Morgunblaðið - 09.12.2021, Blaðsíða 58
58 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2021
40 ÁRA Sara er Reykvíkingur,
ólst upp í Grafarvogi og býr í
Húsahverfinu þar. Hún vinnur
hjá heildsölunni Arctic trading
„Við seljum allskonar snyrti-
vörur og hárvörur.“
Áhugamál Söru eru fjöl-
skyldan og ferðalög.
FJÖLSKYLDA Luis Manuel
Mendes Fortes, f. 1979 í Portú-
gal, vinnur við járnabindingar.
Synir Söru og Luis eru Mikael
Levi, f. 2013, og drengur, f. 2021.
„Það er leyndarmál hvað litli
drengurinn heitir af því það verð-
ur skírn í janúar.“ Foreldrar
Söru eru Stefán Gísli Stefánsson,
f. 1964, múrari, og Guðmunda
Egilsdóttir, f. 1965, situr í stjórn
Krabbameinsfélagsins á Selfossi.
Þau eru búsett á Selfossi.
Elísabet Sara Stefánsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Þú þarft að einbeita þér að því sem
fyrir liggur, nú gengur ekki lengur að stinga
höfðinu í sandinn. Mundu því að koma fram
við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram
við þig.
20. apríl - 20. maí +
Naut Þú veist vel hvað þú átt að gera og
verður krafin/n svara fljótlega. Vertu sér-
staklega á verði gegn gylliboðum sem eru í
raun og veru of góð til þess að vera sönn.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Þú ert í einhvers konar hringiðu
og veist ekki í hvorn fótinn þú átt að stíga.
Hafðu hugfast að allir eru góðir inn við bein-
ið.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Þótt þú eigir auðvelt með að hrífa
aðra er ekki þar með sagt að allir viðhlæj-
endur séu vinir. Oft má satt kyrrt liggja.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Þú færð tækifæri til að aðstoða ein-
hvern í fjölskyldu þinni sem launar þér svo
ríkulega. Gefðu þér tíma til þess að slaka á
og leika þér.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Þú ert sendiboðinn, ekki skilaboðin.
Láttu engan taka stjórnina á þínu lífi, þú ert
í ökumannssætinu þar.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Fólk keppir um athygli þína en þú hefur
ekki endalausan tíma og þolinmæði. Vel-
gengni þín getur vakið öfund annarra, settu
það bak við eyrað.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Þótt þú getir verið sveigjan-
leg/ur þýðir það ekki að þú eigir að láta
stjórnast af tilfinningum annarra. Einhverjar
sviptingar verða í vinnunni fljótlega á nýju
ári.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Ástin bíður handan við hornið.
Viljirðu ná árangri þarftu að leggja þig fram,
það dugar ekki að sitja með hendur í skauti.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Það skiptir öllu máli að halda ró
sinni þegar á móti blæs. Framlag þitt til
góðgerðarmála yljar þér í hjartanu.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Áhyggjur af löngu liðnum at-
burðum breyta engu, nema láta þér líða illa.
Sættu þig við fortíðina, horfðu fram á veg-
inn.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Svefnleysi er ekki gott og þú ættir
að gera eitthvað í málunum. Þú veist hverjir
eru vinir þínir, sinntu þeim sem þér eru
kærastir.
stjórnvalda og bæjaryfirvalda í Hafn-
arfirði. „Ég var kallaður nefnda-
kóngurinn. Var t.d. 12 ár formaður í
stjórn Skýrsluvéla ríkisins, formaður
í Lyfjaverslun ríkisins, Bæjarútgerð
Hafnarfjarðar og Marel. Svo hætti ég
nefndastörfunum þegar ég varð ríkis-
endurskoðandi, enda passar það eng-
an veginn saman.“ Enn fremur sat
Sigurður í Endurskoðunarráði Við-
reisnarsjóðs Evrópuráðsins í París í 3
ár og Evrópuráðsins í Strassborg í 6
unina, verð deildarstjóri hjá Ríkis-
endurskoðun 1974-1980 en er líka í
eitt ár hjá KPMG til að komast í
gegnum endurskoðendaprófið því þar
er ýmis vinna, eins og reikningsskil,
sem er ekki hjá Ríkisendurskoðun.“
Sigurður var síðan skrifstofustjóri í
fjármálaráðuneytinu 1981-1987, að-
stoðarríkisendurskoðandi 1988-1991
og ríkisendurskoðandi 1992-2008.
Sigurður hefur setið í ýmsum
nefndum og stjórnum á vegum
S
igurður Þórðarson er
fæddur 9. desember 1941 í
Hafnarfirði. Hann ólst þar
upp og hefur átt þar
heima alla tíð.
