnumaðurinn Jóhann Árni
Gunnarsson er að ganga til liðs við
Stjörnuna. Það var fótbolti.net sem
greindi frá þessu en Jóhann Árni, sem er
tvítugur, er uppalinn hjá Fjölni í Graf-
arvogi og hefur leikið með félaginu allan
sinn feril. Hann skoraði níu mörk í 20
leikjum með Fjölnismönnum í 1. deildinni
síðasta sumar en alls á hann að baki 20
leiki í efstu deild þar sem hann hefur
skorað fjögur mörk. Þá á hann að baki 19
landsleiki fyrir yngri landslið Íslands.
_ Drífa Harðar-
dóttir og Elsa Niel-
sen urðu á laug-
ardaginn
heimsmeistarar í
tvíliðaleik í bad-
minton í aldurs-
flokknum 40 ára
og eldri en mótið
fór fram í Huelva á
Spáni. Drífa og Elsa mættu pari frá
Suður-Kóreu í úrslitum í tvíliða-
leiknum og höfðu þær betur í tveimur
hrinum; 23:21 og 21:8. Drífa fagnaði
einnig sigri í tvenndarleik á mótinu
fyrr um daginn ásamt meðspilara sín-
um Jesper Thomsen frá Danmörku en
þau lögðu par frá Englandi í úrslitum;
21:19 og 21:10.
_ Íslenska karlalandsliðið í hópfim-
leikum hafnaði í öðru sæti á Evrópu-
meistaramótinu sem fram fór í Guim-
ares í Portúgal. Ísland lauk keppni með
56,475 stig en þetta var í fyrsta sinn
síðan árið 2010 sem Ísland sendir
karlalandslið til keppni í fullorðins-
flokki. Svíar fögnuðu öruggum sigri
með 61,350 stig og Bretar höfnuðu í
þriðja sæti með 56,000 stig. Íslenska
liðið fékk 19,950 stig fyrir stökkæfingar
sínar en þar fór Helgi Laxdal Aðal-
geirsson fremstur í flokki þar sem hann
framkvæmdi stökk sem ekki hefur áður
sést á Evrópumóti.
_ Camilla Herrem var markahæst í
norska kvennalandsliðinu í handknatt-
leik með sex mörk þegar liðið vann
41:9-stórsigur
gegn Íran í C-riðli
heimsmeistara-
mótsins sem fram
fer á Spáni í gær.
Staðan í hálfleik
var 22:3, Noregi í
vil, en Emilie Hov-
den var næst-
markahæst í
norska liðinu með fimm mörk. Norð-
menn eru með fullt hús stiga eða fjögur
stig eftir fyrstu tvo leiki sína í efsta
sæti riðilsins en Þórir Hergeirsson er
þjálfari liðsins. Rúmenía er einnig með
4 stig í öðru sæti riðilsins en Noregur
og Rúmenía mætast í hreinum úrslita-
leik um efsta sæti riðilsins í lokaumferð
riðlakeppninnar á morgun.
Fred tryggði Manchester United
1:0-sigur gegn Crystal Palace í
ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu
þegar liðin mættust í Manchester í
15. umferð deildarinnar í gær en
þetta var fyrsti leikur liðsins undir
stjórn þýska stjórans Ralf Rang-
nicks.
_ Þá skoraði Divock Origi sigur-
mark Liverpool í uppbótartíma
gegn Wolves í Wolverhamton þegar
liðið mættust á laugardag en leikn-
um lauk með 1:0-sigri Liverpool.
_ Arthur Masuaku tryggði West
Ham óvænt 3:2-sigur gegn Chelsea
þegar liðin mættust í Lundúnum en
Masuaku skoraði sigurmarkið á 87.
mínútu.
_ Þá tyllti Manchester City sér á
toppinn í deildinni með öruggum
3:1-sigri gegn Watford í Watford
þar sem Bernardo Silva skoraði tví-
vegis í leiknum. City er með 35 stig
í efsta sætinu, Liverpool kemur þar
á eftir með 34 stig og Chelsea er
með 33 stig.
Stýrði United til sigurs
í sínum fyrsta leik
AFP
Old Trafford Cristiano Ronaldo og Ralf Rangnick takast í hendur eftir sig-
urinn í gær en United er nú með 24 stig í sjötta sæti úrvalsdeildarinnar.
Óðinn Þór Ríkarðsson átti sannkall-
aðan stórleik fyrir KA og skoraði
fjórtán mörk þegar liðið vann 31:29-
sigur gegn Gróttu í úrvalsdeild karla
í handknattleik, Olísdeildinni, í KA-
heimilinu á Akureyri í elleftu umferð
deildarinnar í gær. Lúðvík Berg-
mann Arnkelsson var markahæstur í
liði Seltirninga með sex mörk.
_ Þá vann Stjarnan eins marks
sigur gegn Víkingi þegar liðin mætt-
ust í Víkinni í Fossvogi en leiknum
lauk með 31:30-sigri Stjörnunnar.
Hafþór Már Vignisson og Leó Snær
Pétursson voru markahæstir
Garðbæinga með sjö mörk hvor.
Arnar Steinn Arnarsson skoraði sex
mörk fyrir Víkinga.
_ Alexander Már Egan var
markahæstur Selfyssinga með sex
mörk þegar liðið gerði góða ferð í
Origo-höllina á Hlíðarenda og lagði
Íslands- og bikarmeistara Vals með
tveggja marka mun, 28:26. Vilius
Rasimas varði fjórtán skot í marki
Selfyssinga en Finnur Ingi Stef-
ánsson skoraði sex mörk fyrir Val.
