Morgunblaðið - 09.12.2021, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 09.12.2021, Blaðsíða 58
58 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2021 40 ÁRA Sara er Reykvíkingur, ólst upp í Grafarvogi og býr í Húsahverfinu þar. Hún vinnur hjá heildsölunni Arctic trading „Við seljum allskonar snyrti- vörur og hárvörur.“ Áhugamál Söru eru fjöl- skyldan og ferðalög. FJÖLSKYLDA Luis Manuel Mendes Fortes, f. 1979 í Portú- gal, vinnur við járnabindingar. Synir Söru og Luis eru Mikael Levi, f. 2013, og drengur, f. 2021. „Það er leyndarmál hvað litli drengurinn heitir af því það verð- ur skírn í janúar.“ Foreldrar Söru eru Stefán Gísli Stefánsson, f. 1964, múrari, og Guðmunda Egilsdóttir, f. 1965, situr í stjórn Krabbameinsfélagsins á Selfossi. Þau eru búsett á Selfossi. Elísabet Sara Stefánsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Þú þarft að einbeita þér að því sem fyrir liggur, nú gengur ekki lengur að stinga höfðinu í sandinn. Mundu því að koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig. 20. apríl - 20. maí + Naut Þú veist vel hvað þú átt að gera og verður krafin/n svara fljótlega. Vertu sér- staklega á verði gegn gylliboðum sem eru í raun og veru of góð til þess að vera sönn. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Þú ert í einhvers konar hringiðu og veist ekki í hvorn fótinn þú átt að stíga. Hafðu hugfast að allir eru góðir inn við bein- ið. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Þótt þú eigir auðvelt með að hrífa aðra er ekki þar með sagt að allir viðhlæj- endur séu vinir. Oft má satt kyrrt liggja. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Þú færð tækifæri til að aðstoða ein- hvern í fjölskyldu þinni sem launar þér svo ríkulega. Gefðu þér tíma til þess að slaka á og leika þér. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Þú ert sendiboðinn, ekki skilaboðin. Láttu engan taka stjórnina á þínu lífi, þú ert í ökumannssætinu þar. 23. sept. - 22. okt. k Vog Fólk keppir um athygli þína en þú hefur ekki endalausan tíma og þolinmæði. Vel- gengni þín getur vakið öfund annarra, settu það bak við eyrað. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Þótt þú getir verið sveigjan- leg/ur þýðir það ekki að þú eigir að láta stjórnast af tilfinningum annarra. Einhverjar sviptingar verða í vinnunni fljótlega á nýju ári. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Ástin bíður handan við hornið. Viljirðu ná árangri þarftu að leggja þig fram, það dugar ekki að sitja með hendur í skauti. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Það skiptir öllu máli að halda ró sinni þegar á móti blæs. Framlag þitt til góðgerðarmála yljar þér í hjartanu. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Áhyggjur af löngu liðnum at- burðum breyta engu, nema láta þér líða illa. Sættu þig við fortíðina, horfðu fram á veg- inn. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Svefnleysi er ekki gott og þú ættir að gera eitthvað í málunum. Þú veist hverjir eru vinir þínir, sinntu þeim sem þér eru kærastir. stjórnvalda og bæjaryfirvalda í Hafn- arfirði. „Ég var kallaður nefnda- kóngurinn. Var t.d. 12 ár formaður í stjórn Skýrsluvéla ríkisins, formaður í Lyfjaverslun ríkisins, Bæjarútgerð Hafnarfjarðar og Marel. Svo hætti ég nefndastörfunum þegar ég varð ríkis- endurskoðandi, enda passar það eng- an veginn saman.“ Enn fremur sat Sigurður í Endurskoðunarráði Við- reisnarsjóðs Evrópuráðsins í París í 3 ár og Evrópuráðsins í Strassborg í 6 unina, verð deildarstjóri hjá Ríkis- endurskoðun 1974-1980 en er líka í eitt ár hjá KPMG til að komast í gegnum endurskoðendaprófið því þar er ýmis vinna, eins og reikningsskil, sem er ekki hjá Ríkisendurskoðun.