Sigurður gekk í Lækjarskóla í
Hafnarfirði og síðan í Flensborgar-
skóla. Hann lauk loftskeytaprófi frá
Loftskeytaskóla Íslands 1959, námi
og starfsþjálfun hjá IBM í Danmörku
1960-1961 og varð löggiltur endur-
skoðandi árið 1982. Hann fór síðan í
endurmenntun við Landbúnaðarhá-
skólann á Hvanneyri, reiðmanninn,
2008-2010.
„Á uppvaxtarárum mínum var
Hafnarfjörður einn af stærri útgerð-
arbæjum landsins og allt atvinnulíf í
bænum einkenndist af störfum sem
tengdust fiskveiðum og vinnslu. Á
þeim tíma var algengt að unglingar,
þegar tækifæri gafst, einkum á sumr-
in og í skólafríum, ynnu við upp-
skipun á fiski úr skipum og við að
þurrka saltfisk á reitum bæjarins. Á
þessum árum var nokkuð algengt að
farið væri í sveit á sumrin og dvaldi
ég nokkur sumur hjá ömmubróður
mínum, einsetumanni sem bjó á
Kjaransstöðum í Biskupstungum.“
Sjómennska Sigurðar hófst þegar
hann var á 16. ári háseti á togaranum
Röðli frá Hafnarfirði. „Ég fór til salt-
fiskveiða við Grænland sem tók allt
sumarið með löndun í Esbjerg í Dan-
mörku og var það fyrsta utanlandsför
mín. Þá er mér minnisstæður fyrsti
túrinn sem ég fór sem loftskeytamað-
ur um áramótin 1958/1959 með togar-
anum Jóni Þorlákssyni frá Reykjavík
til veiða við Nýfundnaland. Í þeirri
sjóferð lentum við í mikilli ísingu og
var loftskeytamaðurinn sendur út á
dekk eins og aðrir í áhöfninni til að
berja ísinn af skipinu. Tveim mán-
uðum síðar fórst togarinn Júlí með
allri áhöfn héðan frá Hafnarfirði á
sömu slóðum.“ Sigurður starfaði svo
sem loftskeytamaður á togaranum
Surprise frá Hafnarfirði 1959-1960.
Hann hóf svo störf hjá Skýrslu-
vélum ríkisins og Reykjavíkurborgar
og eftir námið hjá IBM varð hann
deildarstjóri þar 1962-1967 og síðan
forstöðumaður tölvudeildar Loftleiða
hf. 1968-1973. „Þá dettur mér í hug að
það væri sniðugt að fara í endurskoð-
ár. Hann var kjörinn endurskoðandi
EUROASI 2002 (Samtaka ríkisend-
urskoðenda í Evrópu) í 4 ár.
Eftir að Sigurður lét af störfum
sem ríkisendurskoðandi hefur hann
unnið að ýmsum verkefnum. Hann
starfaði með rannsóknarnefnd Al-
þingis í kjölfar bankahrunsins 2008.
Hann var formaður nefndar um að yf-
irfara stjórnkerfi og stjórnsýslu
Reykjavíkurborgar í ljósi skýrslu
rannsóknarnefndar Alþingis 2012.
Hann gegndi formennsku í verk-
efnastjórn og samráðshópi „um bætt
eftirlit með fiskveiðiauðlindinni
2019“. Sigurður var settur ríkisend-
urskoðandi til að annast endurskoðun
og eftirlit með samningi fjármála-
ráðherra og Lindarhvols ehf. um
fullnustu og sölu stöðuleikaeigna
2016. Hann var skipaður varamaður í
stjórn Norræna fjárfestingarbankans
í Helsinki 2009-2014 og var formaður
endurskoðunarnefndar bankans
2016-2018. „Ég hef verið mikið vinnu-
dýr gegnum tíðina og hef sagt að mér
finnist alltaf gott að menn séu að tala
við mig og vilji fá mig í verkefni.“
Frá því að Sigurður lét af störfum
sem ríkisendurskoðandi hefur hann
verið formaður nokkurra endurskoð-
unarnefnda hjá stofnunum hins op-
Sigurður Þórðarson, fyrrverandi ríkisendurskoðandi – 80 ára
Með börnunum Frá vinstri: Birgir, Rannveig, Sigurður og Sigríður.
Enn þá kallaður til í vinnu
Hjónin Sigurður og Hinrika eftir
Laugavegsgöngu.
Hestamaðurinn Sigurður ásamt
hryssunni Perlu.
Til hamingju með daginn
Reykjavík Óskírður
Mendes Fortes
fæddist 5. október
2021 kl. 13.00 á
Landspítalanum í
Reykjavík. Hann vó
3.560 g og var 52 cm
langur. Foreldrar
hans eru Elísabet
Sara Stefánsdóttir
og Luis Manuel
Mendes.
Nýr borgari
Trönuhrauni 8 – 565 2885 | Bíldshöfða 9 – 517 3900 | stod.is
Bakbelti
í miklu úrvali
Við veitum stuðning sem
þú þarft á þarf að halda