_ Einar Bragi Aðalsteinsson fór á
kostum í liði HK þegar liðið gerði
39:39-jafntefli gegn ÍBV í Vest-
mannaeyjum en Einar Bragi skoraði
sextán mörk í leiknum. Kári Kristján
Kristjánsson og Dagur Arnarsson
voru markahæstir Eyjamanna með
sex mörk hvor.
_ Vilhelm Poulsen gerði sér lítið
fyrir og skoraði tólf mörk fyrir
Fram þegar liðið gerði 27:27-
jafntefli gegn Aftureldingu í Fram-
húsi í Safamýri. Guðmundur Bragi
Ástþórsson og Þrándur Gíslason
Roth skoruðu sex mörk hvor fyrir
Aftureldingu.
Skoraði tæplega helm-
ing marka Akureyringa
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
14 Óðinn Þór Ríkarðsson fór á kost-
um gegn Gróttu í KA-heimilinu.
Olísdeild karla
ÍBV – HK .............................................. 39:39
Valur – Selfoss ...................................... 26:28
Fram – Afturelding.............................. 27:27
Víkingur – Stjarnan ............................. 30:31
KA – Grótta........................................... 31:29
Staðan:
FH 11 8 1 2 312:277 17
Haukar 11 7 2 2 325:292 16
ÍBV 11 7 1 3 340:332 15
Stjarnan 11 7 1 3 330:323 15
Valur 10 6 2 2 287:256 14
Selfoss 11 6 0 5 286:280 12
Afturelding 11 4 3 4 316:309 11
Fram 10 4 2 4 280:282 10
KA 11 4 0 7 303:323 8
Grótta 10 3 1 6 269:276 7
Víkingur 11 1 0 10 248:311 2
HK 10 0 1 9 259:294 1
Grill 66-deild karla
Valur U – Fjölnir .................................. 29:38
Selfoss U – Þór Ak. .............................. 24:25
Haukar U – Berserkir.......................... 29:20
Olísdeild kvenna
Valur – HK............................................ 18:17
Stjarnan – KA/Þór ............................... 27:20
Fram – Haukar..................................... 24:22
Staðan:
Valur 9 8 0 1 254:193 16
Fram 9 7 1 1 241:220 15
KA/Þór 8 5 1 2 218:208 11
Haukar 9 4 1 4 242:239 9
HK 9 3 1 5 207:217 7
Stjarnan 9 3 0 6 218:235 6
ÍBV 7 2 0 5 180:183 4
Afturelding 8 0 0 8 165:230 0
Grill 66-deild kvenna
Valur U – Fjölnir/Fylkir...................... 28:25
HK U – Fram U.................................... 35:32
Selfoss – Víkingur ................................ 29:21
Evrópubikar karla
32-liða úrslit, seinni leikir:
Haukar – Focsani ................................. 27:26
_ Focsani vann 54:53 samanlagt.
Dukla Prag – Drammen ..................... 30:33
- Óskar Ólafsson skoraði ekki fyrir Dram-
men.
_ Drammen vann 61:59 samanlagt.
Þýskaland
B-deild:
Aue – Hagen......................................... 31:32
- Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði 6
mörk fyrir Aue. Sveinbjörn Pétursson
varði 10 skot í marki liðsins.
Pólland
Piotrków – Kielce................................ 32:38
- Haukur Þrastarson skoraði 4 mörk fyrir
Kielce og Sigvaldi Björn Guðjónsson 1.
Noregur
Runar – Elverum ................................. 28:31
- Orri Freyr Þorkelsson skoraði 8 mörk
fyrir Elverum.
Svíþjóð
Guif – IFK Ystad.................................. 35:30
- Daníel Ágústsson varði 14 skot í marki
Guif, Aron Dagur Pálsson skoraði ekki.
%$.62)0-#
Subway-deild karla
Breiðablik – Þór Ak............................ 122:94
Grindavík – Stjarnan............................ 92:88
Staðan:
Keflavík 8 7 1 714:654 14
Grindavík 8 6 2 672:639 12
Þór Þ. 8 6 2 762:718 12
Tindastóll 8 6 2 702:666 12
Njarðvík 8 5 3 751:678 10
Valur 8 5 3 634:628 10
KR 8 4 4 739:745 8
Stjarnan 8 3 5 708:701 6
Breiðablik 8 2 6 860:855 4
Vestri 8 2 6 642:700 4
ÍR 8 2 6 709:750 4
Þór Ak. 8 0 8 589:748 0
Subway-deild kvenna
Fjölnir – Haukar .................................. 77:59
Breiðablik – Skallagrímur ................... 81:74
Grindavík – Keflavík ............................ 84:72
Valur – Njarðvík................................... 60:69
Staðan:
Njarðvík 11 9 2 768:644 18
Fjölnir 11 8 3 885:799 16
Valur 10 7 3 805:686 14
Keflavík 10 6 4 827:740 12
Haukar 7 4 3 499:418 8
Grindavík 11 4 7 806:882 8
Breiðablik 10 2 8 698:795 4
Skallagrímur 10 0 10 548:872 0
1. deild kvenna
Snæfell – Fjölnir B............................... 71:57
Stjarnan – Aþena.................................. 62:73
ÍR – Þór Ak. .......................................... 68:58
KR – Hamar-Þór .................................. 81:67
Tindastóll – Ármann ............................ 64:75
Rúmenía
Arad – Phoenix Constanta ................. 68:67
- Sara Rún Hinriksdóttir skoraði 12 stig
fyrir Phoenix Constanta, tók níu fráköst og
gaf eina stoðsendingu á 35 mínútum.
4"5'*2)0-#