“ Sigurður var síðan skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu 1981-1987, að- stoðarríkisendurskoðandi 1988-1991 og ríkisendurskoðandi 1992-2008. Sigurður hefur setið í ýmsum nefndum og stjórnum á vegum S igurður Þórðarson er fæddur 9. desember 1941 í Hafnarfirði. Hann ólst þar upp og hefur átt þar heima alla tíð. Sigurður gekk í Lækjarskóla í Hafnarfirði og síðan í Flensborgar- skóla. Hann lauk loftskeytaprófi frá Loftskeytaskóla Íslands 1959, námi og starfsþjálfun hjá IBM í Danmörku 1960-1961 og varð löggiltur endur- skoðandi árið 1982. Hann fór síðan í endurmenntun við Landbúnaðarhá- skólann á Hvanneyri, reiðmanninn, 2008-2010. „Á uppvaxtarárum mínum var Hafnarfjörður einn af stærri útgerð- arbæjum landsins og allt atvinnulíf í bænum einkenndist af störfum sem tengdust fiskveiðum og vinnslu. Á þeim tíma var algengt að unglingar, þegar tækifæri gafst, einkum á sumr- in og í skólafríum, ynnu við upp- skipun á fiski úr skipum og við að þurrka saltfisk á reitum bæjarins. Á þessum árum var nokkuð algengt að farið væri í sveit á sumrin og dvaldi ég nokkur sumur hjá ömmubróður mínum, einsetumanni sem bjó á Kjaransstöðum í Biskupstungum.“ Sjómennska Sigurðar hófst þegar hann var á 16. ári háseti á togaranum Röðli frá Hafnarfirði. „Ég fór til salt- fiskveiða við Grænland sem tók allt sumarið með löndun í Esbjerg í Dan- mörku og var það fyrsta utanlandsför mín. Þá er mér minnisstæður fyrsti túrinn sem ég fór sem loftskeytamað- ur um áramótin 1958/1959 með togar- anum Jóni Þorlákssyni frá Reykjavík til veiða við Nýfundnaland. Í þeirri sjóferð lentum við í mikilli ísingu og var loftskeytamaðurinn sendur út á dekk eins og aðrir í áhöfninni til að berja ísinn af skipinu. Tveim mán- uðum síðar fórst togarinn Júlí með allri áhöfn héðan frá Hafnarfirði á sömu slóðum.“ Sigurður starfaði svo sem loftskeytamaður á togaranum Surprise frá Hafnarfirði 1959-1960. Hann hóf svo störf hjá Skýrslu- vélum ríkisins og Reykjavíkurborgar og eftir námið hjá IBM varð hann deildarstjóri þar 1962-1967 og síðan forstöðumaður tölvudeildar Loftleiða hf. 1968-1973. „Þá dettur mér í hug að það væri sniðugt að fara í endurskoð- ár. Hann var kjörinn endurskoðandi EUROASI 2002 (Samtaka ríkisend- urskoðenda í Evrópu) í 4 ár. Eftir að Sigurður lét af störfum sem ríkisendurskoðandi hefur hann unnið að ýmsum verkefnum. Hann starfaði með rannsóknarnefnd Al- þingis í kjölfar bankahrunsins 2008. Hann var formaður nefndar um að yf- irfara stjórnkerfi og stjórnsýslu Reykjavíkurborgar í ljósi skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis 2012. Hann gegndi formennsku í verk- efnastjórn og samráðshópi „um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni 2019“. Sigurður var settur ríkisend- urskoðandi til að annast endurskoðun og eftirlit með samningi fjármála- ráðherra og Lindarhvols ehf. um fullnustu og sölu stöðuleikaeigna 2016. Hann var skipaður varamaður í stjórn Norræna fjárfestingarbankans í Helsinki 2009-2014 og var formaður endurskoðunarnefndar bankans 2016-2018. „Ég hef verið mikið vinnu- dýr gegnum tíðina og hef sagt að mér finnist alltaf gott að menn séu að tala við mig og vilji fá mig í verkefni.“ Frá því að Sigurður lét af störfum sem ríkisendurskoðandi hefur hann verið formaður nokkurra endurskoð- unarnefnda hjá stofnunum hins op- Sigurður Þórðarson, fyrrverandi ríkisendurskoðandi – 80 ára Með börnunum Frá vinstri: Birgir, Rannveig, Sigurður og Sigríður. Enn þá kallaður til í vinnu Hjónin Sigurður og Hinrika eftir Laugavegsgöngu. Hestamaðurinn Sigurður ásamt hryssunni Perlu. Til hamingju með daginn Reykjavík Óskírður Mendes Fortes fæddist 5. október 2021 kl. 13.00 á Landspítalanum í Reykjavík. Hann vó 3.560 g og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Elísabet Sara Stefánsdóttir og Luis Manuel Mendes. Nýr borgari Trönuhrauni 8 – 565 2885 | Bíldshöfða 9 – 517 3900 | stod.is Bakbelti í miklu úrvali Við veitum stuðning sem þú þarft á þarf að halda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.